Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.02.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 KHÍ verði samein- aður Háskólanum SIGHVATUR Björgvinsson og fimm aðrir þingmenn Alþýðu- flokksins hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um sameiningu Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands. Tillagan hljóðar þannig; „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að hefja nú þegar undirbúning að því að Kennaraháskóli íslands verði sameinaður Háskóla íslands þannig að öll kennarafræðsla á háskólastigi á íslandi verði á vegum einnar og sömu skólastofnunar, reynslu og þekkingu, sem til er í skólunum báðum, megi samnýta og koma megi á sameiginlegri yfirstjóm þessara skóla." I greinargerð flutningsmanna kemur fram, að tillaga um sama efni hafi fyrst verið flutt sem breyt- ingartillaga við fmmvarp til fjár- laga fyrir árið 1986, en ekki náð fram að ganga. Hugmyndin sé sú, að sameining skólanna leiði til betri nýtingar á starfskröftum, auk þess sem einhver beinn Qárhagslegur spamaður hljóti óhjákvæmilega að verða þegar tvær sjálfstæðar stofn- Sveitastjórnar- kosningar í samræmi við gildandi lög: Víðast hvar kosið 31. maí FRIÐRIK Sophusson, for- maður félagsmálanefndar neðri deildar alþingis, skýrði frá þvi á fundi nefndarinnar í gærmorgun, að samkomu- lag hefði tekist um það milli stjómarflokkanna að sveitar- stjómarkosningarnar á þessu ári færa fram í tvennu iagi í samræmi við gildandi lög. Friðrik sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að hann hefði í framhaldi af þessu lagt til við félagsmálanefnd, að kosningar í þéttbýli yrðu laug- ardaginn 31. maí, en á nokkmm stöðum í dreifbýli laugardaginn 14. júní. í frumvarpi til nýrra sveitar- stjómarlaga, sem nú liggur fyrir alþingi og félagsmála- nefnd hefur til meðferðar, er gert ráð fyrir því að sveitar- stjómarkosningar í þéttbýli og dreifbýli fari fram samtímis og kjördagur verði framvegis ann- ar laugardagur í júlí. Um þetta atriði era hins vegar skiptar skoðanir og hefur það ekki afgreitt milli stjómarflokkanna. anir era sameinaðar undir eina yfírstióm. >- í greinargerðinni er enn firemur bent á, að í rauninni starfí tveir háskólar á fslandi, sem annist menntun kennara, og segja flutn- ingsmenn að þeir fái ekki séð að slíkt eigi rétt á sér hjá svo fámennri þjóð, „fremur en t.d. að starfræktir væra tveir háskólar á sviði félags- og stjómmálafræða, læknisfræði, lögfræði eða viðskiptafræði." Kennaraháskólinn við Stakkahlíð Leiga Landhelgisvélarinnar harðlega gagnrýnd á Alþingi SKÚLI Alexandersson (Abl.-Vl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi sameinaðs þings í gær og spurðist fyrir um það hvað hæft væri í lausafregnum um að ætlunin væri að leigja Fokker-flugvél Land- helgisgæslunnar, TF-SÝN. Ef svo væri vildi hann fá upplýsingar um hver leigj- andi væri, leigutíma, leigu- gjald og ástæður fyrir ák- vörðuninni. Jón Helgason, dómsmálaráð- AtMHGI herra, varð fyrir svörum og las upp greinargerð frá Landhelgis- gæslunni. Þar kom fram, að á síð- asta hausti leituðu Flugleiðir eftir því að fá vélina leigða 4 daga á viku á þessu ári, auk leigu á ákv. annatímum, og báru við aukinni flugtíðni. Síðan sagði í greinar- gerðinni, að þegar ljóst hafí verið að dómsmálaráðuneytið var mála- leitaninni hlynnt hafí verið teknar upp viðræður við flugfélagið og liggi fyrir samningur um leigu vélarinnar 3 daga í viku á tímabil- inu 1. júní nk. til 15. september, auk páska og jóla. Samtals er þar um að ræða 12 flugtíma á viku hverri eða um 50 flugtíma á mán- uði. Dómsmálaráðherra gat þess, að í samningnum væru skýr ákvæði þess efnis að vélin verði látin af hendi ef Landhelgisgæslan þurfi á henni að halda vegna sjúkraflugs, eða leitar- og björgunarflugs. Arai Johnsen (S.-Sl.), kvaðst telja mjög varhugavert að leigja TF-SYN nema í mjög takmarkaðan tíma í senn. Sú leiga sem hér væri um að ræða fælist í því að vélin yrði notuð í áætlunarflugi Flugleiða milli íslands, Færeyja og Skotlands og yrði því ekki til taks ef á henni þyrfti að halda af brýn- um ástæðum. Fór hann nokkrum orðum um tæki þau, sem um borð í vélinni era, og sagði að miklu skipti að vél með slíkan búnað væri ætíð til staðar. Karvel Pálmason (A.-Vf.) benti á mikilvægi TF-SÝN fyrir fólk víða úti á landsbyggðinni og fyrir íslenska sjómenn á hafí úti. Spurði hann ráðherra hvort ák- vörðunin væri óumbreytanleg og skoraði síðan á hann, að endur- skoða hana. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagði, að verið væri að fara út á mjög hæpnar brautir þegar eignir ríkis- ins væru notaðar til að leysa rekstrarvanda Flugleiða. „Hafí verið þörf fyrir vélina á sínum tíma, er sama þörf fyrir hana nú,“ sagði hann. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.), Helgi Seljan (Abl.-AI.) og Stein- grímur J. Sigfússon (Abl.-Al.) tóku einnig til máls og gagnrýndu leiguna. Helgi Seljan sagði m.a., að það væri hrollvelg'andi tilhugsun fyrir fólk úti á landi að þetta öiygg- istæki ætti að vera í bindandi flugi milli landa. Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, sagði í lok umræðunnar að hann myndi að sjálfsögðu taka til athugunar þær ábendingar, sem fram hefðu komið, en svaraði fyrir- spumum að öðru leyti ekki. Stj órnarfrum varp um talnagetraunir: Iþróttahreyfmg og • • Oryrkjabandalag sam- an með getraunir Flugvél Landhelgisgæslunnar FRAM er komið á alþingi stjórn- arfrumvarp til laga um talnaget- raunir. Þar er gert ráð fyrir því, að dómsmálaráðherra geti veitt íþróttasambandi íslands (ÍSÍ), Ungmennafélagi íslands (UMFÍ) og Öryrkjabandalagi ís- lands (ÖBI) leyfi til þess að starf- rækja saman, í nafni félags, sem samtök þessi munu stofna, get- raunir, er fram fara með þeim hætti, að á þar til gerða miða er skráð eða valin röð talna og eða bókstafa. Agóða af getraunastarfseminni skal varið til eflingar íþróttum á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu f félögum innan ÍSÍ og UMFÍ, og til að greiða stofnkostnað við íbúð- arhúsnæði fyrir öryrkja á vegum ÖBÍ eða til að standa undir annarri starfsemi bandalagsins í þágu ör- yrkja. Ágóðinn skiptist þannig, að 60% rennur til íþróttahreyfíngar- innar (ÍSÍ 46,67% og UMFÍ 13,33%) en 40% til Öryrkjabandalagsins. í greinargerð með framvarpinu kemur fram, að það er flutt í samkomulagi við félögin þrjú og hafa þau þegar stofnað með sér félag um reksturinn og sótt um heimild til hans. í greinargerðinni segir enn frem- ur, að gert sé ráð fyrir því að vinn- ingar í talnagetraunum þessum verði greiddir út í peningum. Akvörðun um framtíð Kockums enn ekki tekin: Starfsmenn Kockums hóta úrsögn- um úr flokki sosialdemokrata Ákvörðun um hvort skipa- smíðastöðin Kockums í Málmey verði lögð niður eða starfseminni haldið áfram með ríkisstyrk hefur enn ekki verið tekin, en búist var við að framtíð skipasmíða- stöðvarinnar yrði ráðin um síðustu helgi. Að sögn Georgs Franklínssonar fóru foringjar Metall, helsta verkalýðsfélags Kockums, til Stokkhólms með undir- skriftalista þar sem skorað var á stjórnvöld að halda skipasmíðastöðinni gang- andi. Almenn óánægja ríkir um þetta óvissuástand og eru starfsmenn nú hvattir til að segja sig úr flokki Sosialdemokrata. Helstu foringjar verkalýðshreyf- ingarinnar hjá Kockums fóru til Stokkhólms á þriðjudag með undir- skriftalista, en um 50 þúsund undirskriftir söfnuðust á tveim dögum, þar sem skorað er á stjóm- völd að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Verkalýðsforingjamir leggja áherslu á að ákvörðun um framtíð stöðvarinnar verði tekin nú á næstu dögum. Ef ákvörðun um framttð skipa- smíðastöðvarinnar liggur ekki fyrir næsta fímmtudag hafa starfsmenn ákveðið að fjölmenna í kröfugöngu sem gengin verður að skrifstofu Metall. Gert er ráð fyrir þátttöku 1.500 manna og er ætlunin að þeir láti skrá sig úr flokki Sosial- demokrata, en starfsmennirnir ganga sjálfkrafa í þann flokk um leið og þeir gerast félagar í Metall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.