Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 31 Nemendurnir á skipstjórnarbraut í Dalvíkurskóla. Dalvík: 20 nemendur á skipstjórnarbraut Dalvík, 30. desember. Á SÍÐASTLIÐNU hausti hófu 20 nemendur nám á skipstjórnarbraut viö Dalvíkurskóla. Nemendur þessir skiptast á réttindanámskeið og 1. stigs nám í skip- stjórnarfræðum. Réttindanámskeið þessi eru haldin fyrir menn sem verið hafa á undanþágum við skip- stjórn á undanförnum tveimur árum. Nemendur þessir koma frá flestum útgerðar- stöðvum á Norðurlandi allt frá Blönduóss og austur til Grenivíkur. Á Dalvík hefur verið starfrækt 1. stigs skipstjórnarnám frá árinu 1981 og hefur nemendafjöldi ekki áður verið jafnmikill. Sú um- ræða sem fram hefur farið um menntun skipstjórn- armanna og þær undanþáguveitingar sem viðgeng- ist hafa á undanförnum árum á ekki síst þar hlut að máli. Réttindanámi undanþágumanna lauk þann 19. des. með prófum og öðluðust nemendur þá 80 tn. skipstjórnarréttindi. Eiga þeir síðan þess kost að afla sér meiri menntunar og ljúka námi er gefur 200 tn. skipstjórnarréttindi. Auk bóklega námsins sem er allviðamikið hafa nemendur sótt námskeið í meðferð og notkun slökkvitækja og annars örygg- isbúnaðar í sambandi við eldvarnir og hafa í því sambandi heimsótt Slippstöðina á Akureyri þar sem Birgir Björnsson öryggisfulltrúi leiðbeinandi nemendum. Þá hefur slökkviliðsstjórinn á Dalvík Sigurður Jónsson leiðbeint um meðferð reykköfun- artækja. Til að uppfylla kennslukröfur hafa verið fengnir kennarar frá Akureyri til kennsiu í sjórétti er Ásgeir Pétur Ásgeirsson lögfræðingur og tækja- kennslu annast Birgir Aðalsteinsspn^loftskeyta- maður. Að þessu sinni luku 10 nemendur réttindanámi frá skólanum nú í desember en aðrir 10 halda áfram námi á fyrsta stigi og ljúka í vor. Hæstu meðalein- kunn í réttindanáminu hlaut Símon Páll Steinsson frá Dalvík 9,50 en næstur honum var Jón Gunnar Jósefsson frá Skagaströnd með 9,41. Gert er ráð fyrir því að allir þeir sem luku nú 80 tn. skipstjórn- arnámi mæti að hausti til framhaldsnáms. Aðstaða fyrir aökomunemendur er mjög góð á Dalvík því þar er nýleg heimavist sem byggð var vegna nemenda úr nágrannabyggðum sem ljúka skyldu grunnskólanámi í Dalvíkurskóla. Heima- vistin hefur ekki verið fullnýtt og hefur því skapast rými fyrir nemendur í framhaldsdeild skólans. Fréttaritarar í kennslustund. Árbók þjóðkirkjunnar kemur út í ÞJÓÐKIRKJAN hefur sent frá sér Árbók sína fyrir árið 1985. Er það í fyrsta sinn sem kirkjan gefur út slíka bók. Hún hefur að geyma yfirlitsræðu biskups á Leiðrétt gamanvísa NOKKUR orð féllu niður við birtingu gamanvísna Árna Helgasonar, „Við áramót 1985—1986“ á bls. 2b í áramótablaði Morgunblaðsins. Beðist er vel- virðingar á mistökunum og upphafið birt hér á eftir: Enn er égkominn með árið að baki ogáleitna spurning, hvað við okkur taki? Við ökum á framtíðar útvegum duidum og allt erað farast í tapi og skuldum. A verslunargötunni er víðast h var bratti, hún velturá sölu- ogfasteignaskatti. Lifa menn áfram á hakki oghokri eða hrærast og tímgast ísukki og okri? fyrsta sinn Prestastcfnu um starf kirkjunnar á síöasta ári, sagt er frá umræðum og ályktunum Kirkjuþings og Presta- stefnu og athyglisvcrðustu málum ársins í kirkjulegu tilliti. Margþættar upplýsingar um kirkjuleg efni er að finna í Árbókinni. M.a. er listi yfir allar nefndir á vegum kirkjunnar, félög og stofnanir tengdar henni, með upplýsingum um starfsemi þeirra. Þá er listi yfir sóknir, prestaköll og presta landsins, greint frá erlendum samskiptum kirkjunnar og yfirlit er birt úr starfsskýrslum presta. Ýmislegt annað upplýsingaefni er í Árbókinni. Árbók kirkjunnar 1985 kemur að þessu sinni út sem 4. hefti Kirkjurits- ins 1985. Hún er 84 síður að stærð. Ritstjórn hefur annast fréttafulltrúi kirkjunnar, sr. Bernharður Guðmundsson. Árbókin er send öllum áskrifendum Kirkjuritsins, en hana er einnig að fá í Biskups- stofu, Suðurgötu 22, Reykjavík, og í þjónustumiðstöð kirkjunnar, Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, Reykja- vík. (FrcUatilkynninR) Nýtt verð ákveðið á loðnu til bræðslu Á FUNDI Verölagsráös sjávarútvegs- ins 30. desember var ákveðið nýtt lágmarksverð á loðnu veiddri til bræðslu. Verðið er 830 krónur fyrir hvert tonn og gildir frá 1. janúar til 10. febrúar næstkomandi. Loönuverð hækkar nokkuð frá síðustu verð- ákvöröun. Það var 1400 krónur fyrir hvert tonn miðað við samtölu fitu og þurrefnis er nemur 31%, en nú er samtala miðuð við 24%. Verðið er miðað við samtölu fitu- og þurrefnisinnihalds er nemur 24%. Verðið breytist um kr. 90 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem samtalan breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Ennfremur greiði kaupendur kr. 2,50 fyrir hvert tonn til reksturs Loðnu- nefndar. Samtala fitu- og þurrefnis- magns hvers loðnufarms skal ák- vörðuð af Rannsóknarstofnun fisk- iðnaöarins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega um borð í veiðiskipi af ful.ltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju. Verðið er miðað við loðnuna komna í löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að blanda vatni eða sjó í loðnuna við löndun og óheimilt er að nota aðrar löndun- ardælur en þurrdælur. Verðið er uppsegjanlegt með þriggja daga fyrirvara frá 20. janúar 1986. Álfabrenna ÁLFABRENNA veröur á Fáks- velli á Víðivöllum laugardaginn 4. janúar kl. 16.00. Margt verður til skemmtun- ar. Álfakóngur og álfadrottn- ing mæta á staðinn ásamt fríðu föruneyti. Grýla og Leppalúði verða einnig á ferð, jólasveinar og hvað eina. Flugeldasýning verður einnig. Kaffiveitingar verða í nýja félagsheimilinu á eftir. Nýársdansleikur verður um - kvöldið á vegum Fáks í félags- heimilinu. (FrétUlilk jnníng) * Alpönnur framleiddar fyrir erlendan markað ÍSLENZKA álfélagið hf. og Alpan hf., Reykjavík, gerðu þann 20. des- ember 1985 með sér samning, er tekur gildi frá og með 1. janúar 1986 og gildir til 31. desember 1988. Ríkisútyarpið: Afnotagjald hækkar um 15% AFNOTAGJALD útvarps og sjón- varps hækkar um 15% nú um ára- mótin frá því sem var við síðasta gjalddaga í september sl. Ennfrem- ur verður tekin upp sú nýbreytni að innheimta afnotagjöld fjórum sinn- um á ári í stað tvisvar áður. Að sögn Theódórs Georgssonar, innheimtustjóra Ríkisútvarpsins, er afnotagjald hljóðvarps fyrir næstu þrjá mánuðina 380 krónur, fyrir svart/hvítt sjónvarp 1.210 krónur og 1.525 krónur fyrir lita- sjónvarp. Síðast voru þessi gjöld hækkuð 1. mars á liðnu ári. ♦ ♦ » Orgeltónleikar í Dómkirkjunni í KVÖLD kl. 20.30 verða orgeltón- leikar haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þetta eru sjöundu Bach-tónleik- arnir af fimmtán, sem haldnir eru á vegum Félags íslenskra organ- ieikara, Kirkjukórasambands ís- lands og Söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar í tilefni af ári tónlist- arinnar og 300 ára afmælis Bachs 1985. Verkin sem flutt verða eru, sem áður sagði, eftir J.S. Bach og tengj- ast öll jólahátíðinni. Flytjendur eru: Björn Sólbergs- sson, Friðrik V. Stefánsson, Glúm- ur Gylfason, Kjartan Sigurjóns- son, Ölafur Sigurjónsson, Reynir Jónasson og Sighvatur Jónasson. Aðgangur er ókeypis. (KrélUtilkjniiing fr» s&ngmálastjóra.) Einangrunar- rúlla fannst í Breiðholti FIMMTUDAGINN 5. desember síðastliðinn fannst stór fiberglas einangrunarrúlla í Breiðholti. Eigandi rúllunnar getur snúið sér til rannsóknardeildar lögreglunn- aríHafnarfirði. Samningurinn er þess efnis, að Alpan hf. kaupir álhleifa af ÍSAL, 150 tonn árið 1986, vaxandi í 900 tonn árið 1988. Álið mun Alpan hf. nota til framleiðslu á álpönnum, og er fyrirhugað að framleiðslan verði aðallega seld á erlendum mörkuð- um. Gert er ráð fyrir, að starfsemi fyrirtækisins komist í fullan gang í byrjun febfrúar 1986 og munu þá væntanlega starfa um 20 manns hjá því. Fyrirtækið hefur reist verksmiðju á Eyrarbakka. Fram- kvæmdastjóri Alpan hf. er Andrés B. Sigurðsson. (FrétUtilkynning) Bifreið stolið AÐFARANÓTT laugardagsins 27. desember síðastliðinn var bifreið- inni G-21067, sem er rauð Datsun- stationbifreið, stolið frá Esjugrunni 33 á Kjalarnesi. Þeir sem kunna að vita hvar bifreiðin er niðurkomin eru vin- samlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Hafnarfirði. Skemmti- dagskrá í Naustinu Veitingastaðurinn Naustið efnir til margháttaðra skemmtiatriða á næstunni. Fyrsta skemtidagskrá Naustsins hefst í dag, fóstudaginn 3. janúar, og heitir „ÚR GULL- KISTU EYJAMANNA“. Þar verða flutt lög og ljóð eftir Eyjamenn í flutningi þeirra bræðra Helga og Hermanns Inga Hermannssona. Þrettándagleði verður sunnu- daginn 5. janúar. Um skemmtiat- riðin sjá: Jónas Þ. Dagbjartsson og Jónas Þórir, Helgi og Hermann Ingi, Vínarhljómsveit Þorvaldar Steingrímssonar og Dixieland- hljómsveit Björns R. Einarssonar, en hana skipa Björn R. á básúnu, Guðmundur R. á trommur, Þor- valdur Steingrímsson á clarínett, Jónas Þ. Dagbjartsson á cornet og Jónas Þórir á píanó. Sunnudagsjass verður í Naust- inu fram á vor þar sem Djassnaut- in spila ásamt gesti. Fyrsti gestur- inn verður gítarleikarinn Ólafur Gaukur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.