Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 03.01.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 5 Tilboð í brúargerð á Leiruvegi opnuð: Lægsta tilboð frá Norðurverki Akureyri, 30. desember. NORÐIJRVERK hf. átti lægsta tilboðið í brúargerð á Leiruvegi viö Akur- eyri. Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykja- vík. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 23.733.000 en Norðurverk bauð kr. 23.707.670 krónur í verkið — 99,89 % af áætlun. Fimm tilboð bárust í verkið — fjögur frá verktökum á Akureyri og eitt úr Reykjavík. Næstlægsta tilboð átti SS Byggir sf. á Akur- eyri, 23.912,460 (100,76%), þá kom Híbýli sf. á Akureyri með 24.727.899 (104,19%), Aðalgeir og Viðar hf. á Akureyri bauð 26.897.340 (113,33%) og Hamrafell hf. í Reykjavík átti hæsta tilboðið -26.994.096(113,74%). Tilboð Norðurverks hf. var með þeim fyrirvara að verð á steypu- stáli miðist við gengi 23/12 og breytist með gengi norsku krón- unnar. Brúin verður 135 metra löng. Verkinu á að vera lokið á næsta hausti. Vegurinn hefur þegar verið lagður Vaðlaheiðarmegin en það er á áætlun ársins 1987 að leggja veg að brúnni vestanmegin — frá Drottningarbrautinni á Akureyri. Vegarkaflinn sem eftir á að leggja vestanmegin verður ríflega 1.100 metra langur. Séð yfir í Aóalstræti, innstu íbúðargötu á Akureyri. Myndin er tekin af Leiruveginum austanmegin fjarðarins. Vegurinn vestanmegin verður frá Drottningarbraut við Leirugarðinn svokallaða, í boga út á Pollinn inn að brúnni sem rísa skal. Leirugarðurinn sést lengst til hægri á myndinni. Borgarstjóri tendrar ljós í öndvegissúlunum DAVIÐ ODDSSON borgarstjóri tendraði Ijós á sex öndvegissúlum við borgarmörk Reykjavíkur á nýjársdag. Súlurnar eru til marks um upphaf 200 ára afmælisárs höfuðborgarinnar, en fyrirhuguð eru margskonar hátíöahöld í tilefni afmælisins. Súlurnar eru við Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og á Reykjanes- braut. Athöfnin fór fram á Vestur- landsveginum, en tendrað var samtímis á súlunum sex. Lúðrasveit Reykjavíkur flutti nokkur lög og borgarstjóri flutti ávarp. Kveikt verður á súlunum allt árið, en með björtum vornóttum er gert ráð fyrir að flögg og borðar skreyti súlurnar, og þær „blómstri" þannig með vor- blómum. A súlurnar verða einnig festar tilkynningar um helstu dag- skráratriði afmælisins, en hátíða- höldin verða einnig kynnt í sérstöku almanaki sem sent verður öllum borgarbúum á næstu dögum. Hugmynd að súlunum og frum- hönnun þeirra var í höndum Þor- valdar S. Þorvaldssonar arkitekts forstöðumanns Borgarskipulagsins en heildarumsjón með verkinu hafði Rafmagnsveita Reykjavíkur og sáu starfsmenn hennar um lýs- ingu og uppsetningu turnanna, en yfirumsjón verksins og samræming var í höndum Kristjáns Björnsson- ar. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp er tendruð voru Ijós í öndveg- issúlunum á nýársdag. Jólatrés- skemmtun Valskonur ath.: Jólatrésskemmtun veröur haldin í Félagsheimilinu aö Hlíöarenda á morgun, laugar- daginn 4. janúar kl. 15.00. Valur. Vetrardagskrá * Naustsins“ í janúar: „Úrgullkistu \\ Eyjamanna“ I febrúar: \iv „Þorrablót" skemmtidagskrá \.\ tileinkuö þorra. V í marz: \ „Gullfoss meö glæstum V\ brag“ \\. Heiöursgestur \\. Kristján \\. Aöalsteinsson \\skipstjóri. Blásið til ÞRETTANDAGLEÐi I NAUSTINU sunnudagskvöldiö 5. janúar 1986 Fram koma: Jónas Þ. Dagbjartsson, Jónas Þórir, Helgi og Hermann Ingi, Vínarhljómsveit Þorvalds Steingrímssonar og Dixielandband Björns R. Einarssonar. Vönduö dagskrá í mat og drykk Dansaö á Naustinu föstudags- og laugardagskvöld Opiö til 03. Tríó Jónasar Þóris leikur Borðapantanir í síma 17759

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.