Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 15 Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll SKIPULAGSNEFFND Reykjavíkur hefur samþykkt nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar. í bókun meirihiuta skipulagsnefndar kemur medal annars fram, að deiliskipulag- ið sé að meginstefnu til byggt á sömu forsendum og deiliskipulag flugvall- arsvæðisins, sem samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur í janúar 1976. Ákveðnar breytingar hafi verið gerðar en ekki veigamiklar. Borgar- ráð hefur fjallað um þetta nýja deili- skipulag og samþykkti að snúa mál- inu til borgarstjórnar. í bókun meirihluta skipulags- nefndar segir ennfremur að deili- skipulagið feli í sér skýra lóðaaf- mörkun fyrir flugvallarsvæðið. Upphaflega var stærð flugvallar- svæðisins 196 hektarar en er, samkvæmt deiliskipulaginu sem nú hefur verið samþykkt, 142,5 hektarar. Þá segir ennfremur, að nauðsynlegt sé að fá þetta deili- skipulag staðfest til að hægt sé að tryggja eðlilega uppbyggingu nauðsynlegra framkvæmda þar, svo sem byggingu nýrrar flug- stöðvar, nauðsynlegar úrbætur á umhverfi svo og að réttarstaða lóðarhafa, Reykjavíkurborgar og ríkisins sé skýr. Teiknistofan hf. Ármúla 6, hefur unnið að þessu deiliskipulagi í samvinnu við Borgarskipulag, flugmálastjóra og flugmálastjórn. Þá hafa verið haldnir fundir með þeim aðilum sem nota flugvöllinn og reka þar flugstarfsemi. Sam- kvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir að reisa þurfi nýjar bygging- ar á svæðinu. Þær helstu eru: Flugstöð, stórt flugskýli, hús fyrir Flugbjörgunarsveitina, þjónustu- byggingar fyrir flugvöllinn, félög sem stunda flugrekstur og einka- flugið. Flugminjasafn, véla- og verkstæðismiðstöð ásamt verk- stæðum fyrir rekstur flugvallar- ins. Þjónustuaðstaða olíufélag- anna og bifreiðaleiga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Jón Hólm flaggaður inn sem sigurvegari f ískrosskeppni BÍKR. Það er orðið langt síðan nokkrum hefur tekist að leggja hann að velli í keppni, en Volks- wagen hans er búinn nær 200 hestafla vél. „Var dauðhrædd- ur í beygjunuma happanúmerið þitt ? HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings — sagði Jón Hólm sigurvegari í ískross- keppni BÍKR ÍSLANDSMEISTARINN í rally cross, Jón Hólm, sigraöi tiltölulega auðveldlega í ískrosskeppni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur á Leir- tjörn á sunnudaginn. Hann ók að venju sérútbúinni Volkswagen- „bjöllu". Ævar Hjartarson á Skoda 130 RS varð annar, en Birgir Vagns- son þriðji á Cortina. Keppnin var í lakara lagi, aðeins þrír bílar af tíu voru í skikkanlegu ástandi til keppni. Það var því lítil spenna í undanriðlum fyrir úrslitin. Keppendur óku fjóra hringi á hringlaga braut á ís og óku 3—4 bílar í hverjum riðli. Bílarnir voru búnir dekkjum með 2—300 skrúfum. Það var helst púður í akstrinum hjá Ævari og Birgi þegar þeir mættust í undanriðlum. Þeir mættust einnig í úrslitariðlinum, ásamt Pétri Sigurðs- syni á Opel Kadett og Jóni Hólm á VW, en hann hafði verið í sérflokki í undan- riðlunum. Það kom líka á daginn að hann.skildi andstæðinga sína eftir í úrslitum, eftir að hafa ekið samhliða þeim fyrstu metrana. „Ég var dauð- hræddur við að missa bílinn í beygjun- um, því það var orðið svo mikið íshrafl á brautinni að dekkin gripu lítið. Þetta hafðist þó,“ sagði Jón. Ævari tókst að næla í annað sætið á Skodanum, ók vel. „Ég átti smákraft í pokahorninu," sagði Ævar og tókst honum að halda Birgi á Cortina fyrir aftan sig. Birgir kvaðst hafa gert þau mistök fyrir úrslit að þyngja bílinn. Hann náði þó þriðja sætinu léttilega á undan Pétri á Opel- bílnum. Lokastaða: 1. Jón Hólm VW 3.11,07 mínútur, 2. Ævar Hjartarson Skoda 3.12,77, 3. Birgir Vagnsson Cort- ina 3.14.52, 4. Pétur Sigurðsson Opel 3.26,95,5. Ragnar Aðalsteinsson Escort, Magnús Sigurjónsson Escort. Útvegsbankaskák- mótið: Þrír deildu efsta sætinu ÞRÍR skákmeistarar urðu jafnir og efstir á Útvegsbankaskákmótinu sem haldið var helgina milli jóla og nýárs, Helgi Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson og Karl Þorsteins. Fjórir vorw jsfnir og efstir fyrir síð- ustu umferö; Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Guömundur Sigur- jónsson og Karl Þorsteins. Friörik varð að sætta sig við ósigur gegn Jóni L. Árnasyni, en Helgi, Guð- raundur og Karl sigruðu andstæð- inga sína. Átján skákmenn tóku þátt í mótinu - allir sterkustu skákmenn landsins utan Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason, sem eru erlendis. Þegar aðeins þrjár umferðir. voru eftir blasti sigur við Helga Ólafssyni. Hann hafði tveggja vinninga for- skot, en tapaði fyrir Birni Þor- steinssyni og Friðriki Ólafssyni. í 4.-5. sæti á mótinu urðu Frið- rik Ólafsson og Elvar Guðmunds- son með 13 vinninga. Jón L. Árna- son hlaut 12% vinning og hafnaði í sjötta sæti. í sjöunda sæti varð Hannes Hlífar Stefánsson með 8% vinning. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með mótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.