Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Tungan í tímans straumi /vf 1 fA/imiiwi IJm/iii I M iiaI Tll m >1 I liAmnnn aAa a VI /I I A/yi! wi n *i|/l II' — eftir Ragnar Ágústsson Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elstu þjóðum; heiftareim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum — geymir í sjóði. (M.J.) „ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra, Hálfdanarsonar hins svarta í þann tíð, að ætlun og tölu þeirra Teits, fóstra míns, þess manns, er ég kunna spakastan, sonar ísleifs byskups, og Þorkels, föðurbróður míns Gellissonar, er langt mundi fram, og Þórríðar Snorradóttur goða, er bæði var margspök og óljúgfróð, er ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung. En það var átta hundruð og sjö tigum vetra eftir burð Krists, að því er ritað er í sögu hans. Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að færi fyrst þaðan til íslands, þá er Haraldur hinn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám vetr- um síðar. Hann byggði suður í Reykjarvík." Þannig hefur Ari Þorgilsson íslendingabók. í bókarauka rekur Ari ætt sína til Ynglinga. Það eru hin germönsku og indóevrópsku fræði. Fyrstur er talinn Yngvi Tyrkjakonungur, þá Njörður Svía- konungur, þriðji Freyr. í Ynglinga sögu er sagt að Freyr hafi heitið Yngvi öðru nafni og var hann stundum nefndur Yngvifreyr. Ættmenn hans voru kallaðir Yngl- ingar. Svíakonungar kenndu sig við þá ætt til forna. Nafnið Ingólfur er myndað úr orðunum Ingi og úlfur. Forliðurinn Ing- í fyrra orðinu er talinn sam- stofna við orðið Yngvi en það er oft tengt ásnum Frey. Ingólfur landnámsmaður var ásatrúar og stóð fyrir blóti miklu til þess að leita sér heilla um forlög sín. Hann var ættaður af Þelamörk í Noregi en bjó í Dalsfirði á Fjölum. Þegar hann flutti til íslands „skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla. Hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súl- urnar kæmi á land.“ Þrælar Ing- ólfs, þeir Vífill og Karli, fundu síðar „öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan Heiði“. „Hann bjó í Reykjavík," segir Landnáma. Nú er þeirri spurningu ósvarað hvor, Landnáma eða Islendinga- bók, hafi haft réttar fyrir sér. Sáu þeir Vífill og Karli einn reyk eða fleiri? Á borgin okkar aö heita Reykjarvík eða Reykjavík? Hvort sem réttara er er komin full hefð á að nefna hana Reykjavík enda er það eflaust í meira samræmi við nútímann. Á góðviðrisdögum má stundum sjá marga reykja- bólstra stíga til himins frá hita- veitulögnum víðsvegar um borg- arlandið. Hafi fyrri liður samsetta orðsins, Reykjavík, upphaflega verið í eintölu þá hefur tungan valið fleirtölumyndina í samræmi við breyttar aðstæður. Við teljum það rétt mál enda stríðir það ekki gegn öruggri vissu okkar um upp- runalega notkun orðsins. Stundum gleymist þó almenningi frum- merking orða og misskilningur eða misritun geta valdið afbökun og ruglingi í hugsun og máli. Til þess er sárt að vita, getur jafnvel tekið að „blæða úr morgunsárinu". Að- stæður breytast oft og gömul verk- þekking glatast en ný viðfangsefni koma til, er krefjast nýrra hugtaka í máli. Með þeim er hægt að flytja verklýsingu nýrrar atvinnugreinar frá einum einstaklingi til annars, frá einni kynslóð til annarrar. Fjölbreytni málsins skerpir skiln- inginn, blæbrigði þess greina við- fangsefni okkar í sundur og hjálpa okkur til þess að vera nákvæm í „ViÖ verðum að kunna það mál sem þjóðin hefur talað, vita skil á sögu hennar og menn- ingu og gera okkur Ijósa grein fyrir þeim breyt- ingum sem tungan hefur tekið í tímans straumi.“ hugsun og gerðum. Hesturinn er fákur, gæðingur eða bikkja eftir eiginleikum hvers og eins. Andvar- inn líður, blærinn andar, golan strýkur, vindurinn hvín og „storm- ur æðir blint um höll og hreysi". Stundum notum við gömul orð til þess að tákna ný viðfangsefni, svonefndar nýmerkingar. Að öðr- um kosti verðum við að búa til ný orð er tjá það sem í hug okkar býr. Það eru nýyrði. Nýyrði fara sjaldn- ast vel í málinu nema þau skírskoti til einhvers sem er okkur áður þekkt, við vitum til hvaða veru- Ieika þau eigi að vísa. Þau þurfa að vera gegnsæ sem kallað er. En orð, hversu málfarslega rétt sem þau eru, verða þá fyrst gegnsæ þegar við skiljum það mál sem þau eru risin úr. Annars hljóma þau framandi eins og tökuorð úr er- lendu máli og notkun þeirra er jafnvel enn torveldari því þau eru jafnframt óskiljanleg öllum öðrum þjóðum. Við verðum því að kunna það mál sem þjóðin hefur talað, vita skil á sögu hennar og menn- ingu og gera okkur ljósa grein fyrir þeim þreytingum sem tungan hef- ur tekið í tímans straumi. Ein- staklingar, meðal þjóðar sem á sér svo langa rithefð sem íslendingar, þurfa ekki að vænta þess að eiga þess nokkurn kost að ná þar full- komnun eða endanlegu marki. En manndómur þeirra og hæfni ákvarðast, að verulegu leyti, af því hversu langt þeim tekst að ná. Þetta hefur íslendingum jafnan verið ljóst. Málið sjálft ber það með sér. Það hefur varðveist til- tölulega lítið breytt, beygingaríkt og myndauðugt. Við segjum að það sé auðug tunga og við höfum löng- um metið auðlegð þess meira en flest önnur veraldleg gæði. Á hungurtímum felldum við naut- gripi okkar svo hundruðum skipti til þess að geta skráð á skinn þeirra annála líðandi stundar. Orðaleikir og margskonar mál- þrautir voru helsta skemmtiefni okkar og dægradvöl þegar flest annað þraut. Við iðkuðum brag- þrautir, skrúðmælgi og mannjöfn- uð og uppskárum að launum dýr- asta gull eða bráðan bana. Ljóða- gerð og sagnaskemmtun voru meðal verðmætustu útflutningsaf- urða okkar. Þessi andlega iðja dró ekki úr þreki eða starfi. Þá reis hreysti og dirfska þjóðarinnar hærra en hún hefur nokkru sinni gert. Bersöglismál okkar stóðu frammi fyrir veldi erlendra stór- höfðingja og höfuðlausnir okkar leystu líf dauðadæmdra fanga undan ofurvaldi voldugra kon- unga. Við munum aldrei ná lengra í þjóðlegri reisn en á þeim tímum þegar hugvit okkar er strengt til hins ýtrasta og tungan rís hæst. Ingólfur Arnarson reisti bæ sinn, Reykjavík, í kvosinni þar sem Aðalstræti og Túngata mætast. Hann hefur komið að ósnertu landi þar sem engir troðningar eða stíg- ar voru fyrir. Ingólfur hefur gengið meðfram hlíðinni stystu leið til sjávar. Þar hafa spor hans legið og síðar hafa myndast troðningar, götur og vegir. Ef til vill hefur hann velt steini úr götu. Það hefur auðveldað þeim er síðar komu að ganga þessa stuttu leið. Menn hafa þá ekki lengur þurft að reka niður tærnar og hnjóta um sama stein- inn aftur og aftur. Þegar steinarn- ir voru farnir og gatan orðin nokk- uð greið yfirferðar minntust menn enn þessa framtaks Ingólfs. En þá kom upp nýr vandi. Á rigningar- dögum rann vatnið niður hlíðina þar sem Grjótaþorpið stendur núna og niður í götuslóðann sem Ingólfur hafði rutt. Hann varð illfært forarsvað. Menn festu sig og sneru í eðjunni og hnutu um á svipaðan hátt og fyrr. Það var engu líkara en vatnið hefði lagt nýjan stein í götu landnemanna. Þó var engan stein að sjá. Hvað átti þá að nefna þetta nýja fyrir- brigði? Hallveig Fróðadóttir, kona Ing- ólfs, hefði getað smíðað um það nýyrði. Hún hefði til dæmis getað kallað það aurbleytu. En hefðu þeir Vífill og Karli skilið hvað við var átt? Hefðu þeir ekki anað út á slóðina, snúið sig um ökla og orðið frá verki í marga daga? Hallveig hefði getað gert þá vara við hættuna á annan hátt. Hún hefði getað sagt að búið væri að leggja nýjan stein í götu þeirra. Þá hefðu þeir munað fyrri ófarir og farið varlega. Þeir hefðu vitað að hindrun var í veginum. En um leið hefði málið breyst. Að leggja stein í götu einhvers táknaði nú ekki lengur efniskennda samsetn- ingu heldur óljósa hindrun. Nýtt orðtak var orðið til. En þetta orð- tak varð þó að skírskota til upp- runa síns svo merking þess yrði ljós. Það er hæpið að þrælarnir hefðu gert sér grein fyrir hættunni ef Hallveig hefði ekki gætt frum- merkingar málsins, verksins sem unnið var. Hefði hún til dæmis sagt að búið væri að leggja stein í bleytuna hefðu þeir talið öllu óhætt og setið fastir. Þessi yfirfærða merking kemur hvarvetna fyrir í íslensku máli. Hún byggir á reynslu okkar og menningarhefð. Skáldin eru alltaf að reyna að búa til nýjar líkingar og myndir til þess að tjá tilfinning- ar sínar og reynslu. Þegar skýr- leiki og blæbrigði orðanna endur- óma í reynsluheimi okkar hrífur orðkyngi þeirra hugi okkar og við berumst með þeim á fluginu í hæðir þeirrar hugsunar sem að baki rís. Ólafsfjörður: Erfitt hjá smábátum en togararn- ir öfluðu vel Ólafsflröi, 30. desember. VEÐRÁTTAN á árinu sem er að líða var góð framan af. Veturinn var hagstæður en sumarið með eindæmum erfitt bæði til lands og sjávar. Gæftir hjá smærri bátum voru erfiðar. Þegar helst gaf á sjó komu veiðitakmarkanir í veg fyrir að þeir fáu dagar sem á sjó gaf nýttust. Togararnir öfluðu vel og þegar kom fram í ágúst var kvótinn bú- inn. Reynt var að kaupa kvóta og keyra fiski frá nærliggjandi byggðarlögum til að bæta atvinnu- ástandið sem var í mikilli lægð seinni hluta ársins. Afli stærri skipa var sem hér segir: Sigurbjörgin, 800 tonn af fryst- um flökum og 550 tonn af ísfiski, aflaverðmæti 90 milljónir. Sól- bergið, 3.100 tonn af ísfiski, afla- verðmæti 74 milljónir. Ölafur Bekkur, 2.920 tonn af ísfiski, afla- verðmæti 56 milljónir. Guðmund- ur Ólafur, 7.100 tonn af loðnu og 260 tonn af rækju, aflaverðmæti 30 milljónir. Sigurfari, 900 tonn af þorski, 400 tonn af síld og 100 tonn af rækju. Loðnuverksmiðjan tók á móti 6.000 tonnum af loðnu. Hér hefur verið snjólaust það sem af er vetrinum og samgöngur góðar á landi miðað við árstíma. Flugfélag Norðurlands heldur uppi áætlun fjóra daga vikunnar milli Akureyrar, Ólafsfjarðar og Reykjavíkur. Jakob Morgunblaðið/Bjarni. Ferðaharmóníum Jóns Leifs fyrir framan mynd af honum og Páli ísólfssyni. Norræna húsið: myndir úr fyrstu óperettunni í Iðnó og úr óperusýningum í Þjóðleik- húsinu auk þess sem rakin er saga dægurtónlistar. Meðal muna sem sýndir eru er fyrsta orgel Dómkirkjunnar, spila- skápur frá Bessastöðum, íslensk fiðla og langspil svo að eitthvað sé nefnt. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til 22:00 í kjallara Norræna hússins og í anddyri og stendur hún til 23. febrúar nk. Morgunblaðið/Bjarni. íslensk Tiðla sem Stefán Erlendsson í Ólafsgerði í Kelduhverfi smíðai skömmu eftir aldamótin, fyrir sr. Björn Þorsteinsson á Siglufirði. íslensk fiðla og langspil á tónlistarsögusýningu Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, opnaöi á laugardag- inn sýninguna Tónlist á íslandi í Norræna húsinu. Sýningin er ein viðamesta tónlistarsögusýning, sem haldin hefur veriö hér á landi, hald- in til aö minnast tónlistarárs í Evr- ópu 1985. Á sýningunni er rakin saga tón- listar á íslandi eftir því sem heim- ildir gefa tilefni til en heimildir um tónlist fyrri alda hér á landi er einungis að finna í einstaka hand- ritum. Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld bendir meðal annars á í sýn- ingarskrá þar sem rakin eru helstu atriði tónlistarsögunnar að varla sé hægt að tala um tónlistarsögu hér á landi fyrr en frá sl. öld. Fram kemur á sýningunni að meðal elstu heimilda um tónlistar- flutning, ef undan eru skildar heim- ildir í handritum, er dansleikurinn, sem Jörundur hundadagakonungur hélt fyrirmönnum í Reykjavík þann stutta tíma sem hann réð ríkjum. Helstu tímamót sögunnar eru þegar Dómkirkjan í Reykjavík eignaðist sitt fyrsta orgel árið 1840 og um líkt leyti eignaðist barnaskólinn píanó. Á sýningunni er getið um helstu brautryðjendur á flestum ef ekki öllum sviðum tónlistar, fyrstu söngfélög, kóra, tónlistarfélög og hljómsveitir. Sýndar eru sviðs- ■trr i íki ár. ifc«>iíjcís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.