Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR 1986
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Arvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágústlngi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Krlnglan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö.
Vopnaðir
lögreg’lumenn
Stríðið gegn alþjóðlegum
hryðjuverkamönnum tekur
á sig margvíslegar myndir. Nú
er svo komið, að íslensk yfir-
völd hafa séð þann kost vænst-
an að láta vopnaða lögreglu-
menn gæta öryggis í alþjóðlegu
flugstöðinni á Keflavíkurflug-
velli. Eins og kunnugt er hafa
verið þjálfaðar sérsveitir innan
lögreglunnar í Reykjavík og á
Keflavíkurflugvelli undanfarin
ár. Hlutverk þessara sveita,
svonefndra víkingasveita, er
meðal annars að takast á við
hryðjuverkamenn og sinna
störfum, sem eru svo hættuleg,
að þau er ekki unnt að fela
öðrum en þeim, sem hafa hlotið
sérstaka þjálfun. Það eru lög-
reglumenn úr víkingasveitun-
um á Keflavíkurflugvelli og í
Reykjavík, sem gæta nú örygg-
is á flugvellinum í skotheldum
vestum og með vestur-þýskar
vélbyssur sér við öxl.
Það er sem betur fer nýmæli
að sjá vopnaða fulltrúa íslenska
ríkisvaldsins við störf. Á sínum
tíma, fyrir tæpum 360 árum,
kynntust íslendingar því hví-
líku tjóni þeirra tíma hryðju-
verkamenn frá löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs gátu valdið
með því að senda hingað 4
skip. Eftir Tyrkjaránið 1627
réðu Vestmanneyingar byssu-
skyttu til að standa vakt og
þjálfuðu eigið heimavamalið.
Fjórir illvígir ódæðismenn gætu
unnið sambærileg voðaverk nú
á tímum.
Þótt samningur hafi verið
gerður við Bandaríkjamenn, á
grundvelli aðildarinnar að Atl-
antshafsbandalaginu, um að
þeir veiji ísland verði á það
ráðist, felst ekki í þeim samn-
ingi, að Bandaríkjamenn taki
að sér öryggisgæslu á borð við
þá, sem nú er haldið uppi í
flugstöðinni á Keflavíkurflug-
velli. Enginn íslendingur vill
að vopnaðir Bandaríkjamenn
taki á móti eða fylgi þeim úr
hlaði, sem ferðast með flugvél-
um til og frá landinu. Sé gæsla
af þessu tagi nauðsynleg hér á
landi á hún að vera á vegum
íslendinga. Sömu sögu er að
segja um eyðingu á sprengjum,
tæki til hennar eiga að vera í
höndum íslenskra stjómvalda.
Það á ekki að þurfa að kalla á
vamarliðsmenn eins og gert
var við Tjörnina í Reykjavík á
fimmtudagskvöld.
Morgunblaðið hefur stutt þá
stefnu, sem Siguijón Sigurðs-
son, fyrrverandi lögreglustjóri
í Reykjavík, mótaði með því að
láta hefja sérþjálfun lögreglu-
manna. Um það er ekki ágrein-
ingur, aö á vegum ísienskra
stjómvalda verður að starfa
sveit manna, sem er til þess
þjálfuð að geta tekist á við
harðsvíraða glæpa- og ódæðis-
menn.
Flugstöðvar og flugvélar em
sá vígvöllur, sem hryðjuverka-
menn hafa valið í því óhugnan-
lega stríði, sem þeir heyja.
Undir lok síðustu viku bámst
um það boð eftir leynilegum
leiðum, að ætlun þessara hrotta
væri að láta næst að sér kveða
á Norðurlöndum. Þessi boð
voru ekki sérstaklega send til
íslands en engu að síður var
ákvörðun tekin um þær varúð-
arráðstafanir, sem hér er lýst.
Sú spuming vaknar, hvort
nauðsynlegt hafi verið að vopna
lögreglumennina á Keflavíkur-
flugvelli.
Frásagnir í fjölmiðlum hafa
vakið óhug hjá flugfarþegum.
Um heim allan er nú haldið
uppi meiri öryggisgæslu en
venjulega. Um Keflavíkurflug-
völl leggja leið sína allra þjóða
menn og ekki síst Bandaríkja-
menn, sem óttast um öryggi
sitt. Því miður er svo komið,
að þau flugfélög og þeir flug-
vellir geta misst af viðskiptum,
sem ekki sýna svart á hvítu,
að þar sé haldið uppi gæslu.
Þá er þess að gæta, að Island
er aðeins í fárra klukkustunda
flarlægð frá flugvöllum, þar
sem hætta á hryðjuverkum er
talin yfirvofandi. Menn hafa til
dæmis getað farið á milli flug-
véla á Kastrup-flugvelli við
Kaupmannahöfn án þess að á
þeim sé leitað.
Það er stórt skref, sem ís-
lensk stjómvöld hafa stigið með
því að vopna lögreglumennina
á Keflavíkurflugvelli. Enginn
kostur er góður við ákvarðanir
af þessu tagi. Miklu skiptir að
þær séu teknar með þeim
hætti, að ábyrgð og fyrirmæli
séu skýr og afdráttarlaus.
Annars vegar standa menn
frammi fyrir kröfunni um að
fyllsta öryggis sé gætt og hins
vegar andspænis þeirri sögu-
legu staðreynd, að íslendingar
hafa ekki lagt stund á vopna-
burð og eru því vanir að hann
sé ónauðsynlegur til að halda
uppi lögum og reglu í Iandi
þeirra.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐMUND MAGNÚSSON
Brotalamir í Lánasjóði
íslenskra námsmanna
Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa verið í
brennidepli að undanförau vegna þeirrar ákvörðunar Sverris
Hermannssonar, menntamálaráðherra, að víkja framkvæmda-
stjóra sjóðsins úr starfi og afnema verðtryggingu við útreikning
námslána. Um hvort tveggja er mjög deilt og ráðherra borinn
þungum sökum. Hér er ekki ætlunin að taka afstöðu til þessa
ágreinings, heldur vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi
Lánasjóðinn og rekstur hans, sem varpað geta ljósi á það hvers
vegna ráðherrann tók af skarið með jafn afdráttarlausum hætti
og raun ber vitni.
Menntun er án vafa ein besta fjárfesting, sem vðl er á. Um réttmæti opinberrar námsaðstoðar er ekki
deilt, heldur hitt hvernig að henni á að standa, svo hún verði til hagsbóta fyrir námsmenn og skattborgara.
Lánasjóður íslenskra náms-
manna er nú einn stærsti lánasjóður
hér á landi. Á sfðasta ári var velta
hans 1,3 milljarðar króna og á fjár-
lögum þessa árs er gert ráð fyrir
því að ríkisframlagið til sjóðsins
nemi 865 milljónum, auk heimildar
til erlendrar lántöku að upphæð 400
milljónir. Framlag ríkisins í sjóðinn
hefur hækkað verulega með hveiju
árinu og á undanfömum fiórum
ámm hefur þessi hækkun verið um
75% að raungildi. Þetta stafar af
því að lögum um sjóðinn hefur verið
breytt og sá hópur námsmanna,
sem á rétt á láni, hefur stækkað
til mikilla muna. Einnig má rekja
þetta til þess að reiknireglum um
fjárþörf námsmanna hefur verið
breytt. Fyrir hálfum öðrum áratug
voru lánþegar sjóðsins 1.700. Flest-
ir þeirra voru við nám í Háskóla
íslands (51%) og í háskólum erlend-
is (42%). Starfsárið 1984-1985
voru lánþegamir hins vegar 5.631,
þar af 3.779 hér á landi og 1.852
erlendis. Starfsárið 1983—1984
vom lánþegar 5.164 og árið þar á
undan 4.516. Þetta þýðir að málefni
sjóðsins snerta mörg þúsund fiöld-
skyldur á landinu. Hlutfallsleg
skipting á síðasta starfsári var sú
að 36,4% vom við nám í Háskóla
íslands, 32,9% í háskólum og ýms-
um sérskólum erlendis og 30,7% í
öðmm skólum hér á landi, s.s.
Tækniskólanum, Kennaraháskólan-
um, Fósturskólanum, Vélskólanum,
iðnskólum og myndlistarskólum.
Ekki venjuleg lán
Það Iiggur í augum uppi að þessi
gífurlega útþensla Lánasjóðsins
skapar stjómvöldum vandræði.
Hvar á að taka peningana? Skilar
öll þessi „íjárfesting í menntun"
ágóða, sem réttlætir flárveitinguna?
Eða er hér kannski ógætilega farið
með fé skattborgara? í þessu sam-
bandi er rétt að hafa í huga þýðing-
armikið atriði: Aðeins lítill hluti
námslánanna er endurgreiddur.
Ástæðan er annars vegar sú að
sjálft endurgreiðslukerfi Lánasjóðs-
ins er í molum. Hins vegar er á það
að benda að „námslánin" em ekki
lán í venjulegum skilningi þess
hugtaks vegna þess að þau bera
ekki vexti, um lántökugjald er ekki
að ræða og ekki er gert ráð fyrir
því að höfuðstóllinn sé allur greidd-
ur til baka. Af þeim sökum er
rökréttara að tala um námsaðstoð
og í sumum tilvikum námsstyrki,
þótt það sé ekki alltaf gert hér.
Um það er ekki ágreiningur milli
stjómmálaflokkanna að rétt sé að
reka lánasjóð á vegum ríkisins til
að tryggja að allir námsmenn geti
stundað nám án tillits til efnahags.
Þeir sem öðm halda fram fara með
staðlausa stafi. Um hitt er deilt
hvemig standa á að þessari náms-
aðstoð svo hún skili þjóðfélaginu
raunvemlegum árangri og verði
ekki baggi á skattborgumnum.
Menn hijóta að vera sammála um
það að námsmenn eigi ekki að vera
forréttindastétt í íjárhagslegu tilliti
og hið sama eigi að gilda um þá
og aðra þegna landsins þegar draga
þarf saman seglin. Á þessu hefur
hins vegar orðið misbrestur. Frá
1982 og fram í desember á sfðasta
ári hefur kaupmáttur námslána
aukist um 13,8%. Á sama tíma
hefur kaupmáttarskerðing launa
numið um 14,7%. Námslán til ein-
staklinga nema nú 20.900 kr. á
mánuði, en byijunartaxtar BSRB
ná ekki þeirri upphæð. Hjón með
eitt bam fá 50.710 krónur á mán-
uði. Það er því algengt að ráðstöf-
unartekjur heimila námsfólks lækki
að námi loknu, þegar launatekjur
taka við af lánunum.
Sú breyting, sem menntamála-
ráðherra gerði á reglugerð LÍN í
desember, felur í sér að námslán
sem veitt verða á næstunni hækka
ekki í samræmi við framfærsluvísi-
tölu, heldur verða þau um sinn
a.m.k. óbreytt að krónutölu miðað
við tímabilið september-nóvember
1985. Þau skerðast m.ö.o. í sam-
ræmi við verðbólguna á sama hátt
og laun gera nú. Þessi breyting
kann að leiða til þess að Lánasjóður-
inn nái endum saman á þessu ári,
þó það sé alls ekki víst. Formælend-
ur námsmanna telja hins vegar
óeðlilegt að slík breyting sé gerð á
miðjum vetri, þegar námsmenn
hafa steypt sér út í miklar fiárskuld-
bindingar. Sumir þeirra vilja bíða
eftir því að sett verði ný lög um
sjóðinn, en núgildandi lög hafa verið
í endurskoðun og Ifklegt að lagt
verði fram stjómarfrumvarp um
breytingar á lögum LÍN þegar al-
þingi kemur saman á ný. Aðrir
virðast hins vegar andvígir öllum
breytingum sem hrófla á einhvem
hátt við núverandi skipulagi náms-
aðstoðarinnar. Þeir telja athafnir
menntamálaráðherra undanfama
daga „pólitfska aðfor“ og árás á
það markmið sjóðsins að jafna
aðstöðu til náms. Þegar málefni
LÍN em athuguð á yfirvegaðan hátt
kemur í ljós að þessi skoðun hefur
ekki við nein rök að styðjast. Hvort
sem ráðherra hefur staðið skynsam-
lega að verki eða ekki, leikur enginn
vafi á því að hann var að bregðast
við tveimur erfiðum vandamálum.
Annars vegar því að Lánasjóðurinn
hefur þanist út fyrir eðlileg mörk,
svo sem þegar hefur komið fram,
og hins vegar því að alvarlegar
brotalamir voru í rekstri hans, eins
og nú verður vikið að.
Léleg þjónusta
Um árabil hafa námsmenn kvart-
að yfír þjónustu á skrifstofu LÍN,
sem er í 300 fermetra húsnæði að
Laugavegi 77 í Reykjavík. Kvartan-
ir þessar em margs konar og lúta
m.a. að hrokafullu viðmóti sumra
starfsmanna, seinagangi í af-
greiðslu og margs konar mistökum
starfsfólksins. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins hafa verið
vemleg brögð að alvarlegum mis-
tökum. Lán hafa margsinnis verið
skakkt reiknuð út, gögn týnst á
skrifstofunni, rangar og mótsagna-
kenndar upplýsingar veittar eða
fyrirspumum ekki sinnt. Ofan á
þetta bætist að úthlutunarreglur
sjóðsins þylga flóknar og ekki á
hvers manns færi á að átta sig á
því hvemig lán em reiknuð út og
hvemig að endurgreiðslu þeirra er
staðið. Stúdentaráð Háskóla íslands
hefur oft gert athugasemdir við
þjónustu skrifstofunnar og hefur
t.d. nýlega gert samþykkt þar sem
óskað er eftir því að sérstakri nefnd
verði komið á fót til að vinna að
tillögum um það hvemig bæta megi
þjónustuna. Þá hefur Stúdentaráð
nýverið óskað eftir því að náms-
menn fái kvittun fyrir þeim gögnum
sem þeir skila á skrifstofu sjóðsins,
svo þeir standi ekki uppi réttlausir
þegar gögnin týnast, eins og oft
mun hafa gerst.
í grein, sem Ólafur Amarson,
fulltrúi Stúdentaráðs í stjóm LÍN,
ritaði hér í blaðið sl. fimmtudag
segir hann að enginn þurfi að fara
í grafgötur um það, að ein helsta
orsökin fyrir hinni slæmu þjónustu
sé sú að stjómun skrifstofunnar
hafi verið ábótavant. Hann segir
bemm orðum, að fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri hafi verið „þröskuld-
ur í vegi umbótamála" og hjá hon-
um hafi ekki virst neinn „merkjan-
legur áhugi . . . á því að breyta
einu eða neinu til hagsbóta fyrir
viðskiptavini sjóðsins." Hér er ekki
vettvangur til að leggja dóm á
þessar þungu ásakanir, en þau gögn
sem Morgunblaðið hefur undir
höndum benda ótvfrætt til þess að
ýmsu hafi einnig verið ábótavant í
þeim þáttum í rekstri skrifstofu
LÍN, sem ekki lúta beint að þjónustu
við námsmenn.
Ríkisendurskoðun ger-
ir athugasemdir
Svo sem fram kom hér í blaðinu
á fimmtudag og föstudag hefur
Ríkisendurskoðun nokkmm sinnum
gert athugasemdir við reikningsskil
LÍN og fyrir liggur að ekki hefur
öllum fyrirmælum hennar verið
sinnt. Af þeim sökum sendi Ríkis-
endurskoðun fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra LJN bréf í október
sl. þar sem athygli hans er vakin á
því að ríkisfyrirtækjum beri skilyrð-
islaust að fara eftir úrskurðum
stofnunarinnar. í bréfinu segir síð-
an orðrétt: „Lagt er fyrir yður að
fullnægja nú þegar úrskurði vegna
ársins 1984, sem sendur var yður
20. sept. sl. og senda Ríkisendur-
skoðun afrit af honum með áritun
yðar um fullnustu." Þessari kröfu
mun ekki hafa verið sinnt.
Athugasemdir Rikisendurskoð-
unar lúta m.a. að því að starfsmenn
séu mun fleiri en heimilt er sam-
kvæmt fjárlögum, yfirvinna qokk-
urra starfsmanna sé óhófleg, reikn-
ingsskil vegna ferðalaga starfs-
manna til útlanda óviðunandi o.fl.
Ennfremur gagnrýnir Ríkisendur-
skoðun að laun lausráðinna starfs-
manna séu ákveðin af fram-
kvæmdastjóranum og greidd eftir
reikningi í Veðdeild Landsbankans,
sem þýðir að þau eru tekin af því
fé sem fara á í námslán samkvæmt
ákvörðun alþingis. Vill Ríkisendur-
skoðun að allar launagreiðslur
sjóðsins fari ( gegnum launadeild
fjármálaráðuneytisins.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
hefur bent á það, að samkvæmt
reglugerð um LJN hafi hann heimild
til að lausráða starfsfólk til tíma-
bundinna verkefna. Ekki hafi verið
unnt að sinna verkefnum sjóðsins
eingöngu með þeim mannafla, sem
heimilt var að ráða. Hvort tveggja
er án vafa rétt, en það breytir ekki
hinu að óeðlilega virðist staðið að
ráðningu þessa fólks og launa-
greiðslum til þess. Um vandann,
sem staðið var frammi fyrir, er
m.ö.o ekki ástæða til að deila, held-
ur hitt hvemig hann var „leystur".
Úrlausn vanda af þessu tagi hlýtur
að vera verkefni ráðherra, en ekki
framkvæmdastjóra eða sjóðsstjóm-
ar. Raunar er ekki á hreinu hver
hlutur stjómarinnar er S þessu máli,
en rétt er að vekja á því athygli,
að fulltrúar ríkisins í stjóm Lána-
sjóðsins eru skipaðir til fjögurra ára
í senn og það var ekki fyrr en í
haust sem núverandi ríkisstjóm
komst þar í meirihluta. Fyrir þann
tíma munu hafa verið margvíslegir
erfiðleikar í samskiptum Ragnhild-
ar Helgadóttur, þáverandi mennta-
málaráðherra, og sjóðsins. Ragn-
hildur beitti sér fyrir því árið 1983
að gerð væri rækileg úttekt á sjóðn-
um og í framhaldi af því vom gerðar
nokkrar breytingar á reglugerð LÍN
og úthlutunarreglum. Ákveðið var
að bíða með frekari aðgerðir þar
til lokið væri endurskoðun laganna
um sjóðinn, en það var svo mat
Sverris Hermannssonar að ein for-
senda þess að koma breytingum í
höfn væri að framkvæmdastjórinn
viki úr starfi.
Annars er ástæða er til að benda
á, að ekki virðast allar mannaráðn-
ingar sjóðsins hafa verið jafn brýn-
ar. í nýjustu starfsskýrslu LÍN
kemur t.d. fram að ráðinn hefur
verið „sérfræðingur" í fullt starf til
að sinna fjárhagsáætlunum, út-
gáfustarfi og rannsóknum á sögu
sjóðs og námsaðstoðar.
Úrbætur á
Lánasjóðnum.
Ýmsar hugmyndir em uppi um
það hvemig bregðast eigi við þeirri
stöðu sem blasir nú við í máium
LÍN. Tillögur menntamálaráðherra
þar að lútandi verða væntanlega
kunngerðar innan skamms, en hér
skulu að lokum nefnd tvö atriði, sem
hljóta að koma til álita þegar hugað
er að úrbótum.
í fyrsta lagi er biýnt að einfalda
alla starfsemi Lánasjóðsins. Kemur
sterklega til greina að leggja skrif-
stofuna hreinlega niður og fela
bönkum að greiða lánin út og inn-
heimta þau. Þetta mundi leiða til
þess að eftirlit yrði minna með
námsmönnum, en nú er, en þá ber
að hafa ( huga að unnt er að gera
dijúgan hluta núverandi eftirlits
skrifstofu LÍN óþarfan með laga-
breytingu (s.s. með því að láta
tekjur ekki hafa áhrif á upphæð
námslána, enda bitnar það verst á
efnalitlum námsmönnum). í raun
virðist eina eftirlitið, sem þörf er á,
vera að vottorðum sé skilað um að
nám fari raunverulega fram og
því miði eðlilega.
í öðru lagi þurfa endurgreiðslur
að vera örari og hærri, en nú við-
gengst. Ekki virðist óeðlilegt að
sama regla gildi hér og víða erlend-
is, að lagðir séu á lánin vextir og
lántökugjald, sem standi undir
kostnaði við afgreiðslu þeirra. Hér
þyrfti þó að gæta þess að fþyngja
námsmönnum ekki um of fyrstu
árin eftir að þeir ljúka námi og eru
að eignast heimili og fjölskyldu.
Jólaskákmótið í Hastings:
Glæsilegnr signr Margeirs Péturs-
sonar færði honum stórmeistaratitil
Jólaskákmótið í Hastings 1985—1986
Titill «ti* 1 2 8 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 vinningar rU
1. MargeirPétuisson AM 2510 X >/2 >/2 ‘/2 >/2 >/2 1 V2 '/2 1 1 1 1 1 9 V2
2. Mikhailschisin (Sovétrikjunum) AM 2455 >/2 X >/2 >/2 ‘/2 1 V2 1/2 1 V2 1 >/2 1 1 9
3. Conquest (Engiandi) AM 2550 >/2 V2 X ‘/2 ‘/2 1 >/2 >/2 0 1 0 1 1 1 8
4. Balasjov(Sovétríkjunum) SM 2480 >/2 •/2 V2 X ‘/2 V2 V2 V2 V2 1 V2 '/2 1 1 8
5. Jóhann Hjartarson SM 2510 '/2 >/2 >/2 '/2 X 0 1 V2 V2 0 >/2 1 1 1 7 V2
6. Greenfeld (Israei) AM 2350 >/2 0 0 V2 1 X 0 V2 1 1 0 1 1 1 7‘/2
7. Braga (Argentfnu) KvSM 2420 0 ‘/2 '/2 >/2 0 1 X Va >/2 V2 1 1 V2 1 7'/2
8. Federovicz (Bandaríkjunum) AM 2515 >/2 ‘/2 ‘/2 '/2 '/2 V2 V2 X V2 >/2 '/2 >/2 V2 1 7
9. Waíson (Gngiandi) FM 2345 >/2 0 1 V* */2 0 ‘/2 V2 X 0 1 V2 1 1 7
10. Rukavina(Júgóslavfu) SM 2505 0 ‘/2 0 0 1 0 V2 V2 1 X 1 V2 V2 1 6‘/2 ‘
11. BeUoo(^áni) AM 2435 0 0 1 >/2 V2 1 0 V2 0 0 X 0 V2 0 4
12. Plasket(Gnglandi) AM 2480 0 >/2 0 >/2 0 0 0 V2 Va '/2 1 X V2 0 4
13. Pia Cramiing (Svfþrjóð) SM 2505 0 0 0 0 0 0 V2 V2 0 '/2 V2 '/2 X 1 3'/2
14. Fonnanek(B*ndarfljunum) SM 2435 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 1 0 X 2
XI. Styrkleikaflokkur FIDE: Stórmeistaraárangur: 9 */2 v, árangur alþjóðlegs meistara: 6 */2 v.
Skák
Bragi Kristjánsson
Jólaskákmótinu í Hastings lauk
á sunnudag með glæsilegum sigri
Margeirs Péturssonar. Hann hlaut
9 ‘/2 vinning í 13 skákum án taps.
Með þessum frábæra árangri hefur
Margeir tryggt sér stórmeistaratitil
í skák, fimmti íslendingurinn er
öðlast þann titil. Friðrik Ólafsson,
Guðmundur Siguijónsson, Helgi
Ólafsson og Jóhann Hjartarson
hafa titilinn fyrir.
Margeir gerði jafntefli í tveim
fyrstu skákunum í Hastings, en tók
svo mikinn sprett, hlaut 6 V2 vinn-
ing úr sjö næstu skákum. Hann var
þá orðinn langefstur og þurfti að-
eins 2 vinninga í 4 skákum sem
eftir voru, til að ná stórmeistara-
titli. Margeir tók þá ákvörðun að
tefla fyrir öryggið til að tryggja sér
titilinn og gerði fjögur varfæmisleg
jafntefli í lok mótsins. Hann varð
þar með stórmeistari og forskotið
dugði honum til að verða einn f
efsta sæti mótsins.
Margeir er mjög vel að þessum
árangri kominn. Hann tefldi af
miklum sigurvilja og var aðeins einu
sinni í taphættu, gegn Braga frá
Argentínu. Margeir hefur ekkert
teflt í hálft ár og mátti þess vegna
búast við erfíðleikum hjá honum f
upphafi. Þegar í mótið kom tefldi
hann eins og sá sem valdið hefur
og safnaði vinningum af miklu
öryggi. Sú mikia reynsla sem Mar-
geir öðlaðist á millisvæðamótinu sl.
sumar er sennilega að skila sér nú.
Gaman verður að fylgjast með
frammistöðu hans í tveim stórmót-
um í febrúar.
Sovéski stórmeistarinn
Mikhailschisin, varð í öðru sæti.
Hann tefldi mjög rólega framan af
mótinu, en vaknaði til lífsins í 10.
umferð. Endasprettur hans, 3 V2
v. í 4 síðustu skákunum, kom of
seint til að hann næði Margeiri. í
3.-4. sæti komu enski unglingurinn
Conquest og sovéski stórmeistarinn
Balasjov. Conquest kom mjög á
óvart með góðri taflmennsku. Hann
var í mótsbyijun með næstlægstu
stigin en tefldi af mikilli hörku.
Hann náði árangri alþjóðlegs meist-
ara, en sagt er að hann hafi þegar
náð þeim titli. Balasjov virðist ekki
leggja sig mikið fram og uppsker
í samræmi við það.
^ Jóhann Hjartarson, Greenfeld
(ísrael) og Braga (Argentínu) voru
jafnir í 5.-7. sæti með 7 V2 vinning
hver. Jóhann er varla ánægður með
sinn hlut en tvö slysaleg töp gerðu
vonir hans um efstu sætin að engu.
Ekki er þó hægt að segja að fimmta
sætið í svo sterku móti sé slæm
útkoma. Greenfeld byijaði vel en
tapaði þrem skákum í lokin og þar
með missti hann af efstu sætunum.
Argentínumaðurinn tefldi mun bet-
ur en búist var við og hefði með
smáheppni getað orðið enn ofar í
mótslok.
í 8.-9. sæti komu Federovicz (
Bandaríkjunum) og Watson (Eng-
landi). Bandaríícjamaðurinn er einn
þeirra skákmanna sem árum saman
hefur reynt að ná stórmeistaratitili.
í byijun fannst honum mótið svo
sterkt að hann reyndi ekki að ná
titlinum, heldur sneri sér að því að
fjöldaframleiða jafntefli. Þessi af-
staða Federovicz lýsir betur en
mörg orð hver frammistaða Mar-
geirs er glæsileg. Watson byijaði
mjög vel en þijú töp í röð sendu
hann niður vinningstöfluna.
Frammistaða Piu Cramling veld-
ur vonbrigðum. Hún var geysilega
taugaóstyrk og hafði ekki úthald
til að tefla skákimar til enda. í
næsta mánuði byija áskorendaein-
vfgi kvenna og árangur Piu nú gefur
ekki fögur fyrirheit um baráttu
hennar við sovésku skákkonumar.
Um önnur úrslit vísast til meðfylgj-
andi töflu.
Eftirfarandi staða kom upp í 8.
umferð í skák Margeirs við Banda-
rikjamanninn Formanek.
Hvítt: Margeir
Svart: Formanek
Hvítur hefur mun betri stöðu en
hann á erfítt með að notfæra sér
það vegna þess að staðan er mjög
lokuð. Formanek var kominn í mikið
tímahrak og hyggst veiða hrókinn
áb5.
35. Kd3 - Ra7
óvíst er, að fómin á c5 standist
ef svartur leikur ekki riddara sínum
á þennan óhagstæða reit.
36. Rxc5! — Bxc5
Eða 36. — Rxb5, 37. Rxa6 og
hvítur vinnur a.m.k. peð.
37. Bxc5 — dxc5
Hvítur hefur vinningsstöðu eftir
37. - Rxb5, 38. cxb5 - H6a7 (38.
— dxc5, 39. bxa6 — Hxa6, 40. Hb7
ásamt Rb5 og Kc4 o.s.frv.) 39.
Bxa7 - Hxa7, 40. b6 - Hb7, 41.
Rb5 — Kd7, 42. Ra3 ásamt 43.
Rc4 o.s.frv.
38. Hxc5 — Rac8
Eftir 38. - Hc8, 39. Hxc8+ -
Raxc8, 40. Hb7 ásamt c5 og Rb5
getur svartur ekki stöðvað framrás
hvítu miðborðspeðanna.
39. Rb5 — Kd8.
Formanek féll á tfma um leið og
hann lék þennan leik, en staða hans
er gjörtöpuð eftir 40. Rc7 og annar
svarti hrókurinn fellur í skiptum
fyrir riddarann.