Morgunblaðið - 15.02.1986, Side 1

Morgunblaðið - 15.02.1986, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 38. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsina Chad: Franskar hersveit- ir í viðbragðsstöðu Paris, 14. fcbrúar. AP. FRANSKAR hersveitir i Mið-Afríku eru í viðbragðsstöðu vegna bardaga milli stjórnarhersins í Chad og skæruliða, sem Líbýumenn styðja, en bardagar brutust út á nýjan leik á mánudaginn var eftir rúmlega árshlé. Paul Quiles, vamarmálaráðherra Frakk- lands, fór skyndiferð tii Chad i gærkvöldi til viðræðna við ríkis- stjórnina þar og fregnir herma að óskað hafi verið eftir afskiptum Frakka af styijöldinni, en þeir aðstoðuðu Chad-búa einnig fyrir ári siðan. Nýr kennari valinn til geimferða Barbara Morgan kennari hefur ákveðið að taka boði NASA, bandarisku geimferðastofnunarinnar, um að fara út í geiminn með geimfeiju og sýnir myndin hana ásamt manni sinum koma af HlaðamnnnafunHi þar sem þetta var tilkynnt. Morgan kemur í stað Chris McAuliffe, kennara, sem fórst með geimferjunni Challenger fyrir skömmu. Fimmtán hundruð franskir her- menn eru í Mið-Afríku lýðveldinu og 600 að auki í Gabon. Þá hefur öllum Jagúar-þotum Frakka í Afr- íku verið smalað saman í Bangui, en þær eru 15 að tölu. Skæruliðar hafa sótt yfir „rauðu línuna" svo- nefndu, sem skiptir landinu í tvennt. Frakkar drógu þessa línu þegar vopnahlé var gert og sögðu þá að yrði sótt yfir þessa línu myndi það kalla á afskipti þeirra. Filippseyjar: Marcos sigurveg- ari kosninganna — þegar þingið hafði talið atkvæði úr 97% kiördæma Manlla, 14. febrúar. AP. MARCOS, forseti Filippseyja, hefur ótvíræða forystu í for- setakosningunum á Filipps- eyjum, þegar þingið á aðeins eftir að telja atkvæði úr 3% kjördæma í landinu. Hefur hann hlotið tæplega 10,2 miiyónir atkvæða og 53,8%, en Corazon Aquino, mót- frambjóðandi hans, hefur fengið rúmlega 8,7 milljónir atkvæða eða 46,2% atkvæða. Þingið frestaði því til morg- uns að Ijúka talningu, en þá voru ótaldar 1,6 milljónir atkvæða, svo eini möguleiki Aquino á sigri er að öll at- kvæði sem ótalin eru hafi verið greidd henni. Flokkur Marcosar hefur 2/s hluta sæta áþinginu. Stuðningsmönnum Marcosar og Aquino lenti saman fyrir framan þinghúsið þar sem talning fer fram og særðust sjö manns, enginn þó alvarlega. Aquino hefur ásakað Marcos fyrir kosningasvik og sagst vera sigurvegari kosninganna. Namfrel, baráttusamtök óháðra borgara fyrir heiðarlegum kosning- um, segja að samkvæmt sínum tölum hafi Aquino forystu í kosn- ingunum. Þegar talið hafði verið í 64% kjördæma hafði Aquino hlotið 52% atkvæða, en Marcos 48%. Yfirkjörstjóm á Filippseyjum segist hafa talið atkvæði 67,2% kjördæma og hafí Marcos 52% atkvæða á móti 48% Aquino. Ráðstefna kaþólskra biskupa á Filippseyjum fordæmdi forseta- kosningamar vegna óheiðarleika og skoraði á þjóðina að taka upp frið- samlega baráttu fyrir réttlæti. 85% Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja, á blaðamannafundi á fimmtudag, en þá voru atkvæða- tölur þingsins farnar að berast og sýndu að hann var i forystu. Flokkur Marcosar hefur 2/s hluta sæta i þinginu á Filippseyjum. þessarar 54 miiljóna þjóðar teljast til kaþólsku kirkjunnar. í yfirlýs- ingu biskupanna er ekki kveðið upp úr með það hvor aðila hafi staðið fyrir kosningasvikum, en þeir hafa aldrei áður á valdatfma Marcosar verið jafn harðorðir. Öldungadeiidarþingmaður demó- krata í Bandaríkjunum segir að Bandaríkjamenn eigi að láta af hlutleysi hvað forsetakosningamar snertir vegna kosningasvika Marc- osar og forsvarsmaður repúblikana í öldungadeildinni, Bob Dole, segir að hann muni ieggja það til við vamarmálaráðuneytið, hvort ekki beri að leggja niður herstöðvar Bandaríkjanna á eyjunum vegna hins ótrygga ástands sem þar ríkir. Sjá ennfremur: „Biskupar mæla með mótmælaaðgerð- um“ á bls. 23. Persaflóastríðið: > Iranir vara Bandaríkin við Níkóflfu, Kýpur, 14. febrúar. AP. FORSETI írans, Ali Khamenei, tók Bandaríkj amönnum í dag vara fyrir þvi að hafa afskipti af stríðinu við Persaflóann. Bardagar héldu áfram í dag fimmta daginn í röð og ber fregnum striðsaðila af gangi striðsins ekki saman fremur en fyrri daginn. írakar segjast hafa fellt eða sært 25 þúsund franska hermenn og hrundið árás þeirra yfir Shatt—Al- —Arab-árósana. Khamenei sagði að íranir myndu halda áfram að berjast þangað til fallist yrði á frið- arskilmála þeirra. Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur um að bardagar kunni að breiðast út til nágrannaríkja við Persaflóa og sagt að þróist stríðið með þeim hætti, hljóti þeir að líta á það sem alvar- lega ógnun við hagsmuni Banda- ríkjanna. Forsetakosning- arnar í Portúgal: Anatoly Shcharansky um andófið í Sovétríkjunum: „Barátta okkar er raun- verulega árangursrík“ Jerúsalem, 14. febrúar. AP. ANATOLY Shcharansky, sovéski andófsmaðurinn sem sat í fangelsi í niu ár, sagði á blaðamannafundi í dag að í fangavist- inni hef ði hann mátt þola bæði líkamlegar og andlegar pynting- ar, en þær væru þess virði, ef lausn hans úr fangelsi yrði til þess að stappa stálinu í aðra andófsmenn í Sovétrikjunum. fyrir að hafa staðið fyrir slökun „Þeir voru neyddir til þess að láta mig lausan eftir öll þessi ár,“ sagði hann. „Það sannar að bar- átta okkar er raunverulega árang- ursrík, þrátt fyrir þá svartsýni sem maður finnur stundum til,“ sagði hann ennfremur. Shcharansky hældi Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, í samskiptum stórveldanna og sagði að það gæti leitt til þess að fleiri gyðingum yrði leyft að flytjast frá Sovétríkjunum. Mjög fáum gyðingum hefur verið leyft að flytjast til ísrael frá Sovétríkj- unum á síðustu árum, 1.140 á sfðasta ári og um eitt þúsund árið þar á undan. Fréttamenn sögðu að Shchar- ansky hefði verið rólegur og fullur sjáifstrausts á fundinum. Að- spurður um hvort ísraelsmenn hefðu reynt að fá blökkumanna- leiðtogann Nelson Mandeia látinn lausan úr fangelsi í Suður-Afríku, sagði hann að frelsa ætti alla samviskufanga, hveijar svo sem skoðanir þeirra væru. Hann bætti við að sér fyndist að ekki ætti að leggja að jöfnu lausn hans og Mandela, þar sem Mandela styddi ofbeldi. Shcharansky sagði að við yfir- heyrslur áður en hann var leiddur fyrir rétt, ásakaður um njósnir, hefði verið reynt að þvinga hann til játningar, meðal annars með því að lofa honum brottfararleyfi til ísrael. Hefði honum verið hótað dauða ef hann samþykkti ekki. Ennfremur sagði hann að samtals hefði hann verið í einangrun í 400 daga og neitað fastri fæðu tvíveg- is, í um 100 daga í hvort skipti. Mjótt á mununum Lissabon, 14. febrúar. AP. TALIÐ er n\jög tvísýnt um úrslit forsetakosninganna í Portúgal, sem verða á sunnudaginn kemur. Mario Soares, frambjóðandi sós- íalista og fyrrum forsætisráð- herra, sem hlaut 25,4% atkvæða i fyrri umferð kosninganna, samanborið við 46,3% atkvæða keppinautar sins, Diogo Freitas Do Amaral, frambjóðanda hægri manna, hefur unnið mjög á að undanförnu. Bannað er samkvæmt kosninga- lögum í Portúgal að birta skoðana- kannanir um fylgi frambjóðenda meðan opinber kosningabarátta stendur yfir, en hún hófst nú 5. febrúar síðastliðinn. Talið er að kjörsókn muni ráða miklu um úrslit kosninganna og muni Soares hafa hag af lítilli kjörsókn. í fyrri umferð forsetakosninganna létu 24,6% þeirra, sem atkvæðisrétt hafa, sig vanta á kjörstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.