Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
Frábær markvarsla
í síðasta leiknum
— æsispennandi lokamínútur Islandsmótsins
Egill skoraði
100 mörk
VALUR tryggði sér annað sætið
á íslandsmótinu í handknattleik
þegar liðið gerði jafntefli við
Stjörnuna í siðasta leik mótsins
að þessu sinni. Leikurinn var all-
an tfmann mjög jafn, jafnt í leik-
hléi, 11:11, og þegar flautað var
til leiksloka höfðu bæði iiðin
skorað 21 mark. Mikill spenna var
á lokasekúndum þessa leiks.
Hannes Leifsson jafnaði fyrir
Stjörnuna er 38 sekúndur voru
eftir úr vftakasti og síðan voru
þeir aðeins hársbreidd frá því að
skora 22. markið undir lokin. Það
tókst þeim þó ekki og því varð
Stjarnan f þriðja sæti á íslands-
mótinu á eftir Val.
Leikurinn hófst nokkuð furðu-
lega. Ellert Vigfússon, markvörður
Vals, skoraði fyrsta mark leiksins
á annari mínútu og er þetta annað
FH-INGAR biðu slæman ósigur
gegn KA í sfðasta leik liðanna í
1. deildinni. Leikurinn fór fram í
Hafnarfirði og sigruðu Akur-
eyringarnir með 25 mörkum gegn
16, en f hálfleik var staðan 11-10
fyrir KA. Liðin voru áþekk og leik-
urinn jafn f fyrri hálfleik og byrjun
þess sfðari, en er um 20 mfnútur
voru til leiksloka skildu leiðir og
KA-menn tryggðu sér sanngjarn-
an stórsigur.
Leikurinn var jafn og spilið
sæmilegt í fyrri hálfleik. KA-menn
urðu fyrri til að skora en FH-ingar
jöfnuðu jafnharðan upp í 4—4.
Skiptust liðin síðan á um að skora
2—3 mörk í röð hvort og staðan
9—7 er 9 mínútur voru til leikhlés.
Þá fengu menn smjörþefinn af
því sem koma skyldi, KA-menn
skoruðu fjögur mörk í röð og
breyttu stöðunni í 11—9, en 25
sekúndum fyrir hlé skoruðu
FH-ingar sitt 10 mark og staðan
því 11—10 fyrir KA í hálfleik.
FH-ingar byrjuðu seinni hálfleik-
inn á því að jafna, 11—11, en þá
skoruðu KA-menn þrisvar í röð og
komust í 14—11. FH-ingar minnk-
uðu muninn í 14—13 er 21 mínúta
var eftir, en tvær næstu sóknir
þeirra enduðu með stangarskoti
og margar þær næstu með þvt að
Sigmar Þröstur varði. Skoruðu
FH-ingar ekki mark í 10 mínútur
en á sama tíma léku norðanmenn
vörn FH sundur og saman og
skoruðu hvað eftir annað, komust
í 18-13 er rúmar 11 mínútur voru
eftir. Þegar 8 mínútur voru til leiks-
loka skoruðu FH-ingar síðasta
mark sitt og staðan 20—16. Gull-
tryggðu KA-menn sigurinn með
því að skora 5 síðustu mörk leiks-
ins, hið síðasta er sekúnda var
eftir.
Líklega er þessi leikur sá lakasti
sem FH-liðið hefur sýnt í vetur.
Spilið var einhæft, t.d. var haldið
:i{ streytu að leika upp á Þorgils
Óttar i seinni hálfleik enda þótt
jafnan lægju á honum tveir KA-
menn og lokuðu hann af. Nær allar
sóknir enduðu á miðjunni þótt vörn
KA væri þar öflug fyrir og stöðvaði
hvert skotið af öðru.
KA-liðið spilaði ágætlega að
þessu sinni. Knötturinn gekk vel
milli manna, af einum kantinum á
annan. Fjölbreytni var f sóknartil-
raunum og stöðugt breytt um leik-
kerfi og ógnun því mikil í spilinu.
Það segir sitt um ágætan sóknar-
leik KA að Sverrir Kristins mark-
vörður FH varði 11 skot úr dauða-
færi, þar af eitt víti. Þá var mark-
varzla Sigmars Þrastar í liði KA
mjög góð. Hann varði 17 skot, flest
úr dauðafæri, þar af tvö víti.
Beztir hjá FH voru Þorgils Óttar
Valur — Stjarnan
21:21
mark Ellerts í vetur. Örugglega
markahæstur markvarða í deild-
inni.
Hermundur Sigmundsson skor-
aði því næst tvívegis fyrir Stjörn-
una en Júlíus Jónasson svaraði
með tveimur mörkum úr vítaköst-
um. Þetta líkaði Hermundi ekki og
hann tók sig til og skoraði þrjú
næstu mörk. Staðan orðin 4:6 fyrir
Stjörnuna og Hermundur hafði
gert öll mörkin. Valsmenn jöfnuðu
síðan leikinn í 7:7 og jafnt var síðan
FH-KA
16:25
og Sverrir markvörður. Stefán
Kristjáns komst vel frá fyrri hálfleik
og skoraði þá glæsileg mörk en
honum var sýnt rauða spjaldið í
þeim seinni.
Hjá KA var Sigmar Þröstur
beztur, en Erlingur Kristjáns var
einnig góður í vörn og sókn. Guð-
mundur Guðmunds og Logi Ein-
arsson voru og góðir. Pétur Bjarna
skoraði mest en var mjög eigin-
gjarn og skaut í tíma og ótíma,
ýmist framhjá marki eða að Sverrir
varði.
Mörfc FH: Þorgils Óttar Mathiesen 5/1,
Stefán Kristjánsson 5, Óskar Ármannsson
3/2, Jón Erling Ragnarsson 2 og Valgarö
Valgarðsson 1.
Mörk KA: Pótur Bjarnason 6, Erlingur
Kristjánsson 6/2, Guömundur Guömundsson
5/2 , Logi Einarsson 4, Anton Pétursson 1,
Erlendur Hermannsson 1, Jón Kristjánsson 1
og Þorleifur Ananíasson 1. __ áflás
VALSMENN unnu ÍR-inga í úrv-
alsdeildinni í körfuknattleik á
sunnudagskvöldið þegar liðin
léku í íþróttahúsi Seijaskóla.
Þegar aðeins 13 sekúndur voru
til leiksloka var aðeins eins stigs
munur, 85:86 fyrir Val, en þeir
skoruðu fimm síðustu stigin og
unnu með 91 stigi gegn 85. Stað-
an í leikhiéi var 38:43.
ÍR-ingar höfðu frumkvæðið
framan af í þessum leik en aldrei
var munurinn þó mikill. Mjög jafnt
var fram í miðjan fyrri hálfleik en
þá komust Valsmenn nokkur stig
yfir og hóldu forskotinu það sem
eftir var leiksins. ÍR-ingar komust
þó oft ansi nærri þeim á stigatöfl-
unni en aldrei náðu þeir þó að
komast yfir.
í síðari hálfleik komust Vals-
menn mest í tíu stiga forystu þegar
ein og hálf mínúta var til leiksloka
en Breiðhyltingar tóku góðan
endasprett og náðu að minnka
muninn'niður í eitt stig er 13 sek-
úndur voru eftir. Valsmenn skorð-
uðu síðan og þegar tíminn var rétt
að renna út náðu þeir boltanum
aftur. Kristján Ágústsson reyndi
skot, hitti og fékk að auki vítakast
á öllum tölum í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik höfðu Valsmenn
forystu allt frá fyrstu mínútu. Mest
var forskotið fjögur mörk, 17:13
og 18:14, en Stjörnumönnum tókst
að jafna leikinn þegar aðeins 38
sekúndurvoru til leiksloka.
Þegar tvær mínútur voru til
leiksloka var staðan 21:20 og
Stjörnumenn í sókn. Dæmt er víta-
kast á þá og Hermundur tók kast-
ið. Hann hafði verið öruggur til
þessa í vítaköstum sínum og skor-
að úr þeim öllum fimm. Ellert
Vigfússon varði vítakastið og Vals-
menn komust í hraðaupphlaup en
Brynjar Kvaran gerði sér lítið fyrir
og varði vel.
Stjarnan hóf sókn og er 38
sekúndur voru eftir fá þeir vítakast
og úr því skoraði Hannes Leifsson
og jafnaði þar með leikinn. Vals-
menn ætluðu nú greinilega að
halda boltanum það sem eftir var
leiksins en þá var dæmdur ruðn-
ingur á þá og Stjarnan komst í
hraðaupphlaup og reyndu skot en
leiktíminn var úti og liðin skildu
þvíjöfn.
Þar með lauk þessu íslandsmóti
með bráðskemmtilegum leik og
eldfjörugum. Það eina sem ekki
var skemmtilegt og gott í þessum
leik voru dómararnir. Þeir voru
mjög slakir og voru alls ekki starfi
sínu vaxnir.
Ellert Vigfússon stóð sig frá-
bærlega í marki Vals, varði 19 skot
í leiknum og þar af eitt vítakast.
Lengst af leiknum var lítil ógnun í
sóknarleik Valsmanna og vörnin
ekki eins sterk og hún á að sér,
enda var Þorbjörn Jensson ekki
með. Það sem bjargaöi liðinu var
markvarsla Ellerts.
Hjá Stjörnunni átti Brynjar
ágætan dag í markinu. Varði alls
13 skot. Hermundur skoraði mikið
en hann fór einnig með mörg
tækifæri forgörðum. Hann er allt
of bráður að skjóta á stundum.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6/1, Júlíus
Jónasson 4/2, Jón Pétur Jónsson 4/2, Jakob
Sigurösson 3, Geir Sveinsson 2, Theodór
Guðfinnsson 1, Ellert Vigfússon 1.
Mörk Stjörnunnar: Hermundur Sigmunds-
son 8/5, Magnús Teitsson 3, Hannes Leifsson
3/2, Gylfi Birgisson 2, Skúli Gunnsteinsson
2, Sigurjón Guðmundsson 2, Einar Einarsson
1.
sem hann skoraði úr og þar með
var forskotið orðið sex stig, 85:91,
og þannig lauk leiknum.
Besti maður Vals aö þessu sinni
var Tómas Holton. Hann er geysi-
lega fljótur og laginn með boltann
auk þess sem hann hitti bókstaf-
lega alltaf er hann reyndi körfuskot
og hefði hann að ósekju mátt
skjóta meira. Torfi Magnússon var
harður í fráköstunum svo og Sturla
og Jóhannes Magnússon hitti vel
lengst af.
Hjá ÍR var Ragnar Torfason
atkvæðamestur. Hann hefði þó að
ósekju mátt vanda sig betur í
skotum, s+erstkalega í fyrri hálf-
leik. Björn Leósson kom verulæ-
ega á óvart með góðum leik. Hann
skoraði margar fallegar körfur auk
þess sem hann stóð fyrir sínu í
vörninni.
Stig ÍR: RagnarTortason 22, Björn Leósson
19, Karl Guðlaugsson 13, Hjörtur Oddsson
13, Björn Steffensen 5, Benedikt Ingþórsson
5, Vignir Hilmarsson 4, Jóhannes Sveinsson
4.
Stlg Vals: Tómas Holton 25, Sturla örlygs-
son 17, Jóhannse Magnússon 12, Kristján
Ágústsson 11, Torfi Magnússon 9, Guðmund-
ur Hallgrimsson 6, Einar Ólafsson 5, Jón
Steingrímsson 4.
FRAM sigraði Þrótt örugglega {
síðasta leik þessara iiða f 1. deild-
inni á laugardaginn 32—19. Þrótt-
ur fékk þvf ekki stig í deildinni
og átti sér aldrei viðreisnar von
í þessum leik frekar en öðrum í
vetur. Egill Jóhannsson skoraði
14 mörk f þessum leik og varð
markahæsti leikmaður 1. deildar
að þessu sinni, gerði alls 100
mörk. Staðan f hálfleik var 17—5
fyrir Fram.
Það var greinilegt að leikurinn
skipti ekki máli fyrir Þrótt og léku
þeir eins og miðlungs 3. deildarlið.
Þeir skoruðu fyrsta markið sitt í
leiknum er 10 mínútur voru liðnar
og var staðan þá 41 fyrir Fram.
Flestar sóknaraðgerðir Framara
byggðust upp á því að láta Egil
Jóhannsson skora, hann var næst-
markahæsti leikmaður deildarinn-
ar fyrir síðustu umferðina með 86
mörk, Gylfi Birgisson hafði gert 88.
Mestur varð munurinn í hálf-
leiknum 12 mörk, er staðan var
16—4. Þessi munur hélst út hálf-
leikinn. Egill fór á kostum í fyrri
hálfleik og gerði alls 9 mörk í
honum. í seinni hálfleik var allt
miðað við að Egill næði 100 marka
múrnum og það tókst er aðeins 3
mínútur voru til leiksloka. Mestur
munurinn í seinni hálfleik var 14
mörk.
Framarar sýndu ekki neinn
snilldarleik og áttu það á hættu
að detta niður á sama plan og
Þróttur, í seinni hálfleik. Framarar
geta mikið meira og á góðum degi
geta þeir unnið hvaða lið sem er
í deildinni. Þeir enduðu í þriðja
neðsta sæti og halda því sæti sínu
í 1. deild.
Þróttur — Fram
19:32
Þróttarar koma til með að falla,
þeir fá þó tækifæri á að leika við
lið númer 3 og 4 í 2. deild um tvö
laus sæti í 1. deild, því fjölgað
verður þar. En með leik eins og
þeir hafa sýnt að undanförnu hafa
þeir ekkert að gera í 1. deild. Leik-
menn liðsins virtust með öllu
áhugalausir og var kappsmál
þeirra að klára leikinn.
Mörk Fram: Egill Jóhannsson 14/2, Ingólfur
Steingrímsson 5, Dagur Jónasson 3, Hermann
Björnsson 3, Hjörtur Ingþórsson 3, Ragnar
Hermannsson 2 og Jón Árni Rúnarsson og
Hlynur Jónasson eitt mark hvor.
Mörk Þróttar: Guömundur óskarsson 5,
Brynjar Einarsson 4, Helgi Helgason 4, Haukur
Hafsteinsson 3, Gísli Óskarsson 2 og Guö-
mundur A. Jónsson eitt.
Val.
Lokastaðan
f 1. deild
Víkíngur 14 12 0 2 350:271 24
Valur 14 10 1 3 326:281 21
Stjarnan 14 8 3 3 346:290 19
KA 14 7 1 6 300:283 15
FH 14 7 0 7 336:335 14
Fram 14 5 1 8 334:331 11
KR 14 3 2 9 302:343 8
Þróttur 14 0 0 14 273:433 0
Markahæstir urðu:
Egill Jóhannesson Fram 100
Gylfi Birgís8on Stjörnunni 90
Þorgiis O. Mathiesen FH 90
Valdimar Grímsson Val 88
KA sprækir og
burstuðu FH
-sus.
Körfubolti:
Valsmenn fvið
sterkari en ÍR
-sus.