Morgunblaðið - 27.06.1986, Side 14

Morgunblaðið - 27.06.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNl 1986 Tapið kom Karpov í gang Þrátt fyrir slæma byrjun á stórmótinu í Bugojno í Júgó- slavíu, varð Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistari, samt sem áður öruggur sigurvegari á mótinu. Þar sem nærri allir sterkustu skákmenn heims voru á meðal þátttakenda, að heimsmeistaranum undanskild- um, virðist ljóst að Karpov er ennþá að minnsta kosti næst- bezti skákmaður heims. Af ár- angri hans í þessu móti að dæma, ætti hann að eiga góða möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn úr hönd- um Gary Kasparovs í einvíginu sem hefst 28. júlí i London. Karpov byrjaði mótið með jafn- teflum og tapi fyrir Sokolov og heyrðust þá miklar hrakspár um að hann ætti enga möguleika gegn Kasparov. En tapið varð sem vítamínsprauta á hann, honum tókst að leggja Ljubojevic, Ju- supov, Spassky og Timman að velli og þessir fjórir sigrar dugðu honum í öruggt efsta sæti, því hinir þátttakendumir voru ýmist mistækir eða skorti baráttuvilja. Að vinna eina skák og gera allar hinar jafntefli nægði í annað sætið og það sýnir hversu jafnt mótið var. Af þessu móti og fleir- um upp á síðkastið má draga þá ályktun að þeir Kasparov og Karpov séu langbeztir í heimi, en næstu 12—15 stórmeistaramir séu allir álíka sterkir og árangur þeirra ráðist af því hver er í beztu formi hveiju sinni. Heimamenn voru mjög sáttir við árangur síns öflugasta manns Ljubojevic, sem tefldi margar skemmtilegar skákir að vanda. Það er sorglegt að hann hafi aldrei náð að komast lengra í heimsmeistarakeppni en í milli- svæðamót, því hæfileikamir em gríðarlegir. Eftir sigur Sokolovs á Karpov var jafnvel búist við því að hann myndi gera kröfu til efsta sætis- ins, en hann sýndi nýja og fremur óskemmtilega hlið á sér með því að gera allar aðrar skákir sínar jafntefli. Hann varð þar með sá eini sem ekki tapaði skák, og það er ekki ennþá ljóst hvers þessi ungi og efnilegi meistari er í raun megnugur. E.t.v. hefur hann verið að læra þá list að komast hjá því að tapa, en einhvem tíma notaði Karpov þá afsökun á unga aldri, þegar jafnteflin þóttu keyra úr hófi. Andstæðingur Sokolovs í úr- slitaeinvígi áskorendakeppninnn- ar, Artur Jusupov, byijaði mjög illa og eftir það varð hann að láta öryggið lönd og leið, en tefla upp á að bjarga andlitinu. Það tókst honum með því að ná 50% vinn- inga. Aldursforsetamir Spassky og Portisch mega auðvitað þokka- lega við vinningatöluna una, en jafnteflin voru alltof mörg og benda til þess að metnaðinn hafi skort. Vanti baráttuviljann halda þeir ekki öllu lengur í við yngri mennina. Vesturlandabúamir tveir ollu miklum vonbrigðum með því að skera sig úr á botninum. Miles var auðvitað miður sín eftir útreið- ina gegn Kasparov, en náði samt að byija vel. í seinni hluta mótsins var hins vegar ekki heil brú í taflmennsku hans. Það er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Jan Timman að verma botn- sætið, líklega langt síðan hann hefur lent í slíku. Timman á greinilega langt í land með að jafna sig eftir þau miklu vonbrigði að vera sleginn út úr heimsmeist- arakeppninni af Jusupov í janúar, með miklum mun, en það hlýtur að hafa verið nokkur sárabót að hafa komið fram hefndum á Sovétmanninum í annarri ská- kinni. Hollendingurinn er nú í mikilli lægð eftir frábæran árang- ur á síðasta ári. Mótið mun hafa verið nokkuð skemmtilegt á að horfa, allt þang- að til í síðustu umferð, er öllum skákunum fjórum lauk með frem- ur stuttum jafnteflum, áhorfend- um til mikilla vonbrigða. Við skulum nú líta á eina af vinningsskákum sigurvegarans. Fómarlambið er Boris Spassky, sem ákveður að sneiða hjá öllum tízkubyijunum. En það er ekki allt gott þó gamalt sé og Karpov nær að byggja upp betri stöðu á dæmigerðan hátt. Þegar Spassky hyggst síðan losa um sig er honum refsað með fallegri mannsfóm. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Boris Spassky Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — g6 Smyslov hefur lengi haft mikið dálæti á þessari leikaðferð. Af- brigðið er traust, en leiðir til þrengra tafls á svart eins og Karpov sýnir fram á. 4. c3 - a6, 5. Ba4 - d6, 6. d4 — Bd7, 7.0-0 — Bg7,8. Hel Skák Kínveijans Qi Jingzuan við Spassky í Luzem í fyrra tefld- ist: 8. dxe5 — dxe5, 9. Be3 — Rf6, 10. Rbd2 - 0-0, 11. Bc5 - He8 og svartur jafnaði taflið. Að þessu sinni velur Spassky kóngs- riddara sínum stað á e7. - Rge7, 9. Be3 - 0-0, 10. Rbd2 — De8 Nú hótar svartur að vinna peð með 11. — Rxd4. 11. Bb3 — b6, 12. dxe5 — dxe5, 13. Rc4 - Kh8, 14. Dcl - Bg4, 15. Rg5 — h6,16. h3! Eina leiðin til að halda frum- kvæðinu. Nú yrði 16. — Bh5 svarað með 17. Rxf7+ — Hxf7, 18. Bxf7 - Dxf7,19. g4 - Bd7,17. Rf3 - Kh7,18. a4 Hvítur hefur nú öllu þægilegri stöðu, en það kom þó vel til greina fyrir svart að bíða átekta og leika 18. — a5. 18. — Be6 var hins vegar slæmt vegna 19. a5! og hvítur nær yfirráðum yfir hinum mikilvæga c5 reit. í stað þess að fara með löndum ræðst Spassky á miðborðið og veikir stöðu sína um leið: 18. - f5?!, 19. exf5 - gxf5, 20. Rfxe5! Karpov er ekkert hræddur við að fóma. Það er líklega ekki bara Kasparov sem hefur lært af síð- ustu tveimur heimsmeistaraein- vígum. Hvítur fær tvö peð strax og í framhaldinu getur svartur ekki varist enn frekara liðstapi. — Rxe5, 2l. Rxe5 — Bxe5, 22. Bxh6 - Bd6, 23. Dg5! - Dg6, 24. Hxe7+ - Bxe7, 25. Dxe7+ - Kxh6, 26. Dxd7 - f4? Spassky treystir á gagnsókn, en nú tapar hann þriðja peðinu bótalaust. Vegna slæmrar kóngsstöðu hefði hann átt að feista gæfunnar í endatafli með 26. — Dd6, 27. Hdl — Dxd7, 28. Hxd7, en 26. — Hac8, 27. Bc2! var hins vegar slæmt fyrir svart. 27. Dxc7 - Hae8, 28. Hdl - Hf6, 29. Kh2! - a5, 30. Hd4 - Hef8, 31. Hd7 - Hc6, 32. De5 - Df6, 33. Dd5 - Hc5, 34. De4 og hér tók Spassky þá ákvörðun að gefast upp. 34. — Df5 er svarað með 35. De7 og eftir 34. — Dg6 á hvítur ýmsar vinnings- leiðir. Einföldust er 35. Dxg6+ — Kxg6, 36. Bc2+ og peðið á b6 hlýtur að falla. STIG 1 2 3 4 5 6 7 8 VINN. RÖÐ 1. A. KARP0V (Sovétrlkjmun) 2700 1 1/2 0 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1 8 1/2 1. 2. L. LJLB0JEVIC (Júgóslavíu) 2605 0 1/2 1/2 1/2 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1 1 1/2 7 1/2 2-3. 3. A. S0K0L0V (Sovétrlkjunun) 2595 1 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 7 1/2 2-3. 4. A. JUSUP0V (Sovétrikjirun) 2645 0 1/2 0 1/í 1/21/2 1 1/2 1/2 1/2 1 1 1/2 0 7 4-6. 5. L. P0RTISCH (Ungverjalandi) 2610 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 7 4-6. 6. B. SPASSKY (Frakklandi) 2610 1/2 0 1/2 1/2 1/21/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1 1/2 7 4-6. 7. A. MILES (Englandi) 2610 1/2 1/2 1 0 1/21/2 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 1 0 6 7. 8. J. TIMWI (Fbllandí) 2645 1/2 0 0 1/2 1/21/2 1/2 1 1/2 0 0 1/2 0 1 5 1/2 8. Tveir vinir Ferðalangar ásamt farskjótum. Isfirskir skátar könnuðu fornar slóðir Vestfjarða Bæjum, Snæfjallantrönd. Kvikmyndgr Arnaldur Indriðason Kvennagullin (Heartbreakers) ★ ★ V* Sýnd í Regnboganum. Bandarísk. Leikstjóri: Bobby Roth. Handrit: Bobby Roth. Framleiðendur: Rob Weis og Bobby Roth. Tónlist: Tangerine Dream. Helstu hlutverk: Peter Coyote, Nick Mancuso og Carole Laure. Arthur Blue (Peter Coyote) og Eli Khan (Nick Mancuso) eru vinir og hafa verið það frá því guð má vita hvenær. Blue er listamaður sem gengur ekkert sérlega vel á lista- brautinni og Eli vinnur í fyrirtæki pabba síns, sem selur nærfot, og reksturinn gengur ekki sérlega vel. Þeir Blue og Eli em saman alla daga, spila veggjatennis á morgn- ana, borða morgunmat á sömu kaffistofunni og skemmta sér sam- an á kvöldin. Þeir eiga engin leynd- armál; eru einlægir og góðir vinir. Það er aðeins eitt sem skyggir á vináttuna: Blue laðar að sér kven- fólk sem Eli hefur nælt sér í og Eli þolir það varla mikið lengur. Blue og Eli eru aðalpersónumar í myndinni Kvennagullin (Heart- breakers), sem sýnd er í Regn- boganum. Hér er á ferðinni ákaf- Iega viðkunnanleg, mannleg og hjartahlý mynd byggð á skemmti- lega skrifuðu handriti fullu af at- hyglisverðum persónum og atburð- um sem raðast niður í furðulegu samblandi af heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna, kvenfólki og uppáferðum, glaum og gleði, sorg og sút. Persónurnar eru þannig unnar frá hendi leik- stjórans og höfundarins, Bobby Roth, að maður kærir sig um þær og vill vita hvað um þær verður en það er nokkuð sem persónur hvíta tjaldsins hefur skort svo mjög upp á síðkastið. Leikurinn á h'ka þátt í að gera myndina jafn spræka og hún er. Leikur Coyote er sérlega eftirminni- legur: Blue er bóhem sem kærir sig lítið um veraldleg gæði en lifir fyrir líðandi stund eða þar tii ástin hans yfírgefur hann einmitt vegna þessa galla í manngerð hans. Hann ákveð- ur þá að takast á við lífið af fuliri alvöru. Á meðan er vinur hans, Eli, að eltast við kvenfólk eins og venjulega en það er næstum það eina sem hann hugsar um í frístundum. Honum gengur vel að heilla kven- fólkið en konur spila annars ekki mikla rullu í myndinni nema sem fallegir bólfélagar annaðhvort Blu- es eða Eli eða þær ógna vináttu þeirra. Kvennagullin er ódýr mynd og íburðarlaus og sýnir að það er hægt að gera góðar myndir í Bandaríkj- unum án þess að dæla í þær milljón- um dollara. Bobby Roth er leik- stjóri, handritshöfundur og annar framleiðandi myndarinnar og hann leysir allt þetta sérlega vel af hendi. Kvennagullin er persónuleg mynd og indæl, með góðum leikur- um og atriðum sem sitja eftir í manni að sýningu lokinni. ÞAÐ VAR fríður hópur vaskra drengja, er nær 30 ungliðar í Hjálparsveit skáta á Isafirði lögðu land undir fót og örkuðu hér fjöll og jökla um síðustu hvítasunnuhelgi á skíðum og vél- sleðum og siðast en ekki síst á nýjum snjóbíl þeirra skátveija alla leið um breiðar fannir norð- ur til Reykjafjarðar á Ströndum. Fóru þeir þetta í æfingaskyni til að kanna fornar slóðir um háfjalla- lendur Vestfjarða ef til kæmu bjarganir við erfiðar aðstæður. Skildu þeir snjóbíl sinn eftir og komu síðan aftur þjóðhátíðarhelg- ina og lögðu upp í aðra ferð frá Bæjum sömu ieið til Reykjafjarðar. Unnu þeir þar röskum höndum að endurbyggingu sundlaugar þeirrar er Ungmennafélag Grunnavíkur- hrepps byggði þar árið 1938 og var því farin að láta nokkuð á sjá. Sundlaugin er þó mikið og gott mannvirki, 8 x 20 metrar að stærð. Snjó sögðu þeir mikinn á fjöllum, en greiðlega hafí ferðin þó gengið og nutu þeir ferðalangar góðs veð- urs í bæði skiptin. Þeir komu til baka sólbrúnir og sælir, gengu svo til sinna heima að loknu þróttmiklu ferðalagi og góðum verkum. Snjóbílinn fluttu þeir hingað frá ísafirði á bíl, snjósleðana með Djúp- bátnum, en sjálfír flutu þeir á hrað- bát hór á milli. Alls konar tækni- og kunnáttumenn voru með í leið- angrinum, en hinar vösku kempur, Snorri Hermannsson smiður og Þröstur Jóhannesson mælingamað- ur, voru þarna í forsæti ferðagarp- anna til alira kunnáttuverka. En Þröstur á ættföður í Reykjafirði og faðir hans nú sestur þar að fram eftir sumri til viðartekju, sögunar girðingarstaura og annarra þarfa verka enda snillingur í öllum verk- um svo sem þeim Reykjafjarðar- bræðrum er lagið. — Jens í Kaldalóni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.