Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Aiien frá IAD stal senunni. Loftmótstaða: CD 0.27. Vél: ýmislegt, t.d. tvær BMW mótor- hjólavélar eða 2.8 1 Ford, þú velur. Tormo ’86 Þórhallur Jósepsson 61. alþjóðlega bílasýningin í Torino á Italíu var haldin fyrir skömmu í Lingotto-sýningar- höllinni þar í borg. Þessi sýn- ingarhöll á sér merka sögu að baki. Húsið er geysistórt og var aðeins hluti af því notaður undir sýninguna (sá hluti er reyndar margfaldlega stærri en Laugardalshöllin okkar). Þessi bygging var tekin í notk- un árið 1920 og var fyrsta samsetningarverksmiðja FIAT þar sem allt var vélvætt og á einum stað. Nú eru breyttir tím- ar og húsið hentar ekki lengur til bílaframleiðslu og þá er það notað til annarra verkefna, t.d. sýninga. Vel má sjá þegar inn er komið að þarna hefur mikil „fabrikka" verið starfrækt, enn mótar fyrir festingum af ýmsu tagi í loftum og víða sjást stigar og gangbrautir um hæðir. Sér- staka athygli vekur hve vel hefur verið hirt um bygging- una, enda er hún öll hin snyrti- legasta. Sýningin skiptist í fjóra aðal- hluta og voru almennir bílar í einum, sérsmíðaðir í öðrum, sendi- bílar og jeppar í þeim þriðja og bílhlutir af öllu tagi í hinum fjórða. Eins og við er að búast var athygli gestanna mest bundin við nýjungar þær sem kynntar voru og einkum var að fínna meðal sérsmíðaðra bfla, þótt einnig fynd- ust þær í hinum deildunum. Bretar stálu senunni. Bretar hafa hingað til ekki verið þekkt- astir fyrir frumleika eða listræna sköpunargleði í bílaframleiðslu sinni. Haft er fyrir satt að þegar Bugatti og Bentley voru keppina- utar í Grand Prix millistríðsá- Skyldi hann taka Subaru og Tercel fram þessi? Nissan með drif á öllum, bíður eftir að vera hleypt í snjóinn á íslandi. ítalskur lúxusjeppi: Magnum 4x4 framleiddur af Rayton Fissore. (Fjær sést í afturhlutann á Lamborghini LM-002.) Leðurklæddur að innan mundi Magnum kosta tæpar þtjár milljónir króna hingað kominn. ranna, hafí Ettore Bugatti lýst þeim bresku svo: „Þetta eru hrað- skreiðustu vörubflar sem ég hef séð.“ Nú er öldin önnur, á meðan hinir fornfrægu ítölsku forystu- menn í bílahönnun, Pininfarina, Bertone, Giugiaro og fleiri áttu í basli með að ná athygli sýningar- gestanna, hrósuðu hinir bresku IAD og Rover sigri. ítalirnir áttu greinilega í nokkrum vandræðum með að losa sig frá hugmyndum sem hafa áður verið kynntar og áhorfendur fengu á tilfínninguna að þeir hefðu séð þetta allt áður, auk þess sem helstu bflar þeirra voru svo framúrstefnulegir í hönnun að telja má víst að þeir verði ekki framleiðsluvara. Best tókst þeim upp þegar þeir tóku fjöldaframleidda bíla og gáfu þeim nýtt og óneitanlega fegurra útlit eins og t.d. Alfan sem Pininfarina fór höndum um. IAD (Intemational Automotive Design) frá Sussex á Englandi, tóku sýningargesti með trompi. Það tromp heitir Alien og er engu öðru farartæki líkt. Hönnuðimir em ungir menn og greinilega að springa úr sköpunargleði og ekki vantar þá hugmyndimar. Þeir segja sjálfír að með þessu fyrir- bæri vilji þeir sameina ímyndir afls og listræns skúlptúrs. Rover kynnti CCV og gerðu það á einstaklega breska vísu. Þó að bfllinn hefði fremur átt heima meðal sérsmíðuðu bílanna, þar sem hann er hugmynd Rover um framtíðina, þá var hann einfald- lega settur á bakvið aðalsýningar- svæði Rover og bar ekki mikið á honum þar. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann nyti verulegrar athygli, enda er hann sérlega laglegur og ber það með sér að hann á ekki langt í land með að komast á framleiðslustigið og það eitt er næg ástæða til að vekja áhugamanna. Þessir bflar voru, hvor á sinn hátt, tákn um að lóks fari að vora í breskum bflaiðnaði eftir mikla lægð undanfarin ár. Ef hægt er að tala um að eitt- hvað eitt atriði hafi verið rauði þráðurinn í þessari sýningu, þá er það bætt nýting og á við um jafnt orku sem rými. Dieselbílar voru áberandi, t.d. FIAT Uno turbo D og Panda D, meira að segja Range Rover var kynntur með turbo D. Minni loftmótstaða er kjörorðið í dag og núorðið er varla sá bílaframleiðandi að hann þreifí ekki a.m.k. fyrir sér með fjórhjóladrif. Síðar verður hér sagt meira frá einstökum tegundum, en núna fylgja myndir af fáeinum sýningargripum. Renault Espace, rýmíð nýtt til fulls. Svar Frakka við Mitsubishi Space Wagon og fleiri slíkum. Sérstædir bílar Ljótastur, dýrastur og duglegastur ÁTTU rúmar sjö milljónir? Viltu kaupa bíl fyrir þær krónur og viltu að allir sjái það umsvifalaust að þarna ferð þú á dýra torfærutröllinu þínu og lætur enga ófærð hindra þig í að komast þína leið? Hvemig væri þá að fá sér einn Lamborghini LM- 002, dýrasta, ljótasta og dug- legasta jeppann á markaðin- um? Eins og nærri má geta er bíll þessi um flest einstakur, enda hefur Lamborghini getið sér orð fyrir annað en hversdagsleika í framleiðslu sinni á tryllitækjum og þótt þau séu gerð fyrir slétt malbik, þá nýtast margir eigin- leikar þeirra á torfærutröllinu. Þetta er enginn silakeppur þótt groddalegt útlitið minni um margt á ónefndan breskan jeppa, vélin er 5167 cm 3 og skilar 450 hestöflum við 6800 snúninga hraða og togkraftur- inn er ekki minni en 51 kgm við 4500 snún. Þetta dugir til að rífa bflinn upp í 100 km. hraða á 8,5 sekúndum og há- markshraðinn er 201 km/klst og er hann þó heil 2700 kg. tómur! Eins og vænta má, þarf svolítinn bensínsopa til að fram- leiða allt þetta afl og tankurinn tekur heila 290 lítra. Dýrt? Ef þú hefur efni á að kaupa bílinn þá hefurðu væntanlega ekki síð- ur efni á að reka hann (ekki er gefíð upp hve miklu hann eyðir!). Boddyið er allt úr áli og einnig grindin. Til að sjá virðist vera heldur óheflað handbragð á öllu, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að vinnan er vön- duð, nánast óaðfínnanleg. Að innan er allt í vandaðasta leðri og sportlegt um að litast, sæti eru fyrir fjóra inni og fjóra úti, þ.e. í lestinni afturí. Kassinn er fímm gíra og er fímmti yfírgír. Drif eru læst að hluta, 25% að framan og 75% að aftan, sama er að segja um millikassann, 75% læsing og hægt að 'allæsa með handafli. Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli og að framan eru diska- hemlar með fjórum dælum á hvoru hjóli, að aftan eru 12“x3“ skálar. Hæð undir miðjan bfl er 42,5 cm og undir drifkúlur 29,5 cm svo að ekki ættu að verða vand- ræði með að stikla yfir ófærum- ar og flennibreið Pirelli 325/65 VR 17 radialdekkin ættu að tryggja grip við allar aðstæður. Víst má telja að þessi tröl- laukni jeppi nyti sín við við íslen- skar aðstæður, en hvort það er sjö milljóna króna virði, tja - dæmi hver fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.