Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Pltrgw Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Flokkar Urvinnsla gagna úr könnun þeirri, sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið á dögunum, hefur leitt ýmislegt forvitnilegt í ljós. í því viðfangi er ástæða til að nefna þá niðurstöðu, að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist vera höfuð- flokkur verkafólks, iðnaðarmanna og skrifstofufólks. Um 39% verka- fólks fylgja flokknum að máli, en samanlagt fylgi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags meðal verka- fólks er um 33%. Sá áróður, sem hefur verið mjög áberandi, að þessir tveir flokkar séu sérstakir „verkalýðsflokkar" reynist því marklaus með öllu í ljósi könnun- arinnar. Sömu sögu er að segja af stuðningi iðnaðarmanna við flokkana. Um 42% þeirra kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en um 32% fylgja Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu. Það er einnig vert eftirtektar, að um 44% skrifstofufólks hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en samanlagt fylgi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Bandalags jafnaðar- manna meðal skrifstofufólks er mun minna. Meðal sérfræðinga, stjómenda og atvinnurekenda er fylgi Sjálfstæðisflokksins síðan langtum meira en meðalfylgi flokksins. Áberandi er, hversu stór hópur fólks er starfar við kennslu og heilbrigðisþjónustu fylgir Alþýðu- bandalaginu að málum. Um 33% þessara starfsstétta ætla að veita flokknum stuðning í næstu þing- kosningum og er stuðningur við Alþýðubandalagið hvergi meiri meðal atvinnustétta. Hafí Al- þýðubandalagið einhvem tíma verið flokkur verkafólks er það liðin tíð. Nú er Alþýðubandalagið augljóslega sá flokkur, sem mest höfðar til opinberra starfsmanna og þá einkum fyrmefndra þjón- ustustétta. Að sama skapi er stuðningur þess við Sjálfstæðis- flokkinn lítilí eða um 20%, sem er lægra hlutfail en smáflokkur eins og Kvennalistinn fær. Þetta hlýtur að vera sjálfstæðismönnum mikið áhyggjuefni og full ástæða til að íhuga hvaða ástæður þama liggja að baki. Ráðherrar flokks- ins fara með ráðuneyti heilbrigðis- og menntamála í ríkisstjóminni, en sú spuming vaknar hvort og stéttir stefna flokksins á þessum mikil- vægu sviðum sé ef til vill ekki nógu skýr eða nægilega vel kynnt. Höfðar hún kannski ekki til þessa fólks? Eða er ástæðan fyrst og fremst sú, að kennarar og hjúkr- unarfólk, sem fyrr á ámm bjuggu við þokkaleg launakjör, hafa færst aftur úr í launum og trúa því að Alþýðubandalagið geti í rauninni breytt einhveiju þar um? Hvaða skýringar sem menn hafa, er það augljóslega áríðandi að ræða þessar staðreyndir. Því fyrr, sem opinská umræða hefst, því betra. Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar sækir Kvennalist- inn fylgi sitt einkum til opinberra starfsmanna, og þá sérstaklega kennara og hjúkmnarfólks eins og Alþýðubandalagið. Stefnumál Kvennalistans virðast hins vegar ekki höfða til láglaunakvenna, og er það í samræmi við þær niður- stöður sem Morgunblaðið las út úr síðustu könnun Hagvangs. Ef litið er til annarra flokka virðist Alþýðuflokkurinn hafa áþekkt fylgi meðal flestra starfs- stétta. Stuðningur sjómanna við flokkinn er þó meiri en annarra starfsstétta, eða 31,6%, sem er litlu minna en fylgi sjómanna við Sjálfstæðisflokkinn. Hafa ber þó í huga, að sjómenn vom ekki margir í úrtakinu, sem könnunin tók til. Framsóknarflokkurinn stendur hlutfallslega langbest að vígi meðal bænda. Fylgi flokksins meðal skrifstofufólks og þeirra, sem starfa við kennslu og heil- brigðisþjónustu, er mjög lítið. Fylgismenn Bandalags jafnaðar- manna em fáir í öllum starfsstétt- um, enda bendir flest til þess að dagar flokksins séu senn taldir. Þegar skoðanakannanir um stjómmál em birtar í fjölmiðlum vekur það eðlilega mesta athygli, hvert fylgi einstakra flokka er og þeim tölum er mest hampað. Ýmisleg sundurgreining niður- staðna er á hinn bóginn ekki síður áhugaverð, svo sem hér hefur verið rakið, og getur m.a. varpað nýju ljósi á eitt og annað í þjóðlíf- inu, sem menn hafa e.t.v. hugboð um, en ekki vissu fyrir. Skoðana- kannanir skipta því máli og því vandaðri sem þær em, því lær- dómsríkari og markverðari em þær. Sakharov Andrei Sakharov, hinn hug- rakki andófsmaður í Sovét- ríkjunum, varð 65 ára sl. miðviku- dag. Af því tilefni bámst sov- éskum stjómvöldum kröfur víða að úr heiminum um að láta hann lausan, m.a. frá ríkisstjóm Vest- ur-Þýskalands, hópi breskra þing- manna úr öllum flokkum og frá Amnesty Intemational. í Frakk- landi lögðu helstu mannréttinda- samtök landsins til, að afmælis- dagur Sakharovs, 21. maí, yrði gerður að sérstökuni árlegum mannréttindadegi, er bæri nafn hans. Ástæða er til að taka undir dagurinn þessa tillögu. Barátta Sakharovs og konu hans, Yelenu Bonner, fyrir frelsi einstaklingsins og almennum mannréttindum í Sov- étríkjunum verðskuldar stuðning allra siðaðra manna. Framkoma Sovétstjómarinnar við Sakharov, einn snjallasta vísindamann Sov- étríkjanna, er hneisa. En Sak- harov er sannarlega ekki einn um að sæta kúgun í ríki sósíalismans og dagur Sakharovs verður tilefni til að minna á örlög þessa fólks og gæta þess, að hinn fijálsi heim- ur gleymi ekki veröldinni handan gaddavírsgirðinganna. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 338. þáttur Áralöng barátta hefur verið háð í þáttum þessum gegn staglstíl. Heldur sýnist hún hafa borið lítinn árangur, því að dæmi í lesendabréfum, þar sem vont mál er tíundað, em rík af stagli. Staglstíllinn var hér einhvem tímann uppnefnd- ur Fróðárselur. Var það vegna þess, að í Fróðámndmm, sem lýst er í Eyrbyggju, lyftist sels- hausinn fýrst í stað þeim mun ofar sem hann var oftar barinn niður. ★ Ingólfur Gunnarsson á Ak- ureyri skrifar mér bréf, þar sem hann tínir einmitt til dæmi af staglinu í blöðum, jafnvel í forystugreinum og aðsendum fræðigreinum. í forystugrein í Degi var staglast svo á orðinu sveit, að til stíllýta kom, en úr fræðigrein í lesbók þessa blaðs hafði Ingólfur t.d. þetta: „Um það þarf líklega ekki að munn- höggvast um.“ En Ingólfí lá margt annað á hjarta, og fylgdu bréfí hans vísur nokkrar. Tvær þeirra birti ég hér. Föður Ingólfs, Gunnari Sigfússyni frá Helgastöðum í Eyjafírði, leiddist vísan um haustið, þessi alkunna sem hefst á orðunum: Sumri hallar, hausta fer. Gunnar kvað (fer- skeytla hringhend): Vetri hallar, vorafer. Vaknið, snjallirýtar. Burt úr §alli flýta sér fannirmjallahvítar. Betur að þær gerðu það nú, en svo langar okkur Ingólf til þess að vita hver muni hafa ort þennan alþekkta húsgang (líkist frárím- uðu, frumhendu stuðlafalli): Æijæja, oft ég hlæ í huga að vinnumannamyndunum og minum hrífutindunum. ★ í síðasta þætti varð það óhapp í prentun, að orðmyndin sævar- djúpanna skiptist skakkt milli lína: sævardjú-panna. Þama var náttúrlega engin panna á ferðinni. Því miður færast vitleysur af þessu tagi í vöxt. í fréttayfírliti sjónvarps 16. þ.m. kom á skerm- inn „starfs-emi“ í staðinn fyrir starf-semi. Þetta nafnorð er dregið af lýsingarorðinu starf- samur (stofnsamsetning af starf), ekki starfs-amur. En úr því að ég minnist hér á sjónvarpið þetta kvöld, verð ég einnig að fetta fíngur út í það málfar, þegar talað var í fréttum um „tólf vörur“. Vara er þess konar safnheiti, að jafnvel í fleir- tölunni, vörur, á þvílík tölusetn- ing ekki við. Skylt er að geta þess, að í síðari fréttum kvöldsins var þetta kirfílega lagfært og talað um tólf vörutegundir. Um vanhugsaða germynd í þolmyndar (eða miðmyndar) stað leyfí ég mér að vitna í 334. þátt, þar sem ég gerði þessu efni nokk- ur skil. Því miður má enn sjá í blöðum og heyra í fréttum að þetta eða hitt „byggi" á einhveiju í stað þess að það byggist eða sé byggt. Af sama tagi er sú málvilla sem margsinnis mátti heyra í sjónvarpsfréttum 6. þ.m. Fréttamaður staglaðist á því, í ýmsum tilbrigðum, að hraðfrysti- hús lokaði og fékk viðmælanda sinn til að tala á sama veg. Auðvit- að hefur þetta hraðfrystihús aldrei lokað einu né neinu og mun ekki gera. Það hefur ekki hæfíleika til þess, getur ekki verið gerandi verknaðar, heldur er og verður þolandi. Við vonum að húsinu verði ekki lokað eða það lokist ekki. En ef svo illa tækist til, verður það væntanlega opnað aftur, en margumtalað hraðfrystihús opn- ar aldrei neitt, fremur en aðrir dauðir hlutir. Góðu fréttimar eru aftur þær, að „Forvamir hefíast heirna". ★ Frá „dyggum lesanda Mbl.“ fæ ég svohljóðandi bréf með bestu kveðjum: „Mér hefur alltaf skilist að ís- lenska orðið „iðnaður" þýddi að breyta hráefni í fullunna vöru, t.d. að breyta mjólk í mat og ull í fat. Þar af leiðandi hefur mér fundist orðið „ferðamannaiðnað- ur“ vera orðskrípi sem losna þyrfti við úr íslensku máli. Kanntu ekki einhver ráð til þess?“ Efni þessa bréfs er réttmætt. í Orðabók Menningarsjóðs er iðnaður skilgreint: „1) Skipulögð (vélvædd) framleiðsla vamings úr hráefnum, 2) handiðn (lögvemd- uð).“ Ráð til þess að losna við orðið „ferðamannaiðnaður" em víst engin til nema fínna önnur betri í staðinn. Nokkrum sinnum hefur um þetta verið fjallað hér í þættin- um, og hafa komið fram þessar uppástungur að minnsta kosti: ferðaútvegur, ferðingur, ferð- ingar (kvk.flt.), ferðun, farand- ur og ferðaþjónusta. Að svo komnu mæli ég með síðasta orð- inu, ferðaþjónusta, um þá at- vinnu sem menn gera sér af því að stússast við ferðamenn og sjá fyrir margvíslegum þörfum þeirra. Hvað segir „dyggur les- andi Mbl“. um það? Gott þætti mér að hann og aðrir bréfritarar segðu hveiju sinni til nafns. Ef þeir óska þess, að nöfn þeirra birtist ekki, þá verður við því orðið. ★ Klykkjum svo út með nýlegri flensuvísu eftir Baldvin Ringsted á Akureyri: Úr nefínu stöðugt steypist flóð, streymirlíkaúraugum. Af ásjónu lýsir geislaglóð, greypt er hún rosabaugum. Eftir mig liggur slefuslóð sleiktan af fársins draugum. Ekki er haussins heilsa góð, hann er farinn á taugum. Húsavíkurkórinn í söngf ör til Noregs og Svíþjóðar Húsavík. Húsavíkurkórinn, sem skipaður er söngfólki úr Kirkjukór Tónlistarskólans, er að hefja söngför til Noregs og Svíþjóðar og verður um hálfan mánuð í ferðinni. Kórfélagar eru rúm- lega 40 en með mökum er hópurinn um 70 Húsvíkingar, sem ganga um norska og sænska grund á næstunni. Kórstjóri er Ulrik Ólason, undirleikari Ragnar L. Þorgrímsson, og farar- stjóri séra Björn H. Jónsson, sóknarprestur. Kórinn hélt samsöng í Húsa- hefur æft mjög vel í vetur og víkurkirkju á annan hvítasunnu- slík markmið að keppa að, sem dag við góða aðsókn og undir- þessi ferð, eykur mjög vetrar- tektir og voru honum þar færðar starfíð og gerir það fjölbreytt- óskir um fararheiíl. Kórinn ara og skemmtilegra. Á söngskránni eru 20 lög fjölbreytt að efnisvali, íslenzk og norsk þjóðlög svo og kórar úr óperum. Húsavíkurkórinn ætlar að lofa íbúum sunnan jökla að heyra til sín og syngja í Reykja- vík í Bústaðakirkju næstkom- andi mánudag, 26. maí, kl. 20.00 en að morgni næsta dags flýgur kórinn út. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.