Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 18

Morgunblaðið - 15.02.1986, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR15. FEBRÚAR1986 Runólfur Þórðarson verkfr. Jón Múll Árnason Norræna húsið: Fyrirlestur um íslenska píanóleikara ogjass Um helgina verða haldnir fyrirlestrar í tengslum við sýninguna „Tónlist á íslandi" sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Runólfur Þórðarson verkfræðingur fjaliar um islenska píanóleikara sem leikið hafa inn á hljómplötur laugardaginn 15. janúar og Jón Múli Araason um jassinn á íslandi sunnudaginn 16. janúar. Fyrirlestrarair hefjast kl. 17:00 báða dagana. „Þetta verður sögulegt yfírlit yfir hljómplötur, sem til eru með íslenskum píanóleikurum frá upp- hafi til dagsins í dag,“ sagði Runólf- ur. „Eg mun einskorða mig við klassíska tónlist og einleik eða tví- leik, allt frá Sveinbimi Sveinbjöms- syni tónskáldi, sem varð fýrstur íslendinga til að leika inn á hljóm- plötu og það eigin verk, árið 1925. Hljómplatan er tekin upp í Kaup- mannahöfn á vegum Hljóðfærahúss Reylqavíkur. Ég mun eftir því sem við á reyna að gefa dæmi af hljóm- plötum um leik allra þessara tíu einleikara sem ég fjalla um og þá ef til vill fleiri en eitt frá hveijum manni." Á sýningunni í kjallara Norræna hússins er rakin saga tónlistar á íslandi, frá því sögur hófust fram til dagsins í dag. Þar má sjá langa röð ljósmynda, sem tengjast þessari sögu, handrit, bækur og nótur, auk ýmissa elstu hljóðfæra landsins. Neyðarbfllinn eftir Hrólf Jónsson Tilefni þessarar greinar eru þau blaðaskrif er farið hafa fram á síð- um Morgunblaðsins og hófust með frétt blaðsins um að ákveðið tiltekið tæki hefði ekki verið til staðar er neyðarbfll fór í útkall. Það mál var þegar leyst milli Borgarspítala og slökwiliðs áður en blaðaskrif hófust og hefði því ekki þurft að verða tileftú þeirra. Óskar Einarsson læknir ritaði grein í tilefni þessa þann 6. feb. sem aftur varð tilefni greinar Armanns Péturssonar formanns Brunavarða- félags Reykjavíkur. Vegna greinar Armanns vil ég að eftirfarandi komi fram: Greinin er skrifuð án samráðs við stjóm Brunavarðafélagsins og því á ábyrgð hans eins. Það skýtur því nokkuð skökku við er hann leggur til að menn ræði málin. Hún túlkar ekki sjónarmið slökkviliðs Reykjavíkur á nokkum hátt né heldur þeirra 24 brunavarða er vinna á neyðarbfl og ég lýsi yfír fullum stuðningi við störf Óskars Einarssonar umsjónarlæknis á neyðarbfl svo og annarra er á bíln- um vinna. Ég tel einnig rétt að það komi fram að Óskar hefur unnið fómfúst starf hvað varðar kennslu og skipulagsmál í tengslum við neyðarbfl. Sjúkraflutningar í Reykjavík hafa tekið stakkaskiptum á undan- fömum þremur árum. Breytingam- ar hófust með tilkomu reksturs neyðarbfls. Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Tólf brunaverðir hafa lokið prófí frá Borgarspítala í neyðarflutningum og aðrir tólf sitja nú samskonar námskeið. Nám- skeiðið felst í 50 fyrirlestmm 500 viðvemstundum á slysadeild og minnst 150 útkölium með neyðarbíl. Þeir sem námskeiðin sitja hafa allir stundað sjúkraflutninga um árabil. Framkvæmd neyðarflutninga utan rekstartíma neyðarbfls hefur breyst. Meðal annars fara nú 3 sjúkraflutningamenn í flutning í stað tveggja áður og búnaður bíl- anna hefur batnað. í þeim er að minnsta kosti alltaf einn er lokið hefur framhaldsnámskeiði. Læknar og hjúkmnarfræðingar era reynsl- unni nkari. Það getur verið að það komi almenningi spánskt fyrir sjónir að sjúkraflutningar séu í hendi slökkvi- „Eg- lýsi yfir fullum stuðningi við störf Oskars Einarssonar umsjónarlæknis á neyð- arbíl svo o g annarra er á bílnum vinna.“ liðs Reylqavíkur og nú undnafarin ár í samstarfí við Borgarspítala. Fyrir því liggja hins vegar góð og gild rök. Það sparar bæði mannafla og fé að sinna tveimur áhættuþátt- um á einni og sömu stofnuninni. Það yrði dýr stofnun, í ekki stærri borg en Reykjavik er, sem eingöngu ætti að sinna sjúkraflutningum, að geta sent út sex sjúkrabfla án nokkurs fyrirvara, eins og slökkvilið Reykjavíkur er fært um í dag. Vegna þess að sjúkraflutningar hafa verið gerðir út um árabil frá Slökkvistöð búa starfsmenn hennar yfír margháttaðri reynslu. Það er því rökrétt þróun að mínu mati að byggja ofan á þá reynslu með aukinni menntun sjúkraflutninga- manna. Þáð sem fyrst og fremst hefur háð rekstri neyðarbfls, er að ekki liggur fyrir skýr stefna um það hvenær og hvemig hann skuli rek- inn né heldur um réttinda- og menntunarmál sjúkraflutninga- manna. Það er hins vegar hvorki á valdi stjómenda slökkviliðs né Borgarspítala að taka ákvarðanir um þau mál. Það er hins vegar biýn nauðsyn. Á meðan stjómvöld heilbrigðismála og Reykjavíkur em að móta þá stefnu endanlega hlýtur neyðarbfll að vera rekinn áfram. Hann hefur tvímælalaust sannað gildi sitt, bæði sem lífgjafí og kennslu- og þjálfunartæki. Þó svo menn greini á um stefnu, þá er það ljóst að allir þeir sem vinna að sjúkraflutningum hvort heldur það er á neyðarbíl eða öðram sjúkrabfl- um vinna fyrst og fremst með því hugarfari að lífí og heilsu almenn- ings sé sem best borgið. Ég lýsi því ekki einungis yfír stuðningi við þá er vinna á neyðarbfl heldur alla þá er vinna við sjúkraflutninga í Reykjavík. Megi þessi mál þróast sem far- sælast í framtíðinni. Höfundur er varaslökkviliðsstjórí XII. Reykjavíkurskákmótið: Curt Hansen efstur eftir þriár umferðir Skák Bragi Kristjánsson ÞEGAR þessar linur eru ritaðar er lokið 3 umferðum á XII. Rey kj avíkurmótinu á Hótel Loft- leiðum. Teflt er eftir svokölluðu Monrad-kerfi, þannig að í hverri umferð tefla saman skákmenn, sem hafa jafn marga vinninga. Sterkustu skákmenn mótsins eru þvf að raða sér í efstu sætin og baráttan eykst eftir því, sem þeir tefla meira innbyrðis. Efstur eftir 3 umferðir er danski stórmeistarinn, Curt Hansen, með 3 vinninga. í næstu sætum koma margir meistarar jafnir með 2 V2 vinning hver, þeirra á meðal Jó- hann Hjartarson, stórmeistari, og Jón L. Amason, alþjóðlegur meist- ari. I þeim hópi em einnig tveir þekktustu skákmenn mótsins, Mikhail Tal og Bent Larsen, og sömu vinningatölu hefur stórmeist- arinn, Predrag Nikolic, efnilegasti skákmaður Júgóslava. íslensku stórmeistaramir, Helgi Ólafsson, Guðmundur Siguijónsson og Mar- geir Pétursson hafa 2 vinninga hver. Alþjóðlegu meistaramir, Karl Þorsteins, Sævar Bjamason og Haukur Antantýsson hafa staðið i ströngu, Karl hefur 2 v., Sævar 1 V2 og Haukur 1. Aðrir íslenskir keppendur hafa átt erfítt uppdráttar, ef undan er skildir Björgvin Jónsson frá Kefla- vík 0g Ásgeir Þór Ámason. Björg- vin hefur 2 vinninga í skákum við stórmeistarana, Geller og Alburt, og alþjóðlega meistarann Yijöla, sterkasta skákmann Finna. Glæsi- leg byijun, sem okkar sterkustu meistarar gætu verið fullsæmdir af. Ásgeir hefur 1 V* v. úr skákum við stórmeistarana Kogan og de- Firmian, og skákmeistara Holl- ands, alþjóðlega meistarann Paul van der Sterren. Ef Björgvin og Ásgeir tefla af jafnmikilli hörku í framhaldi mótsins eins og hingað til, verður útkoman góð, enda skortir þá ekki hæfíleika til tafliðk- unar. Um aðra keppendur er það heist að segja, að gamla kempan Samuel Reshevsky hefur byijað illa, enda em 74 ár nokkuð hár aldur til að tefla í sterku skákmóti. Nokkrir ungir og efnilegir skák- menn fá nú í fyrsta skipti tækifæri til að tefla í sterku alþjóðlegu skák- móti. Þeirra á meðal em tveir 13 ára drengir, Þröstur Ámason, skákmeistari Reykjavíkur, og Hannes Hlífar Stefánsson. Þessir stórmeistarar framtíðarinnar hafa að vonum átt erfitt uppdráttar, enda er þátttaka í móti sem þessu gífúrleg þolraun. Ungu skákmenn- imir þurfa ekki að örvænta, þótt vinningamir verði ekki margir að þessu sinni. Þeir öðlast mikilvæga reynslu í mótinu, sem verður þeim gott veganesti á grýttum vegi skáklistarinnar. 2. umferð: Hvítt: Davíð Ólafsson Svart: Mikhail Tal Sikileyjarvöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bg5 - Rc6, 7. Dd2 - e6, 8. 0-0-0 - h6, 9. Bh4 - Rxe4, 10. Df4 — Rg5,11. Dg3 — Drottningin stendur illa á g3, en Davíð þekkir sennilega ekki þetta afbrigði, því það var í tísku löngu áður en hann fæddist! Best er talið að leika 11. De3. 11. - Rxd4, 12. Hxd4 - Db6, 13. Hd2 — Til greina kom að leika 13. Hg4 og fóma síðan á g5 við tækifæri. 13. - Rh7, 14. Bd3 - g5, 15. Bxh7 — gxh4,16. Dg4?! — Davíð er ekkert hræddur viðand- stæðinginn, sjálfan leikfléttusnill- inginn, Mikhail Tal. Til greina kom 16. Dd3 - d5, 17. Hel - Be7, 18. f4 með flókinni stöðu. 16. - Hxh7, 17. Re4 - Dd8, 18. Hxd6 — Önnur tilraun til að halda sókn- inni gangandi er 18. Hel með hót- uninni 19. Df5 o.s.frv. 18. — Bxd6,19. Hdl — a b c d • l g h Davíð hefur Ifklega ofmetið sóknarfæri sín í þessari stöðu. Hann hefur fómað heilum hrók, og það reynist of mikið. 19. - Kf8, 20. Hxd6 - De7, 21. Ddl - f5, 22. Hd8+ - Kg7, 23. Rd6 — Skemmtilegur leikur, en eftir svar Tals kemur upp tapað endatafl fyrir hvítan. Lokin þarfnast ekki skýringa. 23. - Hh8!, 24. Rxf5+ - exf5, 25. Dd4+ - Df6, 26. Dxf6+ - Kxf6, 27. Hxh8 og svartur vann nokkmm leikjum síðar. Eftirfarandi staða kom upp í 2. umferð í skák Hannesar Hlífars við Hilmar Karlsson, fyrrverandi íslandsmeistara: Hvítt: Hannes Svart: Hilmar Hilmar fer nú í mannakaup: 10. — Rxe4, 11. Rxe4 — Bxh4, 12. Rxd6 - exd4,13. Hfel - Be7 Hvítur hótaði 14. He8 ásamt 15. Bxf7 — o.s.frv. 14. Rxf7 — Hannes leggur óhikað til atlögu. Þessi fóm leiðir þó aðeins til jafn- teflis gegn bestu vöm. 14. — Hxf7,15. Hxe7 — Til greina kom að fara ekki svona geyst í sakimar, heldur leika 15. Dxd4. Svartur á í því tilviki mörg óleyst vandamál. 15. - Dxe7,16. Hel - Df6 Ef til vill var 16. — Df8 enn betri leikur, 17. He8 — Kh7? Eftir 17. — Rf8 leysist skákin upp í jafntefli: 18. Re5 — Be6, 19. Bxe6 — Hxe8, 20. Bxf7 — Kh8, 21. Bxe8 — Dxe5, 22. Bf7 o.s.frv. 18. Dd3-g6 Svartur tapar drottningunni eftir 18. - Dg6,19. Hh8 - o.s.frv. 19. Bxf7 - Dxf7?, 20. Rg5 - og svartur gafst upp, því hann verður mát eftir 20. — hxg5, 21. Dh3 — Kg7, 22. Dh8. Bandariski milljónamæringur- inn, Karl Burger, gerði okkur ís- lendingum ljótan grikk, þegar hann vann Margeir Pétursson, stórmeist- ara í 1. umferð. í annarri umferð náði Jón L. fram hefndum fyrir Margeir á sögulegan hátt: Hvítt: Jón L. Svart: Burger. Báðir keppendur vom komnir í tímahrak og Jón L. á í vök að veijast. Síðasti Ieikur hvíts var 37. He2 og framhaidið varð: 37. — Ddl, 38. Hel Dd2,39. He2 — Dg5 Keppendur vom búnir að missa tölu á leikjunum, þegar hér var komið. Burger vill ekki þráleika til jafnteflis, þvi Jón á bæði verri stöðu ogverri tíma. 40. Hf2 - Hd2, 41. Bf4 - Hxf2, 42. Dxf 2 — Bxg2 — ?? Ofsjónir í tímahraki. Burger heldur sig vera að vinna peð, en tapar manni og skákinni. 43. Kh2 - Dh5,44. Kxg2 Rd7, 45. Df3 - Dh8, 46. Da8 - Rf8,47. Dxa6 — Dh5 og nú féll klukka Jóns. Þegar Burger hafði sannfærst um, að 45 leikja markinu væri náð, gafst hann upp. Hollandsmeistarinn van der Sterren fékk á sig banvæna send- ingu í skákinni við júgóslavneska stórmeistarann, Predrag Nikolic í 2. umferð. Hvítur svaraði síðast 16. — Dh6 með 17. f4, og hver trúir þvf, að hvítur geti ekki komist hjá að tapa hrók fyrir biskup? 17. - b5H, 18. Bd3 - e4, 19. Bc2 - b4, 20. Ra4 - Ba6!, 21. Dd2 Hvíta drottningin er bundin við að valda h2, og hvítur tapar því skiptamun og skákinni 12 leikjum síðar. Húsnæðisvandamál Alþýðuleikhússins leyst á kostnað myndlistarmanna Stjóm og sýninganeftid Félags íslenskra myndlistarmanna hafa sent frá sér ályktun þar sem „harð- lega er átalin ákvörðun stjómar Kjarvalsstaða að leysa húsnæðis- vandamál Alþýðuleikhússins mán- uðum saman á kostnað myndlistar- manna". I ályktuninni segir að fjöldi umsókna um sýningahald liggi fyrir stjóm Kjarvalsstaða, en séu óleys- anlegar við núverandi aðstæður. Stjóm og sýninganefnd FÍM hafa ennfremur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem lýst er ánægju með þá tillögu stjómar Kjarvals- staða að leiga verði felld niður hjá myndlistarmönnum, en þess í stað verði tekinn sameiginlegur, hófleg- ur aðgangseyrir fyrir alla gesti hússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.