Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 1
l.tbl. 73. árg.
Sovétríkin:
Ávarpi
Reagans
misjafn-
lega tekið
Moskvu, 2. janúar. AP.
SOVÉZKIR fjölmiölar sögöu ára-
mótaboöskap Ronalds Reagan,
Bandaríkjaforseta, hafa valdið von-
brigðum, en viðbrögö Moskvubúa
voru á annan veg.
Opinberar fréttastofur sögðu
sjónvarpsávörp leiðtoga stórveld-
anna, sem sjónvarpað var samtímis
í löndunum tveimur, vera lið í til-
raunum til að draga úr spennu.
Ávarp Reagans hefði því valdið
vonbrigðum þar sem Bandaríkja-
menn sætu enn við sama heygarðs-
hornið í mikilvægum málum, eins
og það var orðað.
Moskvubúar, sem spurðir voru á
götum úti, voru á öðru máli. „Ljóm-
andi, stórfínt," sagði einn hinna
opinskárri, „Ég held Reagan sé
skynsamur maður, sem skilur nauð-
syn friðar og samlyndis, og hlakka
til heimsóknar hans 1987.“ Sovézkir
fjölmiðlar drógu upp þá mynd af
Reagan allt til Genfarfundarins aö
hann væri stríðsóður kúreki. Þess-
um persónulegu árásum linnti eftir
Genfarfundinn og virðist afstaða
sovézkra þegna í hans garð hafa
breytzt eftir að þeir fengu að sjá
manninn tala til þeirra í sjónvarpi,
fyrst frá leiðtogafundinum og nú í
áramótaávarpinu.
Sjá nánar um ávörp leiötog-
anna á bls. 25.
Afganistan:
Tímatafla um
brottflutning
Rússa tilbúin?
Islamabad, New York, 2. janúar. AP.
NEW YORK TIMES skýrir frá því
aö fulltrúar yfirvalda í Kabúl í Afg-
anistan hafi lagt fram óformlegar
tillögur um brottflutning sovézka
innrásarliðsins frá Afganistan. Yfir-
Völd í Pskistan segjast aldrei hsfp
séð tillögur #f þessu tagj, sem sagt
er #ð l#gð»r b#fi verið fyrir samn-
ingamann Sameinuðu þjóðanna í
viðræðum Afgana og Pakistana um
deilurnar í Afganistan.
Að sögn New York Times skýrðu
fulltrúar Afgana Diego Cordovez,
aðstoðarframkvæmdastjóra SÞ
frá hugmyndum sínum varðandi
brottflutning sovézka innrásar-
liðsins fyrir mánuði. Þar var gert
ráð fyrir brottflutningi alls her-
liðsins á innan við ári.
Frelsissveitirnar í Afganistan
minntust innrásar Sovétmanna
fyrir sex árum með gífurlegum
flugskeytaárásum á sovézk skot-
mörk í Kabúl, höfuðborg landsins.
Að sögn vestrænna sendifulltrúa
var m.a. skotið á sovézka sendiráð-
ið á innrásarafmælinu, 27. des-
ember. Þá kom til skotbardaga á
götum Kabúl í síðustu viku. Um
jól og áramót féllu a.m.k. 21 Sovét-
maður í aðgerðum afganskra
skæruliða í Kabúl, en víðast ann-
ars staðar í landinu hafa bardagar
verið með minna móti vegna vetr-
arveðurs.
STOFNAÐ 1913
56 SÍÐUR
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins
^ ^ ^ AP/Símamynd
Fjögur glasabörn á ngársnótt
Fjögur glasabörn, sem svo eru nefnd, þrír drengir og stúika, fæddust á nýársnótt á Humana-sjúkrahúsinu í London, hiö fyrsta 28 mínútum eftir
miönætti. Tvö barnanna voru tekin með keisaraskurði. Hinum nýju brezku þegnum og mæönim þeirra heilsast vel, aö sögn talsmanna sjúkrahússins.
ísraelar hóta mak-
legum málagjöldum
Tel Aviv, Washington, 2. janúar. AP.
ÍSRAELAR beindu spjótum að Sýrlendingum og írönum í dag og
sögðu þá bera ábyrgð á auknum skæruhernaði gegn ísrael frá Suður-
Líbanon. Shimon Peres, forsætisráðherra, hótaði „maklegum“ mála-
gjöldum ef skærunum linnti ekki. Árásir þessar héldu áfram í morgun
er sovézkum Katyusha-flugskeytum var skotið á landamæraborgina
Kiryat Shmona.
I telpu, dóttur fréttastjóra AP-
fréttastofunnar í Róm.
Lögreglan í Vinarborg leitar
nú að fjórða manninum, sem
talinn er hafa tekið þátt í tilræð-
inu á flugvellinum í Vín. Áður
var talið að þrír menn hefðu
verið að verki, en árásarmenn-
irnir segja nú að sá fjórði hafi
stjórnað aðgerðum.
Sjá „Khadafy hótar stríðs-
ástandi . . .“ábls. 26.
ísraelar klöguðu einnig Frels-
isfylkingu Palestínumanna
(PLO) fyrir Öryggisráði SÞ í dag
vegna árása palestínskra
hryðjpverkamanna á flugvölL
Indland:
71 maður
króknar
TVEIR TUGIR manna króknuðu úr
kulda í noröur- og austurhluta Ind-
lands um jól og áramót og er þá
vitaö um 71, sem beðið hefur bana
í kuldahreti, sem hrellt hefur íbúa
ríkjanna Uttar Pradesh og Bihar í
mánuð.
f nærfellt mánuð hafa skipzt á
nístingskuldi og votviðri í norður-
hluta Uttar Pradesh og Bihar. í
Uttar Pradesh hafa 15 manns
beðið bana af völdum kaldviðris,
47 í Bihar, og síðustu tvær vikurn-
ar hafa svo a.m.k. níu manns týnt
lífi i snjókomu og fái viðri í Kash-
mir. Flestir þeirra, sem biðu bana
í Kashmir, létust er þök eða hús
hrundu vegna snjóþyngsla.
unum í Róm og Vín um jólin,
þar sem 19 manns biðu bana og
120 særðust. „Uppsprettu
hryðjuverka Palestínumann# er
að finna í PLO, sejn eru reiðu-
búin að myrða fólk ajlra þjóða
í baráttu sinni gegn ísrReium,“
sagði talsmaður utanríkisráðu-
neytisins er hann skýrði frá
mótmælunum, sem borin hafa
verið upp við Öryggisráðið.
Talið hefur verið víst að ísra-
elar hefni ódæðanna í Róm og
Vín með einhverjum hætti, t.d.
með árás á Líbýu, og eru Banda-
ríkjamenn sagðir hafa sam-
þykkt aðgerð af því tagi. Khad-
afy Líbýuleiðtogi, sem sagður
er hýsa forsprakka hryðju-
verkamannanna, sem voru að
verki á flugvöllunum tveimur,
hótaði gagnaðgerðum. Hann bar
af sér aðild að morðárásunum í
Vín og Rómaborg en sagði gjörð-
ir hryðjuverkamannanna „helg-
ustu aðgerðir á jörðu“. Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti, var
inntur álits á yfirlýsingum
Khadafys en sagðist ekki „svara
gauk sem fyndist fínt að drepa
11 ára stúlku". Hryðjuverka-
mennirnir myrtu m.a. 11 ára
Bretar ætluðu að
ráðast á
London, 2. janúar. AP.
BRETAR ráögeröu aö stööva
hugsanlega innrás ísracla í Jórd-
aníu áriö 1955 meö loftárásum á
borgirnar Jerúsalem, Tel Aviv og
Haifa, samkvæmt 30 ára leyni-
skjölum, sem engin leynd hvílir
lengur yfir.
I skjölunum kemur fram ítar-
leg árásaráætlun á þrjár helztu
borgir ísraels ef ísraelar réðust
inn í Jórdaníu vegna hemaðar
Palestínuskæruliða þaðan. Skjöl-
in sýna að brezki herinn bjóst
við árás af þessu tagi. Bretar
töldu það skyldu sína að koma
Jórdönum til hjálpar ef á þá
væri ráðizt vegna samnings ríkj-
anna um hernaðarsamvinnu.
Auk loftárása var ætlunin að
brezkar sjóliðssveitir tefðu
framrás ísraela með því að
leggja til atlögu við þá á landi.
1 tilkynningu varnarmála-
ráðuneytisins í London til yfir-
ísrael
manna brezku herjanna í Mið-
austurlöndum sagði að tjón á
mannvirkjum og manntjón yrði
þolað en að stranglega þyrfti að
virða friðhelgi helgra dóma og
guðshúsa.
Stjórnendur brezka hersins
álitu að Jórdaníuher yrði ger-
sigraður á stuttum tíma. Því var
ætlunin að brezk herskip tefðu
innrás með árás á skotmörk í
ísrael, víkingasveitir yrðu settar
á land í Aqaba, hafnarborg Jórd-
aníu við Rauðahaf, og hersveitir
senda landleiðina um Irak til að
halda aftur af ísraelum við ána
Jórdan. Til þessa kom ekki þar
sem aldrei varð neitt úr innrás
ísraela, en ári seinna brauzt
Súezstríðið út. Á sama tíma og
Bretar ráðgerðu árás á ísreal
seldu Bretar ísraelum vopn í
stórum stíl, að sögn The Times.