Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986 Bandarikin: Lögreglumenn viðriðnir morð Miami, 13. janúar. AP. TALIÐ er að um 15 lögreglu- menn í Miami í Flórída séu við- riðnir eiturlyfj ahring, sem grun- aður er að hafa myrt fjóra menn og smyglað kókaini að andvirði fimmtán miijóna dollara inn í Bandaríkin. Þegar bíða sex lögreglumenn í Miami eftir að borin verði fram ákæra á hendur þeim fyrir aðild að morðum á þremur eiturlyfla- smyglurum, sem drekkt var í júlí. Fjórða fómarlambi eiturlyfja- hringsins var drekkt í ágúst. Morðin voru framin í Miami, en iíkin flutu frá Miami til Metro-Dade héraðs og lögregluyfírvöld þar hafa því málið með höndum. „Rannsókn- in heldur áfram," segir Willie Morri- son, aðstoðarlögreglustjóri í Metro-Dade, „og það má búast við að fleiri verði handteknir á næst- unni.“ Vitni hafa greint frá því að milli Qórir og níu lögreglumenn til við- bótar hafí verið viðstaddir morðin á smyglurunum þremur. Varahlutaúrvalið eykst stöðugt! Opiö frá kl. 8.30-18.00 mánud.-föstud. og kl. 10.00-12.00 laugard. HÁBERGHF. Skeífunni 5a — Sittii 8«47«88 Santa Fe, New Mexico, 13. janúar. AP. LEIKKONAN heimsfræga, Jessica Lange, eignaðist 13 marka dóttur á laugardag. Er þetta fyrsta barn hennar og manns hennar, bandaríska leikskáldsins og leikarans, Sam Shepard. Fyrir á Lange, sem er 36 ára, fjögurra ára gamla dóttur, Alex- öndru, með balletdansaranum Mikhail Baryshnikov. Jessica Lange er einkum fræg fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum „Tootsie", en fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd, fékk hún Óskarsverð- launin fyrir bestan leik í aukahlutverki, „Francis", „The Postman Always Rings Twice" og „Countiy". Shepard hefur fengið Pulitzerverðlaunin fyrir leikrit sitt „Buried Child". Meðal annarra leikrita hans má nefna „Fool for Love“, „Curse of the Starving Class“, „True West“ og „A Lie of the Mind“. Þá lék hann á móti Lange í „Francis" og í „Country", en hefur einnig leikið í myndum eins og „The Right Stuff", „Days of Hea- ven“, „Resurrection" og „Raggedy Man“. Grænland: Lars Emil hættir í febrúar Kaupmannahöfn, 13. janúar. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðs- ins. LARS Emil Johansen, sá er haft hefur með atvinnumál að gera í grænlensku landstjóminni, eink- um sjávarútvegsmál, mun láta af störfum þegar í febrúarmán- uði, en ekki i ágúst, eins og áður hefur komið fram, að sögn græn- lenska útvarpsins. Flokkur Lars Emils Johansen, Siumut, hefur lagt til, að þing- maðurinn Moses Olsen, sem farið hefur með efnahagsmál í land- stjóminni, taki við starfí Johansens. Olsen hefur áður gegnt embætti aðalritara sambands sjómanna og veiðimanna, KNAPK. Þá leggur Siumut til, að Hans Pavia Rosing, forseti Samtaka frumbyggja á norðurslóðum, taki við efnahagsmálunum af Moses Olsen. Hans Pavia Rosing á ekki sæti á landsþinginu. LarsEmil m ÍSEPTEMBER ÍJÚNÍ VOLVO 740 GLE PEUGEOT205GR 1986 verður spennandi ár hjá þeim sem spila í happdrætti SÍBS. Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn. Vinningshlutfallið hefur verið aukið og aukavinningamir fleiri og meiri en áður. Eitt hundrað og tíu milljónir króna verða í pottinum - allt upp í 2 milljónir króna á einn miða. Þess utan verður dregið um 3 aukavinninga -3bifreiðar: ÍFEBRÚAR PAJERO SUPER WAGON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.