Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 42

Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 fclk í fréttum Varþaðtilviljun? Maðurinn sem sprengdi bankann í Monte Carlo Þessar stúlkur mynduðu hópinn sem sigraði í „free-style“ danskeppninni sem fram fór í Tónabæ um helgina. F.v. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þrúður Vignisdóttir, Eva Margrét Ævarsdóttir, Bjarney Sigrún Lúðvíksdóttir og Berglind Rut Hilmarsdóttir. Morfrunbiaðið/RAX Sigurvegarar í „free-style“ danskeppninni 1 Tónabæ Keppni í „free-style“ dansi fór fram í Tónabæ um helgina. Um það bil hundrað keppendur frá æskulýðsmiðstöðvunum í Reykjavík og nágrenni tóku þátt í keppninni. Sigurvegarana sjáum við hér á myndinni en stúlkurnar heita: Guðbjörg Guðmundsdóttir, Þrúður Vignisdóttir, Eva Margrét Ævarsdóttir, Bjarney Sigrún Lúð- víksdóttir og Berglind Rut Hilm- arsdóttir. SINGER hættir að framleiða saumavélar M I ahatma Gandhi, fyrrver- andi forsætisráðherra Indlands, kallaði Singer-saumavélina „einn af örfáum hagnýtum hlutum sem fundnir hafa verið upp“. Singer- fyrirtækið var stofnað 1851 og varð eitt fýrsta bandaríska alþjóðafyrir- tækið. Vörumerki þess, hið stóra rauða „S“ var um langt skeið al- geng sjón á heimilum víða um heim. En nú hefur Singer-fyrirtækið ákveðið að hætta framleiðslu saumavéla og láta hana alfarið í hendur dótturfyrirtækis síns. „Þessi ákvörðun var ekki sársaukalaus,“ segir Joseph Flavin, forsljóri Sing- er. „Við hættum ekki við fram- leiðslu sem staðið hefur í 135 ár án trega. En þessi breyting var nauð- synleg vegna endurskipulagningar fyrirtækisins." Fyrsta Singer-saumavélin var hönnuð af Isaac Merritt Singer, sem fæddist í Oswego í Bandaríkjunum árið 1811. Saumavél hans kom fyrst á markað 1850 og naut þegar mikilla vinsælda. „Mér er fjandans sama um heiðurinn af uppfinning- unni, það eru peningar sem ég vil fá,“ er haft eftir Singer gamla. Hann komst fljótlega í álnir enda veitti honum ekki af, þar sem hann þurfti að standa straum af fram-' færslu 24 barna sem hann átti með eiginkonum sínum tveim og a.m.k. þremur ástkonum. Singer dó í Englandi 64 ára gamall er hann var að koma á fót deild fyrirtækis síns þar. Ef Singer væri enn á lífi myndi hann varla þekkja saumavélina sem kennd er við hann. Sú saumvél sem fyrirtækið selur best um þessar mundir þræðir sig sjálf á sex sek- úndum og hefur innbyggða tölvu- stýringu fyrir alls konar útsaum og bróderingar. T* að var fyrst þegar lestin kom inn á járnbrautarstöðina í Louisvill að Bandaríkjamaðurinn George D. Bryson ákvað að hætta við ferð sína til New York og fara þess í stað til Kentucky-borgar. Þangað hafði hann aldrei komið áður og varð að spyijast fyrir til að finna besta hót- elið. Enginn vissi um dvöl hans í Kentucky, og svona til að gera að gamni sínu spurði hann hótelaf- greiðslumanninn á Brown-hótelinu: „Er nokkur póstur til mín?“ Honum brá í brún þegar þjóninn rétti hon- um bréf sem stílað var á hann og bar herbergisnúmer hans. Sá sem verið hafði næstur á undan honum í herbergi 307 hafði einnig heitað Georg D. Bryson. Einstök tilviljun og sagan finnst mörgum merkilegri fyrir það að maðurinn sem segir hana oftast er Dr. Warren Weaver, þekktur bandarískur stærðfræðingur og sér- fræðingur í líkindareikningi. Dr. Weaver heldur því fram að tilviljun- arlögmálið skýri marga atburði sem menn hafa tilhneigingu til að trúa að sérstök „gæfa“ eða ókunn öfl standi að baki. Ef kastað er upp peningi nógu oft sér tilviljunarlögmálið til þess að útkoman verður álíka margar krónur og skjaldarmerki. En stund- um kemur sama hlið peningsins upp oft í röð og hægt er að reikna út Óþekktur Englendingur, Charles Wells, varð frægur um allan heim 1891 er honum tókst að þurrausa banka Monte Carlo spilavítisins þrisvar í röð. Um hann var samið vinsælt dægur- lag: Maðurinn sem sprengdi bankann í Monte Carlo. með tiltölulega mikilli nákvæmni hversu líklegar slíkar raðir eru. Hið sama gildir við rúlettuna. Eintómar jafnar tölur komu einu sinni upp 28 sinnum í röð í spilavít- inu í Monte Carlo. Líkumar á að þetta gerist eru um 268 milljónir á móti einum. Samt má fullyrða út frá líkindareikningi að þetta geti gerst, hafi gerst - og muni gerast ef nógu mörgum rúlettum er haldið gangandi nógu lengi. Þannig telur Weaver að tilviljun- arlögmálið skýri fyllilega spilagæf- una sem varð til þess að Charles Wells hlaut sæmdarheitið „Maður- inn sem sprengdi bankann í Monte Carlo", en vinsælt dægurlag var samið um hann og hina einstöku heppni hans í fjárhættuspili. Wells - feitur og dálítið skugga- legur Englendingur - varð frægur árið 1891 þegar honum tókst að „Fyrsta kennslu- stundin með Singer- saumamaskinunni'* stendur á þessari auglýsingu sem er frá um 1880. ;J«fiftSTtfsSON THE NEW IMPROVEO SlNGER. F.A9.Y TO Ú4C - £*,livTO -> ro Bov.: H ljómsveitin Rolling Stones, eða Rollingamir eins og þeir hafa verið kallað- ir uppá íslensku, vinna sjaldan saman nú orðið. Fyrir skömmu komu þeir þó saman og unnu um skeið að því að gera plötu, og er það sú fyrsta sem frá þeim kemur í tvö ár. Plötuna nefna þeir enda Skítverk (Dirty Work). „Við höfum ennþá mikil áhrif,“ segir Ron Wood, einn Rollinganna, „og við viljum beina unglingum núti- mans í okkar farveg." Aðspurður hvemig væri að vinna með hljóm- sveitinni á ný svaraði Mick Jaggen „Það er eins og að fara aftur í gamla skó.“ Rollingarnir fimm em allir komnir yfir fertugt nema einn - Mick Jagger er 42, Ron Wood 38, Keith Richards 42, Charlie Watts 44 og Bill Wyman 44. Þeir hafa lengi átt við nokkra erfiðleika að stríða vegna þess að Mick Jagger hefur sífellt gert meira af því að koma fram einn sér. Ogþrátt fyrir hve hljóm- leikaferðalög geta verið erfíð vildu flestir þeirra leggja í hljóm- leikareisu með Skítverkið. En þá sagði Jagger þvert nei. Þessi mynd var tekin af Rollingunum þegar þeir unnu saman að Skítverkunum sem nú er fyrir nokkru komin út á plötu. F.v. Richards, Jagger, Wood, Watts og Wyman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.