Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1986 23 AP/Símamynd Róa yfirAtlantsála Þrír Bretar skýrðu í gær frá áformum sínum um að róa yfir Atlantshafið, frá Kanaríeyjum tíl Barbados í Karíbahafi. Róðurinn hefst 20. janúar nk. á tveimur bátum. Don Allum í miðið, sem er 48 ára verkfræðingur, ætlar að róa einn síns liðs en Mike Nestor (t.v.) og Sean Crowley (t.h.), sem eru 22 og 23 ára námsmenn, hyggjast tvimenna sinn bát. Djarfhugamir búast við að róðurinn taki tvo til þrjá mánuði. Fyrirskipaði Khadafy tilræði við Genscher? Bonn, 13. janúar. AP. í VESTUR-ÞÝSKA dagblaðinu Bild var á sunnudag haft eftir ráðhemun í vestur-þýsku stjóm- inni að Moammar Khadafy, Líbýuleiðtogi, hafi skipað palest- inskum sérsveitum að ráða Hans-Dietrich Genscher, utan- rfldsráðherra, af dögum. í Hamborgarblaðinu stóð undir fyrirsögninni „Khadafy á höttunum eftir Genscher" að borist hefði við- vörun frá ónefndu arabaríki um að líf Genschers væri í bráðri hættu og síðan á laugardag hafi ráðher- rans verið gætt sérstaklega vel. „Morðingjamir gætu þegar verið komnir til landsins," sagði enn- fremur. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að ekki mætti búast við ummælum þaðan um fréttina í Bild, en hann sagði að öryggisviðbúnaður væri nú meiri en venjulega þar sem borist hefðu vissar vísbendingar. Talsmaðurinn gat þess ekki hvers eðlis þessar vísbendingar væru eða hvort þær vörðuðu Khadafy. Harma árás á borgarstjóra Frankfurt, 13. janúar. AP. STJÓRNMÁLALEIDTOGAR fordæmdu í gær, sunnudag, árás, sem gerð var á Walter Wallmann, borgarstjóra í Frankfurt, á nýárs- fagnaði vestur-þýska alþýðusambandsins. Wallmann, sem er varaformaður Kristilega demókrataflokksins, hafði verið boðið að tala á nýárs- fagnaði alþýðusambandsins en þegar hann gekk að ræðustólnum réðust að honum um 80 manns og spörkuðu í hann og hrintu. Wall- mann komst þó að ræðustólnum og ætlaði að flytja ræðu sína en hún kafnaði í hrópum nokkurs hóps manna, sem kallaði í sífellu „burtu með Wallmann og kapitalið". Manfred Kiesewetter, deildarfor- seti alþýðusambandsins i Frankfurt, talaði á eftir Wallmann og bað hann afsökunar i framferði mannanna. Johannes Rau, kanslaraefni jafnað- armanna í kosningunum á næsta ári, hefur einnig harmað þennan atburð og sagði hann, að það væri einn af homsteinum lýðræðisins, að menn fengju að láta í ljós skoð- anir sínar. Nefúði úr inter- feron ffesfn kvefi Boston. 13. ianúar. AP. Boston, 13. janúar. AP. NEFÚÐA úr hormóninu inter- feron virðist mega brúka til þess að komast hjá kvefi, að þvi er fram kemur í grein í læknaritinu New England Jo- umal og Medicine. Rannsóknir við bandarískan háskóla annars vegar og ástralskan bins vegar leiddu í (jós að úðinn haldi aftur af svoköfluðum rhinoveirum, sem valda nefkvefi er þær berast frá vitum fólks við hnerra eða hósta. Samkvæmt greininni em rhino- veirumar algengasti kvefvaldur- inn og er talið að úðann megi nota til að komast hjá kvefi í a.m.k. flómm tilfellum af fimm. Hins vegar er hann alveg gagns- laus gegn flenzuveimm, sem einn- ig valda kvefeinkennum. En þrátt fyrir það fengu þeir sem tilraunin var gerð á helmingi sjaldnar kvef en samanburðarhópur. Ifyrri tilraunir með interferon gegn kvefi reyndust gagnslitlar vegna aukaverkana. í tilrauninni með nefúðann var reynt að kom- ast hjá aukaverkunum með því að veita stærri skammta en áður á styttri tíma. Virðist það hafa heppnast þvf eina aukaverkanin var sú að aðeins 10% þátttakenda fengu smávægilegar blóðnasir. Eftir er að athuga hvort úðinn er hættulaus fólki með öndunar- örðugleika. Talið er að kvefveimr séu a.m.k. 200 talsins, þar af em svokallaðar rhinoveimr um eitt- hundrað og valda þær langoftast kvefi, eða í 30—50% tilvika. Úð- inn, sem virðist geta haldið þeim niðri, er framleiddur úr náttúm- legu interferoni. Kína: Caspar Weinberger: Engín flugvél skotin niður Washington, 13. janúar. AP. CASPER Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær, sunnudag, á bug fréttum frá Kuwait um að Líbýumenn hefðu skotið niður bandaríska orrustuflugvél yfir Miðjarðarhafi. „Þetta er bull og vitleysa og út í bláinn," sagði Weinberger í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um þá frétt Kuna-fréttastofunnar í Ku- wait, að bandarísk flugvél hefði sl. miðvikudag verið skotin niður með sovésku Sam-7-flugskeyti þegar hún var á flugi yfir Sidra-flóa. Kuna-fréttastofan sagði, að full- trúar bandaríska sjóhersins í Róm hefðu tilkynnt, að flugvél af gerð- inni F-18-Homet hefði horfið, en Weinberger sagði, að þessi flugvél hefði horfið í vondu veðri undan Frakklandsströnd, víðs fjarri Líbýu. Bandaríkjamenn benda líka á það, að ef Líbýumenn skytu niður banda- ríska flugvél, yrðu þeir ömgglega fyrstir til að skýra frá því. Grænland: Fiskveiðisamningnr við Japan strandar á EB Kaupmannahöfn, 13. janúar. Frá Nils JSrgfen Bruun, fréttaritara Morgunblaðs uw. EKKI hefur enn verið gengið frá fiskveiðisamningi milli Jap- ana og Grænlendinga fyrir árið 1986. A árinu 1985 voru Japanir með um 10 stóra togara við Grænland, og stunduðu þeir einkum karfaveiðar. Heildar- kvótinn er 22.000 tonn og komast Grænlendingar sjálfir ekki yfir að veiða það allt. Grænlenska útvarpið greindi ný- lega frá, að það sem ylli töfum á gerð fiskveiðisamnings milli þjóð- anna, væri, að Grænlendingar gætu e.t.v. ekki úthlutað Japönum veiði- kvótum nema bjóða Evrópubanda- laginu þá fyrst. Grænlendingar gerðu bindandi fiskveiðisamning við EB, er þeir sögðu sig úr bandalaginu, og er gildistími hans fimm ár. Samkvæmt samningnum verða Grænlendingar að láta EB í té þá kvóta, sem þeir nýta ekki sjálfir. Grænlenska heimastjómin kann- ar nú, hvemig unnt sé að halda áfram samstarfínu við Japani án þess að í odda skerist við EB-löndin. 140 milljón ára steingerv- ingur skjaldböku finnst Peking, 13. janúar. AP. EITT hundrað og fjörutiu millj- óna ára gamall steingervingur skjaldböku hefur fundist í kola- námu í Jilin-héraði í Norðaust- ur-Kina, að sögn opinberu kin- versku fréttastofunnar, Xinhua. í fréttinni sagði að steingerving- urinn hefði fundist nýlega í 700 metra djúpu námaopi f Liaoyuan- kolanámunni í Vestur-Jilin. Stein- gervingurinn tilheyrir áður óþekktri tegund og mun að sögn vísinda- manna reynast rannsóknum á þró- un skjaldbökutegundarinnar mikil- vægur. Aparaðstoða fatlaða Canuchin-apinn Susu, sem er níu ára gamall, aðstoðar hér húsbónda sinn, Lois Corvese III, en hann er alveg iamaður fyrir neðan háls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.