Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 plí>ri0w Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Umbrotatímar í auðlegð tungum er fjöregg þjóðari Avarp Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands á nýárs Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Stein- grímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, lögðu bæði út af því í áramótaávörpum sínum, að nú væru miklir umbrotatímar: „Alla tíð hefur manninum þótt hann lifa mikla umbrota- tírnar," sagði forseti íslands og bætti við: „Varla er þó ofmælt að aldrei hafi íslendingar lifað slíka umbrotatíma sem nú, þegar hafið kringum okkur, sem einu sinni var okkur bæði vörn og farvegur til annarra þjóða, gegnir ekki lengur því hlutverki. Þegar tengsl okkar við umheiminn færast æ meir yfir á svífandi hnetti í himin- hvolfinu, þegar ný tækni hefur leyst náttúruna af hólmi, tækni sem getur orðið til ómældrar farsældar ef rétt er á haldið. En allar nýjungar geta rofið tengslin milli fortíðar og fram- tíðar. Því þarf ávallt að halda vöku sinni andspænis þeim, velja það sem gott er, hafna hinu.“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði: „Ekki verður ofsögum af því sagt, að við lifum á miklum umbrota- tímum. Þjóðin er ekki aðeins að brjótast úr viðjum verðbólgu og erlendra skulda og byggja þess í stað á innlendum sparn- aði og ráðdeild og að hasla sér völl í nýjum atvinnugreinum, heldur hefur mannlíf allt gjör- breyst á undanförnum árum með breyttum heimi. Með gíf- urlegum framförum á sviði samgangna og fjarskipta erum við orðin, og verðum í vaxandi mæli, óaðskiljanlegur hluti af þessum heimi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég skil það reyndar vel, að mörgum líki verr hinir breyttu tímar. Sjálf- ur sakna ég margs, sem horfið er. Slík hugsun er þó til lítils." Þegar tveir forystumenn þjóðarinnar kveða jafn fast að orði um þá umbrotatíma, sem við lifum, er rétt að staldra við. Helsta forsendan fyrir ályktun þeirra er, að fjarlægð íslands frá öðrum löndum sé að verða að engu fyrir tilstuðl- an nýrrar tækni í samgöngum og fjarskiptum. Við höfum ekki enn kynnst áhrifum fjarskipta- tækninnar í öllu sínu veldi. Á undanförnum árum hefur á hinn bóginn orðið slík bylting í samneyti við aðrar þjóðar með ferðalögum, að með ólíkindum er. Þessi auknu tengsl við er- lendar þjóðir er aðeins unnt að bera saman við það, sem gerðist á tímum síðari heimsstyrjald- arinnar, þegar tugir þúsunda erlendra hermanna dvöldust hér. Sú dvöl hafði mikil áhrif á alla verkmenningu í landinu og til hennar má rekja tilvist þeirra flugvalla í Reykjavík og við Keflavík, sem síðan hafa verið burðarásar í flugsam- göngum innan lands og milli landa. Byltingin, sem nú er að verða í samskiptum okkar við aðrar þjóðir, er sambærileg við það, sem gerðist á stríðsárunum. Sá er þó munurinn, að þá vonuðu menn að um tímabundið ástand væri að ræða. Sú von rættist. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir því, að tæknin leiðir til varanlegra breytinga. Eins og jafnan þegar náið samneyti við aðrar þjóðir ber á góma, huga íslendingar að sér- kennum sínum og velta því fyrir sér, hvort þau standi af sér áraun nýrra hátta. „Hins vegar má okkur ekki gleymast að tengja þráðinn til fortíðar- innar. Sá þráður einn er þess megnugur að varðveita þjóðar- sál okkar og lifandi tjáningar- miðil hennar, íslenska tungu. Því án tungunnar erum við ekki þjóð meðal þjóða,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í ávarpi sínu. Og Stein- grímur Hermannsson,forsætis- ráðherra, sagði: “Heimurinn mun breytast og mannlífið með. Að sjálfsögðu er okkur skylt að gera það sem við getum til að stýra breytingunum þannig, að mánnlífið verði sem best, en að koma í veg fyrir þær getum við aldrei. Landið mun þó breytast seint. Stórir hlutar þess munu lengi standast tím- ans tönn og varðveita sínar dásemdir. Það skulum við eiga fyrir okkur sjálf. Þangað má lengi leita friðar.“ Niðurstaðan er sem sé sú, að landið og tungan verði enn sem hingað til sá aflvaki, sem best dugar okkur sem þjóð. Um rétt- mæti þessara niðurstöðu verð- ur ekki deilt. „Sú tunga'sem við lærðum ung við móðurkné er vandmeðfarinn arfur. Rætur hennar liggja í fortíð, í horfinni menningu. Krónan breiðir sig yfir fjölhyggjuheim nútímans. Næringin milli róta og^ krónu fer um æðar sögunnar og án hennar verður laufskrúðið dauflegt og litsnautt." Þessi orð forseta íslands eru áminning um það, að því aðeins komum við ósködduð sem þjóð út úr þessum umbrotatímum, að við sköpum sjálf ólgandi sögu, sem einkennist af menningarlegum átökum við verðug viðfangsefni samtímans. Nýtum tækni og nábýlið við aðra, sem af henni leiðir, okkur sjálfum til fram- dráttar en drögum okkur ekki inn í skel fornar frægðar. Góðan dag, góðir íslendingar. Gleðilegt nýtt ár. Megi árið 1986 reynast okkur öllum gæfuríkt og gjöfult. Fyrsti dagur ársins hefur þá sérstöðu umfram aðra tímamóta- daga að vera ekki afmælisdagur minninganna heldur fæðingardag- ur framtíðarinnar, næstu 365 daga, þar til áramót renna upp á ný og aftur verður haldið upp á afmæli með nýrri og ferskri ein- beitingu. Þetta er dagur viljans til að vona. Og ekki þarf að fara mörgum orðum um, að vonin er manninum hin mesta gersemi í allri framtíðarsýn. Á þessum fæðingardegi getur enginn gert sér að fullu grein fyrir hvernig framtíðin lítur út, en fyrir allar þjóðir sem eiga sér minning- ar er það sjálfsögð hugsun að engin framtíð er til án tengsla við fortíð. Við íslendingar búum við þá gæfu að vitund okkar um sameign okk- ar, söguna, er sterk, svo sterk að hún er meginskýring okkar á því hver við erum og hvar við erum stödd á jörðinni í gervallri mann- kynssögunni. Allir menn á öllum aldursskeiðum leita til minninga sinna, vegna þess að hið liðna, sagan, er skýring á andránni. Og svo mikilvæg er manninum saga fortíðar að hann mun vera eina spendýr jarðarinnar sem ekki er fætt með reynslu kynslóðanna, heldur verður að læra hana, og tileinka sér af annarra sögn eða eigin rannsókn — að minnsta kosti er hann eina veran sem stöðugt skráir samtíð sína framtíðinni til fróðleiks. Alla tíð hefur manninum þótt hann lifa mikla umbrotatíma. Varla er þó ofmælt að aldrei hafi Islendingar lifað slíka umbrota- tíma sem nú, þegar hafið kringum okkur, sem einu sinni var okkur bæði vörn og farvegur til annarra þjóða, gegnir ekki lengur því hlut- verki. Þegar tengsl okkar við umheiminn færast æ meir yfir á svífandi hnetti í himinhvolfinu, þegar ný tækni hefur leyst náttúr- una af hólmi, tækni sem getur orðið til ómældrar farsældar ef rétt er á haldið. En allar nýjungar geta rofið tengslin milli fortíðar og framtíðar. Því þarf ávallt að halda vöku sinni andspænis þeim, velja það sem gott er, hafna hinu. Við höfum nú kvatt ár, sem sér- staklega var tileinkað æskunni. Vissulega er heimur nútíðarinnar, heimur íslenskrar æsku, ólíkur heimi fortíðarinnar, en svo hefur oft verið. Unglingur með tölvu sína á okkar dögum er ekki með skelfi- legra tæki í höndunum en jafnaldri hans snemma á þessari öld með símann eða nýjungagjarn bóndi á sinni tíð með sláttuvél. Okkur, sem nú erum á fullorðinsárum má aldrei vaxa ný tækni svo í augum að við teljum okkur hennar vegna ekki geta náð til hinna yngri, sem hafa hana á valdi sínu að okkur virðist fyrirhafnarlaust. Við meg- um ekki á þann veg láta tæknina grafa gjá milli kynslóða. Samt er tækni nútímans sundur- greinandi, sundrandi kynslóðum. Eldri kynslóð þekkir ekki þann heim sem einn er heimur nýrrar kynslóðar og ný kynslóð kannast ekki við þann heim sem hin eldri var handgengin. Við þær aðstæður verður okkur vonandi sem aldrei fyrr ljós nauðsyn sögunnar, brúar- innar milli tímanna, milli kynslóð- anna. Ljóst er að aldrei má gleym- ast það sem skáldið góða gerði að heilagri þrenningu okkar „land, þjóðogtunga...“ Oft er sagt að heimilið sé horn- steinn þjóðfélagsins og vissulega er það svo. En heimilið á okkar dögum er öðruvísi hornsteinn en nokkru sinni fyrr. Fyrir fáum ára- tugum voru svo til öll íslensk heim- Leiftrandi tákn Nýárspredikun biskups íslands, herra 1 Texti: „Til þess er eg fæddur og til þess er eg kominn í heiminn, að eg beri sannleikanum vitni. “ Jesús(Jóh. 18:37) Nýársdagur ársins 1986 er upp runninn. Við höfum borið fram óskina um gleðilegt nýtt ár og munum áfram gera í nálægð ára- mótanna. Um leið þökkum við fyrir gamla árið, sem fór Guði á vald í nótt. Við áramótin finnum við, að margt er að þakka og lofa Guð fyrir. Mikils mega sín góðar óskir og fyrirbænir, þegar við horfum fram til nýja ársins með allri þeirri óvissu, sem framtíðin felur í skauti sínu. Góðar óskir um far- sæld og frið berast héðan úr dóm- kirkjunni til allra landsins barna. Nýtt ár er nýr áfangi á ævinnar ferð. Sameinuðu þjóðirnar hafa valið því nafnið: Ár friðarins. Nafngiftin leiðir huga minn að orðum Biblíunnar: „Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðvepta hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ (Fil. 4:7) Áramót eru ævinlega hrifnæm augnablik. í þeim felst djúpur lærdómur, ef að er gáð. Gamla árið hvarf út í dimmbláan himingeim- inn eins og það birtist á skjánum yfir borginni okkar, sem verður 200 ára á þessu ári. Um leið var nýja árinu brugðið upp, og setti það á augabragði einkenni sitt á tilverusvið okkar. Hin snöggu skil rista djúpt og minna okkur á hverfulleika tímans, þó að á ytra borðinu beri mest á ærslum og gleðilátum. Hið innra grípur okkur sterk tilfinning, sem erfitt er að lýsa, en vekur í senn söknuð og eftirvæntingu. Skyggnir skuld fyrir sjón. Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá. Þá leitar maðurinn í djúpum hjarta síns að föstum punkti tilverunnar og spyr: Get eg höndlað það, sem er víst og óbifan- legt í ölduróti tímans? Er eitthvað til, sem ár og aldir geta engu um breytt? Nýja árið er í fyrsta lagi nýr vottur þess sannleika, að það er hægt. Það stendur -óhaggað, sem sagt var við upphaf tímatalsins: „Til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg beri sann- leikanum vitni." Hann, sem stend- ur að baki þessarra orða, er hér kominn með enn eitt ártalið sitt. Þegar þú horfir á eða skrifar nýja ártalið, er það yfirlýsing um, að þetta mörg ár eru síðan Jesús fæddist, og reyndar vel það, eins og síðar kom í ljós. Án fæðingar Jesú hefðum við e.t.v. haldið okkur við sið Rómverja eða Grikkja, er tíminn var talinn frá stofnun Rómaborgar eða upphafi Ólympíu- leikanna. Nei, — það kom annar atburður inn í söguna þessum meiri. Jólin eiga í kristnum sið aðeins eina forsendu og frumorsök: Að veita konungi sannleikans lotningu og tilbeiðslu: „Mestur sem að alinn er.“ Nýársdagur rís í skyni þess atburðar, sem gefur deginum einn- ig heitið: Átti dagur jóla. Átta dögum frá fæðingu sveinbarnsins var það siður gyðinga að umskera barnið og gefa því nafn. Sveinninn er Jesús, þessi óhagganlega stað- reynd kristindómsins, rétt eins og nýársdagurinn, átti dagur jóla. Fjóra síðustu daga liðna ársins var haldin alþjóðleg ráðstefna með þátttöku íslands um kristna trú og boðun, og kjörorðið var þetta: Vertu með! Byggjum betri heim. Með allri þeirri undratækni, sem menn hafa yfir að ráða, var hægt að tengja ráðstefnulönd og þátt- tökuhópa heims í eina heild, eins og hjörðin væri orðin ein um víða veröld. Hvernig var unnið að markmiði ráðstefnunnar? Með því að játa Krist, hinn góða hirði, lofsyngja hann, boða trúna á hann. Jesús Kristur er hið rétta líf og hin sanna von heimsins. Hvert einasta ártal, sem runnið hefur skeið sitt og það ár, sem nú er að hefjast, er talandi tákn. „Með öruggri vissu" (svo að notuð séu orð úr fyrstu predikun kristinnar kirkju: Post. 2:36) — er ártalið 1986 að skrá í vitund okkar: „Jesús Kristur er i gær og í dag hinn sami og um aldir." (Hebr. 13:8.) Því sagði Stefán G. Stefánsson á jólanóttina 1882: „Uppfyllt lotning undrast sálin mín ást og speki, er breytist ei né dvín.“ Annað, sem varðar alla menn á nýja árinu, er ákvörðun Samein- uðu þjóðanna að gera árið: Ár friðarins. Undir þá ákvörðun tekur kirkjan heils hugar. Við guðs- þjónustur á fyrsta degi friðarárs- ins er í kirkjum landsins flutt friðarbænin svo sem aðra daga, því að Kristur „er vor friður" (Ef. 2:14). Bænin er máttugra tæki til straumhvarfa í sál einstaklingsins en öll tækni og vísindi, því að Guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.