Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986
ÚTVARP / SJÓNVARP
... vitlausasta
^ frumvarpið
Idagskrá ríkisfjölmiðlanna eiga
sér nú æ oftar stað ýmiss konar
umræðuþættir er hafa að viðfangi
þá flölmiðlabyltingu er senn ríður
yfír eykrílið ísland. Einn slíkur þátt-
ur var á dagskrá rásar 1 rétt fyrir
hádegi síðastliðinn laugardag. Bar
hann nafnið Ný viðhorf í fjölmiðlun.
Stjómandi Einar Kristjánsson. Ein-
ar ræddi fyrst við ýmsa ráðuneytis-
starfsmenn og verkfræðinga hjá
Pósti og síma um lagalegar og
tæknilegar forsendur flölmiðlabylt-
ingarinnar en síðan settust þrír
spekingar á rökstólana í þularstofu,
þeir Helgi Pétursson Tímaritstjóri
og ráðsmaður í hinni ágætu út-
varpsréttamefnd. Þá mættu til leiks
Þorbjöm Broddason félagsfraeðing-
ur og síðast en ekki síst Ólafur
Stephensen auglýsingastjóri. Þegar
ég Iít yfir minnispunktana frá spjalli
þessara ágætu manna þá vekja
fyrst og fremst athygli mína
ummæli Ólafs í þá veru að hin
svokallaða tjölmiðlabylting sé í raun
hafin fyrir löngu hérlendis. Þetta
er auðvitað alveg rétt hjá Ólafi
því í kjölfar myndbandavæðingar-
innar hafa risið hér þúsundir
einkabíóa. Og ekki má gleyma því
að víða úti á landsbyggðinni eru
starfræktar svæðisbundnar sjón-
varpsstöðvar. Svo ég haldi áfram
að vitna í Ólaf Stephensen þá heyrð-
ist mér hann ákaflega vantrúaður
á að fjöimiðlabyltingin æddi hér
yfir á ógnarhraða. Ástæðan vitlaus-
asta lagafrumvarp sem hefur komið
inn á alþingi til þessa. Hér er að
sjálfsögðu átt við nýja útvarpslaga-
frumvarpið en Helgi Pétursson er
einn í hópi þeirra ágætu manna er
eiga að gæta þess að nýju útvarps-
lögin verði ekki virt að vettugi.
Ræddi Helgi reyndar um starfsvett-
vang útvarpsréttameftidar. Heyrði
ég ekki betur en að menn á þeim
bæ hyggðust fara afar varlega í
sakimar.
Við (í útvarpsréttamefnd) viljum
leyfa sem flestum að spreyta sig
og sjá síðan hvað gerist. Þá vita
menn það. Þorbjöm Broddason fé-
lagsfræðingur fjallaði einkum í
sinni tölu um nauðsyn þess að efla
rannsóknir á sjónvarpsglápi og út-
varpshlustun landsmanna. Upplýsti
Þorbjöm að auðvelt væri að kanna
þessa hluti með litlum tilkostnaði
og heyrðist mér hann samsinna
Ólafi þá hann taldi að auglýsinga-
verð í ljósvakamiðlunum hlyti að
ráðast af slíkum könnunum. Ræddu
þeir félagar nokkuð um framtíð
auglýsingamarkaðarins en sú um-
ræða er nú efni í nýja grein er ef
til vill verður rituð síðar.
Eitt gleymdist. . .
Ég hef haft það fyrir reglu hér
í dálki að ræða um flesta þá spjall-
þætti er ég rekst á í dagskrá ríkis-
fjölmiðlanna og snúast um verðandi
Qölmiðlabyltingu. Ég vona að þessi
umijöllun mín hafi fært lesendur
nær rás viðburðanna. En ég hef
tekið eftir einu „smáatriði" sem
hvergi hefur verið vikið að í allri
þessari umræðu og á ég þá við
stöðu þeirra er koma til með að
vinna hjá hinum nýju útvarps- og
sjónvarpsstöðvum. Ég tel að rás 2
hafi gefíð hættulegt fordæmi hvað
varðar mannaráðningar eða hafa
hlustendur gert sér grein fyrir því
að landsfrægir útvarpsmenn á borð
við Jón Ólafsson og Svavar Gests
eru aðeins ráðnir í einn þátt í senn.
Þessir menn og miklu fleiri ríkis-
fjölmiðlamenn njóta einskis at-
vinnuöryggis. Ég óttast að fyrr-
greint ráðningarform muni ryðja
sér til rúms í auknum mæli í kjölfar
nýju útvarpslaganna.^
Ólafur M.
Jóhannesson
""■■'•vCiíKi
Frá vinstri: Sólveig Halldórsdóttir og Anna Einarsdóttir umsjónarmenn þáttarins
„Ur heimi þjóðsagnanna“.
Ur heimi þjóðsagnanna
komi þeir sem koma vilja
Þriðjudaginn 7.
1 055 jar*úar hófust
JL *J — aftur þættirnir
sem bera samheitið „Úr
heimi þjóðsagna“ í umsjá
Önnu Éinarsdóttur og Sól-
veigar Halldórsdóttur á rás
1.
Þegar frá var horfíð í
nóvember átti eftir að út-
varpa þremur þáttum í
þáttaröðinni. Fyrstur
þeirra þátta var á dagskrá
sl. þriðjudag og fjallaði um
tröllasögur en þátturinn
sem er á dagskrá í kvöld
kl. 19.35 heitir „Komi þeir
sem koma vilja" og fjallar
hann um huldufólkssögur.
í þættinum les Amar Jóns-
son m.a. úr þjóðsagnasafni
Jóns Ámasonar. Lesið og
talað mál í þáttunum er
tengt saman með tónlist
af Sigurði Einarssyni og
Knúti R. Magnússyni.
Síðasti þátturinn í þátta-
röðinni verður síðan á
dagskrá þriðjudaginn 21.
janúar og er þar skyggnst
inn í heim gamansagna og
heitir sá þáttur „Ekki er
kyn þó keraldið leki“ þar
sem m.a. er bmgðið upp
myndum af þeim Bakka-
bræðmm.
Barnaútvarpið
■■■■ Kristín Helga-
~i rt 00 dóttir stjómar
A I ~ Bamaútvarpi í
dag kl. 17.00. Meðal efnis
í þættinum verður rætt við
formann Skautafélags
Reykjavíkur, Hannes Sig-
urjónsson, um skauta-
'bróttina, sögu hennar og
íshokkí. Krakkar úr Æf-
ingaskóla Kennaraháskól-
ans koma í heimsókn en
þau em um þessar mundir
að safna undirskriftalistum
meðal gagnfræðaskóla-
nema um land allt vegna
friðar í heiminum. Þau
hyggjast þvinæst senda
leiðtogum stórveldanna,
Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna, listana.
Aðstoðarmenn Kristínar
í þættinum verða þau Pétur
Snæland, Darri Olason og
Eva Ólafsdóttir.
Kolkrabbinn
— annarþáttur
■^■IH Annar þáttur ít-
01 35 alska sakamála-
** A ”’1 myndaflokksins
er á dagskrá sjónvarps í.
kvöld kl. 21.35. Leikstjóri
er Damiano Damiani og
með aðalhlutverk fara:
Michele Placido, Barbara
de Rossi, Nicole Jamet,
Renato Mori og Cariddi
Nardulli.
Lögreglumaður er send-
ur til starfa á Sikiley og
kemst þar í kast við maf-
íuna sem alls staðar teygir
anga sína. Þýðandi er
Steinar V. Ámason.
Úr Kolkrabbanum.
UTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
14. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Stelpurnar gera
uppreisn" eftir Fröydis
Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir
les þýðingu sna (7).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Margrét Jónsdóttir flyt-
ur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesiö úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.40 „Ég man þá tð". Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni -
Maríudýrkun á siðmiðöld-
um. Umsjón Magnús
Hauksson. Lesari: Sigrún
Valgeirsdóttir.
11.40 Morguntónleikar. Kon-
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 dagsins önn - Heilsu-
vernd. Umsjón: Jónina
Benediktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan „Ævin-
týramaöur" - af Jóni Ólafs-
syni ritstjóra. Gils Guð-
mundsson tók saman og
les (9).
14.30 Miödegistónleikar.
15.15 Barið að dyrum. Inga
Rósa Þórðardóttir sér um
þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar.Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Kristn Helgadóttir.
17.40 Ur atvinnulfinu - Iðnaö-
arrásin. Umsjón: Gunnar B.
Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll
Kr. Pálsson.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.35 Eystrasaltskeppnin í
handknattleik í Danmörku.
Danmörk—island. Ingólfur
Hannesson lýsir síðustu
minútum leiks Dana og (s-
lendinga.
19.45 Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður
G. Tómasson flytur þáttinn.
19.55 Úr heimi þjóðsagnanna
- „Komi þeir sem koma
vilja" (Huldufólkssögur).
Anna Einarsdóttir og Sól-
veig Halldórsdóttir sjá um
þáttinn. Lesari með þeim:
Arnar Jónsson. Knútur R.
Magnússon og Sigurður
Einarsson velja tónlistina.
20.25 Halastjörnur í islensk-
um annálum. Árni Hjartar-
son jarðfræöingur tók sam-
an dagskrána. Lesari með
honum: Hallgerður Gisla-
dóttir.
21.10 (slensk tónlist. Konsert
fyrir kammersveit eftir Jón
Nordal. Sinfóniuhljómsveit
(slands leikur; Bohdan
Wodiczko stjórnar.
21.30 Utvarpssagan: „Hornin
prýða manninn" eftir Aksel
Sandemose. Einar Bragi les
þýðingu sna (6).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 „Næsta ár í Mekka".
Dagskrá um múhameðstrú,
íslam, í umsjá Sigmars B.
Haukssonar sem ræðir við
Kristján Búason dósent.
(Áður útvarpaö 31. júlí i
sumar).
23.00 Kvöldstund í dúr og
moll með Knúti R. Magnús
syni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
14. janúar.
10.00 Kátir krakkar. Dagskrá
fyrir yngstu hlustendurna í
umsjá Helgu Thorberg.
10.30 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
12.00 Hlé.
14.00 Blöndun á staðnum.
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00 Sögur af sviðinu. Stjórn-
andi: Þorsteinn G. Gunnars-
I
SJONVARP
I
19.00 Aftanstund
Endursýndur þáttur frá 6.
janúar.
19.25 Ævintýri Olivers bangsa
Fjórði þáttur.
Franskur brúðu- og teikni-
myndaflokkur um viðförlan
bangsa og vini hans. Þýð-
andi: Guðní Kolbeinsson,
lesari með honum, Bergdis
Björt Guðnadóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirogveður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
ÞRIÐJUDAGUR
14. janúar
20.35 Sjónvarpið
(Television)
Annar þáttur.
Breskur heimildamynda-
flokkur í þrettán þáttum um
sögu sjónvarpsins og áhrif
þess og umsvif um víða
veröld og einstaka efnis-
flokka. Þýðandi: Kristmann
Eiðsson.
21.35 Kolkrabbinn
(La Piovra)
Annarþáttur.
italskur sakamálamynda-
flokkur í sex þáttum um
baráttu lögreglumanns við
mafíuna á Sikiley. Leikstjóri:
Damiano Damiani. Aðal-
hlutverk: Michele Placido
og Barbara de Rossi. Þýð-
andi: Steinar V. Árnason.
22.35 Kastljós
Þáttur um erlend málefni.
Umsjónarmaður: Guðni
Bragason.
23.05 Fréttir i dagskrérlok.
17.00 Útrás. Stjórnandi Ólafur
Már Björnsson.
18.00 Eystrasaltskeppnin í
handknattleik í Danmörku,-
Danmörk—island. Ingólfur
Hannesson lýsir leik Dana
og Islendinga i Aarhus.
20.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHZ.
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SVÆÐISUTVORP
Svæðisútvarp virka
daga vikunnarfrá mánu
degi til föstudags
REYKJAVÍK
17.03 Svæðisútvarp fyrir
Reykjavík og nágrenni
Stjórnandi: Sverrir Gauti
Diego.
Umsjón með honum annast
Steinunn H. Lárusdóttir. Út-
sending stendur til kl. 18.00
og er útvarpað með tiöninni
90,1 MHzá FM-bylgju.
AKUREYRJ
17.03 SvæðisútvarpfyrirAkur
eyri og nágrenni
Umsjónarmenn: Haukui
Ágústsson og Finnur Magn
úsGunnlaugsson.
Fréttamenn: Erna Indriða
dóttir og Jón Baldvin Hall
dórsson. Útsending stendui
til kl. 18.30 og er útvarpai
með tíðninni 96,5 MHz i
FM-bylgju á dreifikerfi rásai
tvö.
■!!■■ IIWU