Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR1986 35 + Móðir mín, tengdamóðir og amma, VILBORG SVERRISDÓTTIR, Úthlíð 5, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum að morgni 13. janúar. Sverrir Einarsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Sverrisson, Einar Þór Sverrisson. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR BLÖNDAL, andaðist að heimili sínu, Boðagranda 7, sunnudaginn 12. janúar. Rósa Gísladóttir Blöndal. Minning: Hekla Sæ- mundsdóttir Fædd 25. maí 1919 Dáin 4. janúar 1986 í dag þriðjudaginn 14. janúar fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykja- vík, útför móðursystur minnar, Heklu Sæmundsdóttur, Grettisgötu 45, Reykjavík en hún lést í Borg- arspítalanum þann 4. janúar sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Langar mig að minnast hennar með örfáum orðum, þar sem ég hef ekki tök á að vera viðstödd útför hennar. Hekla fæddist í Hlíðarhúsi á Siglufirði 25. maí 1919, dóttir hjón- anna Sigríðar Lovísu Stefánsdóttur (d. 13. apríl 1948) og Sæmundar Stefánssonar (d. 8. febrúar 1962), þar í bæ. Var hún í miðið af þremur börnum þeirra. Elst er Pollý, hús- móðir í Kópavogi, en yngstur er Jón, matsveinn búsettur í Reykjavík. Hekla giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Haraldi Egilssyni, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, 31. desember 1950. Þau eignuðust þijá syni, Sævar, Sæmund og Egil. Húsmóðurhlutverkið var hennar aðalstarf í gegnum árin, og skilaði hún því með miklum sóma, eins og heimili hennar bar glöggt vitni um. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginmanni, sonum, tengdadætrum og öðrum vanda- mönnum einlægar samúðarkveðjur. Heklu frænku mína kveð ég með sálmi Einars Benediktssonar: Vor ævi stuttrar stundar, er stefiid til Drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi, skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar, ei hrynur tár til jarðar, í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins straumi og stundarbamsins draumi. Oss veita himnar vemd og hlé. Megi hún hvíla í friði. Eygló Guðjónsdóttir ■ Blómastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. + Konan mín, GUÐLEIF KRISTÍN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Hverfisgötu 117, andaðist 11. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Marteinn Andersen. + Eiginmaður minn, FINNUR ÁRNASON garðyrkjumeistari, Óöinsgötu 21, lést í Landspítalanum að kvöldi föstudagsins 10. janúar. Steinunn Sigurðardóttir. + Sonur okkar, sambýlismaður og faðir, SIGURÐUR HÖRÐUR SIGURÐSSON tölvufræðingur, Kleppsvegi 20, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Eggertsdóttir, Siguröur Sigurðsson, Borghildur Thors, Bjartey Sigurðardóttir, Sigurður Hrafnkell Sigurðsson. + Sonur minn, faðir okkar og bróðir, SKÚLI BENEDIKTSSON, kennari frá Efra-Núpi, andaðist 12. þessa mánaðar. Ingibjörg Guðmundsdóttir, börn og systur. Kransar, krossar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. Flóra, Langholtsvegí 89. Sími 34111. Legsleinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA ShBvWUVEGI 48 SiMl 76877 Legsteinar "N Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhraunl 14 sfml 54034 222 Hafnarfjöröur. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AXEL SIGURGEIRSSON kaúpmaður, Selvogsgrunni 15, sem andaðist sunnudaginn 5. janúar verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Þeim sem viidu minnast hans er vinsamlegast bennt á Thorvald- sensfélagið eða aðrar líknarstofnanir. Guðríður Þorgilsdóttir, Þorgils Axelsson, Guðrún Helgadóttir, Axel S. Axelsson, Birgir Axelsson, Birna Arnaldsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR, Hverfisgötu 70, sem lést í St. Franciskússpítala, Stykkishólmi, 5. janúar verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 15.00. Þorkell Hjaltason. + Bróðir minn, SVERRIR EINARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 15. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Einarsdóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR SIGURGEIRSSON, frá Snorrastöðum, til heimilis að Laufskógum 43, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför móður okkar, KARÓLÍNU STEFÁNSDÓTTUR frá Sigtúnum, verður gerð frá Akraneskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 11.30. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega látið Sjúkrahús Akra- ness njóta þess. Auður Sæmundsdóttir, Eggert Sæmundsson, Sveinn Sæmundsson. + Hjartanlegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinarþel við andlát og útför ÓLAFS EIRfKSSONAR, Hlíðarvegi 16, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Friðrikka Björnsdóttir, Kristfn Ólafsdóttir, Birna Ólafsdóttir, Baldur Kristinsson, Sigríður Olafsdóttir, Magnús Sigurösson, Ásta Ólafsdóttir, Sveinn Sigurðsson, Eiríkur Ólafsson, Sigurlaug Straumland, Eygló Ólafsdóttir, Bergmann Júliusson, Anna M. Ólafsdóttir, Siguröur Þorkelsson, Ólafur R. Ólafsson, Bjarney Emilsdóttir, Valmundur Valmundsson, Björg Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Fyrir mína hönd, frændfólks og aöstandenda þakka ég innilega samúð og vinsemd við andlát og útför sambýlisanns mins, GUNNLAUGS J. GUÐMUNDSSONAR, Stýrimannastig 11. Ragna (varsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andiát og útför HÁVARÐAR FRIÐRIKSSONAR, fyrrum bónda viö Djúp. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.