Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR JALCROCH Stærðir 39-46 ÖRYGGISSKÓR Léttir, sterkir vinnuskór og stígvél með stáltá og stálþynnu í sóla. Mikið úrval. Sendum í póstkröfu. JALMONT Stærðir 39-46 Skeifan 3h Frá sjónarhóli umboðsmanns: Afgreiðsla hjá Lána- sjóði íslenskra náms- manna meira og minna í molum um árabil Sími 82670 — eftirHönnu Elíasdóttur I fjögur ár hefi ég átt samskipti við Lánasjóð íslenskra námsmanna sem umboðsmaður nemanda við nám í USA. Hefði ég haft minnsta grun um hvað ég raunverulega var að takast á við með því að taka að mér þetta umboð hefði ég vissulega hugsað mig tvisvar um. Pyrirhöfn- in, óþarfa óþægindin og áhyggjum- ar sem þessi samskipti hafa valdið mér mun seint úr minni líða. Ég er því mjög hlynnt því að mál LÍN séu tekin til athugunar, því þar er verðtekkun sem munar um Facit 4510 og 4511 prentarar ganga viö flestar gerðir af einka- og heim- ilistölvum. Þeir eru áreiðanlegir, mjög fljótvirkir og prentun er í háum gæðaflokki. Hver leturhaus endist fyrir meira en 100.000.000 stafi og blekborðinn fer létt með 4.000.000 stafa. 4510 kostaöi áöur kr. 18.300 4511 kostaði áður kr. 22.800 kostar nú kr. 12.900 kostar nú kr. 16.900 Þetta er verðtilboð sem ekki er hægt að hafna og þar að auki eru í boði greiðslukjör við allra hæfi. GÍSLI J, JOHNSEN SF. lIHD NÝBVLAVEGI 16'- P.O. BOX 39?-» 202 KÓPAVOGUR •'.SlMr 641222 SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SflVU^96-25004 svo sannarlega margt athugavert eins og reyndar þegar hefur komið fram í fjölmiðlum undanfama daga. Rögg-samur ráðherra Mig undrar ekki að gífurlegar kvartanir hafi borist inn á borð menntamálaráðherra varðandi mál- efni LÍN. Burtséð frá fjármálum sjóðsins þá er öll afgreiðsla hans meira og minna í molum og til há- borinnar skammar að mörgu leyti. Næsta furðulegt er að enginn menntamálaráðherra skuli hafa séð ástæðu til að taka LÍN sérstaklega fyrir, svo sannfærð er ég um að kvartanir hafa borist ámm saman í eyru ráðamanna í menntamála- ráðuneytinu. Það vekur líka furðu mína að nú þegar taka skat á málinu og ráð- herra sýnir vilja í verki þá heyrast jafnvel raddir um stjómarslit. Ætti ekki frekar að þakka ráðherra framtakssemina? Óliðlegt starfsfólk — dæmalaus reglugerð Eins og áður getur hefi ég verið umboðsmaður nemanda í fjögur ár og þekki sannarlega af eigin raun vinnubrögð starfsfólksins á skrif- stofu LÍN. Þau eru alveg makalaust slæm. Það er eins og valist hafi til starfa þama að öllu jöfnu, þó sjálf- sagt með einhveijum undantekn- ingum, með eindæmum óliðlegt og fúlt starfsfólk. Ég hefi horft upp á starfsmann í afgreiðslu beinlínis hella sér yfir eldri konu sem skildi ekki til hlítar frumskóg reglna Lánasjóðsins. Það skyldi svo sem engan undra, því þær reglur eru í stöðugri breytingu, þ.e. það sem skila átti inn í gær er allt annað í dag. Þessum viðskiptum stúlkunnar og eldri konunnar lyktaði með því að sú síðamefnda hrökklaðist út með tárin í augunum, áreiðanlega án þess að skilja orð af því sem stúlkan sagði. Það er því alveg dæmalaust að iesa útdrátt úr prent- aðri reglugerð sem hangir snyrti- lega upp á vegg í afgreiðslu sjóðsins á Laugavegi 77 en þar er varað við því að starfsfólki í opinbem starfi sé sýnd ókurteisi eða að viðhöfð séu ummæli eða orðbragð sem þykir ósæmilegt. En áðumefnt starfsfólk virðist vera með öllu óháð slíkum reglum og getur því ef því sýnist svo hellt yfir viðskiptavinina maka- lausum dónaskap og ókurteisi. Enginn vafi er á því að eitthvað er í meiriháttar ólagi á skrifstofu LÍN sem án efa má rekja til starfs- fólksins. Mistök og- vítavert kæruleysi Ég get dregið fram hinar ótrúleg- ustu sögur um vinnubrögð þama. M.a. fór lán til míns nemanda inn á reikning einhvers manns á Akur- eyri vegna mistaka starfsfólks. Þetta þýddi þriggja vikna bið í SB*"'*?6''4 tifn AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.