Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 19 „umbætt og glaðari framtíð sú veröld sem sjáandinn sér“ eins og Stephan G. Stephansson segir, sé því fjaer sem lengur tekur að ná tökum á efnahagsmálum íslensku þjóðarinnar. Svartsýnn er ég þó ekki, þegar til lengri tíma er litið. Á liðnu ári hef ég sannfærst um það betur en nokkru sinni fyrr, hvílíkir óhemju möguleikar eru í okkar ágæta landi. Þeir virðast allstaðar vera, í hugviti unga fólksins, sem haslar sér völl í ýmiskonar hátækniiðn- aði, stóraukinni tækni og hagræð- ingu í fiskiðnaði, sem framsýnir menn á þeim sviðum leitast við að framkvæma, í nýjum búgrein- um, og síðast en ekki síst, í notkun á heitu og hreinu vatni og sjó til fiskeldis. Satt að segja virðast möguleik- arnir svo miklir og áhuginn svo mikill, að gæta þurfi þess að fara ekki of geyst. Allt bendir t.d. til þess, að fiskeldi geti á fáum árum orðið ein meginmáttarstoð hins íslenska efnahagslífs. Siys mega ekki hindra, að svo verði. Með því sem er að gerast, með nýjum atvinnugreinum og nýrri tækni, fullyrði ég að grundvöllur hefur verið lagður að nýju fram- faraskeiði, þrátt fyrir þrönga stöðu. Þannig mun okkur takast að greiða hinar erlendu skuldir og ná á ný eigi lakari lífskjörum en þær þjóðir njóta, sem lengst eru komnar, og það sem mikilvægast er, að draga úr hinum örlagaríku sveiflum í íslenskum þjóðarbú- skap. Allt byggist þetta þó á því, að jafnvægi náist í efnahagsmál- um með stöðugu gengi og án verð- bólgu. Það verður því að takast — til mikils er að vinna. Mannlíf gjörbreyst með breyttum heimi Ekki verður ofsögum af því sagt, að við lifum á miklum umbrota- tímum. Þjóðin er ekki aðeins að brjótast úr viðjum verðbólgu og erlendra skulda og byggja þess í stað á innlendum sparnaði og ráð- deild og að hasla sér völl í nýjum atvinnugreinum, heldur hefur mannlíf allt gjörbreyst á undan- förnum árum með breyttum heimi. Með gífurlegum framförum á sviði samgangna og fjarskipta erum við orðin, og verðum í vaxandi mæli, óaðskiljanlegur hluti af þessum heimi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég skil það reyndar vel, að mörgum líki verr hinir breyttu tímar. Sjálfur sakna ég margs, sem horfið er. Slík hugsun er þó til lítils. í ár ferðaðist yfir þriðjungur Islendinga til útlanda. Þegar ég var í menntaskóla, voru þeir ungl- ingar fáir, sem höfðu komið til annarra landa. Nú munu flestir á þeim aldri hafa kynnst öðrum þjóðum. Eftir fáein ár munu flest heimili geta séð fjölmargar erlend- ar sjónvarpsstöðvar. Þannig auk- ast samskiptin stöðugt. Að sjálfsögðu hefur þetta haft mikil áhrif, bæði góð og ill. Ég efast þó mjög um, að íslensk æska standi að baki æsku fyrri ára. Almenn menntun er t.d. meiri en áður var og unga fólkið víðsýnna. Því verður þó ekki neitað, að reykingar og vaxandi notkun áfengis meðal unglinga er áhyggjuefni, og sérstaklega notk- un fíkniefna. Sjálfsagt er að taka þá föstum tökum, sem gera sér slíkt að féþúfu, og stórauka lög- gæslu, sektir og hegningar. Líkleg- ustu leiðina til árangurs tel ég þó vera fræðslu og að veita ungling- um góða aðstöðu til starfa og heil- brigðra athafna og útrás fyrir mikla lífsorku, t.d. í íþróttum og útivist. Sem betur fer eru þeir tiltölulega fáir, sem fallið hafa fyrir freistingunum. Hinir eru langtum fleiri, sem eru heilbrigðir á sál og líkama. Það leyndi sér t.d. ekki hjá þeim hópi unglinga, sem ég fékk tækifæri til að ræða við í sjónvarpssal nýlega. Ég óttast ekki um framtíð þessarar þjóðir í slík- um höndum. Nú tíðkast að tileinka ár og jafnvel áratugi ákveðnum þjóð- félagshópum. Það er gert til þess að beina athygli manna og við- leitni sérstaklega að velferð slíkra aðila. Það ár, sem er að líða, er ár æskunnar. Það verkefni að búa vel að æsku landsins, andlega og lík- amlega, er ef til vill það mikilvæg; asta, sem sérhver kynslóð gerir. í því felst framtíðin. Konum var tileinkaður heill ára- tugur, sem nú er lokið. Víða um heim eru konur einskonar undirok- uð stétt. Svo er sem betur fer ekki hér á landi. Ég þekki engan íslend- ing, sem ekki telur sjálfsagt, að konur búi við sömu kjör og karl- menn. Á þetta mun þó nokkuð skorta enn. Það er sannfæring mín, að á næstu árum hverfi allur slíkur munur. Stöðugt fleiri konur afla sér menntunar, sem mun gera þær fullkomlega jafnfærar til að gegna flestum þeim störfum, sem karl- menn fyrst og fremst sinna nú, og sumum jafnvel betur. Frá konum verður þó aldrei tekið móður- og húsmóðurhlutverkið, sem er að mínu mati það mikilvægasta, sem mönnum er falið. Engin gjöf var mér betri gefin en að eiga góða móður. Að því býr maðurinn alla ævi. Það sama munu flestir fslend- ingar, sem betur fer, geta sagt. Ekkert verður æsku þessa lands betra gefið en gott heimili, góð fjölskylda. Með hinum miklu þjóðfélags- breytingum eykst hraðinn og spennan með hverju ári. Hér á landi er þó, sem betur fer, víða unnt að leita kyrrðar og friðar langt frá amstri og önn dagsins, jafnvel í næsta nágrenni byggðar. Síðastliðið sumar gekk ég á Hornbjarg. Veður var dásamlegt, sólskin, hlýtt og kyrrt. Því ævin- týri, sem fyrir augu bar, verður ekki lýst. í bjarginu söng kór milljón bjargfugla. Þrátt fyrir það ríkti friður og kyrrð. Þannig hefur það verið um aldir, nema byggðin er horfin. Fyrir fáum vikum gekk ég í sex tíma um hlíðar Botnssúlna í ná- grenni Reykjavíkur í fallegu veðri. Þar ríkti ómælanleg kyrrð og feg- urð. Einnig þarna, svo nálægt fjöl- menni, var allt óbreytt, þrátt fyrir gjörbreyttan heim. íslendingar. Heimurinn mun breytast og mannlífið með. Að sjálfsögðu er okkur skylt að gera það sem við getum til að stýra breytingunum þannig, að mannlífið verði sem best, en að koma í veg fyrir þær getum við aldrei né viljum. Landið mun þó breytast seint. Stórir hlut- ar þess munu lengi standast tím- ans tönn og varðveita sínar dá- semdir. Það skulum við eiga fyrir okkur sjálf. Þangað má lengi leita friðar. Ég þakka íslendingum öílum liðið ár. Megi nýtt ár færa þjóðinni friðogfarsæld. Nýju vélsleðarnir reyndir. Björgunarsveitin Gró fær tvo nýja vélsleða Egilsstööum, 28. desember. FÉLAGAR í björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum lognuðu því í dag aö þeir eignuðust nú um jólin tvo nýja 70 hestafla vélsleöa aö Artic Cat-gerö — sem bandaríska fyrirtækiö Artctco Inc. framleiðir og Bifreiðar og land- búnaðarvélar hf. hafa nú hafið innflutning á. Björgunarsveitarmenn binda miklar vonir við þessa nýju sleða. Þeir eru kraftmiklir og liðlegir og hafa auk þess talsvert farangurs- rými svo að þeir ættu að nýtast vel við fjallaferðir og björgunar- störf í framtíðinni. Björgunarsveitin Gró átti tvo vélsieða fyrir — sem komnir eru nokkuð til ára sinna, sá yngri ár- gerð 1969. Þá á björgunarsveitin tvo bíla, stóran fjallabíl á hjólum sem kallaður er Útigangur og snjóbílinn Inni-Krák — sem nefndur er eftir uppáhaldshesti Gróu á Eyvindará og sagt er m.a. frá í Fljótsdælu — en slysavarna- deildin Gró er nefnd eftir Gróu þessari. Jón Hávarður Jónsson, formað- ur björgunarsveitarinnar — sem er deild innan slysavarnadeildar- innar Gróar — kvað sveitina aðal- lega hafa tekjur af neyðarþjónustu um verslunarmannahelgi í Atla- vík, flugeldasölu og sælgætissölu fyrir jól, útleigu tækja auk fram- laga frá sveitarfélögum á Héraði. Undangengin ár hafa nær allar tekjur slysavarnadeildarinnar Gróar og björgunarsveitarinnar runnið til húsbyggingar í Bláskóg- um 3 — en að sögn Jóns Hávarðar er sá fjárhagsbaggi nú að baki. Efri hæð hússins — sem er um 170 ferm. að flatarmáli — er leigð út til ýmissa opinberra aðila og stendur leigan nokkurn vegin undir rekstri hússins. Á neðri hæð hússins er félagsaðstaða og tækja- geymsla björgunarsveitarinnar. Jón Hávarður kvað 20—30 fé- laga virka í björgunarsveitarstörf- um — en í slysavarnadeildinni væru hins vegar um 300 félagar. Formaður slysavarnadeildarinnar er Björn Ingvarsson. Að sögn Jóns Hávarðar munu björgunarsveitarmenn leggja áherslu á þjálfun nýliða nú eftir áramótin — en starfsemi svo- nefnds unglingaflokks innan sveit- arinnar hefði mjög dafnað að undanförnu. Fjöldi fólks kom að Bláskógum 3 í dag til að skoða hina nýju vél- sleða og kaupa flugelda. — Ólafur Morgunblaðið/Ólafur Jón Hávaröur Jónsson, formaöur björgunarsveitarinnar Gróar, (lengst til vinstri) ásamt félögum sínum framan við bflakost sveitarinnar. Hlustarvernd Heyrnarskjól j<§)ini®©<S)(ni <§t Vesturgötu 16, sími 1328Q w f* ¥ RHD G ©6€ ERMETO háþrýstirör og tengi Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. Lensidælur Lensi- og sjodælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaöi, til aö dæla úr kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlashf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Roykjavík. Sérhæföir danskennarar Brautryðjendur á íslandi í kennslu á keppnisdönsum fyriralla aldurshópa svo sem: Gömlu dönsunum og samkvæmisdönsum. einnig: barnadansar, jazzballet, rokk og tjútt. Félagar í FÍD og alþjóðasamtökum danskennara. Kennslustaðir: Reykjavík, Ármúla 17 a. Hafnarfjörður, Linnetstíg 3. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.