Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986 39 STEFANIE POWERS Hún á um 30 fósturbörn Gleðin skín úr augunum á tugum bama þegar Steph- ame Power birtist í dyrunum heima hjá þeim, því þeim er hún meira en fræg leikkona, þau líta öll á hana sem móður sína. Steph- anie hefur nefnilega séð fyrir 30 munaðarlausum bömum suður á Italíu síðustu tuttugu árin. Leikkonan sem er mjög bamelsk en hefur aldrei fætt bam í heiminn hefur séð fyrir þessum krökkum, passað að þau hafi ekki vanhagað um neitt, veitt þeim ástúð og hlynnt að þeim á allan hugsanleg- an hátt. Sagan á bakvið það hvem- ig það hófst að hún tók þessi munaðarlausu böm að sér er dálít- ið sérstök. Stephanie var þá átján ára leikkona sem ekki var orðin fræg og var að vinna á Ítalíu við upptökur. Einn daginn þegar frí gafst frá vinnu fór hún að skoða sig um og það er best að gefa henni sjálfri orðið: „Ég var eitthvað að þvælast um í Róm þegar mér fannst ég endi- lega þurfa að snúa mér við og þá blasti lítill fallegur snáði við mér. Hann stóð bara og starði á mig, líklega níu þá. Ég gat ekki talað ítölsku og hann kunni ekki stakt orð í ensku en í rauninni vom engin orð nauðsynleg í þessu til- viki... sorgmædd augu hans náðu til mín. Þegar ég tók í höndina á honum mundi ég líka allt í einu að spá- kona sem ég hafði farið til og hafði sagt mér að ég myndi hitta ungan mann í Róm sem myndi skipta sköpum í lífi mínu. Eftir að hafa eytt deginum með Silvano Rampucci, en það heitir pilturinn minn, vildi hann endilega bjóða mér heim með sér og það var þá munaðarleysingjahæli. Ég ákvað að verða fósturforeldri Silvano og þetta vatt upp á sig þangað til bömin mín voru orðin þrjátíu. Ég man að þegar ég var að koma Silvano í góða skóla átti ég oft í íjárhagserfiðleikum og var að skrapa saman krónur til að geta menntað hann, en það rættist nú úr þeim erfíðleikum von bráðar. í dag er Silvano orðinn meðeigandi í fyrirtækinu mínu og við erum mjög náin mæðgin." Stephanie á í dag um þrjátíu fósturbörn og upphafið að barnaláninu átti sér stað á Ítalíu fyrir meira en tuttugu árum. Ekkert letilíf b r ær lifa engu letilífi þær Vic- langt í frá. A meðan fólk sefur toria Principal og Diahann Carroll, almennt væram blundi era þær tvær á fótum og puða heljarinnar ósköp. Klukkan hálf fimm á morgnana fer Diahann á fætur, syndir, hleyp- ur og hjólar. Victoria „lúrir" til fimm, en þá tekur hún til við að fylgja strangri líkamsræktardag- skrá sem hún hefur sett sér fyrir. Þetta tekur stöllumar nokkrar klukkustundir eða þar til mætt er í upptökur f þáttunum Dallas og Dynasty. COSPER ----Góðan daginn, læknir. Nú er ég með nýju gleraugun, sem þú lést mig fá í síðustu viku. COSPER. ( PlB soponhagon E M2 SX Bingó — Bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30 Aöalvinningur 25.000. Næsthæsti vinningur 12.000. Heildarverömæti yfir 100,000, Stjórnin. Eigum á lager pakkningasett í úrvali ®nausi Siðumúla 7*9, simi 82722. ;trkt - ✓ t - ■■ -jvás**®'.. '■■"-.>■■■■>'-■ fev. KROSSVIÐUR SPÓNAPLÖTUR T.d. vatnslímdur og T.d. spónlagðar, plast- vatnsheldur - úr greni, húðaðar eða tilbúnar birki eða furu. undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæöavara á sérdeilis hagstæöu verðl' SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög ■ ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.