Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 47 Páll og Atli léku vel Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni fróttamanni Morgunblaðsins <d Vestur-Þýskalandi. HANDKNATTLEIKSHELGIN hér í Þýskalandi var nokkuð spennandi og skemmtileg og ijóst er að það verða Essen og Grosswaldstadt sem berjast um titilinn að þessu sinni. Bseði liðin unnu um helgina Forest féll úr bikarnum NOKKRIR leikir voru í 3. umferð bikarkeppninnar ensku í gœr. Helstu tíðindi urðu þau að Black- burn sló Nottingham Forest úr keppninni. Vann 3:2 og Peter Davenport bað um að fá sölu frá Forest. Þetta gerðist fyrir leikinn en hann er eitthvað óhress með stjórn fálagsins. Önnur óvænt úrslit urðu þau að Carlisle vann QPR, 1:0, og Notts County vann Stoke með tveimur mörkum gegn engu. Úrslit annarra leikja urðu þessi: Bury — Barnsley Middlesbr. — Southampton Sheff. Utd. — Fulham Sheff. Wed.-WBA Aston Villa — Portsmouth Bradford — Ipswich Reading — Huddersfield Þess má geta að framlengja þurfti leik Aston Villa og Ports- mouth en staðan eftir venjulegan leiktímavar 1:1 2:0 1:3 2:0 2:2 3:2 0:1 2:1 þó svo sigur Grosswaldstadt hefði verið minni en menn bjugg- ust við. Aifreð Gíslason átti enn einn stórleikinn með Essen og Páll Ólafsson var besti maður vallarins er Dankersen vann Göppingen. Grosswaldstadt sótti Hofweier heim og vann 21:23 eftir æsi- spennandi og sögulegan leik. Grosswaldstadt hefur nú fengið 15 stig úr síðustu átta leikjum og virðist óstöðvandi um þessar mundir. Þeir höfðu 20:14 yfir er fimmtán mínútur voru eftir af leikn- um á laugardaginn en þá gerðist umdeilt atvik sem breytti gangi leiksins. Leikmaður Hofweier skaut í andlit markvarðar Grosswaldstad úr vítakasti og meiddist hann tals- vert - gat ekki leikið meira með og er nú á sjúkrahúsi þar sem verið er að athuga meiösl hans. Dómarar leiksins veittu vítaskytt- unni rautt spjald og þá trylltist allt í höllinni. Heimaliðið vaknaði af værum blundi og 2.200 áhorfendur studdu vel við bakið á þeim þannig að þeim tókst að minnka muninn en ekki nægjanlega þó. Flestir bjuggust við öruggum sigri Essen er liðið lék við Gumm- ersbach á heimavelli sínum. Sér- staklega vegna þess að Neitzel og Krokowski léku ekki með. í upphafi leiksins virtist allt stefna í stórsigur því Essen komst í 6:1 og hefðu veriö meira yfir ef ekki hefði verið fyrir frábæra mark- vörslu Thiel. Rasmussen átti góðan leik og minnkaði muninn fyrir Gummers- bach og í síðari hálfleik var jafn- ræði mikið með liðunum. Þegar ein mínúta var eftir var 17:17 og Gummersbach í sókn en einum leikmanni færri. Þeir misstu bolt- ann og Alfreð skoraði úr hraðaupp- hlaupi er hálf mínúta var eftir. Hann var því hetja Essen í leiknum, skoraði fimm mörk og var hreint óstöðvandi. Þjálfari Gummersbach var rekinn í sturtu í síðari hálfleik. Páll Ólafsson átti mestan þátt í góðum sigri Dankersen yfir Göpp- ingen. Páll skoraði 8 mörk í leikn- um en Dankersen vann 30:15. Páll var talinn besti maður vallarins í þessum mikilvæga sigri þeirra fé- laga. Atli Hilmarsson og félagar hjá Gunsburg virðast eiga erfitt upp- dráttar um þessar mundir. Liðiö tapaði sínum þriðja leik í röð um helgina, nú gegn Berlin. Bæði liðin eru í fallhættu en lokatölur urðu 21:13. Atli gerði tvö mörk. Schwabing vann Flensborg 28:27 og Dusseldorf vann Dort- mund 19:15. Kiel lék ekki um þessa helgi en á föstudaginn lék liðið æfingaleik við heimsmeistara Sovétmanna og lauk þeim leik með 25:24 sigri Sovétmanna. Leikurinn var hraður, skemmtilegur og vel leikinn. í annari deildinni vann Hameln lið Flensburg 21:19 en Bjarni og félagar hjá Wanne Eickel töpuðu á heimavelli fyrir Bergkamen 18:21. Það verða Hameln, lið Kristjáns Arasonar, og Bayern Dormagen sem berjast um sigur í annarri deildinni. KR velgdi Haukum stundum undir uggum HAUKAR lögðu KR-inga að velli í úrvalsdeildinni f körfuknattleik á sunnudag í Hagaskóla með 88 stigum gegn 79. í hálfleik munaði einnig níu stigum er staðan var 50-41 fyrir Hauka. Haukarnir tóku forystu strax á fyrstu minútu og höfðu jafnan undirtökin. Framan af var leikurinn þó jafn og KR-ingar héldu í fullu tré við Haukana fyrsta kortériö, en rétt fyrir hlé náöu Haukarnir góðum kafla og komust um tíma 10 stigum yfir, 42-32. Mikill hraði einkenndi leik lið- anna í fyrri hálfleik, einkum þó Haukanna. KR-ingar börðust eins og Ijón og um tíma velgdu þeir Haukunum undir uggum er á seinni hálfleikinn leið. Haukar byrjuðu seinni hálfieik af krafti og náðu 14 stiga forystu, 57-43, en síðan kom góður kafli hjá KR, sem minnkaði muninn í fjögur stig, 60-56, er 12 mínútur voru eftir. Um tíma munaði aðeins tveimur stigum og er 6 mínútur voru eftir var staðan 74-73 fyrir Hauka og allt gat gerst þar sem beztu menn beggja liða voru komnir í mikil villuvandræði. Á síðustu mínútunum kom munurinn á liðunum hins vegar í Ijós og Haukunum tókst að ná aftur 8 stiga forystu, 81 -83, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir og er röskar tvær mínútur lifðu var stað- an 84-75 og hélzt sá munur til leiksloka. Leikurinn var fjörugur á að horfa og vel leikinn hjá báðum liðum. Ört var skipt um leikkerfi og varn- araðferðir og hraði góður. Hjá Haukum fór Ólafur Rafnsson á kostum í fyrri hálfleik og skoraði þá hverja þriggja stiga körfuna af annarri úr bláhorni vallarins, alls 14 stig. ívar Webster átti mjög góðan leik, stöðvaði marga sókn KR-inga ýmist með því að hiröa frákast eða blokkera skot. Hann lagði mörg stig Haukanna upp auk þess að skora 15 sjálfur. Pálmar átti einnig mjög góðan leik og skoraði margar mikilvægar körfur í seinni hálfleik þegar sem mestur gállinn var á KR-ingum. KR-ingar áttu einn af sínum betri leikjum í vörn og sókn. Páll Kolbeins var atkvæðamikill og gíf- urlegu munar um endurkomu Guðna Guðnasonar, sem lék nú sinn fyrsta leik eftir meiðsl. Skoraði hann 10 stig í röö í seinni hálfleik þegar KR-ingar gerðu hvað harð- asta hríð að Haukunum. Stig KR: Páll Kolbeins 22, GuÖni Guöna 15, Birgir Mikaels 14, Garöar Jóhanns 8, Þorsteinn Gunnars 8, Matthías Einars 6, Guðmundur Björns 4 og Samúel 2. Stig Hauka: Pálmar Sigurös 25, Ólafur Rafns 16, ívar Webster 15, Henning Hennings 14, ívar Ásgríms 6, Reynir Kristjáns 6, Kristinn Kristins 4 og Bogi Hjálmtýsson 2. - ágás. • Þeir fálagar Kristján Sigmundsson og Steinar Birgisson úr Vfkingi eru einu leikmenn líðsins sem unnið hafa til allra þeirra titla með fálaginu sem taldir eru upp hárna á sfðunni til vinstri. Frábær árangur hjá þeim félögum. Morgunblaðið/Bjarni Opið bréf til stjórnar „Afreksmannasjóðs“ ÍSÍ NÝLEGA veitti „Afreksmanna- sjóöur" ÍSÍ styrki til í þrótta- manna og sérsambanda innan ÍSÍ. í blaðafréttum var greint frá því að þessir styrkir væru veittir vegna góðs árangurs viðkomandi íþróttamanna og til undirbúnings þátttöku í Olympíuleikunum 1988. Það er alltaf vandáverk að veita slíka styrki og umdeilanlegt hverjir hafi unnið til þeirra. Ef þetta væri í fyrsta eða annað sinn sem styrkir eru veittir úr þessum sjóöi myndi ég láta málið kyrrt liggja, en þar sem svo er ekki get ég ekki þagað lengur. Allir þeir íþróttamenn sem styrk hlutu eru allrar virðingar veröir og hinir ágætustu íþrótta- menn, en því miður eru ekki nema tveir þeirra sem eru íþróttamenn á heimsmælikvarða og kannski tveir til viðbótar á Evrópumælikvarða, hinir kæm- ust ekki einu sinni í Norðurlanda- úrval. Hinsvegar eru þrír fatlaðir íþróttamenn sem allir hafa unnið til afreka á heimsmælikvarða á þessu ári, þ.e.a.s. Baldur Guðna- son sem vann bæði silfur- og bronsverðlaun á Heimsleikum mænuskaðaðra sl. sumar, Hauk- ur Gunnarsson sem vann bæði silfur- og bronsverðlaun á Evr- ópumóti sl. sumar og síöast ekki síst Jónas Óskarsson sem setti heimsmet í 100 m baksundi sl. vor. Auk þess unnu bæði Jónas og Haukur til verðlauna á Ólymp- íuleikum fatlaðra 1984. Ég hlýt því að spyrja stjórn „Afreksmannasjóðs" (SÍ: Lítur hún á íþróttir fatlaðra sem ein- hverskonar þriðja flokks íþróttir? Telur hún íþróttasamband fatl- aðra einhverskonar „aukauaðila að (Sí? Ef svo er ekki, eftir hverju í veröldinni er þá farið þegar ákveðið er hvernig veitt er úr „Afreksmannasjóði" ÍSÍ? Með íþróttakveðju, Amór Pétursson, fyrrv. formaður íþróttafálags fatlaðra f Reykjavík og nágrennl. • Þorbergur Aðalsteinsson kom til móts við iandsliðið f handknatt- leik á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær en liðið ieikur sinn fyrsta - leik á Baltic-Cup f kvöld gegn Dönum. Hár sást hann ásamt Guð- mundi Guðmundssyni og í baksýn er Guðjón Guðmundsson aðstoðar- maður Bogdans. Morgunblaðið/Valur Þorbergur í landsliðshópinn Frá Val Jónatanssyni, blaðamannl Morgunblaðsins í Danmörku. ekki með að þessu sinni. Einnig er enn óvist um hvort þeir Atli ÍSLENSKA landsliðið f handknatt leik kom hingað til Danmerkur f gær en fyrsti leikurinn f Baltic Cup-mótinu verður í kvöld klukk- an 18.30 að fslenskum tfma. Þorbergur Aðalsteinsson kom til móts við hópinn á flugvellinum í Kaupmannahöfn en þaðan hált hópurinn til Vejle þar sem hann mun dvelja fram á laugardag, en þá lýkur mótinu. Þorbergur Aðalsteinsson mun leika tvo fyrstu leikina með ís- lenska liðinu, gegn Dönum og Austur-Þjóðverjum, en síðan mun hann fara til Svíþjóðar þar sem lið hans, Saab, á að leika. Þorbergur lék um helgina með liði sínu gegn Clif og átti stórleik í 31:25 sigri þeirra. Hann var tekinn úr umferð allan leikinn en skoraði engu að síður ellefu mörk. Þeir leikmenn sem héldu frá ís- landi í gærmorgun voru markverð- irnir Kristján Sigmundsson, Ellert Vigfússon og Brynjar Kvaran. Aðrir leikmenn voru Guðmundur Guð- mundsson, Júlíus Jónasson, Þor- gils Óttar Mathiesen, Steinar Birg- isson, Þorbjörn Jensson, Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og Egill Jóhannesson. Þorbergur kom síðan til móts við þá eins og áður greinir og Kristján Arason hitti þá íVejle. Þær fréttir biðu landsliðshóps- ins er til Vejie kom að Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðar- son kæmust ekki í leikina. Mót- herjar þeirra á Spáni vildu ekki fresta leik þeirra og því leika þeir Hilmarsson, Alfreð Gíslason og Páll Ólafsson geta leikið með en líklegt er að þeir nái að leika þrjá síðustu leikina. Bjarni Guðmundsson meiddist í leik með liði sínu um helgina og getur ekki leikið með í þessu móti þannig að talsvert verður um for- föll í þessum undirbúningi liðsins fyrir lokakeppni heimsmeistara- keppninnar sem verður í lok febrú- ar. íslenska liðið mun æfa í Vejle fyrir hádegi í dag en leikurinn við Dani hefst síðan klukkan 18.30 að íslenskum tíma í dag. Byrjunarliðið verður líklega þannig aö Kristján Sigmundsson verður í markinu. Valdimar Grímsson og Guðmund- ur Guðmundsson leika í hornunum og Þorgils Óttar verður á línunni. Fyrir utan leika þá Kristján Arason, Steinar Birgisson og Þorbergur Aðalsteinsson. Leikið íkvöld í KVÖLD verða tveir fyrstu leikirn- ir f 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Þá leika í Seljaskóla ÍR - IBK og Valur — Fram. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20. Þetta eru fyrri leikir liðanna en samkvæmt nýj- um reglum um bikarkeppni er leikið heima og að heiman í þessari umferð og einnig f undan- úrslitunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.