Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1986 Minning: Guðmundur Þórðar- son frá Breiðadal Fæddur 27. maí 1910 Dáinn 22. desember 1985 Þegar ungt fólk vex úr grasi, fer það smátt og smátt að taka til hendinni í leik og starfí, þroskast og vill leggja sitt litla afl fram til að hjálpa öðrum. Við slíka hugar- vakningu ungmennanna eflist lífs- stefna þeirra og „krókurinn beygist þangað sem verða vill“, til vaxandi manndóms, ekki síst ef veikbyggð bamssálin nýtur móðurkærleikans öll bernskuárin. En hver getur gert slíkt? Örugglega sönn og raunsæ móðir, sem skilur einstaklinginn í hverju tilviki og veit strax hvað við á. Slík var móðir Guðmundar Þórð- arsonar frá Breiðadal í Önundar- fírði, sem ég vil minnast með nokkr- um orðum. Guðmundur var mjög hændur að móður sinni, Kristínu Ragnheiði Kristjánsdóttur, enda langyngstur fimm systkina. Þórður Sigurðsson faðir hans var borgfírskrar ættar, kom að Holti í Önundarfirði ungur maður með séra Janusi prófasti Jónssyni, en fór þaðan 1907. Mörg störf hafði Þórður á hendi eftir að hann kvæntist Kristínu Ragnheiði í Breiðadal. Auk búskaparins má nefna vegagerð og eftirlit vega í ísaijarðarsýslum. Böm áttu þau Ragnheiður og Þórður alls fimm, þrjár dætur og tvo syni, þau Sigríði Sturlu, Ástu, Gróu og yngstur var Guðmundur, fæddur 1910. Guðmundur var heima hjá for- eldrum sínum nokkuð yfír ferm- ingu, vann heima venjulega sveita- vinnu, en stundaði auk þess rauð- magaveiði í „Vöðunum". Hún fór þannig fram að verið var í litlum bát og á útfallsfjöru var rauðmag- inn stunginn með sting og safnað saman í bátinn. Oft veiddi hver og einn þannig mörg hundmð stykki. Þessi veiði var öll skemmtileg og vakti veiðimannsáhugann og bætti hag móður hans með að „fá físk á diskinn". Skömmmu eftir fermingarárin kynntist hann Finni Guðmundssyni formanni frá Görðum og drógu kynni þeirra til vináttu meðan báðir lifðu. Fljótlega treysti Finnur for- maður honum fyrir mótorvél í bát sínum. Við vélina fann Guðmundur hug sinn og yndi í starfí, svo að hugur hans stóð fljótlega til stærri véla. Mótorvélanámskeið var haldið á Flateyri fyrir tilvonandi vélamenn. Hópur ungra manna sótti nám- skeiðið. Ég var þá staddur á Flat- eyri og stóð af tilviljun nokkra stund meðal nemendanna og hlustaði á. Þeir voru að koma frá mat. Kennar- inn bað þá að setja vélina í gang, en hún tók ekki við sér. Nú gá þeir og skima um alla vélina, uns Guðmundur finnur brotna eldspýtu í loftopi tanksins, réttir kennaran- um og segir: „Þú munt eiga þetta, kennari góður." „Því gengst ég við, góð athugun hjá þér. Oft þarf lítið til að hindra gang mótorvéla," var svarið sem hann fékk. Með sannindum heyrði ég að kennari þessi hefði boðið Guðmundi að koma utan og læra vélfræði. Af því varð eigi, en með æfíngu og trausti samverkamanna sinna náði hann því marki að sinna stærri vélum, t.d. í Hafrafelli SÍS og stór- um mótorbátum. 1941 kvæntist Guðmundur Krist- ínu Bemharðsdóttur, systur minni. Þau eiga fyrst heima í Reykjavík, síðan á Flateyri. Þar eignast þau eldra hús, sem hann með smíðalagni sinni endurbætir ágætlega, hlýtt og gott og vel útbúið til allrar þjónustu handa ijölskyldunni. Á Flateyri vinnur hann enn við vélgæslu. Þeim hjónum varð flögurra bama auðið. Elstur var Sigríður Bemharð, stúdent frá Akureyri og ötull náms- maður í frönsku við Háskóla ís- lands. Óumræðileg var sú mikla sorg þeirra hjóna að missa son sinn, þennan mannkostamann, við að reyna að bjarga öðram í hættu, en öllu var tekið með ró og styrk. Þau áttu líka tvo aðra myndarsyni, þá Finn tölvufræðing og Hauk vél- rennismið og kafara, að ógleymdri Ragnheiði, húsfreyju í Grindavík og sjö bama myndarmóður. 1963 flytja þau suður til Reykja- víkur og eignast hús í Skipasundi 85. Þaðan rækti hann starf sitt í fjölda ára sem yfirmaður við vélar og vagna Strætisvagna Reykjavík- ur. Sú vinna var oft á nóttunni, og þá var gott að koma heim í verald- legu og andlegu hlýjuna. Hver, sem veitti Guðmundi at- hygli við störf sín, sá að þar fór athugull, dyggur drengur og trúr í starfí, kominn alltaf á sinn lofaða stað á réttum tíma. — Slík sam- viskusemi var honum í blóð borin. Systir góð, böm, systkini og vinir. Við vitum öll að „reynslutími ævin er“, og jafnframt náðartími. Biðjum því með kvöldbæn hans: Guð varðveiti þig. Hann féll með sóma og sýndi alla tíð það er hann nam við móðurkné, ungur að áram f litla bænum f Breiðadal. Fylgi honum Guð og góðar vætt- ir, með þökkum ástvina, vina og .samstarfsmanna. Guðmundur Beraharðsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. er skammt undan ? VinnlngsmiDinn l*>: HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.