Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 42
v " 42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 „ Éo H99 ondi/6ikA á nófc-tunni og brýl hc’/lönn i/m pou5, bvetrng |?ú kemsi ni&ur um 5irompínn cí' ío-^íra HjoU. Ég skil þetta ekki: Hvert skipti sem ég skelli kjúkl- ing í grillofninn brenna fjaðrirnar. Með morgunkaffínu Þú mátt fara núna. Hún var bara að forvitnast um litinn á eldhúsinu. Um endurholdgun og hin fornu vísindi Til Velvakanda. Bókin „Á ystu nöf“ eftir Ieikkon- una frægu Shirley MacLaine, sem út kom núna fyrir jólin hefur vakið verðskuldaða athygli og umtal meðal manna. Höfundurinn hreyfír þar nefnilega efni sem furðu sjaldan er fært í tal — endurholdgunar- kenninguna, þá kenningu sem segir að við höfum fæðst áður á þessa jörð og eigum eftir að gera það aftur í framtíðinni. í bókinni er fjallað um þetta efni á persónulegan hátt og tekst höfundinum vel upp — öll er frásögnin trúverðug og margt er þar merkilegt og forvitni- legt. Endurminningar leikkonunnar um fyrri líf eru þó hvergi nær eins- dæmi. Margt fólk sem ég þekki hefur slíkar minningar þó þær séu ef til vill ekki eins skýrar og þær sem Shirley greinir frá, enda hefur hún greinilega lagt mikla rækt við að rifja þær upp. Á síðasta áratug kom út all merkileg bók um þessi efni á Eng- landi, sem bar nafnið „More lives than one?“ eftir Jeffrey Iverson, sem starfar hjá bresku sjónvarps- stöðinni BBC. Hinn kunni íslend- ingur Magnús Magnússon skráði formálann fyrir bókinni, en ég minnist þess þó ekki að hafa séð hennar getið hér. í þessari bók er Ú'allað um rannsóknir sálfræðings- ins Amall Bloxham. á endurhóldg- unum fólks og hljóta ýmsar grund- vallarrannsóknir hans að teljast stórmerkilegar þegar fram líða stundir og menn fara að gefa þess- um efnum meiri gaum. Þessi bók er að vísu erfið aflestrar, enda fræðilega unnin, en mikill fengur yrði að fá hana þýdda. Það er engum vafa undirorpið að fólk á Vesturlöndum er nú farið að gefa hinum fomu vísindum meiri gaum og spyrja sjálft sig spuming- anna: Hver er ég og hvert fer ég? Og þá er auðvitað stutt í spuming- una. Hvaðan kem ég? Viðtökumar sem bók Shirley MacLaine hefur fengið bera þess vott að áhugi almennings er tekinn að vakna fyrir alvöru á Vesturlöndum. Efnishyggjan, sem kenndi að maðurinn væri ekki annað en flókin vél — sköðuð af ijölmörgum tilvilj- unum í rás þróunarinnar, allt frá hinni fyrstu tilviljun — hlýtur brátt að renna skeið sitt á enda. Þessi Shirley MacLaine, höfundur bók- arinnar „Á ystu nöf “. einfeldningslega kenning var sprottin af takmarkaðri þekkingu sem menn höfðu um sjálfa sig og ummheiminn, en þekking manna er þegar orðin meiri en svo að skynsamlegt sé að aðhyllast hana. Efnishyggjan sem slík mun aldrei hafa átt uppá pallborð hjá íslend- ingum, nema þá hjá einhveijum minnihlutahópum eins og gengur, því efnishyggja hefur aldrei náð að setja svipmót sitt á hugsunarhátt íslendinga. Þetta hefur víða komið fram, og sést m.a. á því hve bækur um dulræn efni eru mikið lesnar og hversu mikil umræða er milli manna um þessi mál. Eins og sjá má í þjóðsögunum hafa íslendingar alltaf vitað að lífi mannsins er ekki lokið við líkams- dauðann og hér hefur yfírleitt ekki verið deilt um þá staðreynd. Um hitt hafa menn hins vegar ekki verið sammála; hvort endurfæðing- arkenningin væri rétt og hefur furðu lítið verið skrifað um hana hér — væri gaman að sjá meira um þau mál á prenti. Hina almennu vissu um framlífið eigum við íslendingar eflaust því að þakka að hér hafa á hverri öld komið fram nokkrir merkir ein- staklingar sem hafa gaumgæft þessi mál og frætt aðra um þessi efni, sem þegar allt kemur til alls varðar manninn mestu að kunna skil á. Nú óttast sumir að þessi gömlu vísindi gleymist í hávaða og múgmennsku nútímans, en ekki er ég hræddur um að svo verði. Þvert á móti held ég að fólk fari almennt að gefa því meiri gaum, hvað í manninum býr. Dulsálarfræðilegar rannsóknir, sem þegar hafa leitt ýmislegt stórmerkilegt í ljós, eiga eftir að færa okkur sönnur á að maðurinn er andlegrar ættar en ekki efnislegrar. Og þá fyrst er mönnum verður þessi staðreynd að fullu Ijós mun almennur áhugi vakna um að kanna hin huldu lífs- svið tilverunnar til hlítar og hagnýta þá möguleika sem þar bíða okkar. Oddaveiji Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspúrnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. I !■ HÖGNI HREKKVÍSI ALWEG ÓTpAUÐ." 1 .w iaiiiiw.«u»,ja:w - Víkverji skrifar á höfum við íslendingar eignast fímmta stórmeistarann í skák með sigri Margeirs Péturssonar í Hastings. Oft hafa menn velt því fyrir sér, hvers vegna við Islendingar erum svo sterkir skákmenn, sem raun ber vitni í samanburði við ýmsar aðrar þjóðir. Margt kemur hér efalaust til, en af einstökum atburðum er enginn vafí á því, að árangur Friðriks Ólafs- sonar og einvígi þeirra Fischers og Spasskys um heimsmeistaratitilinn í skák í Laugardalshöll hafa kynt hvað mest undir áhuga ungra manna á tafli. Og til að fylgja þessu eftir hafa síðustu ár verið haldin mörg skákmót hér á landi, sem hafa auðveldað skák- mönnum okkar að ná árangri. Auk taflfélaga og Skáksambands íslands er í því sambandi rétt að nefna nafn Jóhanns Þóris Jónssonar og helgar- skákmótin, sem hann hefur gengist fyrir víðs vegar um land. Um leið og Víkverji samfagnar Margeiri Péturssyni með þennan árangur skal á það bent að fleiri skák- menn standa til titla á þessu ári, ef stríðsgæfan er þeim hliðholl. í þeim hópi er .Jón L. Ámason. sem hefur þegar, að því er Víkveiji bezt veit, náð hluta af stórmeistaraárangri á helgar- skákmóti á Húsavík. XXX Ekki skal tekið undir hugmyndir manna um að leggja gjaldmiðil okkar niður. En alltaf minnkar krónan að verðgildi og núna um áramótin var hún orðin innan við fimmtungur þess, sem hún var, þegar hún leysti gömlu krónunaafhólmi 1981. Þessi þróun hlýtur að vekja spum- ingar um tilvist minnstu peninganna, þ.e. fímmeyringanna og tíeyringanna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Víkveiji hefur, kosta þessir peningar nú meira í framleiðslu en verðgildi þeirra er, en raunverulegt hlutverk þeirra í viðskiptum landsmanna er hins vegar hverfandi. AHa vega verður Víkveiji ekki var við notkun sína á þessum aurum nú orðið. Það virðist því vera spuming, hversu lengi þessir peningar verða við lýði úr því sem kftmiQjer. . •_ .....— Astæða er til að hvetja fólk til að leggja leið sína á Kjarvalsstaði og taka þátt í Listahátíð unga fólksins. Það sem þar ber fyrir augu er ís- lenzkri æsku til sóma, þannig að efíst einhver um táp æskufólksins ætti sá hinn sami að eyða þeim efa með ferð á Kjarvalsstaði. XXX Einar Pálssor. heldur áfram að segja okkur af rannsóknum sín- um á rótum íslenzkrar menningar. Hann hefur nú gefið út sjöundu bókina í ritsafni sínu um þetta efni og fjallar í henni um rannsóknir sínar í Flórens og þýðingu þeirra fyrir íslendinga. Ekki er hægt annað en dást að dugnaði Einars við rannsóknir hans og útgáfu. í samtali við Einar, sem birtist í menningar- og listablaði Morgunblaðsins á sunnudaginn er vikið að samskiptum hans við Háskóla íslands. Reyndar segir Einar, að þögn Háskólans skipti hann ekki máli leng- ur. Það getur hins vegar ekki átt við Jlá^ggni lesft bækur Einars,.........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.