Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 fclk í fréttum Sexburar í fínu formi Hinir heimsfrægu Walton sexburar í Bretlandi urðu nýlega tveggja ára og voru þessar myndir teknar af þeim af því tilefni. Sexburarnir eru allt stúlkubörn, og einu sexburar í heimi sem eru samkynja. Foreldrarnir voru búnir að reyna að eignast börn i átta ár án árangurs, og eftir að frjósemislyf höfðu verið notuð í ákveðinn tima, litu sexburarnir dagsins ljós. Ríkasta frú í Hollywood Súper-maðurinn Silvester Stallone er nú genginn út aftur, að þessu sinni er hin danska Gitte Nielsen sú hamingjusama. Brúðhjónin hittust fyrst fyrir tæpu ári í Manhattan í New York og nú skömmu fyrir jólin var brúð- kaupið haldið hátíðlegt og skömmu síðar stungu brúðhjónin af í leyni- lega brúðkaupsferð. Silvester Stallone sem kunnur er af kvik- myndunum um Rocky, er einn ríkast maður Hollywood og Gitte Nielsen þarf því ekki að kvíða auraleysi í nánustu framtíð. COSPER — Þetta gekk allt ágætlega lengi vel. Ég var orðinn besti vinur varðhundsins, en svo varð mér það á að stíga á skott kattarins. Robert Mitchum Hollywoodstjarnan sem áður var tugthúslimur Robert Mitchum, sem er sjón- varps- og kvikmyndaáhorf- endum að góðu kunnur, á að baki fremur litríka fortíð. Mitchum er kunnur fyrir lítið dálæti á ljós- myndurum, hann á það til að rífa af þeim myndavélar, eyðileggja þær og gefa eigendum þeirra væna spítalavínka. Ef til vill ekki skrýt- ið, þegar litið er til fortíðar hans, en hann hætti í skóla 14 ára gamall og sat ellefu sinnum i fangelsi fyrir alls kyns óspektir, áður en stjarna hans sem kvik- myndaleikara reis. Hann segir það algjöra tilviljun að hann hafi lagt út áþessa braut. „Eg bjó á tímabili í Kaliforníu með móður minni. Hún hafði séð kvikmynd og er hún kom heim varð henni að orði: „Fyrst þessi hálfviti í myndinni gat leikið þá ætti það ekki að vera neitt mál fyrir þig.“ Kvikmyndafyrirtækið var rétt hinum megin við hornið og ég fór þangað og spurði hvort ekki vantaði fólk. Þannig byrjaði þetta og ég hef aldrei verið at- vinnulaus upp frá þessum degi. Og sannleikurinn er sá að ég ieik eingöngu peninganna vegna, nýtt hlutverk er fyrir mér staðfesting á því að ég hafi örugga vinnu næstu 12 mánuði og frítt fæði í jafnmarga mánuði." Robert Mitchum ásamt Deboru Kerr í leikriti sem sýnt var í sjón- varpinu nýlega og fjallaði um endur- fundi eftir 40 ára aðskilnað. 10039 Þessar myndir voru teknar af þeim Gittu Nielsen og Silvester Stallone í hinni leynilegu brúðkaups- ferð þeirra. COSPSR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.