Morgunblaðið - 15.02.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 15.02.1986, Síða 3
Atvinnu- leysi minna en undan- farin 4 ár SKRÁÐ atvinnuleysi í janúar- mánuði siðastliðnum var 2% af áætluðum mannafla. Það er minna hlutfall en síðan 1982. Atvinnuleysisdagar voru skráðir 51.000, sem samsvarar því, að um 2.400 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuð- inn. 59% atvinnuleysisins var mcðal kvenna. Flestir atvinnuleysisdagar voru skráðir á Norðurlandi eystra, tæp- lega 12.000, þar af á fímmta þús- und á Húsavík. Á öðrum svæðum var atvinnuleysi ýmist minna eða svipað og á sama tíma í fyrra. Síð- asta virka dag janúarmánaðar voru um 2.000 manns atvinnulausir en 3.300 í lok desember. í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins segir að tölur þessar bendi ótvírætt til þess, að atvinnu- ástandið sé óðum að leita jafnvægis á ný eftir árvissa stöðvun físk- vinnslu í desember og janúar víða um land. Skráð atvinnuleysi í janúar árið 1982 var 3,3%, 2,2% 1983, 3,4% 1984 og 2,3% 1985. Eftir landshlutum var skráð at- vinnuleysi í janúar sem hér segir, svigatölur eru frá desember 1985: Höfðurborgarsvæðið 444 manns (325), Vesturland 248 (166), Vest- fírðir 38 (44), Norðurland vestra 219 (107), Norðurland eystra 545 (467), Austurland 199 (259), Suð- urland 263 (140), Vestmannaeyjar 28 (15) og Suðumes 387 (332). Góð færð um allt land FÆRÐ er óvenju góð um allt land miðað við árstíma, sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Vegaeftirliti ríkisins. Fært er vestur til ísafjarðar um Steingrímsfjarðarheiði og þaðan suður um fírði. Fært er frá Patreks- firði suður á Barðaströnd og norður á Bíldudal. Um Norðurland er fært allt austur á Vopnafjörð. Axarfjarð- arheiði og Möðrudalsöræfí eru þó ófær. Færð er þokkaleg á Aust- fjörðum en þó nokkur hálka á Hér- aði. Greiðfært er um allt Suðurland. Að sögn Vegaeftirlitsins urðu litlar skemmdir á vegum í vatns- veðrinu að undanfömu. Þó skolaðist dálítið úr Elliðavatnsvegi við Reylgavík. Ekkert vatn ncma í túna sc tckið 400 mm vatnsrörin eru að fara í framleiðslu. Vinsamlegast hafið samband við söludeild okkarfyrir 25. febr. nk. ef þið hyggið á kaup á þessum rörum á árinu, þar sem rörin verða ekki framleidd aftur á þessu ári nema pantanir á umtalsverðu heildarmagni liggi fyrir. Flestar aðrar stærðir vatnsröra, kapalröra og frárennslisröra eru fyrirliggjandi ásamttengjum. En það er vissara að panta tímanlega. REYKJALUNDUR Mosfellssveit, 270 Varmá Sími 91 -666200 Telex 2268 var is I Morgunblaðið/RAX Utanríkisráðherra á Keflavíkurflugvelli Matthías Á Mathiesen, utan- rikisráðherra, heimsótti Keflavíkurflugvöll í gær- morgun og kynnti sér störf íslendinga þar. Hann skoð- aði lögreglustöðina, toll- gæsluna í flugstöðvarbygg- ingunni, pósthúsið, Fríhöfn- ina, ráðningarstofu varnar- málaskrifstofunnar, skrif- stofu flugvallarstjóra, flug- tuminn og nýju flugstöðvar- bygginguna. Myndin var tekin I nýbyggingu flug- stöðvarinnar og það er Jón Böðvarsson, framkvæmda- stjóri byggingarinnar, sem stendur við hlið ráðherra. Einnig getur að líta Sverri Hauk Gunnlaugsson, skrif- stofustjóra varnarmála- deildar utanríkisráðuneytis- ins, Pétur Guðmundsson flugvallarstjóra og Hrein Loftsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15.FEBRÚAR 1986

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.