Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Bruninn í Kópavogshæli: Ógætileg meðferð elds ' Morgunblaðið/JúlÖ8 Það tók aðeins nokkrar mínútur að ná fólkinu út af deildinni eftir að lögreglan og slökkviliðið kom á vettvang’. Þessi mynd var tekin þegar verið var að bera síðustu vistmennina út. EINN maður lést af völdum reyks í eldsvoðanum á Kópavogs- hælinu i gærmorgun. Hann svaf í næsta herbergi við það sem eldurinn kom upp í og lést þar í rúmi sínu. Hann hét Guðmund- ur Guðmundsson og var 60 ára að aldri. Guðmundur hafði verið á hælinu í rúm 7 ár. Flestir vist- manna í deild þeirri þar sem eldurinn kom upp fengu reyk- eitrun og voru fimm þeirra langt leiddir af súrefnisskorti, og þar af var ein kona mjög veik. Fólkið hresstist er á leið daginn og er nú ekkert þeirra talið í lífshættu, að sögn Guðmundar Eyjólfssonar læknis á Borgarspítalanum. Enginn vistmanna hlaut bruna- sár. Tilkynnt kl. 05.58 Það var klukkan 05.58 sem lög- reglunni í Kópavogi barst tilkynn- ing um að eldur væri laus í einu húsi á lóð Kópavogshælis. Tilkynn- ingin barst frá konu í Amamesi sem sá yfír Kópavoginn hvar eldtungur komu út úr suðurglugga á einni svefnálmunni. Ailt tiltækt lið Slökkviliðs Reykjavíkur var þegar kvatt á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreiðum. Greiðlegfa gekk að ná fólkinu út „Við vomm komnir á staðinn tæpum tveimur mínútum eftir að tilkynningin barst og slökkviliðið kom skömmu síðar," sagði Ægir Einarsson, aðstoðarvarðstjóri Kópavogslögreglunnar. „Húsið var læst þegar okkur bar að, en vakt- maður á næstu deildum kom strax að og opnaði fyrir okkur. Við byij- uðum að flytja fólkið út sem fjærst var eldsupptökunum, því við gátum ekki með nokkm móti brotist inn í reykmökkinn þar sem hann var mestur. Við höfðum náð að flytja tvo vistmenn út þegar slökkviliðið kom og þá fóm reykkafarar inn á ganginn þar sem reykurinn var mestur," sagði Ægir. „Við gerðum okkur strax grein fyrir því að yfírborðseldur var tak- markaður við eitt herbergi og að auðvelt yrði að ráða niðurlögum hans. Hins vegar var reykur mikill og við sendum strax þijá reykkaf- ara inn til að ná fólkinu út,“ sagði Amþór Sigurðsson, varðstjóri Slökkviliðsins. „Greiðlega gekk að ná fólkinu út, og var það flutt í skyndi á slysadeild Borgarspítalans. Það hafa ekki liðið meira en 15—20 mínútur frá því að tilkynning barst þar til fólkið var komið undir lækn- ishendur og það tók aðeins nokkrar mínútur að slökkva yfírborðseld- inn," sagði Amþór. Fólkinu var dreift á þijá spítala, Borgarspítal- ann, Landspítalann og Landakot. Vaktmenn urðu ekki varir við eldinn Eldurinn kom upp í Deild 8, sem svo er kölluð, í herbergi sem vísar út á Kópavoginn í öðmm enda húss- ins. Að sögn þeirra Bjöms Gests- sonar forstöðumanns á Kópavogs- hæli og Ragnhildar Ingibergsdóttur yfírlæknis, er þetta opin deild fyrir minna vangefið fólk, sem er sjálf- bjarga um daglegar þarfír undir eftirliti. Á deildinni em að jafnaði 15 manns, en einn vistmanna var á sjúkrahúsi, svo þessa nótt vom vistmenn aðeins 14, allt fullorðið fólk. Tveir vaktmenn annast þessa deild og þijár aðrar á nætumar, en alls em níu manns á næturvakt á hælinu öllu. Deildimar fjórar liggja í röð og er innangengt á milli þeirra. Hvomgur vaktmann- anna varð eldsins var fyrr en lög- reglan kom á staðinn. Annar þeirra er Bergsveinn Jóhannsson. Hann hefur starfað á Kópavogshæli í 15 ár. „Ég gerði mér fyrst grein fyrir því að eldur væri laus þegar ég sá lögreglu og slökkvilið koma á stað- inn,“ sagði Bergsveinn. „Ég gæti aðallega deilda 9 og 10 og var þar um nóttina. Yfírleitt hef ég sam- band við hinn vaktmanninn nokkr- um sinnum á nóttu, en ekki í þetta sinn, því við þekktumst ekki. Konan sem venjulega er á vakt með mér var veik og þessi var í afleysingum," sagði hann. Bergsveinn sagði að það væri ófremdarástand að hafa ekki reykskynjara á hælinu. „Ein manneskja þarf að gæta tveggja húsa og það er nógu langt á milli þeirra til þess að maður veit ekkert hvað er að gerast í því húsi sem Eldurinn kom upp í herbergi í enda svefnálmunnar. Yfirborðs- eldur var aldrei mikill og tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins á fáeinum mínútum. maður er ekki í þá stundina," sagði Bergsveinn. Hinn vaktmaðurinn mun hafa verið staddur í Deild 7 þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök Rannsóknarlögreglan vinnur enn að rannsókn á upptökum brunans, en samkvæmt upplýsingum Helga Daníelssonar lögreglufulltrúa er lík- legast að upptökin megi rekja til þess að óvarlega hafí verið farið með eld. í brunarústunum fundust meðal annars leyfar af einnota kveikjara. Ein kona bjó í herberginu þar sem eldurinn kom upp, og er henni ekki leyft að nota eldfæri nema undir eftirliti. Andlegt ástand konunnar er með þeim hætti að erfíðlega gengur að yfírheyra hana. Ekkert eldvarnarkerfi Ekkert eldvamarkerfí er í Kópa- vogshælinu og uppfyllir hælið ekki kröfur brunamálareglugerðar frá árinu 1979. Að sögn þeirra Bjöms Gestssonar og Ragnhildar Ingi- bergsdóttur hefur margoft verið farið fram á ijárveitingu til að setja slíkt kerfí upp, en hún ekki fengist. Þórir Hilmarsson, forstöðumaður Bmnamálastofnunar ríkisins, sagði að stofnunin hefði lengi haft áhyggjur af aðbúnaðinum á Kópa- Lögreglumenn með hríðskotabyssur á Keflavíkurflugvelli í framhaldi af útvarpsfréttum um helgina: Sænska leyniþjónustan hafði njósn af hugsanlegum aðgerðum Abu Nidals GÆSLA alvopnaðs hóps sérþjálfaðra lögreglumanna í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli var hert í gærkvöld þegar nýjar upplýsingar bárust frá ítaliu og Danmörku um hugsanleg hryðjuverk palestínskra skæruliða á Norðurlöndum. Akvörðun um að hafa vopnaða verði við hverja komu og brottför flugvéla á vellinum var tekin af utan- rikisráðuneytinu á sunnudaginn í framhaldi af fréttum, sem bárust hingað til lands um auknar öryggisráðstafanir á flugvöllum í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og Hollandi. í þessum löndum var öryggis- gæsla hert á flugvöUum um helgina eftir að sænska leyniþjónustan hafði njósnir af því að hermdarverkamenn undir verkstjórn Abu Nidals beindu nú augum sínum að þessum stöðum, að sögn Hjalta Zóphaníassonar, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Abu þessi Nidal er eftirlýstur um allan heim fyrir fjölda hryðjuverka og er hann talinn hafa verið leiðtogi skæruliðanna, sem drápu tugi manna á flugvöllum Rómar og Vinarborgar um jólin. Fyrstu fréttir úr útvarpinu „Við fengum fyrstu fréttir af þessu í gegnum útvarpið á laugar- daginn," sagði Hjalti. „Þá höfðum við samband við Interpol og spurð- úmst fyrir um hvort við ættum von á samskonar aðvörun og þessar nágrannaþjóðir okkar en það var ekki. Á sunnudag fengum við upp- lýsingar um efni þess skeytis, sem hafði farið á milli lögregluyfirvalda í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Hollandi og í dag (mánudag) feng- um við afrit af þessu skeyti.“ Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagðist í samtali við Wm. Morgunblaðsins ekki telja rétt að gefa upp nokkuð tira heimildir þær, er ráðuneytið byggir aðgerðir sínár á, „eða hvað veldur andvara í þéss- um eftium". Hann sagðist álíta nauðsynlegt, „að við gerum okkur grein fyrir því að hættan er fyrir hendi hér rétt eins og í nágranna- löndum okkar. Það er því mikilvægt að við gerum ráðstafanir gegn hugsanlegri hættu ekki síður en aðrir, því við getum ekki treyst því að sleppa alltaf undan ofbeldis- og hryðjuverkum, eins og þeim sem verið er að fremja annars staðar. Það er gjaman ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og því væri ekki óeðlilegt að þessir menn færu að hugsa sér til hreyfings ef þeir vissu að hér væru engar varúðar- ráðstafanir. En það er rétt að það komi fram, að við höfum áætlanir um ákveðnar ráðstafanir til að mæta ofbeldisverkum eins og þeim, sem við höfum fengið fregnir af að undanfömu," sagði utanríkisráð- herra. Sérþjálfaðir hjá Víkingasveitinni Það eru lögreglumenn úr lög- MorgunblaðiB/Einar Falur Lögregluþjónn við öryggisgæzlu á Keflavíkurflugvelli ígær. regluliði Keflavíkurflugvallar — sem heyrir undir utanríkisráðuneyt- ið — er nú standa vörð í flugstöð- inni, gráir fyrir jámum. Auk þeirra hafa verið kvaddir til lögreglumenn úr Víkingasveit Reykjavíkurlög- reglunnar. Af öiyggisástæðum hefur ekki verið látið uppskátt um hversu margir lögreglumenn annast öryggisgæsluna, hversu Iengi henni verður haldið áfram eða annað um vinnubrögð eða skipulag öryggis- gæslunnar. „Þessi vakt er ótíma- bundin. Það ræðst af þróun mála hversu lengi henni verður haldið áfram,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Sérþjálfuðu lögreglumennimir á Keflavíkurflugvelli hafa hlotið sér- staka skólun hjá Víkingasveit Reykjavíkurlögreglú'nnar og æfa reglulega með henni, að sögn Sverr- is Hauks. Hann sagði að á undan- fömum tvéimur árum hefði af hálfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.