Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 46

Morgunblaðið - 24.05.1986, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1986 Jttcáöur á morguu DÓMKIRKJAN: Trinitatis. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARKIRKJA: Messa í safn- aðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Organisti Jón Mýrdal. Sr. GuðmundurÖrn Ragnarsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Sameiginleg guðsþjónusta Breiðholts- og Bústaðakirkju kl. 11. Organisti Daníel Jónsson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjónusta Breiðholts- og Bú- staðasafnaða kl. 11. (Vinsamleg- ast ath. breyttan messutíma). Guðspjall dagsins: Jóh. 3.: Kristur og Nikó- demus. Organisti Daníel Jónasson. Prestur sr. Lárus Halldórsson. Sóknarnefndin. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagseftirmiðdag. Lagt verður af stað í vorferðina kl. 14.00frá kirkjunni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Safnaðarferð um Suðurnes. Lagt af stað frá Fáöu þér Ameriska glerbrynju á bilinn * Þœgilegt og auövelt í notkun. * Bílþvotturinn veröur leikur einn. / * Glerungurinn styrkir lakk bílsins gegn steinkasti. Þeim fjölgar ört sem átta sig á yfirburöum ULTRA GLOSS gagnvartöörum bóntegundum. ULTRA GLOSS erI raun „fljótandi gler" og því eölilegt aö þaö endist margfalt lengur en vax- eöa plastbón. Sé fariö eftir leiöbeiningum um notkun, þá nœgir aö bóna bílinn 3 sinnum á ári til þess aö tryggja örugga vernd gegn veörun. Þetta vita þeir sem notaö hafa ULTRA GLOSS frá byrjun. Erlendis er tekin 18 mánaöa ábyrgö á endingu, en viö höldum okkur aö sjálfsögöu viö hérlendar staöreyndir. ULTRA GLOSS er ódýr langtímavörn. Útsölustaöir: ESSO-stöðvarnar. HAGKAUP, Skeifunni iðnaðaiDankinn -Mtím kmkj Grensáskirkju kl. 9.30. Messa í Grindavíkurkirkju kl. 11 með sr. Erni B. Jónssyni. Skoðunarferð um Reykjanesið. Góðir leiðsögu- menn verða með í ferðinni. Komið aftur kl. 17. Þriðjudag 27. maí: Biblíulestur kl. 20.30. Sr. HalldórS. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kaffisala kvenfélagsins í Domus Medica kl. 3. Þriöjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. LANDSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. ArngrimurJónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 ár- degis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. (Ath. breyttan messu- tíma). Hestamenn koma á gæð- ingum sínum til kirkju og úr röð- um þeirra munu aðstoða við messuflutninginn, hljóðfæraleik- ararnir Ásgeir Steingrímsson, Sveinn Birgisson og Þorkell Jó- elsson, leikararnir Gunnar Eyj- ólfsson og Klemens Jónsson og söngvarinn Guðmundur Þ. Gísla- son. Kór Langholtskirkju syngur og organisti er Jón Stefánsson. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 24. maí: Guðsþjón- usta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup pédikar. Sunnudag 25. maí: Messa kl. 11 í Laugarneskirkju. Altarisganga. Þriðjudag 27. maí: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Þriðjudag og fimmtu- dag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11. Altaris- ganga. Skaftfellingakórinn í Reykjavík syngur við guðsþjón- ustuna. Þriðjudag 27. maí: Fyrir- bænasamvera kl. 18.30 í Tinda- seli 3. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK: Guðsþjónusta kl. 14. Ræðuefni: Er trúmaðurinn vangefinn? Frí- kirkjukórinn syngur. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. I maímánuði eru Maríubænir eftir lágmessuna kl. 18 nema á fimmtudögum en þá er maíandakt. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskólastarfinu lýkur kl. 14. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Þar stjórna og tala flokksforingj- arnir. KFUM & KFUK Amtmannsstíg: Samkoma kl. 20.30. Arnmundur Jónasson talar. Samvera öld- ungadeildar i félagsheimilinu við Holtaveg kl. 15. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn söngguðsþjónusta kl. 20. Fjölbreytt söngdagskrá. Guðni Einarsson flytur hugleið- ingu. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefssprtala: Há- messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 20. Rúmhelga daga messa kl. 8. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Hópur úr Grensássókn kemur í heimsókn og sóknarpresturinn þar, sr. Halldór S. Gröndal, préd- ikar. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Sr. Örn Bárður Jónsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Fríða Lárusdóttir organisti. Sr. Björn Jónsson. GARÐAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjónusta Garða- og Víði- staðasóknar í Garðakirkju kl. 11. Sr. Haraldur M. Kristjánsson prédikar. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Sameiginleg guðsþjonusta Garða- og Víði- staðasókna kl. 11. Sr. Haraldur M. Kristjánsson messar. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. Rauða kross húsið — hjálparstöð æskufólks: 73hafaleitað hjálpar frá stofnun Á ÞEIM fjórum og hálfa mán- uði sem Rauða kross húsið hefur starfað hafa 38 ung-ling- ar komið til gistingar í lengri eða skemmri tíma og aðrir 35 komið hluta úr degi til að fá upplýsingar og ráðleggingar. Rauða kross húsið, Tjarnargötu 35, er neyðarþjónusta æsku- fólks sem á við vandamál að stríða og er opið allan sólar- hringinn auk þess sem síma- þjónusta er allan sólarhringinn. Rauði kross íslands rekur húsið en Reykjavíkurborg lagði til húsnæðið gegn vægri leigu. Stöðinni var ætlað að starfa til sex mánaða til reynslu og var 1 milljón króna varið á því tímabili. „Það hefur sýnt sig að þetta starf hér er bráðnauðsynlegt," sagði Ólafur Oddsson forstöðumaður á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. „Við erum að reyna að vinna hér forvamarstarf. Böm og unglingar upp að 18 ára aldri hafa komið hingað með alls konar vandamál, allt frá minniháttar vandræðum upp í kynferðis- áreitni, vanrækslu, og ofbeldis- beitingu. Stór hluti þeirra sem komið hafa hingað hefur leiðst út í fíkniefni og áfengi, en það er sjaldnast vandamálið — vanda- málin em aðrir þættir í umhverfi krakkana. Þessir krakkar em alls ekki langt sokknir í neyslu áfengis og fíkniefna, því viljum við koma þeim strax út úr þeim vítahring sem þau em í mörgum tilfellum komin í áður en það verður um seinan,“ sagði Ólafur. „Okkur vantar tilfinnanlega langtímaheimili fyrir þessa krakka — Rauða kross húsið er mikil hjálp fyrir suma, en er ekki nóg fyrir aðra. Þau þurfa á eigin meðferð að halda. Þær stofnanir sem til em nú þegar, em yfirleitt sniðnar fyrir fullorðna svo þessi aldurshópur fær ekki rétta með- ferð í því kerfí. Ef þær hugmyndir sem uppi em um Krísuvíkurskól- ann ná fram að ganga, er stór vandi unglinganna leystur og gæti þá Rauða kross húsið verið Ólafur Oddsson, forstöðumaður. einskonar stökkbretti inn i þá langtímameðferð," sagði Ólafur. Rauða kross húsið er opið fyrir alla þá sem vilja láta hjálpa sér. Unglingamir koma að sjálfsdáðun hingað, án nokkurrar þvingunar og reynt er að leysa úr vandamál- um þeirra. „Krakkamir verða að gera það upp við sig hvort þau vilja láta hjálpa sér eða ekki. Það er engin vistaður gegn eigin vilja. í flestum tilvikum em ^ölskyldu- erfíðleikar heima fyrir, foreldrar fráskildir, skortur á tilfinninga- samböndum, samskiptaörðugleik- ar eða vandamál í vinnu eða skóla þannig að unglingamir leiðast út í vímuefnin,“ sagði Ólafur. Flestir gestanna koma um og eftir helgar og á þeim tíma sólar- hrings sem aðrar stofnanir em lokaðar, á kvöldin og fyrri hluta nætur, segir í nýútkominni skýrslu hjálparstöðvarinnar. Með- alaldur gesta er 16,6 ár, pilta 17,7 ár og stúlkna 15,9 ár. Flestir gestanna dvelja aðeins einn dag eða 58%. Þó em 42% sem dvelja lengur, allt upp í fímm vikur sá er lengst hefur dvalið. Stúlkur dvelja að meðaltali 8,2 daga en piltar í 5,4 daga. 16 og 17 ára unglingar. dvelja að meðaltali lengst. Með því að starfsemin væri ekki tengd hinu opinbera þjónustukerfí var álitið að það auðveldaði bömum og unglingum að leita aðstoðar. I ljós hefur komið að um 40% gesta leita aðstoðar að eigin fmmkvæði en hinum hefur verið bent á það af starfsmönnum ýmissa stofnana s.s. Utideild, Lögreglu, Unglinga- heimili ríkisins, Félagsmiðstöðv- um og fleirum. Athygli vekur að 39% gistigesta höfðu ekki leitað aðstoðar annars staðar og flestir hinna sem komu aðeins til að ræða málin höfðu ekki leitað annað, sem sýnir brýna þörf fyrir þessa nýju þjónustu, segir m.a. í skýrslu Rauða kross hússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.