Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986
43
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEG!
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu ..
Fanný og
Alexander
— Hvers vegna
sýnd aftur?
Guðrún Kristinsdóttir hringdi:
„Hvemig í ósköpunum datt þeim
hjá sjónvarpinu í hug að eyðileggja
fyrir manni þrettándakvöldið með
því að endursýna þessa óþverralegu
og leiðinlegu sænsku mynd, Fanný
og Alexander? Var ekki nóg að sýna
þetta einu sinni í sjónvarpinu, eins
langdregið og það er. Nýi flokkurinn
sem byijað er að sýna á sunnudögum
„Blikur á lofti" virðist hins vegar
vera góð og fróðleg mynd. Nokkur
orð um Stundina okkan Ég held að
sá þáttur sé hafður of þunglamaleg-
ur. Þessar austantjalds teiknimyndir
eru svo snauðar og leiðinlegar að
yngri böm geta ekki haft gaman
af þeim. Þess vegna langar mig til
að spyrja fyrir hvaða aldursflokk
„Stundin okkar" sé eiginlega?
Krítarkort tefja
Húsmóðir í Austurbæ hringdi:
„Mikið er ég orðin þreytt á því
að bíða eftir að þeir sem eru.með
þessi krítarkort séu afgreiddir Ég
sé alls ekki hagræðið af þessu
fyrirkomulagi — það tefur oft
afgreiðsluna þegar verið er að
leita að þessari vél til að afrita
kortin og svo virðist heilmikil
skriffinska í kringum þetta. Stór-
markaðir ættu að hafa einn sér-
stakan kassa þar sem hægt væri
að greiða fyrir sig með krítarkort-
um. Þá gætu þeir sem eru með
krítarkort staðið í eigin biðröð og
aðrir þyrftu ekki að bíða eftir
þeim.“
Málefni LIN
verði endurskoðuð
Austurbæingur hringdi: „Ég
vil lýsa stuðningi við Sverri Her-
mannsson menntamálaráðherra
varðandi það að málefni Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna þurfi
að taka til gagngerrar endurskoð-
unar. Greinilegt er að hjá sjóðnum
fara gífurlegir fjármunir forgörð-
um ef námsmenn greiða ekki
nema lítil hluta þess aftur sem
þeir fá úr sjóðnum. Skilst mér að
skuldir sem þannig eru strikaðar
út geti numið milljónum á ein-
stakling í sumum tilfellum. Það
hljóta allir að sjá að við svo búið
má ekki standa. Að sjálfsögðu
eigum við að gera ungu fólki
kleift að stunda framhaldsnám,
en að ausa út peningum með
þessum hætti nær hins vegar ekki
nokkri átt. Ég vil því lýsa sam-
stöðu í þessu máli með mennta-
málaráðherra og vona að hann
afnemi þær reglur sem nú gilda
um sjóðinn en setji aðrar og skyn-
samlegri reglur í staðinn."
Greiðari umferð
— færri slys
Jóhann hringdi: „Að undan-
fömu hefur verið skrifað töluvert
um ökuhraða og slys í Velvak-
anda. Ekki er að efa að slysin
verða flest vegna þess að of hratt
er ekið miðað við aðstæður. Mörg
umferðaróhöpp stafa líka af því
að menn hafa ekki athyglina
vakandi við aksturinn og eru jafn-
vel með hugann við allt annað.
Þetta verður mjög áberandi við
götuljós, það tekur suma öku-
menn óratíma að átta sig á að
græna ljósið er komið. Þeir eru
þá kannski niðursokknir í sam-
ræður og taka þá fyrst á stað
þegar græna ljósið er búið að loga
góða stund og aðrir ökumenn
farnir að flauta á þá.
Ég er handviss.um að umferðin
gæti gengið greiðar fengjust
menn til að sinna akstrinum með
athygli og þannig mætti koma í
veg fyrir þessar miklu umferðar-
taflr sem einkenna umferðina hér.
Ef menn temdu sér hóflegan og
jafnan ökuhraða og hefðu at-
hyglina bundna við aksturinn
meira en nú er, er ég viss um að
færri slys yrðu í umferðinni hér
og hún yrði jafnframt töluvert
greiðari
NOB0 skjalaskápar
★ Norsk gæðavara
★ Ótal möguleikar
★ Vönduð hönnun
★ Ráðgjöf við
skipulagningu
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000.
Allt
RÖÐ OG
REGLU
Fataskápar úr hvítri plastfilmu.
H: 200 sm. B: 142 sm. D: 54 sm.
Útborgun kr. 3000.
Aíb.: kr. 1500 á mán.
»SamI selv»
Kommóður úr plastfilmu.
Hvítri eða Ijósri eik.
8 skúffur kr. 3.980.
6 skúffur kr. 3.250.
4 skúffur kr. 2.500.
Við tökum að sjálfsögðu greiðslukortin bæði
sem útborgun á kaupsamningi og sem stað-
greiðslu með hæsta afslætti.
QUSG&GNAHOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK» 91-81199 og 81410