Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Metsölubækur fyrir jólin: Alistair MacLean enn í efsta sæti METSÖLUBÓKIN í ár er eftir Alistair MacLean, Njósnir á hafinu. Kaupþing hf. tók að sér að framkvæma könnun á sölu bóka fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda fyrir jólin og raunar út nóvember á nýbyrjuðu ári. Birtur er annars vegar listi yfir 10 mest seldu bækurnar en hins vegar yfir söluhæstu bækur í sex flokkum, sem eru: barnabækur, ungl- ingabækur, ævisögur og viðtalsbækur, íslenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur og aðrar bækur. Tíu söluhæstu bækurnar fyrir jól ásamt höfundum voru sam- kvæmt könnun Kaupþings: 1. Njósnir á hafinu, Alistair MacLean. 2. Sextán ára í sambúð, Eðvarð Ingólfsson. 3. Lífssaga baráttukonu, Inga Huld Hákonardóttir. 4. Löglegt en siðlaust, Jón Ormur Halldórsson. 5. Guðmundur Kærnested, Sveinn Sæmundsson. 6. Bara stælar, Andrés Indriða- son. 7. Stúlkan á bláa hjólinu, Rég- ine Deforges. 8. Ekki kjafta frá, Helga Ágústsdóttir. 9. Olíubylgjan blakka, Hamm- ond Innes. 10. Kommisarinn, Sven Hassel. Fimm söluhæstu barnabæk- urnar eru: Elías á fullri ferð eftir Auði Haralds, Gunnhildur og Glói eftir Guðrúnu Helgadóttur, Jólasveinabókin eftir Rolf Lind- berg, Klukkubókin eftir Vilberg Júlíusson og Þú átt gott Einar Áskell, eftir Gunilla Bergström. Fimm söluhæstu unglingabæk- urnar eru: Sextán ára í sambúð INNLEN-T eftir Eðvarð Ingólfsson, Bara stælar eftir Andrés Indriðason, Ekki kjafta frá eftir Helgu Ágústsdóttur, Fimm á hættuslóð- um eftir Enid Blyton og Svalur og Valur eftir Tome & Jan Ry. Fimm söluhæstu ævisögurnar eru: Lífssaga baráttukonu eftir Ingu Huld Hákonardóttur, Lög- iegt en siðlaust eftir Jón Orm Halldórsson, Guðmundur Kærne- sted eftir Svein Sæmundsson, Minningar Huldu k. Stefáns- dóttur eftir Huldu Á. Stefáns- dóttur, Jónas Árnason, viðtals- bók eftir Rúnar Arthúrsson. Fimm söluhæstu íslensku skáldsögurnar eru: Margsaga eftir Þórarin Eldjárn, Skilnings- tréð eftir Sigurð A. Magnússon, Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurð- ardóttur, Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson og Undir merki steingeitar eftir Snjólaugu Bragadóttur. Fimm söluhæstu þýddu skáld- sögurnar eru: Njósnir á hafinu eftir Alistair MacLean, Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine De- forges, Olíubylgjan blakka eftir Hammond Innes, Kommisarinn eftir Sven Hassel og Trölleykið eftir Desmond Bagley. í flokknum „aðrar bækur" voru eftirfarandi söluhæstar: Stríð fyrir ströndum eftir Þór White- head, í austurvegi eftir Halldór Laxness, Hvernig elska á karl- mann eftir Alexöndru Penny, Hlæjum hátt með Hemma Gunn eftir Hermann Gunnarsson og íslendingasögur útgefnar af for- laginu Svart á hvítu. Dalvík: Megn óánægja með snjómokstur Dalvík, 30. desember. FÖSTUDAGINN 27. desember urðu tvö umferðaróhöpp á Ilámund- arstaðahálsi milli Dalvíkur og Akur- eyrar. Vegna hálku snérist sendibíll og lagðist á hliðina og síðar um daginn skullu tveir bílar saman. Sem betur fer urðu engin meiðsl á fólki en báðir bílarnir sem lentu saman urðu óökufærir en litlar skemmdir urðu á bílnum sem fór á hliðina. Mjög hált var á þessum vegarkafla og stöku snjódriftir voru á veginum. Þar sem bílarnir skullu saman var nýbúið að gera mjótt ræsi í gegn um skafl og má vafalaust rekja orsök þess óhapps til þess hvernig snjó- mokstri var háttað. Það sem af er vetri hefur ekki þurft að eyða miklum tíma og fjármunum til snjómoksturs á leiðinni Dalvík-Akureyri sem Vegagerðin nefnir Ólafsfjarðar- veg. I haust var snjómokstur á þessari leið boðinn út. Útboðið var miðað við leiðina frá Moldhauga- hálsi til Dalvíkur, samtals 33 km, tvo daga í viku, mánudaga og fimmtudaga. í þetta verk bárust alls 9 tilboð og voru lægstu til- boðin frá Guðmundi Hjálmars- syni á Akureyri og Jarðverki hf. á Dalvík. Vegagerð ríkisins tók tilboði Guðmundar Hjálmarsson- ar, en hann hefur aðeins yfir að ráða einum vörubíl með tönn. Þykir Dalvíkingum að vonum súrt í broti að ekki var gengið til samninga við Jarðverk hf., þar sem þeir hafa yfir að ráða betri og stórvirkari tækjum til snjóm- oksturs svo og vegna þess að í flestum tilfellum lokast leiðin fyrst nær Dalvík og er yfirleitt snjólítið þegar inn fyrir Fagra- skóg kemur. Þá má og benda á að fleiri eiga leið frá Dalvík til Akureyrar á morgni hverjum í sambandi við flug og flutninga og því oft tafsamt að bíða eftir því að leiðin sé opnuð frá Akur- eyri. Föstudaginn 27. desember var leiðin rudd þar sem ekki hafði verið rutt á fimmtudegi 26. vegna jólanna. Þegar leiðin loksins opnaðist um kl. 9.00 að morgni biðu þá þegar allmargir eftir að komast til Akureyrar til að ná morgunfluugi frá Akureyri svo og fólk að mæta til vinnu. Þá var búið að opna hringveginn um Svarfaðardal sem er um 50 km langur og á honum töluvert meiri snjór. Það verk var hafið kl. 4.00 að morgni, en að sögn Guðmundar Hjálmarssonar er ekki gert ráð fyrir því að hann hefji mokstur fyrr en kl. 7.00 frá Akureyri. Þá má geta þess að Vegagerðin stað- setur á þessum vegarkafla mann og bíl en hvaða hlutverki hann á að þjóna vita fæstir. Fréttaritarar Þrír starfsmenn heiðraðir SclfoHs, 30. desember. VIÐ SJÖTUGSALDUR verða tímamót í lífi starfs- manna fyrirtækja og stofnana. Á slíkum tímamótum stóðu 3 starfsmenn Sjúkrahúss Suðurlands á dögun- um, Sigurd Elsheim, yfirmatreiðslumaður sjúkrahúss- ins, og tvær starfsstúlkur hans úr eldhúsinu, Sesselja S. Sigurðardóttir og Vilborg Bjarnfreðsdóttir. Starfsfólk sjúkrahússins hélt þeim veislu sl. föstudag, 27. desember, stjórn sjúkrahússins færði þeim bókagjafir sem viðurkenningarvott fyrir vel unnin störf og ávörp voru flutt. Við starfslok verður ljósara, en áður að í hverju starfi gegnir fólk lykilhlutverki á sínu sviði, við hvað svo sem starfað er. Á meðfylgjand mynd eru þau þrjú sem hættu störfum ásamt Þorsteini Kristensen, yfirmat- reiðslumanni, Hafsteini Þorvaldssyni, forstöðu- manni og Allan Magnússyni, formanni sjúkrahús- stjórnar. SigJón. Kjömefnd Alþýðubandalagsins: Oskaði eftir þátttöku Kristínar og Össurar KJÖRNEFND Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur birt lista yfir þá sem taka þátt í forvali Alþýðubandalagsins vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Kjörnefndin birti um miðjan desember sl. lista yfir þá 16 aðila sem þá höfðu verið tilnefndir, en til viðbótar hafa nú þau Arnór Pétursson, Konráð K. Björgólfsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Lena M. Rist, Skúli Thor- oddsen og Össur Skarphéðinsson verið tilnefnd. I fréttatilkynningu frá Alþýðu- bandalaginu segir: „Vegna skrifa DV og Morgunblaðsins um tilnefn- ingu kjörnefndar ABR til forvals vegna borgarstjórnarkosninga vill kjörnefnd taka fram að nefndin fór þess ítrekað á leit við Kristínu Á. Ólafsdóttur og Össur Skarp- héðinsson að þau tækju sæti á lista kjörnefndar sem birtur var um miðjan desember. Þau gáfu nefnd- inni ekki samþykki sitt og voru þar af leiðandi ekki á þeim lista. Kjörnefndin fagnar hinum nýja tilnefningum sem borist hafa.*' Samkvæmt nýja listanum taka 22 þátt í forvali Álþýðubandalags- ins í Reykjavík. Þau eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir, skrif- stofumaður, Arnór Pétursson skrifstofumaður, Björk Vilhelms- dóttir nemi, Erlingur Viggósson skipasmiður, Gísli Sváfnisson kennari, Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi, Guðni Jóhannesson verkfræðingur, Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi, Helga Sigur- jónsdóttir kerfisfræðingur, Jó- hannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna, Konráð K. Björgólfsson sjómaður, Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins, Lena M. Rist kenn- ari, Margrét Óskarsdóttir verka- kona, Pálmar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands, Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi, Sigurður Einarsson verkamaður, Sigurður G. Tómas- son fulltrúi, Skúli Thoroddsen lögfræðingur, Tryggvi Þór Aðal- steinsson framkvæmdastjóri MFA, Þorbjörn Broddason lektor og Össur Skarphéðinsson ritstjóri Þjóðviljans. Kristján Valdimarsson skrif- stofustjóri Alþýðubandalagsins sagði að þeir sem tækju þátt í forvalinu byðu sig ekki fram í ákveðið sæti. Sá háttur verður hafður á í forvalinu að merkt verður við frambjóðendur í núm- eraröð frá nr. 1-7. Forvalið er ekki bindandi. Kjör- nefndin heldur forvalið og síðan gerir hún tillögur um endanlegan lista á grundvelli forvalsins til fé- lagsfundar sem hefur endanlegt vald til að breyta honum. Sveinafélag rafeindavirkja: Boðuðu verkfalli Málinu vísað til félagsdóms Fjármálaráöuneytið fór fram á þaö viö Sveinafélag rafeindavirkja á mánudaginn aö það frestaði boöuðu verkfalli sem átti aö hefjast 2. jan- úar og vísaði máli sínu til félags- dóms. Stjórn og trúnaðarráð Sveinafé- lags rafeindavirkja efndu til fund- ar 1. janúar ásamt fjármálaráðu- neytinu og var þá samþykkt að bera þann ágreining sem uppi er um lögmæti boðaðs verkfalls raf- eindavirkja undir félagsdóm hið fyrsta; að frestun á boðuðu verk- falli hafi ekki áhrif á afstöðu manna til giidis bréfa starfsmanna frá 30. september (uppsagnarbréf- anna) og í þriðja lagi að meðan málið er í félagsdómi frestast boðað verkfall en tekur gildi án sérstakrar boðunar nema niður- staða félagsdóms komi í veg fyrir slíkt. Helgi Gunnarsson starfsmaður Sveinafélags rafeindavirkja sagði að þegar þetta hafði verið sam- þykkt hefði félagið beint þeim til- mælum til þeirra sem sagt höfðu upp störfum að þeir mættu til vinnu og ynnu þar til úrskurður félagsdóms um lögmæti boðaðs verkfalls lægi fyrir. Almennur fé- frestað lagsfundur var haldinn Sveinafé- lagi rafeindavirkja í gær, fimmtu- dag, þar sem þessi niðurstaða var kynnt. Helgi Gunnarsson sagði að ekki hefðu allir verið ánægðir með niðurstöðuna, en menn teldu það skynsamlegustu lausnina að fara með málið fyrir félagsdóm. Hann sagði að enn væri ekki ljóst hvort félagsdómur vildi taka þetta flókna mál að sér, en ef hann vísaði málinu frá kæmi strax til boðaðs verkfalls. Helgi sagði að vænta mætti niðurstöðu félagsdóms innan hálfs mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.