Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Meirihlutasamstarfi í stúdentaráði slitið Harðar deilur á fundi umbótasinna í gærkvöldi Á FUNDI Félags umbótasinn- aðra stúdenta í gærkvöldi var samþykkt að slíta meirihlutasam- starfi með Vöku í stúdentaráði. Ástæðan er sú að meirihluti fé- lagsmanna vill harðari aðgerðir gegn Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra, vegna af- skipta hans af Lánasjóði ís- lenskra námsmanna að undan- förnu. Á fundinum urðu harðar deilur um málið þar sem áttust við annars vegar formaður félagsins og hins vegar fulltrúar félagsins í stjóm stúdentaráðs. Stjómarmenn lögðu fram, ásamt Vökumönnum, fram- kvæmdaáætlun um aðgerðir í lána- málum, sem meirihluti umbótasinna á fundinum gat ekki sætt sig við. Taldi meirihlutinn að aðgerðimar næðu of skammt og vildu beina aðgerðum beint gegn menntamála- ráðherra. Félag umbótasinna og Vaka hafa haft samstarf í stúdentaráði í tæp tvö ár. Með þessari samþykkt fund- arins í gærkvöldi er því samstarfí nú lokið og bendir margt til, að umbótasinnar fari nú í meirihluta- samstarf með Félagi vinstri manna í Háskóla íslands. Stefán Kalmansson, formaður Vöku, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hann liti svo á að þessi samþykkt Félags umbótasinna ætti ekki við rök að styðjast. Benti hann í því sambandi á greinaskrif og blaðamannafundi, sem stúdentaráð HÍ hefur efnt til að undanfömu vegna stöðunnar í lánamálum. „Ég Iít svo á að með þessum samstarfs- slitum hafi umbótasinnar ekki að- eins spillt stórlega fyrir farsælli lausn á málefnum lánasjóðsins held- ur einnig aukið hættuna á að af- greiðsla námslána muni dragast á langinn vegna óvissu um skipan fulltrúa stúdentaráðs í stjóm lána- sjóðsins. Mér þykja úrslit þessa fíindar einnig benda til að Félag COLDWATER, dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, hækkaði í gær verð á ýmsum fiskpakkning- um, sem nemur 5 til 10 centum á hvert pund. Magnús Gústafs- son, forstjóri Coldwater, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að meðal annars hefðu ýmsar sérpakkningar á þorski hækkað, þar á meðal svokallaðar „dinner cut“-pakkningar. Magnús sagði að þorskblokkin hefði hækkað í gær um 5 cent á pundið, ýsan hækkaði um áramótin um 10 cent, ogýsublokkin hækkaði í gær um 5 cent. Algengustu teg- undir af karfa hækkuðu um 5 eent, ufsablokkin um 5 cent og grálúða um 10 cent. Magnús sagði að ennfremur hefði orðið hækkun á þeim vörum sem unnar em úr blokkinni, en þó hefðu þeir ekki treyst sér til að hækka þær í samræmi við hækkun á hrá- efninu, því markaðurinn hefði eng- an veginn svarað þessu háa hráefti- isverði ennþá. „Við vitum ekki hvaða áhrif þetta hefur, hvort mikil hækkun á þessum framleiddu vör- um muni draga úr sölu,“ sagði Magnús. Hann sagði að miklar líkur væm á því að markaðurinn myndi ekki til lengri tíma fallast á vömr sem væm framleiddar úr svo dýrri blokk, en blokkarverðið er nú 1,30. umbótasinna sé í upplausn og ekki treystandi til að gæta hagsmuna stúdenta," sagði Stefán. „Hins vegar er skortur á blokkinni núna og í flakapakkningunum höf- um við reynt á hveijum tíma að nýta þau tækifæri sem markaður- inn býður upp á og við þykjumst sjá smugu núna til að ýta aðeins þessum afurðum upp. Og við vonum auðvitað að þetta sé ekki ofmat á aðstæðum hjá okkur. Hins vegar var þetta ill nauðsyn í framleiddu vömnni þar sem hráefniskostnaður hefur hækkað það mikið," sagði Magnús. Hann kvaðst ekki vilja segja fyrir um hvað þessar hækkanir þýddu í heildarverðmætum á ári, en sjálf- sagt yrði ekki um umtalsverðar upphæðir að ræða. Hins vegar myndi þetta ef til vill hvetja til aukinnar áherslu á sérpakkningar, sem þeir hjá Coldwater bindu mikl- ar vonir við í framtíðinni. Mikilvæg- astar væm 5 og 10 punda þorsk- pakkningar, en nægilegt framboð væri á þeim og því ekki tækifæri nú til að hreyfa á þeim verð. Þessar hækkanir myndu því ekki hafa umtalsverð áhrif á afkomu frysti- húsanna þar sem mikilvægustu pakkningamar hækkuðu ekki. Aðspurður sagði Magnús að frá því í ársbyijun 1985 hefði þorsk- blokkin hækkað um 27%, ýsan hefði hækkað um 17%, karfínn um 27%, ufsablokkin um 27% og grálúða um 16%. Coldwater: Verðhækkanir í Bandar íkj unum „Mikils virði að hafa trú á sér við skákborðið“ — segir Margeir Pétursson, fimmti stórmeistari íslendinga SKÁKMÓTIÐ í Hastings skipar veglegan sess í hugum íslend- inga. Friðrik Ólafsson sló þar eftirminnilega í gegn fyrir rétt- um þrjátiu árum þegar hann bar þar sigur úr býtum. f byij- un árs 1975 kom Guðmundur Sigurjónsson með stórmeist- aratitil frá Hastings. Raunar á ágæt frammistaða íslendinga í Hastings rætur allt til ársins 1947 þegar Guðmundur S. Guðmundsson hafnaði í þriðja sæti í mótinu; það var i fyrsta sinn, sem íslendingur náði góð- um árangri í einstaklings- keppni á alþjóðlegu skákmóti. „Sigur Margeirs i Hastings vekur upp góðar endurminn- ingar og er ánægjulegur. Ég vona að sigurinn verði honum stökkpallur til stærri afreka eins og raunin varð hjá mér og opni honum nýjar dyr. Það er ekki síður mikilsvert, að sigur- ínn vekur athygli á Margeiri í skákheiminum,11 sagði Friðrik Ólafsson í samtali við Morgun- blaðið. Margeir Pétursson er fímmti stórmeistari íslendinga. Hann vakti fyrst verulega athygli 1975 — þá 15 ára gamall — þegar hann varð jafti Bimi Þorsteinssyni í efsta sæti á Skákþingi íslands. Ári síðar tefldi hann fyrir íslands hönd á Ólympíuskákmótinu í Haifa og hefur ávallt síðan verið í Ólympíuliði íslands. Hann varð alþjóðlegur meistari 1978 í Buen- os Aires. Hefur sigrað á mörgum alþjóðlegum skákmótum — Qórum sinnum í Noregi, þar af á svæða- mótinu í fyrra og komst í milli- svæðamót og tvívegis staðið uppi sem sigurvegari í Júgóslavíu. Hann tefldi á 1. borði fyrir íslands hönd á heimsmeistaramóti ungra skákmanna í Chicago, þegar sveitin hafnaði í öðru sæti. Mar- geir náði fyrri áfanga að stór- meistaratitli í Reykjavík í fyrra þegar hann hafnaði í öðru sæti ásamt Boris Spassky. „Signrínn í Hast- ings kærkominn“ Hann kom til landsins í gær og það var gestkvæmt hjá honum, margir vildu samfagna honum. „Sigurinn í Hastings er mér kærkominn, því staðurinn skipar veglegan sess í skáksögu heimsins og kemur skemmtilega við sögu í íslensku skáklífí. íslenskir skák- menn eru í miklum metum í Hastings. Ég varð sérstaklega vai við, að menn minntust glæsilegs árangurs Friðriks Ólafssonar þai 1956. Allir heimsmeistarar á þessari öld utan Kasparov og Fischer hafa teflt í Hastings og vissulega er gaman að hafa sigrað í þessu sögufræga móti, þó reisn þess sé minni en áður,“ sagði Margeir Pétursson í samtali við Morgunblaðið. „Það er geysilegur léttir að þessi áfangi er í höfn. Hlakka til að tefla sem stórmeistari og get þá einbeitt mér að því að ná góð- um árangri án þess að hafa þessa svipu yfír höfði mér — þetta titla- tog. Ég hef verið óeðlilega lengi að verða stórmeistari, varð alþjóðleg- ur meistari 1978, án mikilla átaka. Upp úr 1980 hafði ég náð stórmeistarastyrkleika, án þess að ná titlinum. Ég var í fyrra með 2.550 Elo-stig; var orðinn stiga- hærri en tæplega níu af hveijum tíu stórmeisturum og númer 35 á heimslistanum. Stórmeistaratitill veitir manni aukið sjálfstraust. Ég held því fram, að enginn geti orðið góður skákmaður án sjálfstrausts og allir góðir skákmenn eru fullir sjálfstrausts — og sumir þykja montnir. Ég vona þó, að ekki fari svo fyrir mér. Óttablandin virðing fyrir erlendum stórmeisturum hefur háð íslenskum skákmönn- um. En á undanfömum misserum hefúr það verið að hverfa. Ég held, að Johann Hjartarson hafí sýnt okkur fram á hvers við værum megnugir þegar hann náði fyrsta áfanganum að stórmeist- aratitli á skákmóti Búnaðarbank- ans 1984. Síðan er eins og flóð- gáttir hafí opnast." HH. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valdimar Hilmarsson og Inga Sverrisdóttir. Stúlku bjargað úr sjónurn 1 Akureyrarhötn; „Heppni að engin skip lágu utan á Hersi“ Akureyri, 12. janúar. „ÉG VAR að ganga um borð i skipið er ég rann til og datt í sjó- inn,“ sagði Inga Sverrisdóttir frá Isafirði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Aðfaranótt laugardagsins féU hún í sjóinn — milli skips og bryggju — er hún var á leið um borð í rækjubátinn Hersi, sem lá við bryggju Eimskipafélagsins á Oddeyrartanga. Inga er skipveiji á Hersi. Ungur maður úr Reykjavík, Valdimar Hilmarsson, náði að bjarga Ingu úr sjónum. Honum segist svo frá: „Við vorum þrír saman í leigubíl á bryggjunni, vorum á leið í bátinn Birting sem einnig liggur þama. Ég hafði fylgst með Ingu þar sem hún gekk að bátnum og sá hana detta. Eg stökk út úr bílnum og með það sama í sjóinn." Ökumaður leigubflsins hringdi þegar á lögreglu en þar til hún kom á vettvang náði Valdimar að halda Ingu á floti. Hann giskaði á að þau hefðu verið um hálfa klukkustund í sjónum. „Hún var svamlandi þegar ég kom niður — var að reyna að halda sér á floti. En það var basl að ná henni. Hún var það máttlaus að hún gat ekki haldið sér í neitt. Þegar lögreglan kom kastaði hún niður bandi til okkar og ég batt lykkju utan um fótinn á Ingu,“ sagði Valdimar, og Inga bætti við: „Ég var svo hífð upp á bryggjuna á fætinum!" Þau sögðu slæmt að ekki væru stigar utan á biyggjunni — eða a.m.k. eitthvað sem hægt væri að grípa í þegar svona kæmi fyrir. „Ég gat haldið í lítinn skrúfubolta sem ég sá utan á bryggjunni — annað var ekki að fínna til að halda sér I. Það er eins og að lenda í víti að detta þama niður. Öryggið er ekki neitt. Það var heppni að engin skip lágu utan á Hersi þegar þetta gerðist — og vindurinn stóð þannig að skipið leitaði frá bryggjunni," sagði Valdimar. Rafmagnslaust á Austurlandi MIKLAR rafmagnstruflanir hafa orðið á Austurlandi í vondu veðri sem gekk yfir aðfaranótt laugardags og aftur í gær, mánu- dag. Að sögn Erlings Garðars Jónas- sonar rafveitusljóra á Egilsstöðum slitnaði raflínan á 500 metra kafla í 600 metra háu klettabelti sem heitir „Skessa" og er á línunni milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar. Ekki þykir ráðlegt að reyna viðgerð fyrr en veður hefur gengið meira niður og þarf ugglaust að leita aðstoðar þyrlu við viðgerðina. Þá varð bilun á raflínunnni frá Djúpa- vogi í gær og urðu staðir norðan við Stöðvaríjörð og Fáskrúðsfjörð rafmagnslausir en vonir stóðu til að hægt yrði að lagfæra þessa bilun í gærkveldi. Bilun varð á raflínum f N-Þingeyjarsýslu milli Kópaskers og Þórshafnar og varð nyrsti hluti sýslunnar, BakkaQörður og sveitin f kring, rafrnagnslaus af þeim sök- um og var gripið til díseistöðvar fyrir þéttbýlið. Hjá veðurstofunni fengust þær upplýsingar að búast mætti við minnkandi norðaustan átt um allt land og kólnandi veðri með um 5 til 7 vindstigum en í óðveðrinu sem gekk yfír landið í gær mældust 8 til 12 vindstig í Æðey, á Stórhöfða, undir Eyjaljöllum og á Fagurhóls- mýri. Ætlar í framboð á Reykjanesi JÚLÍUS Sólnes hefur tekið ákvörð- un um að gefa kost á sér í Reykja- neskjördæmi við næstu Alþingis- kosningar. Tilkynning þessa efnis var lesin upp á fundi sjálfstæðis- félaganna á Seltjamamesi á laugar- daginn, en Júlfus er erlendis. Hann er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins á Seltjamamesi og var við síð- ustu Alþingiskosningar í framboði í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.