Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 16

Morgunblaðið - 05.02.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Hverjir verða skattar þínir í ár? 1. Tekjuskattur manna reiknast af tekjuskattsstofni, sbr. reit 63 á framtali eftir að heimilaður frádráttur hefur verið dreginn frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Hjón sem bæði hafa tekjur Kr. 1.1. Tekjur þess tekjulægri maka skv. lið T 5 eru 200.000 Notaður er 10% frádráttur eða 20.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 180.000 Tekjuskattsstofn fellur allur í 1. þrep ogreiknast 20% af 180.000 kr. eða 36.000 Frá dregst persónuafsláttur 47.600 Ónýttur persónuafsláttur (til greiðslu eignarskatts, sjúkratryggingagjalds og útsvars) verður 11.600 1.2. Tekjur þess tekjuhærri maka eru skv. lið T 5 620.000 10% frádráttur (Hjón hafi sömu frádráttarreglu) 62.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 558.000 Tekjuskattur reiknast þannig: 1. þrep. Af fyrstu 272.000 kr. reiknast 20% eða 54.400 Til viðbótar reiknast 20% af 92.000 kr. eða 18.400 Þar sem tekjuskattsstofn tekjulægri maka er lægri en 272.000 kr. hækkartekjumark 1. þreps um þann mismun sem tekjuskattsstofn tekjulægri makans er lægri en 272.000 kr., þó að hámarki um 136.000 kr. (272.00 kr. + 180.000 = 92.000). 2. þrep. Af fjárhæð sem umfram er tekjumörk í 1. þrepi (eftir hækkun) og ekki er yfir 544.000 kr, þ.e. af 544.000 + 364.000 = 180.000 kr. reiknast 31% eða 55.800 3. þrep. Af afgangi (umfram 544.000 kr.) eða af 14.000 kr. reiknast 44% eða 6.160 Samtals tekjuskattsstofn 558.000 kr, reiknaður tekjuskattur 134.760 Frá dregst persónuafsiáttur 47.600 Álagður tekjuskattur 87.160 1.3. Tekjuskattur einhleypings og einstæðs foreldris reikn- ast eftir sama skattstiga, en ekki er um að ræða breytingu á 1. og 2. þrepi. Ef tekjur skv. lið T 5 hjá einhleypingi eru lægri en 476.000 er lágmarks- frádráttur 47.600 en hjá einstæðu foreldri er lág- marksfrádráttur 83.300 ef tekjur í lið T 5 eru lægri en 833.000 kr. 2. Eignarskattur reiknast af eignarskattsstofni og geta framteljendur reiknað út eignarskattsstofn á bakhlið fram- tals „Ákvörðun eignarskattsstofns". Hjá hjónum skiptist hann að jöfnu og reiknast eignarskattur af hvorum hluta um sig. Af eignarskattsstofni að fjárhæð 1.248.000 kr. eða lægri, reiknast enginn eignarskattur, af því sem umfram er reiknast 0,95%. Dæmi: Eignarskattsstofn er 1.600.000 kr. (hjá hvoru hjóna) Af 1.248.000 kr. reiknast ekkert Af 352.000 kr. reiknast 0,95% eða 3.344 kr. 3. Útsvar reiknast af útsvarsstofni. Fjárhæð hans kemur ekki sérstaklega fram á framtali. Til einföldunar er hér miðað við niðurstöðu í lið T 5 (þ.e. ekki sé um aðrar tekjur eða frádrátt að ræða). Hundraðshluti út- Útreikningar tekjuskatts, eignarskatts, útsvars, sj úkratry ggingagj alds, sóknargjalds og barna- bóta gjaldárið 1986 svars er breytilegur eftir sveitarfélögum og er hér miðað við 11%: Útsvarsstofn tekjulægri makans er 200.000 kr. x 11% eða 22.000 Frá dregst persónufrádráttur 3.060 Álagt útsvar 18.940 Frá dragast eftirstöðvar ónýtts persónuaf- sláttar, sbr. 1.1. eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu eignarskatts, þ.e. (11.600 + 3.344) eða 8.256 Gjaldandi greiðir af álögðu útsvari 10.684 Útsvarsstofn tekjuhærri makans er kr. 620.000 x 11% eða 68.200 Frá dregst persónufrádráttur 3.060 Álagt útsvar 65.140 Ennfremur lækkar útsvar um 612 kr. fyrir hvert bam innan 16 ára á tekjuári á framfæri manns og að auki um 612 kr. fyrir hvert bam umfram þrjú. Lækkun þessi skiptist milli hjóna. 4. Sjúkratryggingagjald reiknast af útsvarsstofni. Af útsvarsstofni að fjárhæð 403.000 kr. eða lægri reiknast enginn skattur en 2% af afgangi. í þessu dæmi reiknast sjúkratryggingagjald aðeins hjá tekjuhærri makanum, þ.e. af 620.000 kr, þannig: af fyrstu 403.000 kr. reiknast ekkert af fyrstu 217.000 kr. reiknast 2% eða 4.340 kr. 5. Sóknargjöld em nú í fyrsta sinn álögð sem hlutfall af tekjum. Gjaldstig er 0,2—0,4% af útsvarsstofni hvers gjaldanda sem þó má tvöfalda. í þessu dæmi er miðað við 0,4%. Sóknargjald tekjulægri makans 200.000x0,4%=800 kr. Sóknargjald tekjuhærri makans 620.000 x 0,4%=2.480 kr. 6. Bamabætur til framfæranda bams ákvarðast sem hér segir og skiptast milli hjóna: Með fyrsta barni 10.200 Með hveiju bami umfram eitt 15.300 Bamabætur með bömum einstæðra foreldra em þó með hveiju bami án tillits til bamafjölda 20.400 Fyrir hvert bam yngra en 7 ára í lok tekjuárs hækka bamabætur um 10.200 Auk þess verður greiddur sérstakur bamabótaauki að fjárhæð 20.400 kr. með hveiju bami, en §árhæð þessi skerðist skv. eftirfarandi reglum: 1. Um 8% af því sem samanlagður útsvarsstofn hjóna fer fram úr 374.000 kr. og feilur niður við 628.000 kr. 2. Um 8% af því sem útsvarsstofn einstæðs foreldris fer fram úr 255.000 kr. ogfellur niður við 510.000 kr. 3. Um 1,2% af því sem eignarskattsstsofns hvors hjóna fer fram úr 1.275.000 kr. og fellur niður við 2.125.000 kr. 4. Um 2,4% af því sem eignarskattsstofn einstæðs foreldris fer fram úr 1.700.000 kr. og fellur niður við 2.550.000 kr. Viðbót við lið 1.3. Einhleypingur — Einstætt foreldri Einhleypingur með tekjur í lið T 5 620.000 10% frádráttur 62.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 558.000 Tekjuskattur reiknast þannig: Af 272.000 kr. reiknast 20% eða 54.400 Af næstu 272.000 kr. reiknast 31% eða 84.320 Af afgangi 14.000 kr. reiknast 44% eða 6.160 Reiknaður tekjuskattur 144.880 Frá dregst persónuafsláttur 47.600 Álagður telquskattur 97.280 Einstætt foreldri með tekjur í lið T 5 620.000 Lágmarksfrádráttur 83.300 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 536.700 Tekjuskattur reiknast þannig: Af 272.000 kr. reiknast 20% eða 54.400 Af 264.700 kr. reiknast 30% eða 82.057 Tekjuskattur reiknast 136.457 Frá dregst persónuafsláttur 47.600 Álagður tekjuskattur 88.857 Frá slysstað á Laugavegi. Farþegi (litlu bifreiðinni var fluttur f slysadeild. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglubifreið í árekstri HARÐUR árekstur varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Lauga- vegar laust eftir flmm að morgni sunnudagsins þegar lögreglubif- reið á leið í neyðarútkall var ekið austur Laugaveg yfir gatna- mótin gegn rauðu ljósi. Lög- reglubifreiðin skall á litilli Mazda-bifreið, sem ekið var norður Kringlumýrarbraut. Lög- reglumenn höfðu rauð blikkandi ljós og sírenu á bifreið sinni. Farþegi í litlu bifreiðinni hlaut höfuðmeiðsl og var fluttur f sjúkra- hús til aðgerðar. Meiðsl hans munu þó ekki alvarleg. Nokkur slys urðu um helgina og á mánudag. Á Kleppsvegi var ekið á rúmlega sextugan mann á móts við Klepps- spítala. Hann hlaut höfuðáverka og var fluttur í slysadeild. Þrítug kona varð fyrir strætisvagni við Hlemm í hádeginu á mánudag, en meiðsl hennar reyndust ekki alvarleg. Þá varð fuliorðinn maður fyrir bifreið á Hringbraut síðdegis, en ekki var talið að hann hefði hlotið alvarleg meiðsl. Ekið á hrossahóp austan við Hellu STÓRUM jeppa var ekið inn f hrossahóp á Suðurlandsvegi, austan við Hellu um klukkan 7 á föstudagskvöldið. Tveir hestar drápust strax, en einn hestur fótbrotnaði og varð að aflífa hann á staðnum. Tvö önnur hross slösuðust lftillega. Einn hestanna sem drapst hafði nýlega verið seldur fyrir hátt verð, en ekki verið afhentur nýjum eiganda. Hin voru tamningahross. Að sögn Einars Öders Magnús- sonar tamningamanns í Gunnars- holti voru fimm hestamenn, þrír fullorðnir og tveir unglingar, á leið frá Gunnarsholti á föstudagskvöldið er slysið varð. Myrkur var skollið á og fór bíll með blikkandi aðvörunar- ljósum á undan hópnum til þess að vekja athygli á honum. Allur hópur- inn, um 20 hross, var uppi á vegin- um og var í þann mund að fara yfír brú, þegar jeppann bar að. Ókumaður bílsins sem var á undan hópnum reyndi að aðvara ökumann- inn sem kom á móti með því að blikka háu ljósunum, en allt kom fyrir ekki. Bfllinn kom á fullri ferð inn í hópinn með fyrrgreindum af- leiðingum. Einar sagði að meðfram veginum væri reiðvegur, en til þess að fara yfir brúna þyrfti að reka hrossin upp á veginn. Þar væri oft ekið mjög hratt og lítið tillit tekið til hestamanna sem þama eru oft á ferð. Guðjón Einarsson lögreglumaður á Hvolsvelli sagði að ökumaður jeppans hefði tekið eftir bflnum, en ekki séð hrossin sem á eftir honum komu fyrr en um seinan. Þegar ökumaður bflsins sem var á undan hrossunum blikkaði háu ljósunum hélt hann að verið væri að gefa til kynna að hann væri sjálfur með of sterk ljós. Mikil ísing var á veginum þegar slysið varð. Engin slys urðu á mönnum, en jeppinn varð óöku- fær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.