Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986
45
Knatt-
spyrnu-
úrslit
1. deild:
Liverpool — Watford 3:2
Birmingham — Ipswich 0:1
Chelsea — Luton 1:0
Coventry — Aston Villa 3:3
Everton — Queens Park Rangers 4:3
Leicester — West Ham 0:1
ManchesterCity — Southampton 1:0
Oxford United — Manchester United 1:3
Sheffield Wednesday — Arsenal fr
Tottenham — Nottingham Forest 0:3
WBA — Newcastle 1:1
2. deild:
Carlisle — Grimsby 1:2
Crystal Palace — Charlton 2:1
Huddersfield — Sheffield United 3:1
Hull — Bradford 1:0
Millwall — Stoke 2:3
Norwich — Middlesbrough 2:0
Oldham — Wimbledon 2:1
Portsmouth — Fulham 1:1
Shrewsbury — Barnsley 3:0
Sunderland — Leeds 4:2
Bolton — Gillingham 0:1
3. deild:
Brentford — Wigan 1:3
Bristol City — Rotherham 3:1
Chesterfield — Walsall fr
Derby — Bristol Rovers fr
Lincoln — Bury 2:0
Newport — Bournemouth 2:1
Notts County — Plymouth 2:1
Reading — Cardiff 1:1
Swansea — Blackpool 2:0
York — Wolverhampton 2:1
4. deild:
Burnley —Aldershot fr
Cambridge — Hereford 4:0
Chester — Tranmere 1:0
Colchester — Torquay 0:0
Crewe — Wrexham 3:2
Exeter — Stockport 1:0
Mansfield — Northampton 1:0
Orient — Hartlepool 1:1
Preston — Halifax 0:1
Rochdale — Port Vale 3:3
Scunthorpe — Peterborough 2:0
Staðan
1. deild
Man. Utd. 25 17 4 4 45-15 55
Everton 26 15 5 6 60-35 50
Chelsea 24 15 5 4 39-23 50
Llverpool 26 14 8 4 59-27 50
West Ham 24 14 6 4 39-20 48
Sheff. Wed. 25 12 7 6 40-39 43
Arsenal 24 12 6 6 28-26 42
Luton 26 11 8 7 41-29 41
Nott. For. 26 12 4 10 44-38 40
Newcastle 25 9 9 7 35-37 36
Tottenham 25 10 5 10 39-31 35
Watford 25 9 6 10 40-42 33
Man. City 26 8 8 10 30-33 32
Southampton 25 8 6 11 33-36 30
QPR 25 9 3 13 27-35 30
Coventry 25 6 7 12 32-43 25
Leicester 26 6 7 13 33-47 25
Aston V. 26 5 9 12 31-41 24
Oxford 25 5 8 12 37-52 23
Ipswich 26 6 5 15 20-38 23
Birmingham 25 5 3 17 14-35 18
WBA 26 2 7 17 23-60 13
2. deild
Norwich 25 15 6 4 51-23 51
Portsmouth 25 15 4 6 44-20 49
Wimbledon 26 12 6 8 34—28 42
Charlton 23 12 4 7 41-27 40
Brighton 25 12 4 9 44-36 40
Sheff. Utd. 26 11 7 8 43-37 40
Hull 26 10 8 8 42-36 38
Crystal P. 25 11 5 9 32-30 38
Barnsley 26 10 7 9 27-26 37
Blackburn 24 9 8 7 28-30 35
Stoke 25 8 10 7 32-31 34
Bradford 23 10 3 10 27-32 33
Shrewsbury 26 9 5 12 33—39 32
Leeds Utd. 26 9 5 12 34-45 32
Sunderland 26 9 5 12 27-39 32
Grimsby 25 8 7 10 39-37 31
Oldham 25 9 4 12 36-41 31
Huddersfield 25 7 9 9 36-41 30
Millwall 23 8 3 12 35-41 27
Middlesbr. 25 7 6 12 21-29 27
Fulham 22 7 3 12 23-31 24
Carlisle 24 4 3 17 21-51 15
Öll efstu liðin unnu
Man. United heldur enn öruggri forystu
Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins Englandi, og AP.
MANCHESTER UNITED heldur enn öruggri forystu sinni í ensku 1.
deildinni í knattspyrnu. United sigraði Oxford á laugardaginn 3—1 og
er nú með fimm stiga forystu í deildinni. Everton, Chelsea, Liverpool
og West Ham unnu öll si'na leiki um helgina og fylgja fast á eftir í
toppbaráttunni. Mark Hughes skoraði stórglæsilegt mark fyrir United
gegn Oxford. Spánska félagið Barcelona vill kaupa þennan skemmti-
lega leikmann og hefur boðið United 2 milljónir punda fyrir kappann.
Ron Atkinson, framkvæmdastjóri Utd., segir að hann fari ekki fyrr
en eftir þetta keppnistímabil. Paul Walsh skoraði tvennu fyrir Liver-
pool gegn Watford og lan Rush skoraði sitt fyrsta mark í 10 leikjum.
Tottenham mátti þola stórtap á heimavelli sínum gegn Notthingham
Forest. Gary Lineker skoraði fyrir Everton og er nú markahæstur f
1. deild með 22 mörk.
Oxford var betra liðið gegn
Manchester United í fyrri hálfleik.
Þvert á gang leiksins skoraði
Norman Whiteside, sem var fyrir-
liði, fyrsta mark leiksins á 12. mín-
útu og þannig var staðan í hálfleik.
David Leworthy jafnaði fyrir Ox-
ford í upphafi seinni hálfleiks, þetta
var hans 4. mark í fimm leikjum,
síðan hann kom til Oxford frá
Tottenham. Mark Hughes skoraði
síðan stórglæsilegt mark, fékk
sendingu fyrir markið og skoraði
með viðstöðulausu þrumuskoti í
netið. Áður en yfir lauk skoraði
Colin Gibson þriðja markið og
sigurinn öruggur. United náði sér
vel á strik í seinni hálfleik og var
sigurinn sanngjarn. Áhorfendur
voru 13.250.
Þrjú mörk á 13 mínút-
um hjá Everton
Mikið markaregn var á Goodi-
son Park í leik Everton og QPR
og voru skoruð alls sjö mörk.
Gestirnir skoruðu tvívegis áður en
Everton tókst að skora. Gary
Bannister skoraði fyrsta markið
fyrir QPR eftir aðeins 12 mínútur.
John Byrne skoraði annað markið
sem var stórglæsilegt, með vinstri,
af löngu færi 13 mínútum seinna.
Það var svo einni mínútu fyrir hálf-
leik að Graeme Sharp skoraöi úr
vítaspyrnu, sem dæmd hafði verið
á Steve Wicks. Það var svo á 13.
mínútu í seinni hálfleik sem leik-
menn Everton gerðu út um leikinn.
Fyrst jafnaði Gary Lineker á 55.
mín., Paul Wilkinson, sem komið
hafði inná sem varamaður, kom
heimamönnum yfir tveimur mínút-
um síðar og á 68. mínútu skoraði
Lineker aftur og var þetta jafn-
framt hans 22. mark í deildinni,
þar sem hann er nú markahæstur.
Fjórum mínútum fyrir leikslok skor-
aði svo Bannister þriöja mark QPR.
Tvenna hjá Walsh
Liverpool átti í töluverðum vand-
ræðum með Watford í fyrri hálfleik.
Töluverðar stöðubreytingar voru
hjá liðinu og voru leikmenn tals-
verðan tíma að finna s!g. Jan Molby
lék sem aftasti maður í vörninni
og Ronnie Whelan lék sem bak-
vörður og Kenny Dalglish var ekki
með. Kenny Jackett skoraði fyrsta
markið fyrir Watford á 16. mínútu,
með góðu vinstrifótarskoti. Paul
Walsh, sem enn er á sölulista hjá
Liverpool, jafnaði einni mínútu fyrir
hálfleik, eftir góðan undirbúning
Craig Johnstons. Seinni hálfleikur-
inn var svo eign Liverpool og náðu
þeir þá vel saman. Walsh skoraði
aftur í upphafi seinni hálfleiks og
kom Liverpool yfir. Það var svo lan
Rush, sem skoraði loks eftir 10
leiki í röð án þess að koma knettin-
um í netið, er 14 mínútur voru til
leiksloka. Markið var sérlega
glæsilegt, Rush fékk sendinu frá
Johnston inn í vítateiginn þar sem
hann tók knöttinn niöur og skoraði
með fallegu skoti. Jan Lohman átti
svo síðasta orðið er hann skoraði
rétt fyrir leikslok, eftir mistök hjá
Bruce Grobbelaar í markinu.
Slæmt gengi hjá
Tottenham
Tottenham hefur ekki gengið vel
að undanförnu. Liðið mátti þola
stórtap, 0—3, á heimavelli sínum,
White Hart Lane, gegn Notting-
ham Forest. Enski framherjinn
Peter Davenport skoraði tvívegis
fyrir Forest, en fimm mörk hefðu
verið nærri lagi, því hann óð i
marktækifærum. Það var fyrst og
fremst góð markvarsla Ray Clem-
ence í markinu sem bjargaði því
að mörkin voru ekki fleiri. Þriðja
mark Forest gerði Colin Walsh.
Þetta er einn slakasti leikur Totten-
ham í vetur. Leikmenn virtust
þreyttir og áhugalausir.
Tíu leikir í röð án taps
David Speedie skoraði sitt 15.
mark fyrir Chelsea gegn Luton.
Þetta reyndist eina mark leiksins
og var þetta jafnframt 10. leikur
Chelsea í röð án taps. Luton var
betra liðið í fyrri hálfleik en Chelsea
i þeim seinni. Markið kom á 54.
mínútu. Chelsea er því enn með í
toppbaráttunni í deildinni.
Markaskorarinn mikli, Frank
McAvennie, gerði sigurmark West
Ham gegn Leicester á útivelli.
Þetta var 20. mark hans á tímabil-
inu. Leicester fékk þó tækifæri til
að jafna er þeir fengu vítaspyrnu,
en Phil Parkes varði naumlega frá
Gary McAllister.
Shilton í stuði
David Phillips skoraði eina mark
Manchester City gegn Southamp-
ton er aðeins fjórar mínútur voru
til leiksloka. City sótti nær látlaust
allan leikinn og var það fyrst og
fremst fyrir frábæra markvörslu
Peter Shiltons í marki Southamp-
ton, að mörkin urðu ekki fleiri.
Southampton hefur ekki unnið leik
á útivelli í 10 mánuði.
Coventry, sem aldrei hefur
unniö Aston Villa, mátti sætta sig
við jafntefli eftir að hafa haft tvö
mörk yfir í hálfleik. Brian Kilcline
skoraði tvennu fyrir Coventry og
Cyrille Regis eitt. Simon Stainrod
skoraði fyrst fyrir Villa og Andy
• Gary Lineker, Everton, er nú markahæstur í ensku 1.
Hann hefur skorað 22 mörk.
deildinni.
Gray bætti öðru markinu við. Það
var svo nýi leikmaðurinn hjá Villa,
Paul Elliott, sem jafnaði 11 mínút-
um fyrir leikslok.
Birmingham ekki unn-
ið leik í tæpa
fjóra mánuði
Birmingham er nú komið í bull-
andi fallhættu og hefur liðið ekki
unnið leik síðan 21. september.
Liðið tapaði fyrir Ipswich á laugar-
daginn, 0—1. Kevin Wilson skoraði
eina mark leiksins eftir mistök
David Seamans, markvarðar, á 34.
mínútu.
Imri Varadi. skoraði jöfnunar-
mark WBA um miðjan seinni hálf-
leik og bjargaði þar með öðru stig-
inu fyrir heimamenn. Newcastle
tók forystuna í fyrri hálfleik með
marki Ken Whartons.
Lineker markahæstur
GARY Lineker, Everton, er nú
markahæstur f ensku 1. deildinni
í knattspyrnu. Kappinn hefur gert
22 mörk í 26 leikjum. Frank Bunn,
Hull, er markahæstur í 2. deild
með16mörk.
Hér fer á eftir listi yfir marka-
hæstu leikmenn 1. og 2. deildar:
mörk
Gary Lineker, Everton, 22
Kerry Dixon, Chelsea, 21
Frank McAvennie, West Ham, 20
Mike Newell, Luton, 19
John Aldrige, Oxford, 17
2. deild:
Frank Bunn, Hull, 16
Kevin Drinkell, Norwich, 15
Gordon Hubson, Grimsby, 15
Keith Bertschin, Stoke, 15
Til sölu Manta LC 500
Þessi stórglæsilegi vélsleöi er til sölu á góöu verði. Hann er
svo til ónotaöur, búinn 85 hestafla EI-Tigre-vél, tveggja belta
með hámarkshraöa um 140 km. Frábærir aksturseiginleikar
og algjört augnayndi.
Ennf remur til sölu eftirfarandi Bens-bílar í toppstandi og
með lága km.tölu. Mánaðar afgreiöslutími:
Mercedes Bens 450 SE74, verð kr. 450.000,-
Mercedes Bens 350 SE ’77, verð kr. 550.000,-
Mercedes Bens 280 SE ’77, verö kr. 550.000,-
I Mercedes Bens 280 E79, verð kr. 550.000,-
Upplýsingar í síma 61-12-10
<
4t’