Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986
VERÐILAUSASÖLU 40 KR.
Kröfur í þrotabú Endurtryggingafélagsins:
Taldar nálgast
400 milljónir
ÞAÐ MUN að líkindum taka allmörg ár að gera upp þrotabú Endurtrygginga-
félag Samvinnutrygginga hf. en kröfur f búið í dag nálgast líklega 400 milljónir
króna. Að sögn Eiríks Tómassonar skiptaráðanda búsins námu kröfurnar 283
milljónum króna í mars sl. miðað við nóvembergengi 1984. Allar kröfurnar eru
í erlendri mynt, og hafa því hækkað því sem nemur hækkun erlends gjald-
miðils á þessum tíma.
„Það er erfitt að segja til um
hversu miklar kröfurnar í búið eru
nú, þar sem kröfur eru enn að ber-
ast, jafnframt því sem ákveðnar
kröfur verða ekki teknar til greina
við skipti búsins," sagði Eiríkur
Tómasson. Hann sagði að staðan
væri mjög óljós, þar sem hér væri
um endurtryggingaviðskipti að
ræða og mikið væri um útistandandi
kröfur. Eiríkur sagði að lýstar
gjaldfallnar kröfur í þrotabúið á
skiptafundi í mars sl. hefðu verið
283 milljónir króna. Þessar tölur
væru alltaf að breytast og gætu
breyst í báðar áttir. Eiríkur sagði
að það yrði væntanlega ekki ljóst
fyrr en eftir nokkur ár hverjar
heildarkröfurnar yrðu, því viðskipti
sem þessi gætu tekið mörg ár.
Eiríkur sagði að enn væri verið
að lýsa kröfum vegna atburða sem
áttu sér stað á meðan félagið var
ennþá starfandi, því þessi tjón væru
nú fyrst að koma fram á hendur
endurtryggjendunum.
Morgunbladið/Kári Jónasson
Nýársbarn á Sauðárkróki
Fyrsti íslendingurinn sem fæddist á þessu ári og Morgunblaðið hefur
haft fregnir af kom í heiminn þegar 19 mínútur voru liðnar af árinu
1986. Þá fæddist rúmlega 13 marka stúlkubarn á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Guðrún Fanney Helga-
dóttir og Guðmundur Marteinn Karlsson. Fjóla Þorsteinsdóttir, ljósmóð-
ir, tók á móti barninu. Sjá ennfremur á bls. 3.
Þrotabú Hafekips:
Þota af gerðinni F-15 á Keflavíkurflugvelii.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson.
Orustuþota fórst
út af Reykjanesi
Flugmaðurinn talinn af - olíubrák á sjónum
ORUSTUFLUGVÉL varnarliðsins á Keflavíkurflugveili af gerðinni
F-15 C fórst í æfingarflugi um 85 sjómflur suðvestur af Reykjanesi
kl. 14.20 í gær. Leit stóð fram eftir kvöldi í gær, en bar ekki árang-
ur, og er flugmaðurinn talinn af. Hann var einn í vélinni. Upplýsing-
ar um orsök slyssins liggja ekki fyrir, en Ijóst er að flugmaðurinn
hafði samband við radarstöð flughersins í Sandgerði og sagðist eiga
I erfíðleikum, skömmu áður en óhappið átti sér stað.
Þotan var ásamt tveimur öðrum I út af Reykjanesi, en flugmenn
F-15-orustuþotum í æfingarflugi | hinna vélanna urðu ekki sjónar-
Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi varnarliösins á tali við tvo þyrluflugmenn
nýkomna úr leit að F-15 þotunni.
Rannsókn skiptaráðanda
hefst um miðjan janúar
Gengið að tilboði Eimskips ef ekki koma hagstæðari tilboð fyrir hádegi í dag
UM HADEGIÐ í dag rennur út frestur til að gera tilboð í eignir þrotabús
Hafskips. Fyrir liggur tilboð hf. Eimskipafélags íslands en í gær hafði
ekkert annað tilboð borist í eignirnar, að sögn Ragnars H. Hall skipta-
ráðanda. Hann sagði að gengið yrði frá samningum viö Eimskip við fyrstu
hentugleika ef ekki bærust hagstæðari tilboð fyrir hádegið í dag, en tilboð
Eimskips rennur út síðdegis á mánudag.
Skiptaráðendur hafa sent Lög-
birtingablaðinu auglýsingu um
innköllun krafna á þrotabúið. Mun
hún birtast þar næstu daga og er
'M kröfueigendum gefinn fjögurra
mánaða frestur til að lýsa kröfum
í búið. Ragnar sagði að lítið væri
farið að sjást af kröfum, þau mál
skýrðust ekki fyrr en liði á innköll-
unarfrestinn. Rannsókn skipta-
ráðenda á gjaldþrotinu er ekki
hafin. Bjóst Ragnar við að hún
hæfist formlega um miðjan jan-
úar, með yfirheyrslum og skýrslu-
töku í skiptarétti.
Ragnar fór í erindum þrotabús-
ins til New York, Hamborgar og
Kaupmannahafnar í desember.
Hann sagðist hafa verið að koma
á hreint málum sem varða sam-
skipti umboðsskrifstofanna, sem
flestar eru sjálfstæð dótturfyrir-
tæki, við Hafskip og safna upplýs-
ingum um kröfur þrotabúsins á
hendur viðskiptavinum Hafskips.
Hann sagði að búið væri að biðja
um gjaldþrotaskipti fyrir skrif-
stofuna í Hamborg og heimild
væri til greiðslustöðvunar hjá
Kaupmannahafnarskrifstofunni.
Óákveöið væri hvernig skrifstofan
í New York yrði gerð upp en fyrir
lægi að hún ætti ekki eignir fyrir
skuldum. Þá sagöi Ragnar að
þrotabúið gerði ekki athugasemdir
við að Skaftá, sem kyrrsett hefur
verið í Antwerpen í 6 vikur vegna
skulda Hafskips, færi á nauðung-
aruppboð og bjóst hann við að hún
yrði boðin upp eftir nokkra mán-
uði.
vottar að því að þotan hrapaði.
Klukkan 14.45 fóru tvær varnar-
liðsþyrlur í loftið og skömmu síðar
var Herkúlesvél, sem var að koma
inn til lendingar, snúið við til leit-
ar. Hún kom fyrst á svæðið og sáu
flugmennirnir olíublett í sjónum,
en ekkert sást til flugmannsins.
Er talið að hann hafi ekki náð að
skjóta sér út úr þotunni. P-3-
kafbátaleitarflugvél leitaði einnig
á svæðinu fram eftir kvöldi í gær,
og tveir skuttogarar, Haukur GK
og Engey RE, komu á slysstaðinn
um klukkan 18.30. Hin nýja þyrla
Landhelgisgæslunnar, sem búin er
infrarauðri myndavél til leitar í
myrkri, flaug til Keflavíkur og var
til taks. Ekki var talin þörf á
aðstoð hennar, þar eð P-3-kafbáta-
leitarflugvélin er búin eins tækj-
um.
Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs-
ingafulltrúa varnarliðsins, var
svæðið þar sem vélin fór niður
fínkembt. Þegar ekkert spurðist
til flugmannsin's klukkan 17.30 var
talið ótvírætt að hann hefði farið
niður með vélinni. „Flugmaðurinn
var mjög vel búinn, í tvennum
nærfötum, í vatnsheldum gúmmí-
búningi og þykkum flugmanna-
galla. Ennfremur var áfest við
hann björgunarvesti, gúmbátur,
blys og neyðartalstöð. Talið er víst
8ð bsns hefði orðið vsrt með þessr
nm búneði ef henn vmri með lifs-
msrki,f‘ ssgði Friðþór.
Vélsr eins og sú sem fórst eru
með sérstökum búnsði sem gerir
flugmsnni kleift sð skjóts sér út
úr vélinni. Sætið fylgir í skötinu,
en losnar frá í ákveðinni hæð og
opnast þá fallhlíf. Morgunblaðinu
er ekki kunnugt um að nokkuð af
þessum búnaði hafi fundist.
Vélin sem fórst er ein af fimm-
tán þotum sinnar tegundar sem
komu til landsins í sumar, þegar
flugfloti varnarliðsins var end-
urnýjaður. Hún kostar 22,9 millj-
ónir dollara, eða um 940 milljónir
íslenskra króna. F-15-þoturnar eru
taldar einhverjar fullkomnustu
örustuþotur sem til eru. Þær hafa
mikið flugþol, þola stutta flug-
braut, eiga auðvelt með að klifra
og geta flogið í 63 þúsund fetum.
Þær geta borið átta flugskeyti auk
annarra vopna. Með alvæpni er
slík vél 68 þúsund pund. Hún er
63 fet að lengd, 18 fet á hæð og
hefur 42ja feta vænghaf. Vélin sem
fórst var óvopnuð.