Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ1913 29. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Prentamiðja Morgunblaðsíns Líbýsk flugvél neydd til lend- ingar í Israel Tel Aviv, Nikósíu, 4. febrúar. AP. ÍSRAELSKAR herþotur neyddu í dag líbýska einkaþotu til að lenda á herflugvelli i Norður-ísrael. Vonuðust ísrael- ar augijóslega til, að um borð i flugvélinni væru forsprakkar palestínskra hryðjuverkahópa en svo reyndist ekki vera. Um borð í flugvélinni, sem var á leið frá Líbýu til Damaskus f Sýrlandi, voru 12 manns, þrír flugmenn og níu farþegar, allir Afganistan: Stjórnarher- menn felldir sýrlenskir embættismenn. Fimm stundum eftir að vélin var neydd til lendingar var henni leyft að halda ferðinni áfram. Líbýumenn og Sýrlendingar hafa brugðist ókvæða við þessum atburði. I líbýska útvarpinu voru Bandaríkjamenn sakaðir um að hafa aðstoðað „ísraelsku loftræn- ingjana" og Sýrlandsstjóm hefur farið fram á fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. í yfírlýsingu sýrlenska utanríkisráðherrans, Farouk Al-Sharaa, sagði, að hér væri um að ræða „loftrán" og alvarlegt brot á alþjóðlegum samþykktum. KOSNINGASKJÁLFTINN í ALGLEYMINGI STUÐNINGSMENN Corazon Aquino, frambjóðanda stjómarandstöðunnar í forsetakosningunum á Filipps- eyjum, komu í gær saman til gífurlega flölmenns fundar í miðborg Manila. Var mikill hugur í fólkinu en kosningamar fara fram á fostudag. Sjá greinar og fréttir á bls. 24 og 25 Utlit fyrir enn frek- ari olíuverðslækkun Norðursjávarolía seld á innan við 16 dollara fatið — Saudi-arabar sasfðir vilia verðstríð Vín, 4. febrúar. AP. ° U í fyrirsát _ Islamabad, Pakiatan, 4. fcbrúar AP. ÁTTATÍU afganskir stjórnar- hermenn féllu í bardaga við skæruliða í síðustu viku. Eru þær fréttir hafðar eftir vest- rænum sendimönnum í Isl- amabad í Pakistan. Haft er eftir heimildum, að sovéskir hermenn og afganskir stjómarhermenn hafí ætlað að ráðast saman á þorp fyrir norðan Kabúl en þegar Sovétmönnum barst til eyma, að skæmliðar vissu af herförinni, ákváðu þeir að senda Afganana eina og nota þá sem agn. Skæruliðar stráfelldu stjómarhermennina en að því búnu komu sovéskar fallbyssu- þyrlur og orrustuflugvélar á vett- vang og gerðu loftárásir á þorpin. ÚTLIT er fyrir, að olíuvinnsla aukist í kjölfar árangurslauss fundar sérstakrar nefndar inn- an OPEC, Samtaka olíuútflutn- ingsrikja, og að verðið haldi af þeim sökum áfram að lækka. í dag var Norðursjávarolía seld á innan við 16 dollara fatið og þvi er spáð, að olíuverðið kunni að fara niður í 10 dollara. Arturo Hemandez Grisanti, for- seti OPEC og olíumáiaráðherra Venezúela, sagði að loknum fundi sérstakrar nefndar innan OPEC, að samstaða hefði verið um það eitt, að hlutur OPEC-ríkjanna á heims- markaði ætti ekki að vera undir 16 milljðn olíufötum á dag. Er litið á þessi ummæli hans sem vísbendingu um að framleiðslan verði aukin en nú er hún um 18,5 milljónir fata. Frá því í október hefur olíuverðið lækkað um ijórðung vegna offram- leiðslu og vegna samstöðuleysis ol- íuframleiðsluríkja, innan OPEC eða utan. Hráolfa af Brent-svæðinu enska í Norðursjó var í dag seld á 15,45 dollara fatið en hún kemur til afhendingar f aprfl nk. f New York er nú talað um, að olfufatið kunni að fara niður í 10 dollara og hefur sá orðrómur orðið til að lækka verðið enn. Sovétmenn krefjast tveggja millj. dollara fyrir frelsi Shcharanskys Hamborg, 4. febrúar. AP. SOVÉSKIR ráðamenn hafa sett það skilyrði fyrir frelsi sovéska andófsmannsins Anatolys Shcharansky, að fyrir hann verði greiddar tvær milljónir dollara. Skýrt var frá þessu i dag i frétt frá blaðinu Bild í Vestur-Þýskalandi en það varð fyrst til að segja frá væntanleg- um fangaskiptum milli austurs og vesturs. Fréttin um fangaskiptin kom um helgina í Bild am Sonntag og í dag staðfestu stjómvöld í Vestur- Þýskalandi, að fangaskiptin færu fram nk. þriðjudag. í skeyti, sem Bild sendi öðrum fjölmiðlum í dag, segir, að fréttamenn blaðsins hafí komist á snoðir um, að sovésk stjómvöld krefjist tveggja millj- óna dollara fyrir sovéska andófs- manninn Anatoly Shcharansky. VÓ>í ABí UAVíW m ******* iíí'í * m* Anatoly Shcharansky AP/Símamynd GLIENICKE-brú á milli Vestur-Berlínar og Potsdam í Austur-Þýskalandi. Búist er við, að fangaskiptin á þriðjudag muni fara þar fram en þó er haft eftir banda- riskum heimildum, að Anatoly Shcharan- sky verði fluttur til einhverrar annarrar borgar á Vesturlöndum. Segir í skeytinu, að þessi krafa hafi komið „algerlega á óvart“ en að samtök gyðinga í Antwerpen i Belgíu og í Bandaríkjunum séu reiðubúin að safna þessu fé. í fréttinni frá Bild segir enn- fremur, að ríkisstjómir á Vestur- löndum hafí boðist til að greiða milljónir dollara fyrir nóbelsverð- launahafann Andrei Sakharov en á það hafí Sovétmenn hins vegar ekki viljað fallast. Þá segir, að Sovétmenn kreQist þess nú að fá 11 stómjósnara í skiptum fyrir sovésku fangana en upphaflega fóru þeir fram á, að átta yrðu látnir lausir. Bild hefur oft orðið fyrst með fréttir frá Sovétríkjunum og oftar en ekki hafa þær reynst á rökum reistar. Mikill ágreiningur er meðal OPEC-ríkjanna. Saudi-arabar og nokkrar þjóðir aðrar vilja auka framleiðsluna og fara í verðstríð til að knýja ríki utan samtakanna til samstarfs en Líbýumenn, Alsír- menn og aðrir vilja draga úr fram- leiðslunni í von um hækkandi verð. Sprengjutil- ræði í París París, 4. febrúar. AP. SPRENGJA sprakk í dag i bóka- búð í París og slösuðust fjórir menn. Sprengjan sprakk í hljómplötu- deild bókaverslunar á vinstribakka Signu og slösuðust Qórir menn. í nótt sprakk sprengja í stórverslun við Champs Elysees og slösuðust þá átta manns, þar af þrír alvarlega. Sprengja fannst einnig í salemi á efstu hæð Eiffeltumsins en hana tókst að gera óvirka. Ókunnur hóp- ur hefur lýst þessum verkum á hendur sér og krefst þess, að látnir verði lausir úr fangelsi þrir hryðju- verkamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.