Morgunblaðið - 05.02.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 05.02.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1986 53 Morgunblaðið/Hilmar Sœberg • Guðmundur Jóhannsson frá ísafirði vann öruggan sigur í fyrsta bikarmóti vetrarins í alpagreinum. Hér er hann á fullri ferð f stórsvigskeppninni f Bláfjöllum á laugardaginn. Guðrún og Guðmundur sigruðu í Bláfjöllum GUÐRÚN H. Kristjánsdóttir frá Akureyri og Guðmundur Jó- hannsson frá ísafirði sigruðu á fyrsta bikarmóti Skfðasambands íslands í alpagreinum fullorðinna sem fram fór f Bláfjöllum á laug- ardaginn. Aðeins var hægt að keppa fyrri dag keppninnar þar sem ekki viðraði vel á sunnudag- inn. Á sunnudaginn var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. Guðmundur Jóhannsson var yfir- burða sigurvegari í karlaflokki og var tæpum þremur sekúndum á undan Örnólfi Valdimarssyni, Reykjavík, sem varð í öðru sæti. Örnólfur hafði sjötta besta tímann eftir fyrri umferð en náði sér svo vel á strik í seinni ferðinni og náði að krækja sér í annað sætið. Þriðji var Haukur Bjarnason úr Reykjavík. Morgunblaðið/Skaptl • Stella Hjaltadóttir í miðið, yfirburðasigurvegari f sfnum flokki. Til hægri er systir hennar, Málfrfður Hjaltadóttir, og til vinstri er Eyrún Ingólfsdóttir. Guðrún H. Kristjánsdóttir var hinn öryggi sigurvegari í kvenna- flokki. Hún var rúmlega einni sek- úndu á undan stöllu sinni frá Akureyri, Önnu Maríu Malmquist. Bryndís Ýr Viggósdóttir varð þriðja um þremur sekúndum á eftir Guðrúnu. Á sunnudag átti að keppa í svigi karla og stórsvigi kvenna en því varð að fresta vegna veðurs. Þess- ar greinar verða sennilega á dag- skrá um aðra helgi, en þá verður bikarmót í alpagreinum á Dalvík. Úrolh f svigi kvenna á laugardaginn voru þefl: Guörún H. Kristjánsdóttir, A, 1:43.22 mfn. Anna Marfa Malmquist, A, 1:44.49 Bryndfs Ýr Viggósdóttir, R, 1:46.36 Gróta Bjömsdóttir, A, 1:48.14 Urslit f stórsvigi karta: Guömundur Jóhannsson, í, Örnólfur Valdimarsson, R, Haukur Bjarnason, R, Tryggvi Þorsteinsson, R, 1.45.00 mfn. 1:47.73 1:48,66 1:49.14 Punkta- og bikarmót í göngu í Hlíðarfjalli: Stella, Haukur og Bjarni unnu tvöfalt AkureyH, 2. febrúar. BIKARMÓT í göngu með hefð- bundinni aðferð fór fram í Hlfðar- fjalli f gær, laugardag, og í dag, sunnudag, var keppni f göngu með frjálsri aðferð. Var þar um punktamót að ræða. Keppt var í þremur flokkum báða dagana og urðu sigurvegarar þeir sömu í hvort skiptið. Stella Hjaltadóttir frá ísafirði hafði um- talsverða yfirburöi í sínum flokki eins og undanfarin ár — er greini- lega ósigrandi hér á landi. Haukur Eiríksson vann örugglega í flokki 20 ára og eldri og Bjarni Gunnars- son, ísafirði, vann í bæði skiptin í 17—19 ára flokki. Úrslitin urðu annars þessi; fyrst bikarmótið á laugardag. 16— 18 ára stúlkur (3,5 km). Stella Hjaltadóttir í Eyrún Ingólfsdóttir í Málfríöur Hjaltadóttir í 17- 19 ára (10 km). Bjarni Gunnarsson, í Heimir Hannesson, í Sigurgeir Svavarsson, Ó 20 ára og oldri (15 km). Haukur Eiríksson, A 12,14 mín. 14,54 mín. 15,59 mín. 31,50 mín. 33,52 mín. 34,41 mín. 47,18 mín. Ingþór Eiríksson, A 51,15 mín. Einar Yngvason, í 51,17 mín. Úrslit sunnudag, er keppt var með frjálsri aðferð: 20 ára og eldri (10 km). Haukur Eiríksson, A 28,45 mín. Einar Yngvason, í 32,45 mín. Siguröur Aöalsteinsson, A 33,30 mín. Stúlkur 16-18 ára (2,5 km). Stella Hjaltadóttir, f 9,34 mín. Málfríöur Hjaltadóttir, i 12,35 mín. Eyrún Ingvarsdóttir, í 12,38 mfn. 17—19ára(7,5 km). Bjarni Gunnarsson, í Rögnvaldur Ingþórsson, í Sigurgeir Svavarsson, Ó 22,09 mín. 24,01 mín. 24,37 mín. Skíði: Girardelli efstur MARC Girardelli frá Lúxemborg sigraði f risastórsvigi heimsbik- arsins sem fram fór í Crans- Montana í Sviss í gær. Með þessum sigri endurheimti hann aftur efsta sætið f heimsbikarn- um. Markus Wasmaier frá Vest- ur-Þýskalandi varð annar og Pet- er Miiller frá Sviss þriðji. Keppendur í risastórsviginu voru 99. Girardelli fékk tímann 1:47.34 mín. Markus Wasmaier var 12 hundruðustu sekúndum á eftir og Miiller þriðji á 1:47.64 mín. Franz Heinzer frá Sviss varð fjórði aðeins einum hundraðasta á eftir Muller, jafnir í fimmta til sjötta sæti voru Leonhard Stock frá Austurríki og Michael Eder frá Vestur-Þýskalandi á 1:48.04 mín. Pirmin Zurbriggen varð í 10. sæti. Rok Petrovic frá Júgóslavíu sigr- aði í svigkeppni heimsbikarsins sem fram fór í Wengen í Sviss á sunnudaginn. Þetta var þriðji sigur unga Júgóslavans í svigi í vetur. Hann hafði mikla yfirburði á sunnu- daginn, var rúmlega einni sekúndu á undan næsta manni, sem var Frakkinn, Didier Bouvet. Þriðji var svo annar Júgóslavi og öllu frægari en Petrovic, Bojan Krizaj. Ivano Edalini frá Ítalíu varð fjórði og í fimmta sæti varð Alez Giorgi frá Ítalíu. Peter Múller kom heldur betur á óvart er hann sigraði í risastór- svigi í Crans-Montana á mánudag- inn. Peter Muller hefur tekið þátt í heimsbikarnum f tíu ár og er betur þekktur sem brunmaður. Hann skíðaði niður brautina á 1:39.32 mín. Annar var landi hans Pirmin Zurbriggen á 1:39.72 mín. Zur- briggen sem er heimsmeistari í stórsvigi og bruni hefur ekki unnið keppni í vetur. Vestur-Þjóðverjinn, Markus Wasmaier varð þriðji, 68 hundruöustu úr sekúndu á eftir Múller. Svisslendingarnir Franz Heinzer og Karl Alpiger voru í fjórða og fimmta sæti. Það má með sanni segja að þetta hafi verið góður dagur hjá svissnesku skíða- mönnunum á heimavelli, fjóra af fimm fyrstu. Skíði: Daníel í 16. sæti DANÍEL Hilmarsson, skíðamaður frá Dalvík, varð í 16. sæti á sterku svigmóti sem fram fór í Krúm f Vestur-Þýskalandi á sunnudag- inn. Sigurvegari varð Vestur-Þjóð- verjinn Armin Bitner, hann fékk samanlagðan tíma 1:39.46 mín. Daníel fékk tímann 1:46.36 mín. Keppendur voru 133, 58 luku keppni. Tékkneskur sigur í bruni kvenna TEKKNESKA stúlkan Olga Char- vatova vann sinn fyrsta sigur f heimsbikarkeppni kvenna í alpa- greinum er hún sigraði í svigi í Piancavalio á ítalfu í gær. Char- vatova var í 12. sæti eftir fyrri ferð en náði sér vel á strik f þeirri Borðtennis: Stefán efstur UÓST er að aðeins tveir borðtennismenn f karlaflokki geta unnið titilinn um punkta- hæsta leikmann ársins þ.e. Stefán Konráðsson Stjöm- unni og Tómas Guðjónsson KR, og baráttan á milli þeirra harðnar stöðugt. Stefán hef- ur þó betur. Staðan er nú þannig: Punktar 1. Stefán Konráöss., Stjörnunni 99 2. Tómas Guðjónss., KR 84 3. -4. KristjánJónass.,Vík 23 Kristinn Emilsson, KR 23 5. Albrecht Ehmann, Stjömunni 15 6. Vignir Kristmundsson, Ö 14 7. -8. Kristján V. Haraldsson, Vik 11 Jóhannes Hauksson, KR 11 9,—10. HilmarKonráðsson.Vík 10 Tómas Söivason, KR 10 11. öm Fransson, KR 6 12. GunnarBirkisson.Ö 5 13. —15. Guðmundur Mariusson, KR Davíö Pálsson, ö 4 Bjami Bjarnason, Vík 4 6. Trausti Kristjánsson, Vik 2 seinni og náði besta tfmanum og skaust upp f fyrsta sæti. Erika Hess frá Sviss hefur nú forystu f heimsbikarkeppninni en sviss- neskar stúlkur eru þar f fimm efstu sætunum. Perrine Pelen frá Frakklandi varð önnur í sviginu í gær og Brig- itte Oertli Sviss þriðja. Erika Hess varð sjötta eftir að hafa verið með næst besta tímann í fyrri umferð. Með þessum árangri stal Hess efsta sætinu í stigakeppninni samanlagt af löndu sinni Walliser. Stúlkurnar kepptu í bruni í Crans-Montana í Sviss á laugar- daginn. Þar sigraði kanadíska stúlkan Laurie Graham. Þetta var annar sigur hennar í heimsbikarn- um á þessu keppnistímabili. Brig- itte Oertli frá Sviss varð önnur og þriðja varð austurríska stúlkan Karin Gutensohn. Maria Walliser I og Michela Figini frá Sviss komu í fjórða og fimmta sæti. Þær kepptu svo aftur á sama stað í bruni á sunnudaginn og þá sigraði Katrin Gutensohn frá Aust- urríki. Þetta var þriðji sigur hennar í vetur. Katrin sem er 19 ára fór brunbrautina á 1:27.64 mín. Önnur var Maria Walliser á 1:28.36 mín. þriðja var Zoe Haas frá Sviss á 1:28.35 mín og fjórða var Laurie Graham frá Kanada á 1:28.64 mín. Staðan f helmsbikaricappni lcvanna ar nú þannig: Erika Haas, Svisa, 188 María Walliser, Sviss, 184 Vrani Schneidar, Sviaa, 170 Michsla Figinl, Sviss, 163 Brigttts Oertli, Svisa 138 Katrin Gutanaohn, Austurriki, 129 Mlchaela Gerg, V-Þýskal. 125 Marina Kiel, V-Pýakal. 118 Laurie Graham, Kanada, 100 Olga Charvatova, Tékkósl. 97

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.