Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Minning: Ásgerður Efemía Guðmundsdóttir Fædd 20. nóvember 1907 Dáin 1. janúar 1986 í dag 14. janúar verður til moldar borin frá Langholtskirkju amma mín Ásgerður Efemía Guðmunds- dóttir fædd að Ósi í Bakkagerði í Borgarfírði eystri. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Bjamadóttur og Guðmundar Einarssonar smiðs og bónda sem þar bjuggu. Síðar flytja þau að Lindarbakka í sömu sveit og þar elst hún upp með foreldrum sínum og fóstursystur Pálínu Guð- mundsdótir, til 6 ára aldurs að hún verður fyrir þeim sára missi að móðir hennar deyr langt um aldur fram. Eftir það elst hún upp hjá föður sínum og síðari konu hans Soffíu Guðmundsdóttur ásamt tveim bræðrum sem þau eignuðust, þeim Þorsteini og Þóri Einari en þá voru þau flutt að Steinholti, í sömu sveit. Amma mín sagði mér oft frá fallegu sveitinni sinni, Álfa- borginni, þar sem hún lék sér oft sem bam og Dýrfjöllunum fögru. Eftir fermingu fer hún til Margrétar Elíasóttur og manns hennar Jóns Guðmundssonar, sem bjuggu að Skálum á Langanesi og hún er hjá þeim þar til leið hennar liggur suður til Reykjavikur. Þar býr hún hjá föðurbróður sínum, Jóni Einarssyni og konu hans Guðrúnu, að Leyni- mýri, og fer að vinna fyrir sér eins og títt var um ungt fólk í þá daga. Nálægt tvítugsaldri fer hún til Neskaupsstaðar og þar gengur hún í hjónaband með afa mínum, Jóni ísfeld, kaupmanni þar frá Hesteyri í Mjóafírði, árið 1927. Þau eignuð- ust tvö böm, Ólafíu Stefaníu, fædda 19. mars 1928 og er sú sem þessa grein ritar dóttir hennar og Þóri Guðmund fæddan 11. febrúar 1933. Eftir nokkurra ára hjonaband veik- ist afí minn og lézt hann árið 1935 langt um aldur fram. I annað sinn stendur amma mín frammi fyrir ástvinamissi, en hún var ung og dugleg, allt lífið fram- undan og hún lætur ekki hugfallast þótt erfitt væri á þeim tíma að standa ein eftir með tvö ung böm. Árið 1937 gengur hún í hjónaband með Jóni Sigurðssyni frá Péturs- borg í Vestmannaeyjum. Þau eign- uðust saman tvö böm, þau Jónu Sigríði fædda 19. maí 1939 og Guðmund fæddan 12. október 1941. Bjuggu þau á Neskaupsstað til árs- ins 1951, en þá flytja þau suður til Reykjavíkur. Margar af mínum beztu endurminningum frá bemsku á ég frá heimili afa og ömmu á Óðinsgötu 17 í Reykjavík. Amma var mikil húsmóðir, heimilið alltaf myndarlegt og fallegt. Bömum sín- um var hún góð móðir og bama- bömum og bamabamabömum yndisleg amma og langamma. Síð- ari mann sinn missti hún árið 1959 en þá vom bömin að mestu leyti uppkomin og farin að sjá sér far- borða sjálf. Hún vann eftir það á ýmsum stöðum en lengst af í Laugavegsapóteki í um 20 ár. Hún lét af störfum þar fyrir 8 ámm, þá farin að kenna heilsubrests. Amma var flutt í Hátún 10, hjúkmnar- heimili fyrir aldraða, á aðfangadag jóla síðastliðinn og þar lést hún á nýársdag. Mikill er söknuður bama, ömmubama og langömmubama og tengdabama sem öll era á lífi, bræðranna tveggja og aldraðrar fóstursystur. Ég, Guðrjón og íris þökkum elsku ömmu og langömmu, allar stundir sem við höfum átt með henni. Guð varðveiti ömmu. Hún mun alla tíð lifa í hugum okkar. Tryggvina Sigríður Herbertsdóttir, Guðjón og íris. Veistu hvað heppnin r h Mímir, félag- stúdenta í íslenzkum fræðum: Mótmæla lækkun lána hjá Lána- sjóði ísl. námsmanna STJÓRN Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, sendi Morg- unblaðinu í gær svohljóðandi til- kynningu: „Mímir, félag stúdenta í íslensk- um fræðum, mótmælir harðlega þeirri ákvörðun menntamálaráð- herra að lækka námslán á vormiss- eri 1986. Mímir bendir á að með lögum nr. 72 frá 1982 um námslán og námsstyrki tók Alþingi ákvörðun um tilhögun námslána sem síðan hefur ekki verið staðið við nema með miklum eftirgangsmunum af hálfu stjómar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ennfremur vekur Mímir athygli á að upphæð námslána miðast við lágmarksfjárþörf til framfærslu, sem byggist á neyslukönnun opin- berra aðila frá 1973. Því er fárán- legt að bera saman námslán og launataxta sem engan veginn nægja til framfærslu. Mímir mótmælir og siðlausum vinnubrögðum ráðherra viðvíkjandi brottvísun Siguijóns Valdimarsson- ar framkvæmdastjóra LÍN. Fram- kvæmdastjóri lánasjóðsins ber ekki ábyrgð á fjárhagsvandræðum hans, heldur stjómvöld sjálf. Mennt er máttur og því mót- mælir Mímir öllum hugmyndum um niðurskurð námslána og hvetur Alþingi til að standa við lögin frá 1982 með því að veita sjóðnum nægilegt Qármagn og tiyggja þannig um leið jafnrétti til náms.“ Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160 ákr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.