Morgunblaðið - 24.05.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986
5
Bæjarstj órnarkosningarnar:
Framboðsfundi sjónvarp-
að frá Akureyri í dag
KOSNINGASJÓNVARP hófst síðastliðinn mánudag með fundi fram-
bjóðenda í Reykjavík. Sjónvarpað verður frá framboðsfundi á
Akureyri í dag, laugardaginn 24. maí. Fundurinn hefst klukkan
15.00 og stendur yfir í tvær klukkustundir. Umsjónarmaður er Erna
Indriðadóttir.
Á morgun, sunnudag, koma
frambjóðendur í Kópavogi fram í
sjónvarpssal. Fundurinn hefst
klukkan 14.00 á því að fluttar verða
framboðsræður. Síðan verða hring-
borðsumræður í klukkustund.
Umsjónarmaður er Einar Öm Stef-
ánsson.
Að loknum fundinum, eða klukk-
an 18.00, verður framboðsfundur
vegna bæjarstjómarkosninganna í
Hafnarfirði. Umsjónarmaður hans
, verður Ólafur Sigurðsson frétta-
maður. Fyrst flytja frambjóðendur
ræður, en síðan svara fulltrúar
framboðslistanna spumingum
fréttamannsins.
Næsti framboðsfundur í sjón-
varpssal verður föstudaginn 30.
maí kl. 22.00. Þá taka fulltrúar
frá framboðslistum í Reykjavík þátt
í hringborðsumræðum. Umræðun-
um stýrir Páll Magnússon.
Morgmiblaðið/Júliua
Nýr lögreglubíll
LÖGREGLAN i Reykjavík hefur tekið i notkun nýja bifreið af
gerðinni Volkswagen Caravelle Syncro, sem er fyrsti billinn af
þeirri gerð sem lögreglan tekur í notkun. Bíllinn er með si-
tengdu aldrifi og fuil læsing á bæði aftur- og framdrifi sem
gerir það að verkum að hér er um að ræða „hraðakstursbíl
með miklum torfærueiginleikum", að sögn Finnboga Eyjólfsson-
ar, söiustjóra hjá Heklu-umboðinu. BiUinn rúmar 9 menn og
verður fyrst um sinn í þjónustu slysarannsóknadeildar lögregl-
unnar.
Ættleiðingar barna frá Sri Lanka:
Ráðuneytið stöðvar afgreiðslu
ættleiðingarmála frá einum manni
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið
gaf i gær út fréttatilkynningu
þar sem því er lýst yfir að ráðu-
neytið telur sér ekki fært að
heimila frekari ættleiðingar
barna frá Sri Lanka fyrir milli-
göngu ákveðins aðila sem séð
hefur um slík mál. Ráðuneytið
leggur sérstaka áherslu á að
einungis sé um að ræða stöðvun
á afgreiðslu mála frá þessum
ákveðna milligöngumanni og að
önnur ættleiðingarmál hljóta
áfram venjulega afgreiðslu.
Yfírlýsingu þessa birtir dóms- og
kirkjumálaráðuneytið í kjölfar
blaðaskrifa sem hafa orðið að und-
anfömu um ættleiðingar bama frá
Sri Lanka.
í fréttatilkynningunni kemur
fram að í febrúar sl. bárust ráðu-
neytinu umsagnir um meðferð til-
tekins ættleiðingarmáls á Sri Lanka
og var á grundvelli þeirra talið
nauðsynlegt að kanna málsatvik og
leita upplýsinga um milligöngu-
manninn í Sri Lanka. Var óskað
skýringa frá honum og hefur hann
svarað ráðuneytinu. Ráðuneytið
leitaði einnig upplýsinga um milli-
göngumanninn hjá stjómvöldum
sem annast ættleiðingamiál á Norð-
urlöndum og hafa svör þeirra einnig
borist. Á grundvelli þessara upplýs-
inga telur ráðuneytið sér ekki fært
að heimila frekari ættleiðingar fýrir
milligöngu þessa manns. Þessi nið-
urstaða og þau gögn sem hún er
byggð á hafa verið kynnt stjóm
félagsins íslenskrar ættleiðingar.
Félagið vinnur nú að því í samvinnu
við ráðuneytið að finna nýja lausn
á vanda þeirra sem óska eftir að
ættleiða böm.
Jafnframt segir í fréttatilkynn-
ingunni að vegna sérstakra óska
þeirra sem málið varðar sé ekki
unnt að skýra nákvæmar frá mála-
vöxtum.
Norræna húsið:
Ole Kortzau
opnar sýningu
SÝNING á verkum danska lista-
mannsins Ole Kortzau verður
opnuð í Norræna húsinu í dag.
Kortzau er arkitekt að mennt,
en hann hefur hlotið frægð og
viðurkenningu fyrir grafiklist
sína, textílmynstur, postulín, silf-
urmuni og húsgögn.
Ole Kortzau er ^ölhæfur og
frumlegur listamaður, sem sækir
fýrirmyndir að verkum sínum í
efnivið náttúrunnar. Hann sýndi
verk sín fyrst á sýningu í Marien-
borg 1973 og era sýningar hans
nú orðnar 25 um heim allan, í
Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi,
Frakklandi, Bandaríkjunum og
Japan. Á þessu ári verða verk hans
sýnd^á tveim stöðum, í Frakklandi
og á íslandi.
Verslunin Epal gengst fyrir sýn-
inguni hér á landi. Listamaðurinn
kemur hingað og verður viðstaddur
opnunina, en á sýningunni verður
sýnt úrval grafíkverka og plakata
eftir Kortzau, textílmyndir, postu-
línsmunir, silfurgripir og húsgögn.
(Úr fréttatilkynningru)
Danski listamaðurinn Ole Kort-
zau.
Forsala
aðgöngumiða á Laugardaisvelli
sunnudag frá kl. 10.00 f .h.
þriðjudaginn 27. og fimmtudag-
inn 29. maí frá kl. 12.00 á sama
stað.
Komið og sjáið frábæra knatt
spyrnu góðra liða
25. maí kl. 17.00 ísland — írland
27. maí kl. 19.00 íriand—Tékkóslóvakía
29. maí kl. 19.00 ísland - Tékkóslóvakía
breifitiý
Mjum TÖLVUPAPPÍR
flílFORMPRENT
Hverfitgötu 78. •imar 2S980 -r2S568.
húsgögn stðÍAOT hf
Tepprlrnd
í knattspyrnu
á Laugardalsvelli
25., 27. og 29. maí