Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 27 ströndum Israel Tel Aviv, 4. febrúar. AP. SOVÉSKI flotinn hefur komið fyrir njósnaskipi, dulbúnu sem fiskibát út af ströndum landsins, auk þess sem þar eru einnig tvö sovésk orustuskip, að sögn tals- manns israeiska hersins. Skipin halda sig um 50 til 130 kílómetra út af strönd landsins og eru þau talin hluti þess aukna viðbúnaðar sem bæði stórveidin hafa i frammi á Miðjarðarhafi vegna spennunnar milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Nærvera njósnaskipsins er ekki nýtilkomin. Skip hefur verið haft þama undanfarin ár og er ljóst þrátt fyrir dulbúninginn að þar er um njósnaskip að ræða, sökum hárra loftnetsstanga sem það hefur, að sögn talsmannsins. Skipið hlerar skeyti milli aðalstöðvar hersins og ýmissa útstöðva og sendir upplýs- ingamar áfram til Moskvu. AP/Símamynd Páll páfi II á fundi með Dalai Lama, hinum útlæga leiðtoga Tíbets. Páfi og Dalai Lama hittust í sendiráði Vatíkansins í Nýju-Delhí. kristínna Shillong, Indlandi, 4. febrúar. AP. UM 200 þúsund manns komu saman til að fagna Páii páfa II á golfvelli i hæðunum um 550 km norðaustur af Kalkútta. Er þetta mesti mannfjöldi sem safn- ast hefur saman til að fagna páfa síðan hann hóf 10 daga pila- grimsför sina fyrir „friði og einingu“ á Indlandi. í ræðu sem páfi flutti við þetta tækifæri lofaði hann þá trúboða sem boðuðu kristna trú við rætur Himalaja en þar er erlent kristinboð nú bannað. „Þessir huguðu prestar létu erfíðleika og hindranir ekki aftra sér, og hikuðu jafnvel ekki við að fóma lífínu fyrir köllun sína. Nú stendur kristin trú fostum fótum víðsvegar um landið og hefur náð að samræmast hugsunarhætti landsmanna,“ sagði páfi. Útflutningur á ferskum fiski frá Noregi: Útflutnings- verðmætið um 15 millj- arðar króna Osló, 4. febrúar. Frá fréttaritara Morgun- bladsins, Jan Erík Laure. ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á ferskum og heilfrystum fiski nam 112.503 lestum á síðasta ári. Verðmæti þessa útflutnings er um 2,8 milljarðar norskra króna, sem jafngildir um 15 milljörðum íslenskra króna. Fiskurinn var fluttur út til 36 landa. Ef útflutningur á heilffystri loðnu, loðnuhrognum, makríl og laxi er einnig tekinn með f reikning- inn, nemur útflutningsverðmætið samtals 3,2 milljörðum norskra króna, samanborið við 2,6 milljarða árið 1984. Mestur var útflutningur- inn til Danmerkur eða 15.800 tonn. Baby Doc segist hafa tögl og hagldir Port-Au-Prince, Haiti, 4. febrúar. AP. JEAN Claude Duvalier — Baby Doc — forseti Haiti gaf út enn eina yfirlýsingu í dag, þess efnis, að mótmælaaðgerðirnar gegn honum hefðu runnið út í sandinn og hann hefði tögl og hagldir. Forsetinn sagði að stöku áróð- urs- og niðurrifsseggir hefðu staðið að þessum mótmælum og engin ástæða væri til að hann hefði áhyggjur af þeim frekar. Forsetinn fór í ökuferð um höfuð- borgina Port au Prince f dag til að leggja áherzlu á að hann væri hjá „sínu fólki" eins og hann orðaði það. „Þið megið ekki trúa því sem þið lesið í útlendum blöðum," sagði Duvalier við erlenda blaðamenn og tók síðan glaðlega við fagnaðarlát- um frá mannfjölda sem hafði safn- ast saman í grenndinni. Duvalier sagði að nú væri allt fallið í ljúfa löð í landinu og það væri óhjá- kvæmilegt annað en illgjamar og rætnar manneskjur hefðu hom í síðu hans og það brytist út einstöku sinnum. Ekki er enn vitað hvort Banda- ríkjamenn ætla að veita Haiti efna- hagsaðstoð á árinu vegna ásakana sem settar hafa verið fram um að Haitistjóm fremji gróf mannrétt- indabrot. Duvalier sagði að Banda- ríkjamenn yrðu vitaniega að styðja við bakið á Haitibúum af mannúð- arástæðum enda væri mikil þörf fyrir aðstoð Bandaríkjamanna. Á síðasta ári veittu Bandaríkjamerin til Haiti 51 milljarð dollara. Forseti Haiti Rússar segjast svara Frökkum í sömu mynt Margir franskir sendistarfsmenn verða reknir frá Moskvu á næstunni , Það heitir Apoíto. formfagun og uandað. • Með áklœði ár leðrt eða 'a“'^“dín leyna sér ekkL París, 4. febrúar AP. SOVÉZKA sendiráðið í Par- ís lýsti í dag brottrekstri fjögurra rússneskra sendi- starfsmanna þaðan sem „ögrun“ og sagði, að frekari brottrekstrum yrði svarað í sömu mynt. I Moskvu stað- festi TASS-fréttastofan, að margir franskir sendistarfs- menn yrðu reknir þaðan strax á næstunni fyrir „ólög- lega starfsemi“. Haft er eftir heimildum í París, að Rússamir fjórir, sem reknir hersins. Skjót viðbrögð Sovét- stjómarinnar við brottrekstri mannanna nú em í samræmi við viðbrögð hennar í september sl., er Bretar ráku 31 Sovétmann úr landi fyrir ólöglega starfsemi. Þá rak Sovétstjómin þegar í stað 31 brezkan borgara frá Sovétríkjun- um. TASS-fréttastofan tilkynnti í dag, að í hópi þeirra Frakka, sem reknir yrðu frá Sovétríkjunum, væru einn tæknifræðingur, aðstoð- armaður hermálafulltrúans og einn viðskiptafræðingur, aðstoðarmað- vom þaðan, hafí allir verið starfs- ur verzlunarfulltrúans við franska menn GRU, Ieyniþjónustu sovézkajSftndiráðið í Moskvu. rai KRISTJfin SIGGEIRSSOn LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 njósnaskíp undan Páfa vel tekið meðal Indland:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.