Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 12

Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Róbert Arnfinnsson og Margrét Guðmundsdóttir eru í aðalhlutverkum, ásamt Sigurveigu Jónsdóttur. „Helgispjöll" í Þjóðleikhúsinu: „Reynir mikið á snilli leikaranna“ — segir Benedikt Árnason, leikstjóri „ÞAÐ hafa allir áhuga á sjálf- um sér. Leikritið sýnir fólk eins og það er flest og höfundurinn reynir að sýna persónumar út frá „kómísku“ en mannlegu sjónarmiði, í því er gUdi leik- ritsins fólgið,“ segir Benedikt Ámason, en hann leikstýrir leikritinu „Helgispjöll“ (Pas- sion Play) eftir Peter Nichols, sem fmmsýnt var í gærkvöld í Þjóðleikhúsinu. Benedikt þýddi leikritið á ensku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir leikhúsgestir fá tækifæri til að kynnast einum athyglisverðasta leikritahöfundi, sem Englending- ar hafa eignast síðustu 20 árin. Það er samdóma álit flestra, að „Helgispjöir sé meðal bestu verka hans. Peter Nichols hefur samið rúmlega 20 sjónvarpsleikrit, 5 kvikmyndahandrit, 9 leiksviðs- verk og sent frá sér merkilega sjálfsævisögu. Nichols stóð á fer- tugu þegar hann vakti heimsat- hygli með leikritinu „A day in the Death of John Egg“ 1967, og var það fyrsta sviðsleikrit hans. Með næstu leikritum skapaði hann sér nafn sem eitt af fremstu leikskáld- um Englands og hefur hann hlotið margvísleg verðlaun fyrir leikrit sín og söngleiki. Önnur þekktustu verk hans eru „The National Health" (1969), „Forget-me-not Lane“ (1971), „Chez Nous“ (1974), „Bom in the Gardens" (1979), og söngleikimir „Privates on Arade“ (1977) og „Poppy" (1982. „Passion Play“ eða „Helgi- spjöll“ kom út 1981 en síðan hefur Nichols endursamið það tvisvar og í nýjustu gerð var leikritið framflutt 1984. Ný sýn á gamal- kunnugt efni Það sem einkennir leikrit Pet- ers Nichols öðra fremur er hve listilega honum tekst að flétta saman gamni og djúpri alvöra í þeim leikritum hans, sem teljast til gamanleikja, þrátt fyrir alvöra- þrangið efni, er gamanið og grínið aldrei svo léttvægt, að innihald verksins gleymist um leið og hlát- urinn er þagnaður. Þessi höfundur vekur til um- hugsunar og kemur fólki til að horfast í augu við býsna alvarleg- ar staðreyndir og notar til þess meðöl gamanleiksins. Þannig hefur honum tekist að fjalla um allt að því óumræðileg efni á áleit- in hátt, efni eins og dauðann, rétt þegnanna til sjálfsforræðis og um hjúskaparvanda foreldra fjölfatl- aðs bams og verkin verða ljúfsárir gamanleikir, sem era uppfullir af mannkærleika. í flestum verka sinna leitast hann við að skil- greina þau gildi sem þjóð hans Bessi Bjamason, Sigurður Siguijónsson og Anna Kristín Ara- grímsdóttir í hlutverkum sínum. hefur í hávegum, gera grín að þeim og koma fólki til að hugsa sjálfstætt um þau. Leikritið „Helgispjöll" hefur mun alþjóðlegri skírskotun en mörg önnur verka Nichols, því hér er hann að ljalla um efni sem á sér hliðstæðu í flestum nálægum þjóðfélögum. Hann beinir athygl- inni að hjónabandinu og ástinni, og fjallar um sambúðarvanda þessara tveggja fyrirbæra, stofn- unarinnar og tilfínningarinnar. Hann beitir allnýstárlegri tækni til að gefa nýja sýn á gamalkunn- ugt efni og sígilt og því má skoða líf hjónanna í leikritinu af nýjum sjónarhóli. í raun era aðalpersón- ur leikritsins tvískiptar, hugsun og framkvæmd. Kemur því glöggt fram í leikritinu að ekki er alltaf að marka breytni fólks, hugur þess getur verið á allt annarri skoðun. ekki vandamálaleikrit á þann hátt sem flestir skilja slík leikrit. Það er mikil „kómedía" í leikritinu og það er ákaflega raunsæislegt," sagði Margrét. „Leikritið fjallar fyrst og fremst um hégómagimd og sjálfsblekk- ingu sem flestir kjósa sér í einu formi eða öðra. Höfundurinn kýs að færa þetta í búning sem flest- um er aðgengilegur, fjalla um hjónabandið, ástina og þann fiðr- ing sem gripið getur fólk. Þetta era viðkvæm efni,“ segir Benedikt Ámason. „Það er ákaflega einstaklings- bundið hvemig menn era opnir og hversu opnir þeir geta verið gagnvart slíkum hlutum sem um er fjallað í leikritinu, en ég held að flestir hafi áhuga á viðfangs- efninu. Ég leik þama náunga sem er tiltölulega opinn, en hann er Bessi Bjaraason og Róbert Amfinnsson sem ein persóna 1 leikrit- inu og Margrét Guðmundsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir sem önnur persóna. Báðar þessar persónur er tviskiptar. Með aðalhlutverkin f „Helgi- spjöllum" fara Anna Kristín Am- grímsdóttir, Róbert Amfinnsson, Margrét Guðmundsdóttir, Bessi Bjamason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Sigurveig Jóns- dóttir. Að auki fara átta aðrir leikarar með lítil hlutverk. Leikmynd er eftir Stíg Stein- þórsson, búningar eftir Guðnýju Björk Richards og lýsing er í höndum AAma Baldvinssonar. Ekki vandamálaleikrit „Þetta leikrit á sér tvímæla- laust stað í raunveraleikanum, ég held að allir þekki það sem leikrit- ið fjallar um, ef ekki af eigin raun þá einhvem tímann af afspum," sagði Róbert Amflnnsson, en hann leikur annað aðalhlutverkið í „Helgispjöllum“. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Róbert, Margréti Guð- mundsdóttur, sem leikur hitt aðalhlutverkið, og Benedikt Áma- son, leikstjóra. Þau era öll á einu máli um að hafa megi mikla ánægju af leikrit- inu „Helgispjöll": Þetta er alls kominn á þennan viðkvæma aldur og gerir sér ekki grein fyrir því sem um er að ræða. Hann flækir sig í viðkvæmum málum og kemst ekki út úr þeirri flækju," segir Róbert Amfinnsson. „Þetta er tæknilega alveg geysilega erfitt verk sem reynir ákaflega mikið á snilld leikarans. Uppbygging leikritsins er þannig að aðalleikaramir verða að varð- veita atvikin sem gerast og þau hughrif sem þau gefa, aðeins lengur en í flestum öðram leikrit- un,“ segirBenedikt. „Það er ekki erfitt að nálgast hlutverkin, þau era frekar auð- veld, því fjallað er um þau mál sem flestir skilja, en útfærslan er tæknilega mjög erfið eins og Benedikt segir. Ég held að vart sé hægt að skýra út fyrir fólki í hverju þessir erfiðleikarar era fólgnir, fólk verður bara að koma og sjá leikritið," segir Margrét. „Já, þetta leikrit er í raun púsluspil. Persónumar era opnar og auðvelt að tileinka sér viðhorf þeirra, en það er nokkuð „tricky" að útfæra hlutverkin á sviðinu," segir Róbert. Ný hlífðarkápa utan um gamla bók Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Öra Araarson: ILLGRESI. 6. útgáfa. HelgafeU 1985. Þorpsljóð Amar Amarsonar munu lengi halda nafni hans á lofti. Þessi ljóð, til dæmis Öngulseyri, líkjast sumum háðkvæðum Steins Steinarrs og það er ekki langur vegur milli þeirra og þorpsljóða Jóns úr Vör. Öm Amarson var raunsætt skáld og oftast alþýðlegur í fram- setningu, gat verið beiskur og ádeilugjam stundum: Við msettumst fyrir mörgum árum. Manstuþaðekki.frú? Ég varð að löngu ljóði, að ljóðavini þú. Aðtíuviknaástaróði ástin gerði mig. Hvert hjartaslag var hending. Hver hending var um þig. Mig hafa blessuð löngu ljóðin líkastundumþreytt. Þúlastmigeitilenda. Mig undrar það ekki neitt. _ (OngulseyriVI) í sama ljóði er ort um Hansen kaupmann „sem aldrei handtak vann“ og er orðinn ístrabelgur. En það er til lítils að safna ístra því að „fleskinu öllu af herra Hansen" verður „hent í moldargröf". í Útlegð lætur útilegumaðurinn hugann reika til byggða þar sem hræsnin er haldin dyggð og heiður er að ágimdinni. Tildur, lygi, trúar- hræsni og svik einkenna „heiðurs- mennina" í byggðinni. Útlaginn kveður: „Ég er að brýna brandinn Öra Araarson minn/í byrginu uppi á fjöllum./Mig langar að höggva höfuðin/af heið- ursmönnunum öllum." Samúð Amar Amarsonar er með útilegumanninum. Og samúð hans er líka með refnum sem á engan vin en marga andstæðinga: „Mann- úðin okkar manna/er mikil og dá- samleg./Við göngum svo langt í gæðum,/að guð má vara sig.“ Hetjur Amar Amarsonar era menn eins og Stjáni blái sem var alinn upp við slark, útilegur og skútuhark. En þrátt fyrir harð- neskjuna sló gott hjarta undir. Ljóðrænu og innilega tóna átti Öm Amarson líka til. Hver man ekki fegurð Siglingar sem er full- komið kvæði í einfaldleik sínum: „Hafið, bláa hafið hugann dregur." Og fáir munu gleyma Þá var ég ungur þar sem skáldið lítur yfir farinn veg við sólarlag. Öm Amarson var mjög orðhagur maður, bragsnillingur eins og til dæmis Rímur af Oddi sterka vitna um. Sú ríma er ein hin besta sem kveðin hefur verið. Það er sama hvar borið er niðun Eilífstæð og öllum vís yfir gæði mannheims nýs sól,sembræðirallanís, úr þeim græði síðan rís. Öm Amarson var mjög strangur við sjálfan sig og var tregur til að birta kvæði sín. Oft þurfti hvatn- ingu vina og dómbærra manna til að úr birtingu yrði, eins og Bjami Aðalbjamarson hefur bent á. Illgresi Amar Amarsonar sem nú kemur út í 6. útgáfu mun naum- ast höfða rrijög til nýrra kynslóða. Skáldskapur hans tilheyrir gamla tímanum. En ýmis kvæði hans munu lifa, verða rifjuð upp og lesin. í þeim hópi era sum beittustu ádeilukvæðin og líka sum hinna ljóðrænni. Útgáfan getur ekki talist til fyrir- myndar. Prentun bókarinnar er slæm, letur á stöku stað slitið og dauft. Notast er við eftirmálann frá 1942 eftir Bjama Aðalbjamar- son. Þetta er góður eftirmáli skrif- aður af vini skáldsins, en eðlilegra hefði verið að fá til dæmis formála sem eitthvað gæti sagt um með hvaða hætti Öm Amarson orkar á lesendur nú. Við eigum marga unga bókmenntamenn sem vel hefðu verið fallnir til að bijóta ljóð skálds- ins til mergjar. Það er ekki nóg að láta prenta nýja hlífðarkápu utan um gamla bók. Við sýnum gömlum skáldskap virðingu með því að búa hann í hendur nýrra lesenda sam- kvæmt kröfum tímans. Það hefur Vaka/Helgafell ekki gert og er það miður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.