Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 19
1---------Z-----------
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1986 19
Útflutningsverðmæti fersks fisks
tvöfalt meira 1985 en árið áður
ÚTFLUTNINGUR á ferskum
fiski héðan til Bretlands og
Þýzkalands jókst um 32,5% í
magni frá árinu 1984 til 1985 og
tvöfaldaðist að verðmætum í is-
lenzkum krónum talið. Árið 1984
var verðmæti þessa útflutnings
rúmlega 1,2 milljarðar króna, en
rúmlega 2,4 síðasta ár. Meðal-
verð á hvert kfló af fiski talið í
íslenzkum króum hækkaði um
50,7%. Mest er aukningin í flutn-
ingi fisks í gámum til Bretlands
eða um 150%. Meðalverð á kfló
fyrir fisk upp úr skipum var
hærra en úr gámum á síðasta ári,
en lægra árið áður.
Aukning í fískútflutningi til
Bretlands var á síðasta ári um 75%
frá árinu áður, en dróst saman um
12,6% til Þýskalands. Heildarút-
flutningurinn var tæpar 62.000
lestir 1985 en tæpar 47.000 árið á
undan. 1984 var ails landað
24.129,5 lestum í Bretlandi og
22.613,3 í Þýzkalandi. Árið 1985
voru þetta 42.195,2 og 19.753,8
lestir. 1984 lönduðu fískiskip 141
sinni í Bretlandi samtals 13.805
lestum að verðmæti 399 milljónir
króna. Meðalverð var 28,90 krónur.
1985 lönduðu fískiskip alls 164
sinnum í Bretlandi samtals 16.882
lestum að verðmæti 717 milljónir
króna, meðalverð á kíló 42,48.
Magnaukning milli áranna er
22,3%. 1984 lönduðu fískiskipin
119 sinnum í þýzkum höfnum
samtals 19.843 lestum að verðmæti
459 milljónir króna, meðalverð
23,20. 1985 lönduðu skipin alls 104
sinnum í Þýzkalandi samtals 17.956
lestum að verðmæti 639 milljónir
króna, meðalverð 35,61. Samdrátt-
ur milli áranna er 9,5%.
1984 voru seldar héðan 10.325
lestir af gámafíski í Bretlandi að
verðmæti 301 milljón króna, meðal-
verð 29,10. 1985 voru seldar í
Bretlandi 25.313 lestir af gámafíski
að verðmæti um 1 milljarður króna,
meðalverð 40,31. Magnaukning
milli áranna er 150%. í Þýzkalandi
voru árið 1984 seldar 2.770 lestir
af gámafíski að verðmæti 55 millj-
ónir króna, meðalverð 19,90. Árið
eftir var salan úr gámum 1.798
lestir að verðmæti 50 milljónir
króna, meðalverð 27,90. Samdrátt-
urímagnier35%.
Upplýsingar þessar eru fengnar
fráLIÚ.
Fiskurinn fluttur út.
Iceland Seafood
seldi fyrir 5,7
milljarða 1985
Afkoma síðasta ár líklega sú bezta til
þessa, segir Guðjón B. Olafsson,
framkvæmdasljóri fyrirtækisins
ICELAND Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sambandsins í
Bandaríkjunum, seldi á síðasta ári fiskafurðir fyrir 5,7 milljarða
króna, 136.234.000 dali. Aukningin frá síðasta ári er 13,5%. Alls
voru seldar 47.855 lestir og er það 10,2% meira en árið áður. Er
þetta næst mesta aukning í dölum talið milli ára hjá fyrirtækinu
og Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdasljóri fyrirtækisins, segir afkom-
una á siðasta ári líklega þá beztu til þessa.
Framleiðsla verksmiðjufram-
leiddrar vöru á síðasta ári nam
28.300 lestum að verðmæti 2,9
milljörðum króna, 69,7 milljónum
dala og jókst um 8,5% í verðmætum
og 7,8% í magni. Sala flaka var
15.450 lestir að verðmæti 2,2 millj-
arðar króna, 59,2 milljónir dala.
Aukning í verðmætum var 17,5%
og í magni 12,6%. Sala skelfísks
var 1.060 lestir að verðmæti 407,4
milljónir króna, 9,7 milljónir dala.
Aukning í verðmætum var 48,1%
en í magni 126%. Verðmætaaukn-
ingin er minni en í magni vegna
þess, að nú er hærra hlutfall rækju
en áður í skelfísksölunni.
í desember jókst salan um 19,7%
í magni og 35,2% í verðmætum.
Alls voru þá seldar 3.675 lestir að
verðmæti 474,6 milljónir króna,
11,3 milljónir dala. Salan milli
áranna 1985 og 1984 jókst um
680,4 milljónir króna, 16,2 milljónir
dala.
Guðjón B. Ólafsson sagði, að
fyrirtækið hefði aukið markaðshlut-
deild sína lítillega, en á hinn bóginn
hefði líklega verið hægt að auka
söluna enn meira, ef ekki hefði
komið til skortur á fiski að heiman.
Guðjón sagðist vera bjartsýnn á
ganginn á nýbyrjuðu ári. Verð hefði
farið hækkandi á síðasta ári og til
dæmis hefði þorskblokkin hækkað
um 25 til 30% á seinni hluta ársins.
Markaðsverð væri að færast upp á
við, til dæmis á rækju og hörpu-
diski. Hins vegar gæti skortur á
ýmsum fisktegundum og of miklar
verðsveiflur haft neikvæð áhrif á
verðþróunina. Það yrði varla fyrr
en í apríl eða mai, sem í ljós kæmi
hver verðþróunin yrði á árinu.
ftarslcóli
ÖLAFS GAUKS
10% afmælisafsláttur til 24. jan.
Innritun allra aldurshópa fer fram daglega kl. 2—5 e.h. í skólanum, Stórholti 16,
sími 27015. Upplýsingasími á öörum tíma 685752. Nú er tækifæri tilaö byrja.
Stórbílaþ vottastöð
1. Bíllinn er olíuþveginn til aö hreinsa af tjöru.
2. Forþvottur. Þykku sápulööri sprautaö yfir bílinn.
3. Vatnsþvottur með burstum. Shampoo í vatninu.
4. Bíllinn fær yfirferð af svokölluöu skyllevoks sem gefur gljáa og verndar bílinn.
5. Jafnframt þessu öllu er undirvagn hreinsaöur.
Veröin eru frá 580 fyrir minni sendiferöabíla og upp í 1280 fyrir stærstu flutn-
ingabíla meö aftanívagni. (Ath.: Olía og skumm reiknaö sér).
Til aö byrja meö veröur stööin opin sem hér segir:
Virka daga frá 9—19 eöa eftir þörfum.
Laugardaga frá 9—17 eöa eftir þörfum.
Sunnudaga frá 14—22 eða eftir þörfum.
Hins vegar erum viö reiöubúnir aö breyta þessu eftir óskum viöskiptavina og
viljum gjarnan heyra tillögur þeirra.
Stórbílaþvottastödin
Höföabakka 1. Sími 688060.
Kanaríeyjar -Tenerife - Gran Kanari
Örugg sólskinsparadís í skammdeginu.
Enska ströndin- Ameríska ströndin- Dagfiugbáðarieiðir.
Las Palmas- Puerto de la Cruz Fuiikominþjónusta
Beint leiguflug, verð frá kr. 25.970,- islenskur<Srarstjóri.
8. janúar 4 vikur á 3 vikna verði.
5 febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 14 dagar
Þið veljið um dvöl í íbúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm
stjörnu hótelum með morgunmat og kvöldmat,
á eftirsóttustu stöðum Kanaríeyja.
Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir
ÓTRÚLEGA HAG-
STÆTT VERÐ
3 VIKUR, 2 í ÍBÚÐ, FRÁ
KR. 28.480,-
FLUCFERÐIR
-joibreyttar sKemmn- og sxoounaneruir. _ SOLRRFLUG
Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Vesturgötu 17 Símar 10661,15331 og 22100