Morgunblaðið - 27.06.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986
Leikarar frá Þórshöfn i Færeyjum.
textinn vafðist fyrir mér, en
hann verkaði á mig sem tilraun
til ljóðrænnar tjáningar og ýmis-
konar raunsæilegt efni flaut með
líkt og nauðsynlegt væri að jarð-
binda verkið. Regin Djurhuus
Patursson er maður með ijöl-
þætta hæfíleika eins og einkenn-
ir ættir hans, en til þess að skáld-
legt flug fari ekki á milli mála
hefur hann fengið liðveislu
frænda síns, Róa Paturssonar.
það var út af fyrir sig viðburður
að heyra og sjá Róa Patursson
flytja ljóð sín á sviði Þjóðleik-
hússins. í ljóðinu Næturúð 2
yrkir Rói um hjörtu sem eru
þrungin af leikrænni tjáningu
og lífíð er vígt vorinu og upp-
hafíð. það var Rói Patursson sem
lék Skáldið.
Leikkonan og leikstjórinn Elin
Karbech Mouritsen leikstýrði í
lýsing. Tónlistin var eftir Sunleif
Rasmussen sem lék einnig á
píanó og naut aðstoðar flautu-
leikarans Björn Sunnerstam.
Allur var leikurinn í anda
hógværðar og hávaðalaus. Leik-
Hjörtun eru þrungin
af leikrænni tjáningu
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Norræn leiklistarhátíð
áhugamanna í Reykjavík.
Havnar Sjónleikarfelag:
í lýsing
eftir Regin Djurhuus Paturs-
son.
Tónlist: Sunleif Rasmussen.
Leikmynd og búningar: Regin
Djurhuus Patursson.
Ljós: Frank Jacobsen.
Leikstjóri: Elin Karbech
Mouritsen.
í lýsing (Dagrenning) eftir
Regin Djurhuus Patursson er
ljóðrænn leikur um land og haf
sem persónugerast og heita
Land og Haf með stórum stöf-
um. Til að útkljá þrætuefni setja
þau steina í fjöruborð og skulu
steinamir vera tákn um sátt og
samlyndi. En ekki er unnt að
komast að samkomulagi um
hvar steinamir skuli vera svo
að leitað er til annarra um að
ákveða það. Land og Haf halda
burt og í dagrenningu skal úr
því skorið hvar steinunum verð-
ur að endingu komið fyrir.
Það sem vitanlega hefur áhrif
á slíka niðurstöðu er Ástin sjálf
holdi klædd og fulltrúi hennar
Skáldið. Þessar persónur í leik-
ritinu veita leiðsögn í mislyndum
og veðrasömum heimi og gera
það með glæsibrag. Á þær er
einkum hlustað, enda má gera
ráð fyrir að þær túlki viðhorf
höfundarins og eiginleg yrkis-
efni.
Ég skal játa að færeyski
skáldið Regin Djurhuus Paturs-
son sneið sér stakk eftir vexti,
lagði áherslu á að skapa hug-
þekka stemmningu. Það tókst
honum með góðri samvinnu við
leikstjóra og leikendur. Ég hef
það á tilfínningunni að leikarar
Havnar Sjónleikarfelag séu
meira en venjulegir áhugaleikar-
ar, að minnsta kosti var frammi-
staða þeirra með miklum ágæt-
um. Gaman var til dæmis að
kynnast leikara á borð við Oskar
Hermannsson sem lék Hafíð og
var ákaflega sannfærandi sem
slíkur. Ég nefni einnig lifandi
leik Margreta Næs í gervi
Landsins. Meðal annarra leikara
sem verulega athygli vöktu í
hlutverkum sínum voru Gulla
Öregaard, Vár B. Jacobsen og
Anni Jacobsen.
Sýningá
þjóðsögum
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikhópurinn NAIP frá
Nuuk sýndi þrjá einþáttunga í
Iðnó: Hefnd Ujaraks, Nýkristn-
aði Grænlendingurinn og An-
nagannguujunnguaq.
Leikstjóri: Karoline Egede.
Það er sannarlega ekki á
hveijum degi, sem íslenzkum
áhorfendum gefst kostur á að
sjá leiklistarflutning Grænlend-
inga og því ánægjulegra er það
framtak BÍL að hafa fengið leik-
hóp frá Grænlandi á leiklistar-
hátíð sína. Leiklistarhefð mun
ekki vera á Grænlandi og þessir
einþáttungar sem fluttir voru eru
gerðir upp úr gömlum þjóð- og
munnmælasögnum.
Hópurinn vann í sameiningu
að því að búa þær til flutnings
en aðaldrifQöðrin í þeirri upp-
setningu var Koroline Egede.
Fyrsta sagan segir frá Ujarak
sem er ungur maður og hefur
verið hvattur til þess af skapríkri
móður sinni að hefna föður síns.
Áður en faðir hans var drepinn
höfðu tekizt ástir með Ujarak og
dóttur morðingjans. Unnustan
reynir að leiða Ujarak fyrir sjónir
að ofbeldi leiði af sér ofbeldi og
þátturinn endar á því að morðing-
inn og Ujarak hittast hjá presti
og sættast.
Þessi „einþáttungur“ eins og
hinir var í nokkrum atriðum. Þótt
við megum þekkja efnið er
umbúnaður og flutningur fram-
andi og næsta áhugaverður. Það
háði þessum einþáttungi að
tempó var í hægasta lagi, einkum
vegna þess hve aðalleikarinn átti
erfítt með textann.
Nýkristnaði Grænlendingurinn
er sagan af því hvað fyrsti kristni
Grænlendingurinn á í miklum
erfíðleikum með að kasta frá sér
öllu því gamla, þ.e. helgisiðum
og öðrum trúarlegum athöfnum.
Einnig ásækir hann særingamað-
ur sem hvetur hann til að halda
sig við hafsins móður. En á
endanum ber trúboði sigurorð af
særingamanninum og hann fer
að una hlutskipti sínu.
Síðasti þátturinn um piltung-
inn Anngannguujunnguaq var að
mínu viti bezt úr garði gerður
af hálfu leikara, annað hvort
betur æfður eða leikarar höfðu
náð sér eftir dulítinn sviðsskrekk.
Þar segir frá dreng sem numinn
er brott af útilegumönnum. Móðir
hans verður náttúrlega harmi
slegin og svo fer að særingamað-
ur e fenginn til að komast að
því hvar útilegumennimir halda
sig. Særingamaðurinn svæfír
mennina og særingamaðurinn og
faðirinn bjarga drengnum.
Sérstaklega skemmtilegur er
leikur Karoline Egede í þessum
þætti. Búningar eru við hæfi —
og gervi yfirleitt.
Það skal svo endurtekið að
koma grænlenzka hópsins er
fagnaðarefni. Svo framandleg er
hefð grænlenzku sagnanna, að
okkur er ávinningur að fá að
kynnast þeim. Og kannski fáum
við síðar meira að sjá.
Misjafn sauð-
ur í mörgii fé
HlJómplStur
Sigurður Sverrisson
Matt Bianco
Matt Bianco
FVrir fáeinum ámm kom upp í
Bretlandi kröftug bylgja tónlistar
sem menn kölluðu gjaman jass-
popp. Á meðal þeirra, sem náðu
að skapa sér nafn innan þessarar
nafngiftar, voru bæði Matt Bianco
og Swansway, sem mér þykir
reyndar meira koma til. Bianco
er hins vegar í hraðri framför.
Á þessari nýju plötu kveður við
svipaðan tón og gerði nema hvað
Suður-amerísku áhrifin virðast á
köflum enn sterkari en var. Þess
á milli er eins og þessi geðugi
sveinn og aðstoðarmenn hans séu
ekki alveg með það á hreinu hvora
leiðina á að velja; jass eða popp,
og úr verður togstreita sem stund-
um kemur niður á lögunum.
Þegar öllu er á botninn hvolft
er þessi skífa kjörin fyrir alla þá
sem unna léttu, vel leiknu poppi
með jözzuðum áhrifum. Gæti trú-
að að Gunni Sal. hefði gaman af
þessu.
Prins í álögnm?
Prince and the revolution
Parade
Fyrir nokkmm árum kom út
plata með Spanday Ballet, sem
einnig hét Parade. Sú plata á
ekkert sameiginlegt með þessari
nema nafnið.
Ég hélt sannast sagna að
Prince hefði náð á mér heljartök-
um en svo er bersýnilega ekki. Ég
á ákaflega erfítt með að kyngja
þessari plötu eftir hinar frábæru
Purple Rain og Around the world
in a day. Hér lætur Prince laglín-
umar að mestu sigla sinn sjó en
býður upp á áslátt í öllum mögu-
legum litbrigðum. Þetta er kröft-
ug skífa, nánast hrá á köflum,
en af hveiju hún höfðar til lista-
poppara fæ ég ekki skilið. Ekki
fyrirmigþessi.
Ellimörk
Rolling Stones
Dirty work .
Síðastur manna myndi ég níða
skóinn af þeim Jagger og félögum
í Stones en nú finnst mér mál til
komið að endurskoða útgáfuna.
Eftir nokkrar góðar plötur á
undanfömum árum er Dirty work
dálítið vanþroska.
Sannast sagna var ég tekinn
að efast um að Stones gætu yfír-
leitt gefíð eftir en ellimörkin láta
á sér kræla á Dirty work og það
í meira mæli en ég hefði kosið.
Aðaltrompið, Harlem shuffle, er
23 ára gamalt lag úr safni ann-
arra en eigi að síður listavel flutt.
Af eigin Iögum Steinanna
fínnst mér óvenju fátt um fína
drætti. Ein undantekning er þó
þar á; yndislegt þriggja gripa laga
undir heitinu Had it with you. En
þeir mega muna sinn fífíl fegurri.
Hávaðalist
Art of noise
Who’s afraid of_
Art of noise? Hmmmmmm.
Sniðugt! hugsaði ég þegar ég sá
þessa plötu fyrst. Hinn lúmski
ánægjusvipur breyttist fljótt í
freðið bros og síðan eitt allsheijar
spumingarmerki. Eftir að hafa
rennt fram og til baka yfír þessa
plötu fæ ég ekki nokkum botn í
hana.
Af og til er hægt að greina lítil
snotur stef úr þessari undarlegu
samsetningu og þá em þau gjam-
an endurtekin með jöfnu millibili.
En að út úr þessu sé hægt að
heyra eitthvað í þá veru sem við
þekkjum undir nafninu lag er af
ogfrá.
Hafí menn ekkert betra við tím-
ann að gera er í sjálfu sér ekkert
að því að sökkva sér niður í þessa
tónlist en það er vissara að hafa
um sig bjarghring því annars
gæti illa farið.
Blástursapar
Blowmonkeys
Animal magic
Alveg var ég sannfærður um
það þegar ég heyrði til Biow-
monkeys fyrst á plötunni Limping
for a generation, sem kom út í
hitteðfyrra, að þessi veit ætti eftir
að gera það gott. Sú spá virðist
á góðri leið með að rætast því
Animal magic er um flest betri
en forveri hennar.
Tónlist Blowmonkeys er ákaf-
lega bresk í sér þótt hún fylgi
ekki neinum hefðbundnum leið-
um. Makalaust annars, að Bretinn
skuli ekki sýna frumleika á borð
við þann er kemur fram í tónlist-
inni, á neinum öðrum sviðum. Þá
væri öðruvísi ástandið hjá henni
Betu! Yfírborð tónlistarinnar er
rólegt, allt að letilegt, en inn í
hana fléttast áhrif víðs vegar að
— án þess breski stimpillinn náist
nokkru sinni af — t.d. blástur og
ásláttur að hætti Suður-Ameríku-
manna svo og fjölbreytilegar
bakraddir. Stundum örlar meira
að segja á Style Council áhrifum.
Stórskemmtileg plata.
Ofmetinn?
Elvis Costello
King of America
Poppspekingar og stórpopparar
um heim allan keppast við að
ausa þá Bruce Springsteen og
Elvis Costello lofí. Að mínu viti
er Bruce stórlega oflofaður en ég
get varla fallist á það að Costello
njóti ekki þeirrar hylli, sem hann
áe.t.v. skilið.
Þrátt fyrir nokkuð langan feril
á Costello enn frekar erfítt upp-
dráttar. Það leikur tæpast nokkur
vafi á að hanh er lunkinn laga-
smiður og semur góða texta. Hins
vegar leiðist mér hann sem söngv-
ari. Kannski er það vegna þess
að stundum svipar honum til Bob
Dylan!
King of America er dálítið
sundurleit plata og skiptast að
mestu á ballöður og kúrekasöngv- -
ar. Costello var á sírtum tíma
forfallinn kántrý-aðdáandi og
gerði heila plötu í þeim stil ein-
vörðungu. Kúrekasöngvar eru nú
ekki beint mitt uppáhald þannig
að þessi plata fer ekkert allt of
vel í mig.
Það má þó Costello karlinn eiga
að hann er ekki að hengja sig í
of miklum flækjum við útsetning-
ar og notar meira að segja hljóð-
færi á borð við hið mjög svo heim-
ilislega Hammond-orgel. Þetta
allt kemur þó ekki í veg fyrir að
niðurstaða mín verði hin sama og
áður. Costello er bara ekki minn
maður.