Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 51

Morgunblaðið - 24.05.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Strætisvagnasljórar— unglingar eru líka fólk Nú er nóg komið! Við skrifum þetta bréf til að minna fólk, og þá sér í lagi strætis- vagnabflstjóra, á þá staðreynd að unglingar eru líka fólk. Það virðist nefnilega ekki vanþörf á að þeir séu minntir á þetta, ef miða á við það hvemig sumir þeirra aka, þegar einungis em unglingar í vögnunum (t.d. seint á fostudags- og laugardagskvöld- um). Sem betur fer á þetta ekki við um alla strætisvagnastjóra, en allt of marga samt því að þeir aka margir hveijir eins og þeir séu í harðvítugri rallýkross- eða kvart- mílukeppni. Það virðist a.m.k. ekki koma þeim við að ökutækið sem þeir stýra sé strætisvagn hálffullur af farþegum, sem vegna bijálæðis- legs aksturslags skoppa um vagn- inn þveran og endilagan og hend- ast hver á annan. Nú þýðir ekki að hundsa okkur unglingana eins og svo oft er gert og segja að þetta sé okkur að kenna, því að þó í strætó séu e.t.v. nokkrir unglingar sem kjósa að syngja ættjarðarsöngva og vera teitir réttlætir það ekki aksturslag sem helst líkist morðtilraunum. f tilefni Tímagreinar Velvakandi. Grein í Tímanum, sem em kveinstafir yfir Vísu Vikunnar um sl. helgi, varð tilefni limm í huga lesanda. Limran fylgir hér með: Ein er saga um prinsessuraun, á ótal dúnsængum kvald’ana baun, ogþað fyndu víst flestir fleiri tonn eða lestir en honum Erlendi brá ekki baun. Lesandi Tímans Já, „kæm“ strætisvagnabíl- stjórar. Sumir ykkar ættu að endurskoða afstöðu sína til ungl- inga sem og aksturslag t.d. á föstudags- og laugardagskvöld- um. Ragnheiður L. Skúladóttir, Dagmar Magnúsdóttir. Þessum ökutækjum á ekki að aka eins og kvartmíluköggum, segja bréfritarar. „Þér munuð einn- ig vitni bera“ Mér brá í brún er ég las hug- vekju, með þessu nafni, er birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 11. maí. Oft hafa meinlegar villur slæðst í dálka blaðsins, en þessi grein er slíkur óskapnaður frá upphafi til enda, að alla hlýtur að furða hvar er hægt að finna svo lélegan starfsmann, sem þið hafíð valið til þessa verks. Jafnvel 8-10 ára bam hefði gert betur. Svo vill til, að ég þekki höfund greinarinnar, Óskar Jónsson, og veit hversu vandvirkur hann er í öllu, sem hann gerir, og þá ekki sízt hvað varðar málvöndun í ræðu og riti. Því er sárt að sjá grein hans svo afbakaða sem raun ber vitni. Að lokum þetta. Sjáið sóma ykkar í að velja hæfa starfsmenn til blaðsins, svo lesendur þurfí ekki oftar að sjá svo hörmulega misþyrmingu á okkar ástkæra móðurmáli. Með þökk fyrir birtingu, Steinunn G. Kristiansen Aths. ritstj.: Það er rétt hjá Steinunni G. Kristiansen, að frágangur á grein Óskars Jónssonar í Morgunblaðinu sl. sunnudag var með eindæmum lélegur. Þar er að sjálfsögðu ekki við höfund að sakast og ekki próf- arkalesara heldur. Þegar þeir lásu próförk af greininni og sendu hana frá sér var ekkert athugavert við hana. í tölvuvinnslu Morgunblaðs- ins urðu einhver þau mistök, sem ekki hefur fundizt skýring á enn, sem urðu þess valdandi, að greinin birtist með óviðunandi hætti í blaðinu. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessu. Hvaðan er orðatiltækið? Að yrkja er að sjá Arlaud hefur eftir John Paulsen (1851—1924) í dagblaðinu „Verdens Gang“ í desember 1904, að Henrik Ibsen gæfí þessa skilgreiningu á iðkun skáldskapar. Það kemur einnig fram í bók Paulsens „Kynni af Ibsen“ 19,21 (1906), að þannig skilgreindi Ibsen skáldskapinn. (Dagfoladens Pressetjeneste) Utankjörstaða- skrifstofa SJÁX-FSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. ( Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. ■ ■ I Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27 Sýning á munum sem unnir eru í félags- og tómstunda- starfi heimilisins og dagdeildar laugardag 24. og sunnudag 25. maíkl. 13.30—17.00. Sjálfstæðisflokkurinn íReykjavík i Akstur á kjördag Sjálfstæðisflokkinn vantar sjálfboðaliða á bifreið til aksturs á kjördegi, laugardaginn 31. maínk. Upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 frá kl. 09.00—22.00 og frá kl. 13.00—18.00 um helgar. Sjálfstæðisflokkurinn BREYTING TIL BATNAÐAR SÆKJUM — SENDUM Leyfðu okkur að hjálpa þér að halda bílnum þínum hreinum og fallegum. Við sápuþvoum hann að utan, hreinsum hann og ryksugum að innan og síðan berum við Poly-Lack á bíl- inn. Poly-Lack er acryl efni sem skírir litinn og gefur fallegan gljáa sem endist lengi, lengi. Mercedes Benz í Þýzkalandi notar Poly Lack á sína bíla áður en þeir eru afhentir. Hringdu og pantaðu tíma. Við sækjum hann ef þú óskar. Opið virka daga frá 9-19. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-19. BÍLAÞVOTTASTÖÐIN Bfldshöfða 8 við hliðina á Bifreiðaeftiriitinu Sími 681944

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.