Morgunblaðið - 05.02.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 05.02.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 45 ugri en Theódór enda fer hann þar á kostum. Bókin er frábærlega vel myndskreytt og fallega út gefin, raunar hreinasta perla. Má hiklaust segja að bókin sé nú handbók allra þeirra sem heimsækja þjóðgarðinn fagra á þessum slóðum. Prentverk Odds Bjömssonar gaf út þessa fogru bók. Fræðigreinar Theódórs frá þess- um árum reyni ég ekki að nefna, þær eru svo margar, né heldur sendibréfín sem em líklega næstum óteljandi ef til þeirra næðist, því að hann var ótrúlega afkastamikill bréfritari. Auk þessa alls er mér vel kunn- ugt um að í ritsafni hans eru þijú óprentuð bókarhandrit, sem hann lauk við að fullu á Austara-Landi. Er þar fyrst að nefna tólf sagna safn, sem hann nefndi Ilm bjark- anna. Annað er um fuglalíf í Oxar- fírði á fyrra helmingi tuttugustu aldarinnar, um hundrað velritaðar síður. Það þriðja er um atvinnu- hætti í sömu sveit á þessum sama tíma, einnig um hundrað vélritaðar blaðsíður. Það er næsta furðulegt hve þessi sjálfmenntaði fræðimaður og bóndi var stórvirkur á sviði ritstarfa og rannsókna á þessum árum, ekki síst þegar það er athugað að þá var sjón hans farin að bila verulega. Hlýtur það að vekja undrun og aðdáun allra sem um það hugsa. Árið 1977 þegar Theódór var 76 ára gamall, var Elli kerling farin að gera töluvert vart við sig eins og vænta mátti hjá þeim hjónunum báðum. Þau ákváðu því eins og fyrr getur að flytja til dóttur sinnar og tengdasonar sem bjuggu á Húsa- vík. í skjóli þeirra bjuggu þau síðan í fjögur ár og nutu hjá þeim ein- stakrar umhyggju. En þegar hið glæsilega heimili aldraðra í Hvammi á Húsavík var fullbúið í júní árið 1981 fengu þau strax vistrými þar. Mér er vel kunnugt um, að á Húsavík undu þau sér vel. Ég heim- sótti þau nokkrum sinnum og hafði auk þess alltaf náið bréfasamband við Theódór. Um þetta er mér vel kunnugt, því að hann sýndi mér, gömlum nemanda sínum, það traust að senda mér flestar, ef ekki allar ritgerðir sínar frá Húsavíkurárun- um til yfírlestrar og lagfæringar, því að eðlilega sló hann stundum á skakka stafí vegna sjóndeprunnar. Var mér þetta mikil ánægja, eins og honum var vel kunnugt um, og tókst mér að koma flestum greinum hans á framfæri. Og vegna þess hve áhugi hans og atorka var enn ótrúlega mikil á fyrstu Húsavíkurárunum, tókst honum, þrátt fyrir fötlun slna og afar vond og erfíð gigtarköst öðru hveiju, að vinna að ýmsum áhuga- málum sínum öðrum en ritstörfun- um. Ég minni aðeins á ýmiss konar heimildagögn, sem hann dró saman í margar og stórar möppur og kom fyrir til geymslu í sýsluskjalasafn- inu á Húsavík. Meðal annars munu þar vera margar hljómsnældur með röddum ýmissa sýslunga og alls konar fróðlegu efni öðru sem hann dró saman. Enginn er þessu kunnugri en hinn ágæti vörður skjalasafnsins, Finnur Kristjánsson, fyrrum kaup- félagsstjóri. Vænti ég að hann geri sem fyrst grein fyrir þessum merka heimildaþætti Theódórs, því ég hygg að hann hafí þar algjöra sér- stöðu sem einstaklingur. Mun næsta erfítt að benda á landa okkar, sem hafa verið jafn áhugasamir og virkir og hann tölu- vert fram á níræðisaldurinn. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu minningarorðum án þess að minnast á eiginkonu Theódórs, frú Guðrúnu Pálsdóttur frá Svínadal. Hún var frábær húsmóðir og mikil- hæf mannkostakona, sem bjó fjöl- skyldunni hlýiegt og fagurt heimili hvar sem þau voru, og reyndist eiginmanni sínum ómetanlegur förunautur. Þurfti hún oft að sjá ein um heimilið, bú og börn, þegar bóndi hennar var tímunum saman fjarverandi við ýmis störf. Má því hiklaust segja, að meginþungi heimilisins hafí oft hvílt á henni einni. Það kom sér því vel að hún var löngum heilsuhraust og sigraði jafnan þá erfíðleika sem að henni sóttu. Síðustu tvö eða þijú árin á Húsa- vík hefur hún átt við mikla van- heilsu að stríða og er nú þungt haldin á sjúkrahúsinu þar. Síðustu missirin fór svo, eins og vænta mátti, að mjög dró úr hinum mikla þrótti Theódórs, og síðustu mánuðina fjaraði hann að mestu út. Hann naut bestu aðhlynningar á sjúkrahúsi Húsavíkur síðustu vikumar, leið aldrei mjög mikið og héit vöku sinni til síðustu stundar, er hann hneig fram á borðið í sæti sínu, án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli, og var allur. Þannig hvarf hann frá okkur, þessi góðir vinur minn og kennari og fágæti atorkumaður og fræða- þulur. Honum fylgja innilegar óskir og þakkir frá mér og fjölskyldu minni yfír á ný og fegri tilverusvið, — og einnig áreiðanlega frá öllum þeim mörgu sem kynntust honum. Jafn- framt sendum við eiginkonu hans og ijölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Jarðarförin fór fram við fjöl- menni þann 19. mars síðastliðinn á einkar látlausan hátt, eins og hann hafði sjálfur mælt fyrir um, í ættar- grafreit hans á Skinnastað. Kven- félag Öxfirðinga veitti viðstöddum hinn besta beina. Veðrið var eins gott og á fegursta vordegi. Þannig tók sveitin okkar fagra í síðasta sinn á móti einum sínum kunnasta og besta syni. Sigurður Gunnarsson frá Skógum. Viltu Þá er forðast kvef? reynandi aö taka C ) eöa O O Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 Nemenda- mót Verzlunar- skólans ídag NEMENDAMÓT Verzlunar- skóla íslands verður haldið i Háskólabíói í dag 5. febrúar og - í kvöld verður dansleikur i Þórscafé. Á sýningunni, sem ber heitið No Milk Today, er boðið upp á steppdans, skemmtiþátt, rokk- dans og lög frá árunum 1962- 1970 sem Kór Verzlunarskólans syngur. í frétt frá Verzlunarskólanum segir að undirbúningur fyrir Nemendamótið hafí staðið yfír í allan vetur. Strákamir hafa safn- að hári og gömul föt hafa verið tekin út úr fataskápunum. Almenningi gefst kostur á að sjá skemmtiatriðin í Háskólabíói laugardaginn 8. febrúarkl. 13.30. Frá æfingu: The Supremes, eða þær Helena Gunnarsdóttir, Helga Lárusdóttir og Bryndis Eiríksdóttir. STOR HAPPDRÆTTI FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA KRONA 10 stk. NORDMENDE Myndbandsupptökutæki. f 5 stk. pppkz Einkatölvur. 3^.1°V°’° leicel. SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR r-zzz---- Macintosh Einkatölvur. 50 stk.ISÍ GoldStcir NORDMENDE Myndbandstæki. 1 Skíðaferð fyrir tvo + skíðaútbúnaður. 2 Utanlandsferðir. 100 Soda-Stream tæki. Ferðahljómflutningstæki. STYRKIÐ BJÖRGUNARSTARFIÐ í LANDINU! 17. FEBRUAR 1986 SPAIílSIOI >lllí PI A K| W'ÍKIIP uí\\iíui:\ms FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.