Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 Hluti ráðstefnugesta hlýðir á einn fyrirlesaranna. Ráðstefna um meltu vinnslu og nýtingn fiskúrgangs: Urgangi að verðmæti 500 milljónir hent UM 300.000 lestir af fiskúrgangi falla árlega tíl af flotanum og fiskvinnslustöðvum í landi og er 120.000 til 180.000 lestum af honum hent. Miðað við að það sem hent er, væri unnið í lýsi og mjöl gæti það gefið af sér um 500 milljónir króna. Það, sem til feliur af togurum, mætti nýta í meltuvinnslu, sem má nota til fóðurgjafa fyrir sauðfé og í loð- dýrarækt og fiskeldi. Af togur- um er árlega hent úrgangi, sem gæti dugað til eldis á 12.000 til 15.000 lestum af laxi. Nýting alls hugsanlegs hráefnis, 550.000 iestir af bræðslufiski og fiskúr- Slökkvilið í önnum TALSVEItDAR annir voru hjá Slökkviliðinu i Reykjavík frá því klukkan 19.00 á mánudag og fram eftir kvöldi. Klukkan 19.20 var slökkviliðið kvatt að húsi við Laugames, þar sem kviknað hafði í sóti í reykháfi hússins. Tókst greiðlega að slökkva eldinn og ekkert tjón hlaust af. Um klukkan 20.25 barst tilkynning frá húsi við Engihjalla í Kópavogi. Þar hafði kviknað í dýnum í þvottahúsi á 7. hæð. Nokkuð tjón varð á þvottahúsinu af völdum sóts og slökkvifroðu. Laust eftir klukkan 21.00 fór sjálfvirkt viðvörunarkerfí í húsakynnum Hans Petersen við Lyngás í gang og er slökkviliðið kom á vettvang lagði talsverðan reyk frá gangverki á vél sem þar var. Ekki varð þar umtalsvert tjón. Kef laví kurhöf:n: Krani féll á vörubifreið LÖNDUNARKRANI féll á vörubif- reið við Keflavíkurhöfn á mánudag- inn er verið var að losa salt úr ms. Hvalvík. Óhappið vildi þannig til að rafmagn fór af búnaði kranans með þeim afleiðingum að hann féll ofan á pall bifreiðarinnar. Engin slys urðu á mönnum en bifreiðin skemmdist talsvert. gangi, í fiskifóður eða loðdýra- rækt gæti veitt 4.000 til 7.000 manns vinnu við þær atvinnu- greinar. Upplýsingar þessar komu meðal annarra fram á ráðstefnu um meltuvinnslu á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins og Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins, sem hald- in var þann 29. janúar síðastliðinn. Siguijón Arason, deildarverkfræð- ingur hjá RF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að af togaraflotan- um féllu til 70.000 til 80.000 lestir af úrgangi á þessu ári auk þess, sem verulegt magn félli til við fisk- vinnslu í landi. Úrgangurinn til meltuvinnslu væri verðlagður á svipaðan hátt og loðna gæfi því hvert kíló af honum um 2 krónur. Miðað við að úrgangurinn, sem félli til á togurunum, væri nýttur í meltu, gæfi hann af sér svipað og einn meðal loðnutúr á ári. Meltu- búnaði hefði verið komið fyrir um borð í togaranum Dagrúnu ÍS og væri af því góð reynsla. Búnaðurinn hefði verið settur niður í maí 1984 og þá kostað með niðursetningu um 1,2 milljónir króna. Á síðari hluta ársins hefðu 527 lestir af meltu verið unnar um borð að verðmæti 1,1 milljón króna. Af því hefðu 700.000 komið í hlut útgerðar en 15.000 í hásetahlut. Búnaðurinn hefði farið langt með að borga sig upp á hálfu ári samkvæmt erindi, sem Elías Jónatansson frá Bolung- arvík, hefði flutt á ráðstefnunni. Auk Dagrúnar væru frystitogarinn Freri RE, Kambaröst SU og Gunn- jón GK með meltubúnað um borð. Siguijón sagði, að Glettingur í 31 Þorlákshöfn hefði á síðasta ári framleitt um 300 lestir af meltu og hefði hún öll verið seld til bænda. Meltan væri fyrirtaks fóður fyrir sauðfé, þar sem hún innihéldi bæði mikið af lýsi og próteini. Meltuna mætti einnig vinna í mjöl og lýsi svo og meltuþykkni, sem notað væri í fiskeldi og loðdýrarækt og kæmi þá bæði til greina útflutning- ur fóðursins eða notkun innanlands og gjaldeyrisspamaður því fylgj- andi. Þá mætti geta þess, að verð fyrir úrgang til meltuvinnslu í Noregi og Danmörku væri um þrisvar sinnum hærra en verð á loðnu til bræðslu hér á landi.. Rannsóknarstofnun fískiðnaðar- ins hefur frá upphafi unnið að lausn á nýtingu fiskúrgangs og þegar er farið að nýta ýmsa hluti innyfla, r sem áður voru ónýttir, en mikil áherzla hefur síðustu ár verið lögð á þróun meltuvinnslunnar. Erindi _ á ráðstefnunni fluttu Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, Siguijón Arason, Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, Ólaf- ur Guðmundsson, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, Ingvi Þor- kelsson, Glettingi Þorlákshöfn, El- ías Jónatansson, Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík, Lárus Ásgeirsson, Lýsi hf, Haukur Már Stefánsson, Landsmiðjan og Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. Nú fœst Ora-raudkál í nýjum og betri umbúðum. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.