Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR 1986
17
Hanna Elíasdóttir
„Ég- hefi horft upp á
starfsmann í afgreiðslu
beinlínis hella sér yfir
eldri konu sem skildi
ekki til hlítar frumskóg
reglna Lánasjóðsins.
Það skyldi svo sem
engan undra, því þær
reglur eru í stöðugri
breytingu, þ.e. það sem
skila átti inn í gær er
allt annað í dag.
viðbót við mánaðarbið, þannig að
nemandi fékk ekki sitt lán fyrr en
næstum tveim mánuðum seinna en
búist var við. Skuldabréf undirritað
og tilbúið frá minni hálfu var afhent
starfsmanni í afgreiðslu í merktu
umslagi þess starfsmanns sem sá
um námsmenn í USA á þessum
tíma. Svo leið og beið og engin
tilkynning barst um afgreiðslu
skuldabréfsins. Við upphringingu
var mér tjáð, að ekkert skuidabréf
hefði borist frá mér. Við komu mína
á skrifstofu LÍN bað ég um að leitað
yrði betur, sem gert var með ólund
og fúkyrðum. Umslagið fannst
innan um dót í afgreiðsluborðinu.
Engin afsökunarbeiðni kom fram
þó þama væri um vítavert kæm-
leysi að ræða. Þetta þýddi að
nemandi þurfti enn að bíða óþarf-
lega lengi eftir láni.
Erfiðbiðí
fjarlægu landi
Það vefst varla fyrir neinum hve
erfið þessi óþarfa bið er námsmanni
í fjarlægu landi, hann getur ekki
treyst á foreldra eða vandamenn
til úrbóta í bili eins og nemendur
hér heima sem geta þó alltaf fengið
fæði og ef til vill lán í skamman
tíma. Hér heima eru engin skóla-
gjöld, engin hótun um brottrekstur
úr skóla verði skólagjöld ekki
greidd.
Nú hefur umræddur nemandi
'lokið sínu námi en síðasta lán sem
hann fékk var afgreitt með eindæm-
um. Nemandi skilaði inn sínum
gögnum um 'sumarið er hann kom
heim í fríi sínu. Var honum þá sagt
að öll gögn væru komin og hann
fengi lánið í síðasta lagi um miðjan
október. Lánið kom hins vegar ekki
fyrr en í desember eftir óteljandi
símhringingar, fyrirspumir, bréfa-
skriftir. Skýringar sem ég fékk
varðandi þetta mál voru að nemandi
hefði átt að skila inn pappírum með
öðru orðalagi en gert var. Þó hafði
þetta orðalag verið tekið gilt þá um
sumarið og oft áður.
Stutt við bakið á
menntamálaráðherra
Ég gæti haldið áfram að tína
fram ýmsar athugasemdir varðandi
afgreiðslu LÍN en læt þetta nægja.
Með þessum skrifúm vil ég styðja
við bakið á menntamálaráðherra,
Sverri Hermannssyni, og hvet
umboðsmenn og nemendur til að
gera hið sama, því mér er fullkunn-
ugt um að mjög margir hafa sömu
sögu að segja um undarlega starfs-
hætti á skrifstofu LÍN.
Höfundur er fyrrv. umboðsmaður
nemanda.
VÁKORT
VÁKORT
Eftirtalin kreditkort eru á vákorta-
lista Kreditkorta sf., og eru veitt
2.500 kr. verölaun fyrir hvert þessara
korta sem tekiö er úr umferð. Þeir
sem fá eitthvert þessara korta í
hendur eru vinsamlegast beönir aö
hafa tafarlaust samband viö Kredit-
kort sf., í síma 91-685499.
5414 8300 1374-3108
5414 8300 1370-9109
5414 8300 1363-2103
5414 8300 1326-0103
5414 8300 1305-8101
5414 8300 1302-4103
5414 8300 0187-5102
Lovísa
Þórarinn
Þórdís
Sigurður
Anna
Ásdís
G. Davíðsson
Listræn lýsing
fyrir fólk með fágaðan smekk
Röntgentæknar
hætta störfum
RÖNTGENTÆKNAR í fullu
starfi á Landspítalanum eru
hættir störfum. Þeir gengu út
um áramótin. „Astandið á deild-
inni er mjög slæmt. Við getum
ekki haldið uppi eðlilegri þjón-
ustu og starfsemin er hægt og
bítandi að sigla í strand,“ sagði
Ásmundur Brekkan, yfirlæknir
röntgendeildar Landspítalans i
samtali við Morgunblaðið.
Á röntgendeild Landspítalans eru
17 stöðugildi og hafa 9 gengið út,
átta störfuðu á röntgendeild og einn
á krabbameinsdeild. „Röntgen-
tæknar eru óánægðir með kjör sín,
eins og raunar flestir, enda illa
launuð vinna, en einnig hafa þeir
orðið að horfa upp á að hjúkrunar-
fræðingar, sem af gamalli hefð
vinna á deildinni, eru á mun hærri
launum fyrir sömu vinna. Ég er
ekki að segja að þær séu ofaldar
með laun sín, en óánægja rönt-
gentækna er skiljanleg,“ sagði Ás-
mundur Brekkan. Hann sagði að
deildin gæti ekki sinnt verkefnum
utan spítalans og ýmis sérhæfð
verkefni hefðu orðið að sitja á
hakanum.
Á Borgarspítalanum sögðu rönt-
gentæknar upp störfum sínum 1.
desember sl. og hætta þar af leið-
andi l.mars.
„Það er stöðugur flótti úr stétt-
inni,“ sagði Ágústa Halldórsdóttir
formaður Röntgentæknafélagsins.
„Af þeim 90 röntgentæknum sem
hafa lokið námi eru einungis 45
starfandi. Þetta er erfíð vinna og
ílla launuð."
Aðspurð um hvort röntgentækn-
amir á Landspítalanum væru búnir
að ráða sig annarstaðar sagði
Ágústa að þær væru að leita sér
að vinnu.
Læknastofa
Hef opnaö læknastofu á Bárugötu 15,
Reykjavík. Marinó Pétur Hafstein læknir.
Sérgrein: Heila- og taugasjúkdómar
(Neurology).
Viötalsbeiönum veitt móttaka í síma
62-28-28 mánudaga—fimmtudaga frá kl.
11.00—12.00.
Frönsku borðlamparnir frá Mad og Le Dauphin
bera ljúfa birtu í skammdeginu.
HEiMlLIS- OG RAFTÆKJADEILD
PRISMA