Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 15

Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1986 15 notað, eftir því sem við á. Heim- ilisföng í fýrirtækjaskrá verða hins vegar aðeins skráð í þágu- falli. 5. Endurbætur á ritun skráa. Fyrirhugað ei að færa ritun þjóðskrár og fyrirtækjaskrár til betri vegar en nú er. Fram að þessu hefur tæknibúnaður Hag- stofunnar og Skýrsluvéia ríkis- ins _ og Reykjavíkurborgar (SKÝRR), en þar er þjóðskráin varðveitt, ekki verið beysnari en svo, að ekki hefur verið unnt að nota alla íslenska bókstafi, þ.e. stafina í, ó, ú og ý vantar. Þegar á þessu ári verur úr þessu bætt en jafnframt er svo að því stefnt, að bæta við síðar ýmsum evr- ópskum bókstöfum, sem ekki koma fyrir í íslensku en eru algengir f nöfnum manna, sem bera erlend nöfti. Þá er áformað að fara að rita þjóðskrána með hástöfum og lágstöfum eftir því sem við á. Ekki er ljóst hvenær af þessu getur orðið, en það ræðst fyrst og fremst af tækniframförum, þ.e. þeim breytingum sem eru að verða á mikilvirkum tölvuritum. Þess skal getið, að þessar breytingar á ritun þjóðskrár valda því, að nauðsynlegt hefur reynst að endurskoða ritun allra nafna f skránni. Vitað er að nafnritun er í ýmsum tilvikum röng eða henni áfátt í einhveijum atrið- um, en jafnframt má búast við því að villur slæðist inn við endurskoðun nafnanna. Að lok- inni þessari endurskoðun mun Hagstofan biðja um athuga- semdir frá almenningi við staf- setningu nafna í þjóðskrá. 6. Samræmdar röðunarreglur. Skrám þjóðskrárinnar, sem gefnar hafa verið út í stafrófs- röð, hefur til þessa verið raðað eftir nafnnúmerum og þær verið í nafnnúmeraröð. Við röðunina hefur verið beitt sérstökum staf- rófsröðunarreglum þjóðskrár, sem í ýmsum atriðum eru æði flóknar. Til dæmis er þar ekki greint á milli A og Á, I og í, 0 og Ó, U og Ú. Þá er Y raðað sem I, Ð raðað sem D og W sem V. Frá og með 1. janúar 1987 verður horfið frá þessum gömlu staftófsröðunarreglum og tekn- ar upp nýjar, sem byggjast á svonefndum sérröðunarreglum og eru í betra samræmi við þá stafrófsröð, sem menn nota yfír- leitt. Eins og nú háttar gilda engar fastbundnar almennar reglur um stafrófsröðun og aðra röðun, svo sem á skammstöfun- um, tvínefnum o.fl., en æskilegt er að reynt verði að samræma sem mest slíkar reglur í opin- berum skrám. í því skjmi hafa Hagstofan og Póstur og sími orðið ásátt um að reyna að samræma röðunarreglur í þjóð- skrá og símaskrá og hefur lið- sinnis íslenskrar málnefndar verið leitað við það verk. Breytingar á nafnaskrá til almennra nota (NATAN) Sem fyrr segir, mun Hagstofan færa þá nafnaskrá, sem mest er beitt við tölvuvinnslu af notendum þjóðskrár, með tvennu móti um nokkurt skeið tl þess að auðvelda notendum að laga tölvukerfi sín að breytingum á auðkennistalnakerf- inu. Þær nafnaskrár, sem hér um ræðir, er hin svonefnda nafnaskrá til almennra nota, skammstafað NATAN, sem nú er notuð, en hin nýja skrá sem leysir NATAN af hólmi, nefnist almenn fyrirtækja- og nafnaskrá, skammstafað AL- FONS. Enda þótt NATAN verði við lýði árin 1987 og 1988 verður notkun hennar ýmsum annmörkum háð. 1. Nöfn í þjóðskrá verða færð í allt að 31 staf frá og með 1. janúar 1987 en NATAN verður eftir sem áður með 23 stafi. Því mun skerast aftan af þeim nöfnum, sem lengri eru, en það er um þriðjungur allra nafna. 2. Frá og með þessu ári verður hætt að gefa 12 ára bömum nafnnúmer. Nýjum árgöngum verður heldur ekki bætt inn í NATAN, þannig að í þeirri skrá verða yngstu árgangamir með nafnnúmer 13 ára 1986 og 14 ára 1987. 3. Stafrófsröð brenglast vegna þess að nafnnúmerum verður ekki breytt, þótt breyting verði á ritun nafna. Raunar var hætt að breyta nafnnúmerum vegna nafnbreytinga í fyrirtækjaskrá á miðju ári 1985 og í þjóðskrá í ársbyrjun 1986. 4. Nýir einstaklingar, sem koma á þjóðskrá eftir 1. janúar 1987, koma ekki í NATAN. Ljóst er, að þær breytingar, sem hér hefur verið greint frá, kosta bæði hið opinbera og einkaaðila fé og fyrirhöfti. Einkum er það breyt- ingin á auðkennistalnakerfinu sem veldur kostnaði og þá sérstaklega hjá þeim, sem nota auðkennistölur í tölvuskrám. Breytingin á auðkenn- istalnakerfinu þykir hins vegar alveg óhjákvæmileg auk þess sem ætla má að kostnaður við breyting- una verði æ meiri eftir því sem lengra líður og notkun auðkennis- talna í tölvum verður almennari. Þess ber og að gæta, að nauðsyn- legt er að yfirfara og endurbæta öll tölvuskráningarkerfi með reglu- bundnu millibili. Sú breyting á tölvuskráningarkerfinu sem gera verður vegna nýrra auðkennistalna í þjóðskrá, getur því í mörgum til- vikum orðið þáttur í eðlilegu við- haldi. Hún getur því leitt til endur- skoðunar á tölvuforritum og þar með víðtækari endurbóta en auð- kennistalnabreytingin gefur tilefni til ein sér. Hvað á barnið að heita? Á það skal að lokum bent, að þegar farið verður að beita hinum nýju auðkennistölum í stað nafn- númera, dugar ekki að halda áfram að nota orðið nafnnúmer nema sér- staklega sé átt við núverandi núm- erakerfi. Orðið nafnnúmer vísar að auki beinlinis til þess hvemig núver- andi auðkennisnúmer eru mynduð og á því ekki við hið nýja auðkennis- talnakerfi. Skiptar skoðanir eru vafalaust á því, hvaða nafn hæfi hinu nýja númeri best. í þessari greinargerð hefur orðið auðkennis- tala verið notað, en önnur heiti koma einnig til greina, t.d. auð- kennisnúmer, eigintala eða kenni- tala. Hagstofan væntir þess að fá ábendingar um þetta atriði auk þess sem hún mun æskja liðsinnis Islenskrar málnefndar við nafngjöf- ina. LAUGARDAG 15. FEBRÚAR KL. 10:00 - 18:00 SUNNUDAG 16. FEBRÚAR KL. 13:00 - 18:00 , r m SnflMSI TOYOTA & SJLuíeá, C&l cf' sf./’ Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144 essemm sía

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.