Morgunblaðið - 16.01.1986, Page 24

Morgunblaðið - 16.01.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Lagt til að rottu- plágan verði étin Peking. í KINA stendur matargerðarlistin á gönilum merg og nú hafa stjórnvöld þar ákveðið að beita þessari kunnáttu gega rottuplág- nnni S landinu en talið er, að þær séu a.m.k. þrisvar sinnum fleiri en mannfólkið, eitthvað á fjórða milljarð talsins. Ráðamenn halda því fram, að unum Qölgað sem aldrei fyrr. Eru frá því að allsherjarstríði var lýst á hendur rottunum árið 1983 hafi tveimur milljörðum verið komið yfir í annan heim en þrátt fyrir það átu þær, sem eftir eru, um 15 milljónir tonna af komi á síð- asta ári, 1,3% af allri uppskerunni. Um nokkurra ára skeið hefur verið metuppskera í Kína og rott- þær nú orðnar svo ágengar, að í Henan-fylki einu drápu þær í fyrra 43.000 hænur, 200 svín og 1000 kýr. í „Fjármálatíðindum", kín- versku dagblaði, var fyrir skömmu rætt um rottupláguna og þar var því haldið fram, að besta aðferðin við að losna við rottumar væri að éta þær. Var hvatt til, að „rottukjötsveitinga- stöðum" yrði komið upp sem víð- ast og bent á, að í Guandong- og Fujian-fylki og Guangxi væri rottukjöt mjög eftirsóttur matur. Það er gömul uppskrift í Guangxi, að rottumar skuli fyrst gufusjóða en marinera síðan nokkra tíma í upplausn af salti, engifer og pipar og pressa síðan. Eftir sólarhring er rottan steikt ásamt hrísgijónum, fræjum og sesamolíu „þar til yndislegur kjöt- ilmurinn fyllir eldhúsið". Kína: Guatemala: Borgaraleg stj óni tekur við völdum Guatemalaborg, 14. janúar. AP. VINICIO Cerezo, lögfræðingur, tók við forsetaembætti landsins í dag til fimm ára og er þar með lokið fjögurra ára valdasetu hersins, en hann komst til valda í valdaráni árið 1982. Cerezo er fyrsti forsetinn í sextán ár sem ekki kemur úr röðum hershöfð- ingja. Flokkur forsetans, Kristi- legi demókrataflokkurinn, sem er miðflokkur, hefur nauman meirihluta í þinginu eða 51 sæti af 100. Mörg og erfíð vandamál bíða úrlausnar nýrra stjómvalda. Verð- bólga hækkaði úr 11% í 50% og að mati sumra hagfræðinga í 100% á síðasta ári og erlendar skuldir Iandsins hafa vaxið til muna. Afköst iðnaðar landsins eru aðeins 30—40% af því sem þau gætu verið, en Guatemaia er mest iðnvædda ríki Mið-Ameríku. Búist er við að verka- lýðshreyfingin gefi ríkisstjóminni nokkuð svigrúm, þar sem hún nýtur ólíkt meira fijálsræðis undir borg- aralegri stjóm, en verðbólgan á síð- asta ári lék launþega illa. Vinnu- veitendur hafa þegar lýst yfir and- stöðu sinni við skattahækkanir og mótmælt fyrirætlunum ríkisstjóm- arinnar um að hækka innflutnings- tolla. Þá hafa kennarar í almenn- ingsskólum sagst munu gefa ríkis- stjóminni 10 daga frest til að íhuga iaunakröfur þeirra, áður en þeir boði til verkfalla. Herinn, sem farið hefur með völdin undanfarin fjögur áir, er ásakaður fyrir spillingu, mannrétt- iridabrot og fyrir að hafa siglt efiia- hagsmálum landsins í strand. Það er trúa manna að hann vilji gjaman vera laus við afskipti af stjóm- málum á næstu árum og að hann muni reyna að endurreisa álit sitt f augum almennings. Það er þó ljóst að herinn mun ekki sitja aðgerða- laus hjá, ef hin nýja ríkisstjóm gerir sig seka um aðgerðir sem hann fær ekki þolað. Það er til að mynda ekki talið líklegt að fram fari réttar- höld yfir foringjum í hemum vegna meintra mannréttindabrota, eins og raunin varð í Argentínu eftir að borgaraleg stjóm settist þar að völdum. Meðal þeirra sem viðstaddir voru innsetningarathöfiiina í dag, má nefna George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, forseta Nicaragua, Daniel Ortega, Belisario, Betancur, forseta Bólivíu og forseta Panama og E1 Salvador. V estur-Þýskaland: Græningjum ekki treyst Karlsruhe, Vestur-Þýskalandi, 15. janúar. AP. HÆSTIRÉTTUR Vestur-Þýskalands kvað í gær upp þann úrskurð, að rétt væri að banna þingmönnum græningja að sitja í þingnefnd, sem hefði eftirlit og umsjón með fjárveitingum til leyniþjónustunnar. Sex hæstaréttardómarar af átta setningu meðaldrægu flauganna í höfnuðu þeirri kröfu græningja, að þeir fengju að skipa menn í nefnd- ina en tveir voru henni samþykkir. Með þessari ákvörðun hefur hæsti- réttur staðfest rétt þingsins til að takmarka setu manna í nefndum, sem §alla um ríkisleyndarmál, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppljóstranir. Eins og kunnugt er hafa græningjar barist gegn upp- Vestur-Þýskalandi og andstaðan gegn Atlantshafsbandalaginu er ofarlega á blaði hjá þeim. Nefndin, sem fjallar um fjár- mögnun leyniþjónustustarfseminn - ar, er nú skipuð tveimur fulltrúum kristilegra demókrata, tveimur jafnaðarmönnum og einum fulltrúa ftjálsra demókrata. Þing rithöfundasamtakanna PEN: Athygli beint að samviskuföngum New York, 15. janúar. AP. FULLTRÚAR á þingi alþjóða- samtaka rithöfunda, PEN, lögðu til hliðar deilur um utanríkis- stefnu Bandaríkjanna en beindu athyglinni þess i stað að málstað nærri 500 rithöfunda, sem sitja í fangelsi víða um heim fyrir skoðanir sínar. Hafa nokkrir fulltrúa boðið til blaðamannafundar fyrir hönd þingsins um mál þessara samvizku- fanga. í hópi fundarboðenda eru Jorge Valls frá Kúbu og Hiber Conteris frá Uruguay, sem eru ný- lega lausir úr fangelsi. PEN lét mál beggju til sín taka á sínum tíma og svo er einnig um þá rithöfunda, ritstjóra og þau skáld, sem vitað er að sitja inni fyrir skoðanir sínar. Flestir þessara eru þegnar rílqa þriðja heimsins eða ríkja handan jámtjaldsins. Engin fulltrúa á þingi PEN hreyfði mótmælum eftir ræðu Amadou Mahtar M'Bow, fram- kvæmdastjóra UNESCO, menning- ar- og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í gær, jafnvel þótt stofn- unin sé umdeild vegna áætlunar um nýtt fyrirkomulag upplýsingamiðl- unar. Norman Mailer, fram- kvæmdastjóri þingsins og forseti Ameríkudeildar PEN, sem gagn- lýndur var fyrir að bjóða George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna að halda ræðu á þinginu, varð að orði í fundarlok að það hefði mátt vita það fyrir að enginn myndi mótmæla ef vinstrimanni yrði boðið orðið. Pólverjar biðja um greiðslufrest Varsjá, 15. janúar. AP. Fjármálaráðherra Póllands hefur greint frá, að pólsk stjórn- völd hafi farið fram á það við vestræna lánardrottna sína að fá að fresta afborgun á 550 milljón dollara láni, sem féll í gjalddaga í árslok 1985, að sögn daghlaða í dag, miðvikudag. Greiðslunni, sem er hluti af- borgunar af 29 milljarða dollara erlendu láni, hefur áður verið frest- að. Afborguninni hefur nú verið skotið á frest í þijá mánuði, á meðan samningaviðræður milli Pólveija og ríkisstjóma lánardrottnanna fara fram. Stanislaw Nieckarz fjármálaráð- herra sagði á blaðamannafundi á þriðjudag, að pólsk stjómvöld hefðu vonast til að fá 6—800 milljóna dollara ný lán hjá vestrænum ríkis- stjómum á slðasta ári. Á árinu 1985 skrifuðu Pólveijar undir samkomulag við ríkisstjómir 17 vestrænna þjóða um frestun afborgana af lánum, sem nema samtals um 13,3 milljörðum dollara og áttu að greiðast á árunum 1982- 85. Grænland: Tóku færeyskan togara að ólög- legum veiðum Kaupmannahöfn, 14. janúar. Frá Nils Jörgea Bruun, fréttaritara Morgunblads- ins. EFTIRLITSSKIPIÐ Hvidbjömen tók nýlega færeyska togarann Sólborgu að ólöglegum veiðum við vesturströnd Grænlands. Færeyingamir höfðu brotið regl- ur um möskvastærð og ákvæði um færslu aflaskýrslu og leiðarbókar. Veiðarfæri voru gerð upptæk og skipstjórinn látinn sæta sekt að upphæð 50.000 danskar krónur (um 235.000 fsl. kr.). AP/Símamynd Með loftbelg yfir Alpana Áttunda BP-loftbelgjakeppnin í Ölpunum fór fram fyrir nokkrum dögum skammt frá Salzburg í Austurríki. Ekki hafði frést af úrslitunum en keppnin var í þvi fólgin að komast sem lengst á sex dögum. Myndin var tekin á fyrsta degi keppninnar þegar verið var að búa belgina undir flugið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.