Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.05.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAI1986 19 Frímerkjasýning í Færeyjum og tijáskemmdir engar. Lúsataln- ing sýndi þó að stofninn var í örum vexti: 8—9 af hvetjum 10 lúsum sem fundust voru ungar. Snemma í júli voru umsjónar- menn tijágróðurs í Reykjavík og á Suðvesturlandi varaðir við hættu á haustplágu og beðnir um að fylgjast vel með og grípa til vamaraðgerða ef með þyrfti. Einnig voru garðeig- endur varaðir við haustplágu í fjöl- mjðlum. Þessi aðvörun var ítrekuð um mánaðamót ág./sept. og jafn- framt birt í ársriti Skógræktarfé- lags Islands. Því miður vora vamað- arorð ekki tekin alvarlega og í okt. og nóv. fór að bera á skemmdum á greni í Reykjavík. Skemmdimar jukust jafnt og þétt fram í mars, en þá var ástand tijánna orðið eins og það er núna. Koma mátti í veg fyrir skemmdir með því að úða trén í júli, ágúst eða september jafnvel í október. Vorúðun skilaði litlum árangri gegn þessari plágu. Greni sem úðað var um vor fór víða mjög illa. Árlega þarf að fylgjast með sitkalús. Hún er meindýr sem hefur burði til að fara mjög illa með grenitré, getur jafnvel drepið þau þegar verst lætur. Þegar 'hætta er á ferðum þarf að grípa til vama gegn henni. Miklu máli skiptir þá að velja rétt efni og beita þeim á réttum tíma. Jón Gunnar Ottósson Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Frímerkjasýning verður haldin i Norræna húsinu í Þórs- höfn í Færeyjum dagana 26.-29. júní nk. Tilefnið er það, að á þessu ári er Félag frímerkjasafnara í Færeyjum (Faroya Filatelistfelag) 50 ára og eins hefur póststjórn Fær- eyja starfað í tíu ár sem sjálf- stæð stofnun. Frímerkjasýning þessi nefnist NORÐATLAN- TEX-86. Á þessari frímerkjasýningu verða um 250 rammar í sam- keppnisdeild, en auk þess er nor- rænum póststjómum boðin þátt- taka í heiðursdeild. I samræmi við það, sem gert var fyrir tíu áram, þegar færeyskir safnarar héldu sýninguna N ORÐ ATLANTEX- 76, hefur vinafélögum á öðram Norðurlöndum einnig verið boðið að taka þátt í sýningunni núna og eins félögum á Hjaltlandseyj- um og Orkneyjum. Þetta verður svonefnd þjóðleg frímerkjasýning (national) og reglur hennar miðaðar við reglur Landssambands danskra frí- merkjasafnara. Þátttökuskilyrðin era þau, að sýnendur séu félagar í einhveiju frímerkjafélagi eða klúbb, sem á aðild að landssam- Norræna húsið í Þórshöfn. bandi, sem er í Alþjóðasambandi frímerkjasafnara (FIP). Vemdari NORÐATLANTEX-86 verður Atli P. Dam, lögmaður Færeyja. Póst- stjóm Færeyja starfrækir sér- stakt pósthús á sýningunni, þar sem sérstimpill verður notaður. Sýningamefnd skipa Súni Vint- er formaður, Hendrik Rubeksen varaformaður, Ingvard Jacobsen gjaldkeri og Knud Wacher fyrir Postverk Faroya. Islenzku frímerkjasöfnuram var boðin þátttaka í NORÐATL- ANTEX-86, og hafa sex safnarar þekkzt boðið og sýna í 29 römm- um. Árið 1976 urðu íslenzkir sýn- endur fimm og rammafjöldi þrett- án. Enginn þeirra tekur þátt í þessari sýningu í sumar. Margs konar efni verður sent héðan í samkeppnisdeild. Guðmundur Ingimundarson sýnir Vestmanna- eyjar, Hálfdan Helgason íslenzk bréfspjöld 1879-1941, Hjalti Jó- hannesson íslenzka póststimpla af ýmsum gerðum, Jón Aðalsteinn Jónsson Danmörk 1870—1904, Ólafur Elíasson Gullfoss-frímerki 1931—32 á bréfum og snyfsum, þar sem lesa má úr margvísleg burðargjöld, og Sigurður Þormar íslenzka stimpla, sem kallaðir hafa verið svissneskir stimplar eða brúarstimplar eftir gerð þeirra. Era þeir flestir á heilum umslögum og sumir næsta sjald- séðir. Öll hafa þessi framan- greindu söfn komið fram á sýn- ingum hér heima, og era því mörgum kunn. Enn sem komið er hef ég engar nákvæmar spumir haft af frí- merkjaefni því, sem sýnt verður á NORÐATLANTEX-86, en vafa- laust verður þar margt áhugavert til sýnis. Þátttaka verður öragg- lega mjög mikil, og marka ég það af því, að íslenzkir safnarar gátu ekki fengið allan þann ramma- fjölda, sem þeir óskuðu eftir. Ég álít sjálfsagt, að íslenzkir frímerkjasafnarar taki þátt í frí- merkjasýningum á Norðurlönd- um, þegar færi gefst á. Á þann hátt kynna þeir starfsemi frí- merkjasafnara hérlendis meðal vina og frænda. Þá er ekki síður ástæða til þátttöku meðal næstu nágranna okkar, þegar þeir halda sýningar hjá sér. Allt ætti það að auka á samvinnu og skilning meðal frímerkjasafnara og verða um leið góð landkynning. Því miður mun engin hópferð verða héðan á NORÐATLANT- EX-86, en ég hvet með þessum línum alla þá íslendinga, sem gista Færeyjar síðustu viku júní- mánaðar, til að heimsækja af- mælissýningu frænda okkar í Norræna húsinu í Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.